Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988.
19
Erlendir fréttaritarar
Heróíndauða líkt við farsótt
Pétur L. Pétuisson, DV, Barcelona;
Heróínneysla hefur lengi veriö
stórt vandamál á Spáni. Menn hafa
þó ekki horfst í augu viö vandann
sem skyldi fyrr en nú að undan-
fomu. Astæðan er sú aö síðastliðna
tvo mánuði hafa 69 ungmenni látist
af völdum of stórra skammta. Þessi
dauðsföll eru svo mögnuð að þeim
hefur verið líkt við farsótt.
Þessu tíðu dauðsföll eiga rætur
sínar að rekja til þess að fyrir tveim
. mánuöum kom nýtt heróín á mark-
að hér í Barcelona. Var það mun
hreinna en það efni sem áður haföi
verið á markaði. Heróínneytendur
áttuðu sig ekki á þessu og tóku inn
of stóra skammta.
Afleiöingarnar þykja skelfilegar.
Margir hafa sloppið naumlega en
dag hvern finnur lögreglan ein-
hvem heróínneytandann nær
dauða en lífi vegna of stórra
skammta.
Mafían sterk
Það að berjast gegn eiturlyfja-
draugnum er þó hægara sagt en
gert. Mafian stjórnar allri heróín-
neyslu hér í Barcelona og er borgin
mikilvægur áfangastaður á fiutn-
ingafeið heróínsins frá ópíumplan-
tekrum í Tyrkfandi til bandarískra
hafna. Mafían svífst einskis tif að
halda sínu.
Þannig er ekki óalgengt að lög-
regla og tollverðir séu keyptir tif
samstarfs og er spillingin mikil.
Fréttir berast af og tif af lögreglu-
mönnum og tollvörðum sem hafa
verið fundnir sekir um samstarf
við eiturlyfjakónga.
Víðtæk dreifing
Heróín er sá varningur sem einna
öruggastur er í sölu. Ástæðan er
sú að sá sem einu sinni ánetjast
efninu á ekki auðvelt með að hætta.
Til aö auka sölu er því ein leið
fær, að auka neyslu. Til þess er
beitt öllum brögðum.
Eitt óhugnanlegasta bragðið til
að afla nýrra neytenda er að koma
börnum upp á lagið. Þannig hafa
oftar en ekki fundist pokar með
sælgæti á víöavangi. I sælgætiö
hefur veriö blandað heróíni.
Önnur aðferð er beinlínis að fá
ungmennin til að prófa. Þjóðfélags-
aðstæður gera þetta sérdeilis auð-
velt, atvinnuleysi er 18 prósent og
mörg ungmenni sjá fram á svarta
framtíð. Þeim er því alveg sama og
er heróínið þeim ljúfur lífsflótti.
Þessar aðferðir hafa reynst árang-
Fréttir berast af og til af lögreglumönnum og tollvörðum sem fundnir hafa verið sekir um samstarf við eitur-
lyfjakónga. Um slíkt hafði þó ekki verið að ræöa þegar þessi mynd var tekin en hún sýnir þúsund kiló af
kókaíni sem spánska lögreglan fann í vor. Simamynd Reuter
Síðastliðna tvo mánuði hafa sextíu og níu ungmenni i Barcelona á
Spáni látist af völdum of stórra heróinskammta.
ursríkar og er nú talið að um 6
þúsund ungmenni séu virkir heró-
ínneytendur í Barcelonaborg einni.
Fíknilyf þess fátæka
Heróínið hefur verið nefnt fíkni-
lyf fátæka mannsins. Ástæðan er
sú að þaö eru helst lágstéttirnar
sem ánetjast lyfinu. Heróín er
nefnilega ekki tískulyf. Það er
kókaín hins vegar sem hástéttirnar
neyta hvað mest.
Þetta gerir baráttuna gegn heró-
índraugnum síst auðveldari. Flest-
um er sama hvað verður um lág-
stéttarungmenni, ekki hvað síst
þegar þau eru farin að ræna og
rupla til að eiga fyrir næsta
skammti. Til eru þeir sem þykir
dauði þessara ungmenna af hinu
góða og sjá í honum fram á meira
öryggi á götum úti.
i
Ættingjar hinna látnu eru hins
vegar ekki á sama máli. Þeir hafa
krafist tafarlausra aðgeröa gegn
vandanum og eru yfirvöld farin að
sína málinu skilning. Þau eru farin
að leita leiða til lausnar vandanum.
Á að léyfa heróín?
Á kannski að leyfa heróínneyslu?
Þetta er sú spurning sem borgar-
stjórn Barcelona spyr sig þessa
dagana. Það þykir nefnilega sýnt
að bönn stoða lítið og leiða aðeins
til óheftrar neyslu. Þess vegna ger-
ast þær raddir, sem vilja leyfa heró-
ín, æ háværari. Helstu rökin eru
þau að ef efnið er leyft geti opin-
berir aðilar haft meiri stjórn á
neyslu þess og komiö í veg fyrir
harmleiki svipaða þeim sern hafa
veriö að gerast hér í Barcelona
undanfarna tvo mánuði.
Samsteypustjórn
ekki útilokuð
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa:
Kanadíska þingið hefur nú verið
sett. Almennt er tahð að þinghald
standi stutt því búist er við að forsæt-
isráðherra landsins, Brian Mul-
roney, boði til þingkosninga innan
tveggja til þriggja vikna. Yrðu þá
kosningar haldnar seint í nóvember.
í lok síðustu viku gerði forsætis-
ráöherrann nokkrar smærri breyt-
ingar á ríkisstjórninni sem virðast
miða aö því að styrkja stöðu flokks
hans fyrir væntanlegar kosningar.
Hinn 4. september síöastliðinn
voru íjögur ár liðin frá yfirburðasigri
íhaldsflokksins undir forystu Mul-
roneys. Ekki er þó talið líklegt að
slíkt hið sama verði uppi á teningn-
um nú. Skoðanakannanir síðustu
mánaða hafa sýnt Frjálslynda flokk-
inn með fylgi rúmlega þriðjungs
kjósenda og íhaldsflokkinn með fylgi
tæplega þriðjungs. Lestina rekur svo
Nýi demókrataflokkurinn með um
fjórðungs fylgi.
Sveiflukenntfylgi
íhaldsmenn virðast þó heldur vera
að vinna á því samkvæmt Gallup-
skoðanakönnun, sem birt var í síð-
ustu viku, nýtur flokkurinn stuðn-
ings 37 prósent kjósenda, Frjálslyndi
flokkurinn 33 prósenta. og nýir demó-
kratar fá 27 prósent stuðning.
Stjórnmálaskýrendur fara samt
varlega í spám sínum því fylgi flokk-
anna í skoðanakönnunum síðustu
tvö árin hefur verið æði sveiflu-
kennt. Fyrir rúmi ári nutu nýir
demókratar mest fylgis flokkanna
þriggja í fyrsta sinn en þeir hafa aldr-
ei myndaö stjórn í landinu. Hefur
jafnvel verið orðaður sá möguleiki
aö mynduð yrði samsteypustjórn
Frjálslynda flokksins og Nýja demó-
krataflokksins eftir næstu kosningar
en slíkt hefur aldrei áður gerst í sögu
landsins.
Fríverslun
Þaö mál, sem sennilega mun bera
hæst í komandi kosningabaráttu, er
fríverslunarsamningurinn við
Bandaríkin sem gerður var á síðasta
ári og taka á gildi um næstu áramót.
Bæði Frjálslyndi flokkurinn og Nýi
demókrataflokkurinn eru andvígir
honum. John Purner, leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins, hefur lýst því yfir
aö hann muni rifta samningnum
komist hann til valda.
Siðferði
Þá má einnig búast við að varnar-
mál og þá sérstaklega aðild Kanada
að Átlantshafsbandalaginu setji
nokkurn svip á kosningabaráttuna.
Nýi demókrataflokkurinn hefur sér-
stöðu í þeim málaflokki en hann er
andvígur veru landsins í hvers konar
hernaðarbandalögum.
Einnig má búast við að stjórnar-
andstöðuflokkarnir tveir reyni að
gera sér nokkurt mat úr pólitísku
siðferði íhaldsflokksins en átta af
ráðherrum flokksins hafa þurft að
segja af sér á kjörtímabilinu vegna
hneykslismála.
Brian Mulroney, forsætisráðherra
Kanada, hefur gert nokkrar breyt-
ingar á stjórn sinni til að styrkja
stöðu flokks síns fyrir væntanlegar
kosningar. Símamynd Reuter