Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Qupperneq 12
12
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Laus staða
Staða lektors í rússnesku við heimspekideild Há-
skóla íslands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og náms-
feril og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 25. október nk.
Menntamálaráðuneytið
22. september 1988
FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í REYKJAVÍK
Allsherjaratkvæðagreiðsla innan safnaðarins um
uppsögn séra Gunnars Björnssonar fer fram laugar-
dag og sunnudag 1. og 2. október nk. kl. 10 til 19
báða dagana.
Kosið verður í Álftamýrarskóla (gengið inn frá Álfta-
mýri).
Safnadarstjórn
Fríkirkjusafnaðarins i Reykjavík.
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Skólabrekka 9, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Birgis Kristmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 5. okt. ’88 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Björgvin Þorsteinsson hdl., Iðnaðar- banki íslands hf. Landsbanki Islands, VeðdeOd, VOhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Guðni Á. Haraldsson hdl., Ingvar Björgvinsson hdl. og Gísli Baldur Garðarsson hrl.
Faxatröð 10, íbúð A, Egilsstöðum, þingl. eign. Einars Ingólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 5. okt. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Kristinn Siguijónsson hrl.
Fjarðarbraut 41, hl., Stöðvarfirði, þingl. eign Kaupfélags Stöðfirðinga, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 5. okt. ’88 kl. 16.40. Uppboðsbeiðendur eru Ámi Pálsson hdl. og Bjöm Ólafur Hallgrímsson hdl.
Búðavegur 8, Fáskrúðsfirði, þingl. eign Birgis Knstmundssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikud. 5. okt. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Gísli Gíslason lögfr., Róbert Ami Hreiðars- son hdl. og Ari ísberg hdl.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Uppboðsbeiðendur em Landsbanki íslands, Sigríður Thorlacius hdl., Ot- har Öm Petersen hrl. og Jón Sveins- son hdl.
Heiðargerði 24 (neðri hæð), þingl., eig- andi Steinunn Eldjámsdótth, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Tryggingastofhun ríkisins, Jón Sveinsson hdl.og Veðdeild Lands- banka íslands.
Einigrund 9 (02.02), þingl. eigandi Þórir Axelsson, fer fram á eigninni ðjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Tryggingastofn- un ríkisins, Guðmundur Kristjánsson hdl., Akraneskaupstaður, Guðmundur Þórðarson hdl., Ævar Guðmundsson hdl. og Lögmenn Hamraborg 12.
Vallholt 13, kjallari, þingl. eig. Guðni Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 10.30. Uppboðs- beiðendur em Akraneskaupstaður, Guðmundur Markússon hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Innheimtu- maður ríkissjóðs.
Garðalóð 33, hesthús, talinn eig. Knstján Leósson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn á Akranesi.
Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: banka íslands, Skúli Bjamason hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Guð- ríður Guðmundsdóttir hdl. Hraunbraut 30, þingl. eig. Matthildur Þ. Marteinsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Kópavogs og Búnaðarbanki íslands. Reynistaður v/Nýbýlaveg, þingl. eig. Páll Dungal, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 16.00. Uppboðs- beiðendur em Guðjón Ármann Jóns- son hdl., Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Ásgeir Thoroddsen hdl., Bæjarsjóður Kópavogs og Veðdeild Landsbanka íslands.
Álfatún 33, 1. hæð, talinn eig. Þor- bjöm Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka fslands, Gjaldheimtan í Reykjavík og Gjaldskil sf.
Fumgrund 24, 2. hæð C, þingl. eig. Gunnar P. Jensson, fer fram á eign- inni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 11.50. Uppboðsbeiðendur em Elvar Öm Unnsteinsson hdl. og Innheimtustofii- un sveitarfélaga.
Smiðjuvegur 11, þingl. eig. Timbur og stál h£, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 16.45. Uppboðs- beiðandi er Guðríður Guðmundsdóttir hdl.
Holtagerði 8, neðri hæð, þingl. eig. Jófríður Valgarðsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri föstud. 30. sept. ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em Ingi Ingimundarson hrl., Veðdeild Lands-
BÆJARFÓGETINN f KÓPAV0GI
Útlönd_________3
Geimskotinu
frestað?
Steinunn Böövaisdóttir, DV, Washington:
Starfsmenn bandarísku geimrann-
sóknastöðvarinnar, NASA, sögöu í
gær að ef til vill þyrfti að fresta fyrir-
huguðu geimskoti á morgun vegna
smásprungu sem fundist hefði á
geimskutlunni Booster. Henni á að
skjóta upp síðar á þessu ári.
Áætlað hafði verið að geimskutl-
unni Discovery yrði skotið á loft
klukkan 9.59 að staðartíma á morgun
frá Canaveralhöfða í Flórídafylki.
Ferðamenn og fréttamenn hafa
flykkst á staðinn og eru öll hótel í
grenndinni fullbókuð. í fyrramálið
er búist viö að um ein milljón manna
verði á staðnum.
Fimm geimfarar verða um borð en
farmurinn er eitt hundrað milljóna
dollara gervihnöttur sem komið
verður á braut umhverfis jörðu í
22.300 mílna hæð.
Starfsmenn geimrannsóknastofn-
unarinnar segja áð líkurnar á að eitt-
hvað fari úrskeiðis séu tæpast fyrir
hendi. Þeir taka þó enga áhættu og
ætla sér sólarhrings lengri undir-
búningstíma en venja er ef vandamál
skyldu koma upp á yfirborðið.
Hvert óhappið á fætur öðru hefur
hent geimferðaáætlun NASA. Það
alvarlegasta var þegar skutlan Chal-
lenger sprakk í loft upp skömmu eft-
ir flugtak 28. janúar 1986. Allir sjö
geimfararnir um borð létu lífið.
ChaJlengerslysið svipti hulunni af
brestum og veikleikum í geimferða-
áætluninni og í kjölfarið upphófst
mikil umræða í bandarísku þjóð-
félagi um nauðsyn áætlananna. Ekki
eru allir á eitt sáttir um hvort geim-
skutluáætlunin sé virði þeirra
mannslífa og peninga sem hún hefur
kostað. Sumir vilja leggja hana niður
og benda á að peningunum sé betur
varið í aðstoð handa þeim sem minna
mega sín á jörðu niðri. En samkvæmt
skoðanakönnunum hér vestra vilja
flestir Bandaríkjamenn halda áfram
að senda mönnuð geimför í rann-
sóknarleiðangra út í geiminn.
Að áliti margra sérfræðinga kost-
aði Challengerslysiö allt að 20 millj-
arða dollara. Sumir halda því fram
að þessi tala sé of lág og að 30 millj-
arðar séu nærri lagi. Tap geimrann-
sóknastofnunarinnar nam 10 mill-
jörðum vegna rannsókna á tildrög-
um slyssins, endurskoðunar og upp-
stokkunar á öryggisatriðum, svo og
endurnýjunar á rafeindabúnaði sem
eyðilagðist í slysinu.
Starfsmenn stofnunarinnar áætla
að kostnaöur vegna mannaðra geim-
skota í framtíðinni hafi aukist um
að minnsta kosti helming í kjölfar
slyssins. Áætlað er að hvert geimskot
mannaðrar skutlu muni kosta um
500 milljónir dollara miðað við um
200 milljónir fyrir rúmum þremur
árum. Þessar tölur miðast við 8 til 9
geimskot á ári í framtíðinni.
Geimrannsóknastofnunin áætlar
að skjóta tveimur skutlum upp á
þessu ári. Sjö geimskot eru áætluð á
næsta ári og samkvæmt upplýsing-
um NASA er búist við aö frá og með
árinu 1993 verði 12 skutlum skotið
upp árlega.
NASA hefur hvað eftir annað lent
í vandræðum með Discovery. Síöast-
liðið sunnudagskvöld hljóp snurða á
þráðinn enn einu sinni. Bilun í raf-
búnáði varö þess valdandi að niður-
talningunni fyrir skotið var frestað
og hófst hún á mánudagsmorgun,
þremur dögum áður en áætlað er að
skjóta Discovery á loft.
Geimfarinn Rick Hauck æfir sig fyrir fyrsta geimskot Bandaríkjanna í nær
þrjú ár. Símamynd Reuter
Ihuga breytingar á
kosningalöggjöfinni
Bjami Hinnksson, DV, Bordeaux:
Franskir stjórnmálamenn velta
mikið fyrir sér breytingum á kosn-
ingalöggjöfinni eftir aö fyrri umferð
sveitarstjórnarkosninga er lokið og
ljóst er að 49 prósent atkvæðabærra
manna kusu. Þetta er minnsta þátt-
taka í kosningum síðan seinni heims-
styrjöldinni lauk.
Þótt mönnum finnist prósentutal-
an kannski há kemur lítil virkni
kjósenda engum á óvart. Forseta-
kosningar fóru fram í maí síðastliðn-
um, þingkosningar í kjölfar þeirra
mánuði seinna og hvorar tveggja
þessar kosningar eru i tveimur um-
feröum. Kjósendur eru því orönir
þreyttír á kosningabrölti.
Þar við bætist svo óvirk stjórnar-
andstaða hægri flokkanna en vinstri
stjórnin nýtur eins og er þokkalegra
vinsælda svo að ekki sé minnst á
persónulegar vinsældir forsetans og
forsætisráðherrans sem hafa aukist
síðustu viku. Kosningabaráttan var
því lítil sem engin rétt eins og úrslit-
in væru kunn fyrirfram og stjórn-
málamennirnir teldu þetta varla
ómaksins vert.
Úrslit kosninganna komu heldur
engum á óvart. Hægri og vinstri öflin
skipta atkvæðum svo að segja jafnt
á milli sín. Það sem helst er athyglis-
vert er enn einn ósigur Le Pens og
Þjóðfylkingar hans sem fékk einung-
is 5,3 prósent atkvæða.
Margir vilja einfaldar kosningar
og sameina þannig til dæmis sveitar-
og bæjarstjórnarkosningar. Eins og
staðan er í dag þurfa Frakkar að
ganga til kjörklefa svo að segja einu
sinni á ári allt til 1995. Auk þess eru
þessar kosningar ríkissjóði afar dýr-
ar. Stjórnmálamenn úr öllum flokk-
um eru sammála um að þessu þurfi
aö breyta þótt sú breyting gæti
reynst tæknilega erfið.
Hins vegar ljá ekki allir máls á að
breytt verði úr meirihlutakosningu
eins og nú er yfir í hlutfallskosningu
eins og var á meðan sósíalistar voru
við völd 1981 til 1986. Mörgum sósíal-
istum og kommúnistum, jafnvel
sumum miðjumönnum, þætti ekkert
verra að þessi breyting kæmist á en
hægri menn eru alveg mótfallnir
slíku.
Það hefur vakið athygli að Þjóðfylk-
ing Le Pens hlaut aðeins 5,3 pró-
sent atkvæða i fyrri umferð sveitar-
stjórnarkosninganna í Frakklandi á
sunnudaginn.
Símamynd Reuter