Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1988, Qupperneq 37
»80r fftttfM'íTQ'JP'QO ffTiniaTTTMMra FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988. 49 dv Fólk í fréttum Magn Magnúsi Ver Magnússyni, vél- virkja og kraftajötni, til heimilis að Seilugranda 1, Reykjavík, er ekki fisjað saman. Eins og fram kom í DV-fréttum sl. mánudag hreppti hann titihnn sterkasti maður ís- lands í kraftakeppninni Kraftur ’88 sem haldinn var í Reiðhöllinni um helgina. Magnús fæddist á Egilsstöðum 23.4.1963. Hann ólst upp í Jökul- dalnum til sjö ára aldurs en ílutti sjö ára með móður sinni og fóstur- föður til Reykjavíkur. Þau fluttu til Seyðisfjarðar þegar Magnús var þrettón ára og þar eyddi hann ungl- ingsárunum. Magnús vann m.a. í fiskverkun og við loðnubræðslu á sumrin en gekk síðan í iðnskóla og úsVer lærði vélvirkjun. Því námi lauk hann 1984. Hann flutti til Vest- mannaeyja og tók síðasta bekk iðn- skólans þar en síðan lá leiðin aftur til Reykjavíkur 1984 þar sem hann hefur búiö síðan. Hann hefur starf- að sem dyravörður við öldurhús í borginni, unnið við bakstur hjá Myllunni en síðustu tvö árin hefur hann starfað á Vélaverkstæði Berg- manns. Sambýliskona Magnúsar er Lilja Bjarnþórsdóttir, f. 13.3.1963, dóttir Bjarnþórs Eiríkssonar, vörubíl- stjóra í Þorlákshöfn, og Önnu Bjarnadóttur. Dóttir Magnúsar og Lilju er Mar- íanna Magnúsdóttir, f. 13.5. 1988. Magm Magnús á þrjú hálfsystkini, sam- mæðra. Þau eru: Arnheiður Hregg- viðsdóttir, f. 1967, starfar við barna- gæslu og er jafnframt handknatt- leiksmarkvörður í 1. deild Vals; Við- ar Þór, f. 1968, rafvélavirkjanemi á Egilsstöðum, og Grétar Mar, f. 1974, í foreldrahúsum á Egilsstöðum. Stjúpfaðir Magnúsar er Hreggvið- ur M. Jónsson, vegavinnuverkstjóri á Egilsstöðum, en hann hefur nú verkstjórn við flugvallarfram- . kvæmdir á Egilsstöðum. Foreldar Magnúsar: Elsa Jóns- dóttir, f. 26.7.1945, og Magnús Ver Ólafsson, sjómaður frá Seyðisfirði, f. 28.10.1941, d. 27.12.1962. Foreldrar Elsu: Jón Hallgrímsson, b. aö Skuggahlíð, Gilsá og Mælivöll- ússon um á Jökuldal, og Arnheiður Guð- jónsdóttir. Foreldrar Jóns voru Hallgrímur Benjamínsson, b. og lausamaður, og Hólmfríður Péturs- dóttir. Foreldrar Arnlieiðar voru Guðjón Gíslason, b. að Heiðarseli á Jökulsárheiði, og Guðrún Bene- diktsdóttir frá Hjarðarhaga. Föðurbróðir Magnúsar er Ólafur, útgerðarmaöurá Seyðisfirði. Föður- foreldrar Magnúsar: Ólafur Guð- . jónsson, sjómaður og formaður á Seyðisfiröi, og Vigdís, dóttir Ólafs, b. á Bjargi í Vestmannaeyjum, Ól- afssonar og Maríu Jakobsdóttur. Hálfsystir Maríu var Rannveig, móðir Sveins Egilssonar stórkaup- manns. Foreldrar Ólafs formanns voru Guðjón, b. í Breiðuvík við 1 ^ ^ JMH Magnúsi Ver Magnússon. Gletting, Gíslason og Jórunn Björg- vinsdóttir, ættuð úr Breiödalnum. Afmæli Jón Georg Jónasson Jón Georg Jónasson, verkamaður og sjómaður, til heimilis að íra- bakka 6, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jón fæddist á Barónsstígnum í Reykjavík og ólst þar upp. Hann byijaði ungur að að vinna við upp- skipun við Reykjavíkurhöfn en fór síðan til sjós, fyrst sextán ára. Hann var þá jöfnum höndum á fiskibátum og togurum frá Reykjavík. Hann starfaði hjá Grjótmulningsstöð Reykjavíkurborgar frá 1977 og þar til hann hætti störfum 1986. Sambýliskona Jóns er Guðný Gísladóttir, f. 21.11.1918, dóttir Gísla Jónssonar, skipstjóra í Vestmanna- eyjum, og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Jón og Guöný eiga sex börn á lífi. Þau eru: Guðbjörg, f. 1950, starfs- maður hjá Ríkisendurskoðun í Reykjavík, gift Ara Hálfdánarsyni; Helgi, f. 1951, sjómaður í Reykjavík; Borghildur, f. 1953, húsmóðir í Reykjavík, gift Friðleifi Kristjáns- syni; Jónas Rafn, f. 1955, kjötiðnað- armaður í Reykjavík; Steinar Pétur, f. 1956, vélstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Berglindi Jónsdóttur; Ágústa Hólm, f. 1960, húsmóðir í Reykjavík. Jón átti tvö alsystkin og tvö hálf- systkini og eru tvö systkina hans á lífi. Alsystkini hans: Guðmundur, f. 1915, leiðbeinandi við fiskverkun lengst af en hefur verið gjaldkeri á Keflavíkurflugvelli síðustu árin, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur; Ragnheiður Ósk, f. 1920, húsmóðir í Bandaríkjunum, en hún er látin. Hálfsystkini Jóns: Svavar Jóhann- esson, sjómaður í Reykjavík, en hann er látinn fyrir aJlmörgum árum, en kona hans var Þórunn Guðmundsdóttir; Fanney Tómas- dóttir, húsmóðir á Akranesi. Foreldrar Jóns voru Jónas Friðrik Guðmundsson, verkamaður hjá Eimskip í Reykjavík, og kona hans, Guðbjörg Gíslína Jónsdóttir. Jón Georg Jónasson. Edna Sólbrún Falkvard Edna Sólbrún Falkvard húsmóöir, Grjótaseli 5, Reykjavík, er fimmtug ídag. Edna fæddist í Sörvogi í Færeyjum og ólst þar upp og í Skopun. Hún flutti til íslands 1955 og hefur búið þar síðan. Fyrri maður Ednu var Anton Högnason, leigubílstjóri í Reykja- vík, en hann lést 16.11.1973. Börn þeirra eru: Soffia, f. 19.6. 1959, bankagjaldkeri í Reykjavík, gift Birgi Halldórssyni húsasmið, en þau eiga þrjú börn; Anton, f. 1.2. 1962, sjómaður frá Þórshöfn á Langanesi; Trausti, f. 17.8.1968, sjó- maður í Reykjavík, en sambýlis- kona hans er Lovísa Norðfjörö Haf- steinsdóttir matreiðslunemi. Seinni maður Ednu er Friðgeir Olgeirsson, yfirstýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, f. 3.10.1936, sonur Olgeirs Vilhjálmssonar bif- reiðaeftirlitsmanns sem er látinn og Eulalíu S. Guðbrandsdóttur. Börn Ednu og Friðgeirs eru: Erla Falkvard, f. 16.11.1975, nemi, ogjíll- en Fríða Falkvard, f. 17.4.1979. Edna átti sjö systkini en elsti bróð- ir hennar er látinn. Fimm systkini hennar búa í Færeyjum en ein syst- iríDanmörku. Edna tekur á móti gestum að heimili sínu laugardagskvöldið 24.9. eftirklukkan20. Edna Sólbrún Falkvard. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturaf- mælisbörn og að- standendur þeirra tilað senda því myndirog upplýs- ingarumfrænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upp- lýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremurdögum fyrir afmælið. Munið að senda 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þverholti 11 okkur s: 27022 Tfl ham- ingju með daginn 90 ára Kristrún Jóhannesdóttir, Suðurgötu 8, Seyðisfirði. 85 ára Guðmundur Kristinn ísaksson, Álfabrekku 11, Kópavogi. 80 ára Jóna Gissurardóttir, Háengi 15, Selfossi. Gunnar Gunnarsson, Miðtúni 72, Reykjavík. 75 ára Huld'a Helgadóttir, Karlsbraut 10, Dalvik. 70 ára Jóhanna G. Hjaltalín, Brokey, Skógarstrandarhreppi. Þuriður S. Vigfúsdóttir, Hverfisgötu 70A, Reykjavík. 60 ára Ægir Þorvaldsson, Drafnarbraut 1, Dalvík. 50 ára Sigurður Jónsson, Dynskógum 14, Hveragerði. Vigdis lngibjörg Ásgeirsdóttir, Sævangi 47, Hafnarfiröi. 40 ára Anton Narvaez, Mávabraut 9, Keflavík. Kristinn Sigurðsson, Núpasíðu 6A, Akureyri. Unnur Þorsteinsdóttir, Vesturbergi 119, Reykjavík. Kristrún Anna Tómasdóttir, Sjónarhóli við Vatnsveituveg. Sigríður Steinþórsdóttir, Skagncsi, Mýrdalshreppi. Ökumenn þreytast fyrr noti þelr léleg sólgleraugu. Vöndum val þeirra! UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.