Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Síða 14
14
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLU.NAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Hræðslulið í hremmingum
Erfiðleikar Steingríms Hermannssonar við myndun
stjórnar sýna, að seint og sennilega alls ekki næst sam-
an stjórn, sem getur setið langleiðina út kjörtímabilið.
Einfaldast og fljótlegast er því að efna til kosninga sem
fyrst og leyfa gömlu ofstjórninni að sitja á meðan.
Ekki er sérstök ástæða til að ætla, að ný ofstjórn eft-
ir kosningar verði skárri en aðrar. Hins vegar má bú-
ast við, að hún endurspegli betur ríkjandi viðhorf og
njóti því meira trausts hjá fólki. Slíkt þykir gott vega-
nesti, þegar talið er, að grípa þurfi til stórræða.
Áhugi ýmissa stjórnmálamanna á nýrri stjórnar-
myndun byggist ekki á því sjónarmiði, að nauðsynlegar
séu aðgerðir í efnahagsmálum, heldur á hræðslu þeirra
við kosningar. Þetta á einkum við um foringja Alþýðu-
flokksins, Alþýðubandalagsins og Borgaraflokksins.
Af hálfu hins síðastnefnda hefur margoft komið í ljós,
að flokkinn þyrstir í að komast í stjórn, nánast með
hverjum, sem til þess fengist. Ráðherrastólar yrðu þá
virðulegur undanfari að hinu margspáða andláti flokks-
ins, auk hins fornkveðna, að frestur er á illu beztur.
Ofan á skeytingarleysi þjóðarinnar um Alþýðubanda-
lagið, sem birtist í skoðanakönnunum, leggst svo for-
mannsvandinn. Ólafur Ragnar Grímsson er umsetinn
innanflokks-óvinum, sem munu kenna honum sem for-
manni um ósigur flokksins í næstu kosningum.
Það var nokkuð sniðugt hugsað hjá Steingrími Her-
mannssyni að tefla upp á shka veikleika og safna saman
hræðslubandalagi allra flokkanna þriggja, sem ekki
þola kosningar um þessar mundir, og fylkja þeim undir
ofstjórnarstefnu og forsæti Framsóknarflokksins.
Dæmið byggðist á þeim styrk Framsóknarflokksins,
að hann var eini flokkurinn af fyrirhuguðum fjórum
stjórnarflokkum, sem gat látið sér standa á sama, hvort
kosningar yrðu eða ekki. Samkvæmt valdataflsfræðum
átti það að gefa Steingrími góða samningsaðstöðu.
Af ýmsum ástæðum gekk þetta ekki upp. Borgara-
flokkurinn fann upp á þeim óskunda, að telja sér trú
um, að hann gæti ráðið ferðinni með því að semja í all-
ar áttir í senn. Auk þess átti formaðurinn sælar minn-
ingar úr húsi, sem hann hafði byggt við Bolholt.
Alþýðubandalagið sá hka, að ótækt væri að fara í
stjórn með Steingrími, ef Kvennalistinn væri utan
stjórnar með vinsælar hugmyndir um þjóðstjórn til
bráðabirgða og snarlegar kosningar. Enda hefur for-
maður bandalagsins ekki getað dulið gremju sína.
Niðurstaða þessara hremminga varð sú, að formaður
Framsóknarflokksins hefur talið sig tilneyddan að fara
út í vafasamar hugmyndir um minnihlutastjórn, sem
kæmi í gegn efnahagsofstjórn og síðan fjárlögum með
einhvers konar hlutleysi utanstjórnarþingmanna.
Steingrímur telur sig hafa fordæmi fyrir slíku í ýms-
um nágrannaríkjum. En hætt er við þungum róðri, ef
áhyggjur hans af velferð nokkurra skuldugra frystihúsa
Sambandsins leiða til myndunar stjórnar með A-flokk-
unum einum og aðeins 32 þingmenn.
Enginn heimsendir verður, þótt stjórnmálaflokkarnir
haldi áfram enn um sinn að reyna að beija saman ríkis-
stjórn, sem ekki nýtur trausts úr kosningum. Alténd
má vona, að þjóðin hafi í stjórnarkreppunni frið fyrir
ýmissi ofstjórnaráráttu í efnahagsmálum.
Heppilegra væri að fá sem allra fyrst nýja ríkisstjórn
með nýjan þingmeirihluta að baki sér, jafnvel þótt
ástæðulaust sé að gera sér gylhvonir um afrek hennar.
Jónas Kristjánsson
Síblaðrandi i fjölmiðla með trúnaðarmál á vinnslustigi er fyrir neðan allar hellur og á lágu politisku plani.
Samrýmist ekki skyldum og ábyrgð sem ráðherrar bera. - Þessi setning er ætluð formönnum Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks.
Stjómmálaástandið:
Að vera í pólitík
Jæja, það gekk loksins að koma
stjórninni frá. - En ekki var nú
aðferðin mannaleg, að „slátra
stjórninni í beinni útsendingu,“
eins og formaður Sjálfstæðis-
flokksins orðaði það réttilega. Það
hefði nú verið meiri reisn yfir því
aö brotnað hefði á málefnum.
Eftir á getur maður sagt eins og
of fáa grunaði að þeir sem sprengdu
stjómina í beinni útsendingu gekk
það aðallega til aö koma höggi á
formann Sjálfstæðisflokksins.
Svona aögerð er síðan réttlætt með
því „að vera í pólitík". M.ö.o. skítt
með þjóðarhag.
Framsókn vorkunn
Mikið eiga nú framsóknarmenn
bágt. Að bregðast þegar mikið ligg-
ur við að leysa vandamál atvinnu-
veganna og hefja þess í stað póli-
tískar svipingar einmitt þegar
þurfti að taka höndum saman og
leysa erfiö vandamál atvinnuveg-
anna. Mikil er ábyrgö þeirra sem
aðalsök eiga á árangursleysi síð-
ustu ríkisstjórnar og slátrun henn-
ar, þó ekki væri nema vegna þess
vanda sem er aö skapast þessa dag-
ana, í staðinn fyrir aö leysast.
Framsóknarmenn hafa einskis
metiö þaö aö hafa verið látnir í friði
í aðalatriöum í sínum hallærislegu
vandamálum síðustu misserin eins
og t.d. kaffibaunamálinu. Það er á
hreinu að ekki hafa framsóknar-
menn sýnt jafnmikla pólitíska hóg-
værö og þeim hefur veriö sýnd.
Án þess að þaö hafi verið rætt
hef ég litið svo á að forystumenn
Sjálfstæðisflokksins hafi ekki talið
sér sæmandi aö sparka í liggjandi
með því að velta framsóknarmönn-
um upp úr t.d. kafíibaunamálinu
og vandræðamálum í yfirstjórn
SIS. Þaö gerir ekkert til þótt minnt
sé á að í kafíibaunamálinu var fjall-
að um upphæðir sem voru að
stærðargráðu í þokkalegar efna-
hagsráðstafanir fyrir frystinguna.
Ég viðurkenni aö það er ljótt að
vera að „bauna“ þessu á Framsókn
en ég held að þeir hafí gott af því.
Þurfi þeir einhverja „fyrir-
greiðslu" geta þeir ekki reddað sér
„avisos" sjálfir einhvers staðar?
Um heilindi í samstarfi
Þegar stjórn hefur verið mynduð
í lýðræðisríki eiga menn aö vinna
saman aö þeim markmiðum sem
þeir hafa sett sér. En mönnum, sem
ganga til samstarfs og eru svo ekki
heilir í samstarfinu, er vorkunn
vegna eigin óheilinda. Dagblaðið
Tíminn, málgagn Framsóknar-
flokksins, var t.d. ýmist í stjóm eða
KjaJIarim
Kristinn Pétursson
alþingismaður
stjórnarandstöðu, og segir það
mikið um afstöðu Framsóknar-
flokksins þótt einstaka menn skuli
undanskildir.
Hjá málgagni Framsóknarflokks-
ins voru ekki alltaf heilindi á bæ.
Síðan fráfarandi ríkissstjórn var
mynduð hefur varla liðið sú vika
aö ekki væri ráðist að Sjálfstæðis-
flokknum á einn eða annan hátt.
Aðallega var notuð „frjálshyggju-
grýlan“ og þyrlað upp einhverjum
óhróðri í því sambandi.
Svo því sé svarað örstutt, þá er
frjálsræði í viðskiptalífi hér á landi
bara lítið brot af því sem gerist
annars staðar á Norðurlöndum,
svo ekki sé nú fariö lengra. Þessu
skulu gerð betri skil síðar. En
spurningin sem ég vil spyrja er
þessi: Hvort er verra, „frjáls-
hyggjugrýlan" órökstudd - eða
heljartök Framsóknar á atvinnulífi
landsmanna þar sem allir eiga að
sitja og standa eins og henni þókn-
ast? Er ekki tími til kominn fyrir
suma að átta sig á því að það þarf
líka „glasnost" á íslandi.
Eins og myndin blasir við mér
núna (aö kvöldi 20. sept.) þá voru
það öfl í Framsóknarflokknum með
dyggri aðstoð málgagns flokksins
sem mátu það svo að pólitískum
hagsmunum þeirra væri best borg-
ið með því að koma höggi á for-
mann Sjálfstæðisflokksins og
sverta hann sem mest. Formanni
Sjálfstæðisflokksins, ungum og
efnilegum manni, mátti alls ekki
takast að leiða ríkisstjórn sem
leysti efnahagsvanda þjóðarinnar!
Hvað sem forsætisráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins
lagði til varð atburðarásin sú sama:
Hlaupið í næsta fjölmiðil og hug-
myndir hans dregnar í efa eða lagð-
ar út á tortryggilegan hátt!
En - skyldur ráðherra við þjóðina
og samstarfsaðila voru að ná ár-
angri bak við lokaöar dyr og stein-
þegja þar til niðurstaöa var komin.
Þá átti forsætisráöherra að halda
blaðamannafund og kynna niður-
stöðuna. Þetta hefði verið eðlileg
málsmeöferð. En að láta sér detta
í hug að vera síblaörandi í fjöl-
miðla með trúnaöarmál á vinnslu-
stigi er fyrir neðan allar hellur og
á mjög svo lágu pólitísku plani og
samrýmist á engan hátt þeim
skyldum og þeirri ábyrgð sem ráð-
herrar bera gagnvart þjóðinni.
Þessi síðasta setning er ætluð for-
mönnum Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks. En þaö voru líka aðr-
ir ráðherrar í fráfarandi ríkisstjórn
sem stóöu sig með sóma - svo það
komi líka fram. Én er hægt að af-
saka þessi vinnubrögð sem hér
hefur veriö lýst og allir landsmenn
orðið vitni að með þvi „að vera í
pólitík"? - Láta hagsmuni þjóðar-
innar lönd og leiö.
Hvað með atvinnufyrirtækin sem
beijast við lokun á rafmagni og
hrúgu af vanskilareikningum
þessa dagana? Að mínu mati er alls
ekki hægt aö afsaka svona vinnu-
brögð, þ.e. að vera að grafa sam-
starfsflokki pólitíska skítagryfju á
erfiðleikatímum. Það er gamalt
máltæki sem segir að „þeir sem
grafi öðrum gröf detti í hana sjálf-
ir“. Mér dettur ekki annað í hug
eitt augnabhk en að svo muni fara.
Það er lögmál. Spurningin sem eft-
ir stendur er bara hvenær þeir
detta.
Kristinn Pétursson
„Formanni Sjálfstæðisflokksins, ung-
um og efnilegum manni, mátti alls ekki
takast að leiða ríkisstjórn sem leysti
efnahagsvanda þjóðarinnar!“.