Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1988, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988.
73
-
T
Afmæli
Olína Eiríksdóttir
Ólína Eiríksdóttir húsfreyja, Víði-
holti, Seyluhreppi í Skagafirði,
verður sjötug á mánudaginn.
Ólína fæddist í Vík í Staðarhreppi
og ólst upp í foreldrahúsum þar og
á Auðnum, Varmalandi og Bessa-
stöðum í Sæmundarhlíð. Ung að
árum lærði Óhna fatasaum og lagði
hún talsverða stund á þá iðn.
Ólína giftist 31.3.1940 Hjalta Jóns-
syni, f. 29.7.1909, d. 7.4,1984. For-
eldrar hans voru Jón Árnason, b. á
Stóru-Ökrum í Akrahreppi og víðar,
síðast í Valadal í Seyluhreppi, og
kona hans, Dýrborg Daníelsdóttir.
Þau Hjalti bjuggu fyrst í Valadal
og síðan í Reykjavík en reistu árið
1952 nýbýhð Víðiholt og bjuggu þar
síðan. Með búskap ráku þau sumar-
heimili fyrir böm í tuttugu og sex
ár og dvöldust þar um tuttugu börn
áári,flestárin.
Börn Óhnu og Hjalta em: Þrúður
Jónheiður, f. 30.3.1941, verslunar-
maður í Reykjavík, var gift Pálma
Guömundssyni járnsmiði og eiga
þau tvö böm; Kristín Dýrborg, f.
29.11.1942; verslunarmaður í Kópa-
vogi, gift Asmundi Guðmundssyni
lögreglumanni og eiga þau þijú
börn; Hörður, f. 23.3.1945, bifvéla-
virki í Reykjavík, kvæntur Ásu Sig-
urlaugu Hahdórsdóttur verslunar-
manni; Eiríkur, f. 12.5.1947, bif-
reiðastjóri í Garðabæ, kvæntur Jó-
hönnu Sigmundsdóttur banka-
starfsmanni og eiga þau þrjú börn;
Árný Hugrún, f. 25.7.1950, hár-
greiðsludama í Winnipeg í Kanada,
gift Lionel Leveque pípulagninga-
manni og eiga þau eitt barn; Guð-
björg, f. 5.5.1952, verslunarmaður á
Ákureyri, sambýlismaður Haraldur
Óskarsson bifvélavirki, en hún á
eitt barn; Katrín Eygló, f. 30.6.1954,
skrifstofumaður í Hafnarfirði, en
sambýlismaður hennar er Halldór
Ólafsson múrarameistari og eiga
þau þrjú böm; Auður Helga, f. 5.6.
1956, aöstoðarstúlka tannlækms á
Akureyri, gift Jóni Þór Guðjóns-
syni, starfsmanni Flugleiða og eiga
þau tvö börn, og Hlífar, f. 30.9.1960,
b. í Víðiholti, en sambýhskona hans
er Sigríður Helgadóttir og eiga þau
tvö börn. Auk sinna eigin barna
fóstruðu Ólína og Hjalti upp sex
önnur börn um lengri eða skemmri
tíma.
Ólína er elst af ellefu systkinum
og eru nú átta þeirra á lífi.
Foreldrar hennar voru Eiríkur
Sigurgeirsson, f. 24.9.1891, d. 13.5.
1974, lengst og síðast bóndi í Vatns-
Ólína Eiríksdóttir.
hhð í Bólstaðarhlíðarhreppi, og
kona hans, Kristín Vermundsdóttir,
f. 20.7.1898, d. 11.11.1973.
Ólína tekur á móti gestum sunnu-
daginn 11. september klukkan 15.00
í safnaðarheimihnu Kirkjuhvoli í
Garöabæ.
Una Jóhannesdéttir
Una Jóhannesdóttir frá Gaul, hús-
móðir, til heimihs að Stekkjarholti
20, Akranesi, verður áttræð á mánu-
daginn.
Una fæddist á Shtvindastöðum í
Staðarsveit. Hún ólst upp í foreldra-
húsum en réðst kaupakona þegar
hún var fimmtán ára til Guðjóns
Péturssonar, b. í Amartungu í Stað-
arsveit. Þau fóm síðar að búa saman
og bjugggu í Amartungu til 1929.
Þau bjuggu síðan á tveimur öðrum
bæjum í sveitinni en fluttu að Gaul
1934 og bjuggu þar meðan Guðjón
liíöi en hann lést 7.8.1968.
Eftir lát Guðjóns hélt Una áfram
húsfreyjustörfum að Gaul hjá Guð-
mundi syni sínum sem þá tók við
jörðinni en þau bjuggu þar til 1985
er þau fluttu til Ákraness þar sem
þau hafa búið síðan.
Una og Guðjón eignuðust fjórtán
börn og em tólf þeirra á lífi. Þau
era: Jón, Pétur Ingiberg, Jóhannes
Matthías, Jóhaxm Kjartan, Vil-
hjálmur Maríus, Sveinn, Gunnar
Hildiberg, Óhna Anna, Guömundur
Bjöm, Siguijón Magnús, Soffía •
Hulda og Vilborg Inga.
Afkomendahópur Unu er orðinn
stór en auk bama sinna á hún fimm-
tíu bamaböm og sextíu barna-
bamaböm.
Una var elst tólf systkina.
Foreldrar hennar voru Vilborg
Kjartansdóttir og Jóhannes Guð-
Una Jóhannesdóttir
mundsson, b. á Slitvindastöðum.
Una tekur á móti gestum í félags-
heimilinu Rein á Akranesi á morg-
un, sunnudaginn 11.8., klukkan
15-19.
Lydía Pálmarsdóttir
Lydía Pálmarsdóttir húsmóðir,
Eskihhð 5, Reykjavík, er sjötug á
morgun, sunnudag.
Lydía er fædd og uppalin í Reykja-
vík. Hún lauk burtfaraprófi úr 4.
bekk Kvennaskólans í Reykjavík
árið 1936. Mörg undanfarin ár hefur
Lydíastarfað fyrir Kvenfélag Hah-
grímskirkju. Hún var ritari félags-
ins í áratug en formaður sl. 12 ár.
Lydía giftist Sigurbergi Árnasyni
forsfjóra, f. 27. febrúar 1910, d. 28.
júh 1987. Foreldrar hans vora Ámi
Runólfsson frá Áshóli í Holtum og
kona hans, Margrét Hróbjartsdóttir
frá Húsum í Holtum. Árni var fyrst
bóndi á Áshóh en flutti til Reykja-
víkur upp úr aldamótum og vann
verkamannavinnu.
Sigurbergur er bróðir Hróbjarts
Árnasonar, eiganda Burstagerðar-
innar í Reykjavík og þeirra systk-
ina. Hróbjartur er aftur faðir séra
Jóns Dalbú Hróbjartssonar og séra
Helga Hróbjartssonar.
Böm Lydíu og Sigurbergs eru
Pálmar Ami, f. 3. apríl 1940, hljóð-
færasmiður, rekur Hljóðfæraversl-
un Pálmars Áma í Reykjavík, kona
hans er Jóhanna Snorradóttir.
Pálmar á 5 böm: Ólafur Viggó, f. 4.
ágúst 1943, löggiltur endurskoðandi
og meðeigandi í Endurskoðunar-
skrifstofu Ólafs J. ólafssonar, kona
Ólafs er Sólrún Jónsdóttir og eiga
þau tvær dætur; Grétar, f. 14 febrú-
ar 1946, geðlæknir, starfar á Geð-
deild Borgarspítalans og á eigin
stofu, kona hans er Kristín Hah-
grímsdóttir og eiga þau þrjú börn;
Friðrik, f. 8. júní 1957, læknir á Borg-
arspítalanum og starfar jafnframt á
þyrluvakt Landhelgisgæslunnar,
kona hans er Ámý Sigurðardóttir,
hjúkranarfræðingur og eiga þau tvö
böm.
Lydía á sex hálfsystkini, samfeðra:
Bjarni, f. 11. febrúar 1930, hljóð-
færasmiður, kona hans er Guðbjörg
Bjömsdóttir og eiga þau tvö börn,
Bjami á son frá fyrra hjónabandi,
Ingvar; Helgi, 20. janúar 1934, kona
hans er Erla Guðmundsdóttir, þau
era barnlaus, en Erla á dóttur frá
fyrra hjónabandi; Ingólfur, f. 14.
nóvember 1942, hljóðfærasmiður,
kona hans er Hrönn Hafliðadóttir,
óperasöngkona, og eiga þau tvö
börn; Bára, f. 5. júní 1941, maður
hennar er Davíð Davíðsson og eiga
þaufjögurböm;Fjóla,f. lO.júlí 1945,
maður hennar er Hilmar Loftsson
og eiga þau flóra syni; Margrét, f.
11. apríl 1948, hún hefur frá unga
aldri verið á vistheimihnu Skála-
túni í Mosfehssveit.
Lydía Pálmarsdóttir.
Faðir Lydíu er Pálmar Þórir
ísólfsson, f. 28.7.1900 d. 26.8.1982,
hljóðfærasmiður. Pálmar átti Lydíu
þegar hann var ungur og ógiftur.
Móðir Lydíu er Ólöf Eiríksdóttir, f.
20.9.1883 d. 12.4.1964.
Föðurforeldrar Lydíu eru ísólfur
Pálsson, tónskáld oghljóðfærasmið-
ur, Syöra-Seli á Stokkseyri, og kona
hans Þuríður Bjarnardóttir, Símon-
arhúsi, Stokkseyri. Pálmar er bróðir
Páls ísólfssonar tónskálds og þeirra
systkina.
Móðurforeldrar Lydíu eru Eiríkur
Ólafsson, frá Helluvaði Rangár-
vahasýslu, bóndi á Minni-Mástungu
í Gnúpveijahreppi og kona hans
Elísabet Jónsdóttir frá Görðum í
Landsveit.
Bjöm Lárusson
Bjöm Lárasson, fyrrv. b. að Auð-
unnarstöðum, Þorkelshólshreppi,
ersjötugurídag.
Björn fæddist í Grímstungu í
Vatnsdal og ólst þar upp í foreldra-
húsum. Hann kynntist þar öhum
almennum sveitastörfum á stóru
búi fóður síns. Björn stundaði nám
við Héraðsskólann í Reykholti
1936-38 en útskrifaðist frá VÍ1942.
Hann stundaði verslunarstörf hjá
Verslun Sigurðar Pálmasonar á
Hvammstanga í tvö ár og hóf síðan
búskap á Auðunnarstöðum. Þar
hefur hann búið síðan með blandað-
an búskap. Bjöm hefur starfað við
verslunarstörf hjá mági sínum í
Reykjavík sl. þrjú ár.
Kona Bjöms er Erla Guðmunds-
dóttir, f. 21.4.1921, húsfreyja, dóttir
Guðmundar Jóhannessonar, b. á
Auðunnarstöðum, og konu hans,
Kristínar Gunnarsdóttur.
Bjöm og Erla eiga eina dóttur,
Kristínu, f. 8.6.1948, húsmóður í
Reykjavík, en hún er gift Magnúsi
Magnússyni sendibílstjóra og eiga
þauþijúböm.
Bjöm átti sjö systkini og eru fimm
þeirra á lífi. Þau eru: Helga, hús-
móðir á Blönduósi; Ragnar, verk-
stjóri hjá Kópavogsbæ; Grímur,
vaktmaður í Stjórnaráðinu í
Reykjavík; Kristín, húsfeyja á
Bakka í Vatnsdal; Eggert, bæjar-
starfsmaður á Seyðisfirði.
Foreldrar Björns vora Lárus
Bjömsson, b. í Grímstungu, f. 10.12.
1889, d. 1986, og kona hans, Petrína
Björg Jóhannsdóttir, f. 21.8.1896, d.
1985.
Bróðir Lárasar var Þorsteinn á
Hellu, faðir Bjöms sagnfræðipróf-
essors. Annar bróðir Lárusar var
Sigurgeir, faðir Þorbjörns eðlis-
fræðiprófessors. Systir Lárusar var
Guðrún, móðir Björns, fyrrv. al-
þingismanns á Löngumýri, og Hall-
dórs búnaðarmálastjóra, amma
Páls, alþingismanns og þingflokks-
formanns á Höllustöðum, og Más,
sýslumanns í Hafnarfirði, og lang-
amma dr. Hannesar Hólmsteins.
Lárus var sonur Björns, b. í
Grímstungu í Vatnsdal, Eysteins-
sonar, bróöur Ingibjargar,
langömmu Friðriks Sophussonar
iðnaðarráðherra. Móðir Lárusar
var Guðbjörg Jónasdóttir, b. á Tind-
um, Erlendssonar, og konu hans,
Helgu Jónsdóttur, móður Guðrún-
ar, langömmu Ingvars Gíslasonar
ritstjóra.
Petrína Björg var dóttir Jóhanns
Skarphéðinssonar frá Hvoli í Víði-
dal.
Björn verður við laxveiðar norður
í Víðidalsá á afmælisdaginn.
Til hamingju með
sunnudaginn
85 ára
Ragnlieiöur Björnsdóttir,
Furugerði 1, Reykjavik.
80 ára
Gísli Gíslason,
Gröf, Óspakseyrarhreppi.
75 ára
Guðmundur Loftsson,
Kastalagerði 5, Kópavogi.
70 ára
Pétur Jónsson,
Hörðalandi 2, Reykjavík.
Sigurður J. Briem,
Lönguhlíð 9, ReyKjavík.
Stefán Gestur Kristjánsson,
Hraunteigi 15, Reykjavík.
60 ára
Gyða Guðmundsdóttir,
Glerá, Akureyri.
Erla Vídalín Helgadóttir,
Grensásvegi 58, Reykjavík.
Hafsteinn Gunnarsson,
Flúðaseli 89, Reykjavík.
Hanna Bjarnadóttir,
Austurbrún 19, Reykjavík.
Ingi K. Jóhannesson,
Birkimel 8a, Reykjavík.
Guðmundur Gunnarsson,
Sóltúni 7, Keflavík.
50 ára
örn Sigurðsson,
Lækjamóti, Ljósavatnshreppi.
Árni Jónsson,
Fagrabæ 3, Reykjavík.
Ásta Sigurðardóttir,
Ásavegi 7, Vestmannaeyjum.
Hrönn Vagnsdóttir,
Hjöllum 15, Patreksfirði.
Jóhannes Agnarsson,
Fagraseli, Skarðshreppi.
40 ára
Sólvéig Knútsdóttir,
Munkaþverárstræti 27, Akureyri.
María Gústafsdóttir,
Fossheiði 62, Selfossi.
Guðjón Róbert Ágústsson,
Vesturbergi 8, Reykjavik.
Skarphéðinn H. Einarsson,
Espihlíö 8, Reykjavík.
Guðmundur Þóroddsson,
Hófgeröi 13, Kópavogi.
Dagný Jónasdóttir,
Vogalandi 10, Reykjavík.
Gyða Siggeirsdóttir
Gyða Siggeirsdóttir, Kópavogs-
braut la, Kópavogi, er sjötug á
morgun, sunnudag.
Gyða giftist 22. júlí 1938 Agh Zoífaní-
asi Bjamasyni, f. 20. febrúar 1915,
fombókasala. Foreldrar hans eru
Soffía Eggertsdóttir, Jónssonar,
Hreiðarstaðakoti, Svarfaðardal, og
Bjarni Guðmundsson bílstjóri, Sem-
ingssonar, Semingssonar, bróður
Marsibilar, móður Bólu-Hjálmars.
Börn Gyðu og Egils eru Hrafnkell,
f. 24. júní 1939, vélvirki í Reykjavík,
og er hann kvæntur Önnu Sigur-
jónsdóttur. Þau eru barnlaus; Ólaf-
ía, f. 5 maí 1943. Fyrri maður hennar
er Njáll Bergþór Sigurjónsson'
prentari og þeirra börn Egill, f. 14.
október 1962, Hrefna, f. 15. júlí 1964,
en hún er gift Steindóri Gunnlaugs-
syni, verslunarsjóra í Dynjanda.
Seinni maður Ólafíu er Jóhann
Gunnar Friðjónsson bankavörður
og þeirra börn era Gyða, f. 15. jan-
úar 1973, Friðjón f. 14. september
1976; Soffía Stefanía, f. 7 mars 1953,
og er hún gift Jakobi Gunnari Har-
aldssyni, f. 13. maí 1953, fram-
kvæmdastjóra. Þeirra börn era
Hrafnkell, f. 22. september 1977,
Haraldur, f. 8. febrúar, 1980, og Hild-
ur Björg, f. 10. júlí 1986.
Gyða á tvö systkini, Hafstein og
Einar.
Móðir Gyðu var Hrefna Einars-
dóttir, f. 14. ágúst 1901 í Knarrar-
tungu í Staðarsveit, d. 9. nóvember
1955 í Reykjavík. Móðurfaðir Gyðu
er Einar Þorkelsson, Eyjólfssonar,
prests á Staðastað, Eyjólfssonar,
prestsíGarpsdal.
Faðir Gyðu er Siggeir, bakari í
Reykjavík og síöar póstafgreiðslu-
maður, f. 11. september 1894, Einars-
son, thm. í Vorhúsum í Reykjavík.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til
að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð
og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber-
ast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir