Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Fréttir
Engin kona í ráöherrahóp Alþýðubandalagsins:
Því miður voru ekki
fleiri ráðherraembætti
- segir Olafur Ragnar Grímsson
„Eg er aö sjálfsögöu ekki ánægð
með að flokkurinn skyldi ekki
treysta sér til þess að velja konu
sem ráðherra," sagði Margrét Frí-
mannsdóttir eftir að þingflokkur
Alþýðubandalagsins hafði sam-
þykkt tillögu Ólafs Ragnars Gríms-
sonar um ráðherra flokksins. Ólaf-
ur útnefndi sjálfan sig, Svavar
Gestsson og Steingrím J. Sigfússon.
Val Alþýðubandalagsins á ráð-
herra tók mun lengri tíma en hinna
flokkanna. Þegar flokkarnir höfðu
komið sér saman um skiptingu
ráöuneyta eftir þriggja tíma þóf tók
val Alþýðubandalagsins viö. Það
fór þannig fram að Ólafur Ragnar
Grimsson kallaði einn og einn
þingmann flokksins fyrir sig og
kannaði hug hans. Þegar hann
hafði gengið á röðina kallaði hann
nokkra þeirra aftur til sín.
Þegar Ólafur lagði fram listann
fyrir þingflokkinn bauð hann Guð-
rúnu Helgadóttur stöðu formanns
þingflokksins og Margréti Frí-
mannsdóttur formennsku í fjár-
veitinganefnd. Þær tóku ekki boð-
inu á fundinum heldur tóku sér
umhugsunartíma. Guðrún fór
strax af fundi eftir að listi Ólafs
hafði verið samþykktur.
„Það er mjög eðlilegt sjónarmið
aö það væri kona í ráðherrahóp
Alþýöubandalagsins. Það eru hins
vegar ýmis önnur sjónarmið sem
einnig þarf að taka tillit til,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson.
„Það hefur ávallt verið venjan
hjá okkur í Alþýðubandalaginu að
þingmenn á landsbyggðinni séu
einnig í hópi ráðherra. Viö fylgjum
þeirri venju nú. Einnig hefur fyrsti
þingmaður okkar í Reykjavík setið
í ríkisstjórnum áður. Mér flnnst
mjög dýrmætt að fyrirrennari
minn sem formaður Alþýðubanda-
lagsins skuli sitja með mér í þess-
ari ríkisstjórn. Ég held að það sýni
í verki samstöðuna innan flokksins
og auki styrk okkar. Því miður
voru ráðherraembættin ekki fleiri
en þessi þrjú. En við munum hins
vegar kappskosta við það bæði inn-
an Alþýðubandalagsins og eins
innan ríkisstjórnarinnar aö gjör-
breyta þeim hlutfóllum sem ríkt
hafa milli karla og kvenna á ýms-
um sviðum í þjóöfélaginu. Menn
munu sjá mjög stór skref í því á
næstunni."
- Er það ekki slæm byijun á því
verki að taka þau sjónarmið sem
réöu vali á ráðherrahóp flokksins
fram yfir sjónarmið jafnréttis?
„Það eru ýmis sjónarmiö sem
þarf að taka tillit til. Við hefðum
kosið að ráðherraembættin hefðu
verið fleiri. Þeim var hins vegar
fækkað frá fyrri ríkisstjóm. Ég
hefði kosið að þaö hefði veriö svigr-
úm til að veita konu ráðherraemb-
ætti,“ sagði Ólafur Ragnar.
-gse
Ráðherrar Framsóknarflokksins voru valdir með lófaklappi á þingflokks-
fundi. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs, dóms- og kirkjumálaráðherra,
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Guðmundur Bjarnason,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. DV-mynd GVA
Alþýðuflokkurinn gekk frá vali sinna ráðherra í morgun á framhaldsfundi
flokksráðsins. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráö-
herra. DV-mynd GVA
Eftir skoðanakönnun meðal þingmanna lagöi Olafur Ragnar Grimsson fram
ráðherralista sinn sem var samþykktur. Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðar- og samgönguráðherra, Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra
og Svavar Gestsson menntamálaráðherra. DV-mynd GVA
Svavar Gestsson:
Skipuð nefhd um ríkisútvarpið
„Ég hlakka til að takast á við þetta
verkefni. Það er mikill hópur góðs
fólks í uppeldisstéttum, mennta- og
menningarmálum sem ég mun leita
til í þessu starfi. Ég veit að það er
tilbúið til að veita alla aðstoð. Það
verður vafalaust þannig að þaö verð-
ur ekki úr miklum fjámunum að
moða miöað við stöðu ríkissjóðs, sem
flokkurinn ber einnig ábýrgð á. Þeim
mun brýnna er aö hafa mikið af góö-
um hugmyndum. Ég veit að sá hópur
sem ég mun leita til er auðugur af
hugmyndum og tilbúinn til starfa.
Þannig að það verður örugglega tekið
eftir því að eitthvað er að gerast í
menntamálaráðuney tinu, ‘ ‘ sagði
Svarar Gestsson, sem verður
menntamálaráðherra eftir hádegi í
dag.
„Eg hafði satt að segja velt því fyr-
ir mér að láta það veröa mitt fyrsta
verk að skipa nefnd sem gerði tillög-
ur um eflingu ríkisútvarpsins. Eg
vænti þess að ég undirbúi það strax
á morgun ef ég hef tök á og tilkynni
það í næstu viku,“ sagöi Svavar
Gestsson.
-gse
*■ t ♦
Stelngrímur J. Sigfusson:
Ánægður með traustið
„Ég er fyrst og fremst ánægður
yfir því trausti sem mér er sýnt
með því að fá að takast á við þessi
verkefni fyrir flokkinn,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon eftir aö
þingflokkur Alþýðubandalagsins
hafði valið hann til að gegna emb-
ætti landbúnaðar- og samgöngu-
ráðherra.
„Ég kem að þessum málmn meö
fullkomlega opinn huga og ætla að
.skoöa þau frá öllum sjónarhomum.
Ég hef oftast brugðist við með sama
hætti þegar ég tek óvænt að mér
ný verkefni. Eg hringi í nokkra
góöa menn til að fá hugmyndir,
spjalla viö þá og læra af þeim. Það
læt ég sfðan hjálpa mér við fram-
haldið,“ sagði Steingrímur J. Sigf-
ússon.
-gse
ión líklegur sem forseti
Þar sem Jón Helgason féll út af
ráðherralista Framsóknarflokksins
er taliö líklegt að hann verði kjörinn
forseti sameinaðs þings. Stjórnar-
flokkarnir gengu ekki frá því hver
fengi það embætti í gær né heldur
hverjir fá formennsku í utanríkis-
málanefnd og fjárveitinganefnd. En
vanalega er þessum stöðum skipt
„Ég hef aldrei litið á ríkisstjórn
þannig að hún sé fyrir einhveija til
að komast í ráðherrastóla heldur séu
önnur sjónarmið sem þar eigi að
ráöa. Viö vissum að það yrði fækkað
um einn mann hjá Framsóknar-
flokknum núna og því þyrfti einn að
fara út,“ sagði Jón Helgason, sem í
hádeginu í dag verður orðinn fyrr-
verandi landbúnaðarráðherra.
„Ég er búinn að vera í landbúnað-
arráöuneytinu í fimm og hálft ár og
þar hefur veriö ærið að starfa. Þar
hefur veriö margt ánægjulegt en
einnig margt sem hefur þurft að ta-
kast á við. Ég held að mál hafi þok-
ast í rétta átt á þessum tíma og það
sé á ýmsan hátt betra að taka við því
starfi nú heldur en þegar ég tók viö
upp á sama tíma og ráðuneytum.
Þar sem Ólafur Ragnar Grímsson
bauð Margréti Frímannsdóttur stöðu
fornianns í fjárveitinganefnd í gær
má hins vegar telja víst að sá háttur
verði hafður á að formenn þessara
tveggja nefnda verði úr sama flokki
og sá ráðherra sem fer meö viðkom-
andi málaflokk. Það má því gera ráð
því.“
- Hefur þú trú á því að eftirmaður
þinn muni halda áfram þeirri stefnu
sem þú hefur markað meö búvöru-
samningum og því sem fylgt hefur í
kjölfar þeirra?
„Já, ég er ekki í nokkrum vafa um
það. Það er búið að leggja grunninn
á svo mörgum sviðum að ég held að
það sé óhjákvæmilegt að það verði
haldið áfram á sömu braut. Ég held
að engum detti í hug aö hverfa frá
þeirri stefnu sem mörkuö hefur ver-
ið.“
- Hvernig líöur þér nú sem almenn-
um þingmanni?
„Þaö er náttúrlega á margan hátt
léttir," sagði Jón Helgason.
-gse
fyrir að Alþýðuflokksmaöur fái for-
mennsku í utanríkismálanefnd. Þá
er forseti sameinaðs þings eftir
handa Framsókn. Jón Helgason
gegndi því embætti áöur en hann
varð ráðherra fyrir fimm og hálfu
ári.
-gse
Jón Helgason sagðist ætla að velta
þvi tyrir sér hvort hann keypti jep-
pann af landbúnaðarráðuneytinu
þegar hann gekk út úr Alþingis-
húsinu eftir að þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hafði hafnað honum
sem ráðherra. DV-mynd GVA
Jón Helgason hættur:
Óhjákvæmilegt að halda
áfram á sömu braut