Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. 15 Stjómmálaþankar: Félagshyggja í fyrirrúmi Horfurnar í stjórnmálunum eru ekki bjartar um þessar mundir. Upp er komin togstreita á milli hægri og'vinstri afla og ekki sér fyrir endann á þeim málum. Afleið- ingin af þessu er sú að ekki er hlaupið að því aö mynda starfhæfa stjóm sem getur tekiö á þeim vandamálum sem steðja að þjóð- inni, bæði félagslegum og efna- hagslegum. Svo við víkjum að ríkisstjórnar- samstarfinu þá gekk þar á ýmsu og menn sökuðu hvern annan um óheilindi. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Eitt fannst mér ein- kenna stjómina öðru fremur. Þeg- ar ákvarðanir um óvinsælar að- gerðir lágu fyrir urðu Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn fljótir til og bentu á Alþýðu- flokkinn og sögðu: „Hann gerði þetta, ekki ég.“ Og Alþýöuflokkur- inn stóð einn eftir og varði aðgerð- ir sem voru sameiginlegar ákvarð- anir flokkanna þriggja. Trúði á þessa stjórn Svona vinnubrögð hljóta að grafa undan trausti og hafa haft slæm áhrif á áframhaldandi samstarf. Sem dæmi um mál af þessum toga get ég t.d. nefnt matarskattinn, tollalögin og bílaskattinn. Síðan má nefna húsnæðismálin sem voru eitt aðalkosningamál Alþýðu- flokksins í síðustu kosningum og eitt meginmálið í stjórnarsáttmá- lanum. Þar stóð Alþýðuflokkurinn einn í því að koma því í gegn. Fram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, með þá félaga Alexand- er Stefánsson og Halldór Blöndal í broddi fylkingar, gerðu allt til að tefja og þæfa máiið á þingi og létu Kjallaiiim Ingi H. Guðjónsson stjórnarmaður í Sambandi ungra jafnaðarmanna sig ekki fyrr en Jóhanna hótaði brottfór úr stjórn. Hvers vegna? Spyrjið þá félaga að því. Sú ábyrgð, sem Alþýðuflokkurinn sýndi í rík- isstjórn, kom illilega niður á fylg- inu eins og kom fram í skoðana- könnunum. En Alþýðuflokkurinn var samt tilbúinn að fá þennan brotsjó á sig vegna þess að hann trúði á þessa stjórn og vann innan hennar af heilum hug þó svo að samstarfsflokkarnir væru að þessu með hangandi hendi og væru í raun löngu hættir. En eitt gerðist þó á síðustu vikum. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn virðast vera farnir að tala saman af fullri alvöru og hafa sýnt það að biliö á milli þeirra er í raun ekki mikið þó að grundvallarágreiningur liggi í ýmsum málum, sér í lagi land- búnaðarmálum. En visst traust og samstarfsvilji hefur greinilega myndast á milli þeirra í kjölfar þess að menn fari aö tala saman og hætti að hnýta hver í annan. Einnig virðist Alþýðubandalagið vera veikt fyrir þessu en stað- reyndin er samt sú að það er-aldrei hægt að gera sér grein fyrir hvað gerist í þeim herbúðum í ljósi þeirr- ar staðreyndar að Ólafur Ragnar hefur ekki þann stuðning sem skyldi innan þingflokksins og flokksins sjálfs en menn þar virð- ast samt vera farnir að gera sér grein fyrir nauösyn þess aö félags- hyggjuöflin standi saman. Þaðsemfólk vill heyra Þá er það Kvennalistinn. Kon- urnar neituðu að ræða nokkurn skapaðan hlut annan en kosningar og skyldi engan undra miðað við skoðanakannanir. En af hverju vilja þær ekki í „Kvennalistakonur verða að gera sér grein fyrir því að það að vera í „póli- tísku skírlífisbelti“ gengur ekki þegar til lengdar lætur.“ „Það er ekki minnst á hvernig skuli afla tekna á móti,“ segir greinar- höfundur meðal annars. - Kvennalistakonur þinga. stjórn þar sem „mjúku málin“ gætu átt sinn réttmæta sess? Er það ekki í rauninni svo að þær þora ekki í stjórn vegna úrræðaleysis gagnvart þeim gífurlega efnahags- vanda sem við er að etja? Málflutningur þeirra hefur ein- göngu beinst að „mjúku málun- um“ og er ég þeim fyllilega sam- mála um að þar þurfi virkilega rót- tækar aðgerðir sem fyrst. En gall- inn við málflutning þeirra er sá að þær tala eingöngu um aö taka pen- inga úr ríkissjóði til að gera þetta og gera hitt en þaö er ekki minnst á hvernig skuli afla tekna á móti. Þær hljóta að þekkja muninn á debet og kredit. Þetta sýnir í raun ábyrgðar- lausan málflutning og eigið úr- ræðaleysi í öllum málum. Staðreyndin er sú að traust efna- hagslíf rennir stoðum undir vel- ferðarkerflð. Ég man alltaf eftir útvarpsþætti fyrir síðustu kosningar þar sem tveir af frambjóðendum Kvenna- listans voru spurðir um stefnu þeirra í efnahags- og atvinnumál- um og svar þeirra var einhvern veginn á þessa leiö: „Hvers vegna er alltaf verið að spyrja um þessi mál? Af hverju er ekki spurt um eitthvað annað?" Þó svo að Kvennalistinn telji sig flokk sem sé aö berjast fyrir „mjúku málun- um“ verður hann að hafa þá ábyrgð að sýna fólki fram á hvernig afla eigi tekna fyrir þeim málum í stað- inn fyrir að segja eingöngu það sem fólk vill heyra. Kvennalistakonur verða aö gera sér grein fyrir því aö það að vera í „pólitísku skírlífis- belti“ gengur ekki þegar til lengdar lætur. Skellurinn seinna meir verður verri fyrir vikið. Sérhagsmunaklíkur Um Sjálfstæðisflokkinn er það eitt að segja að þar vaða uppi sér- hagsmunaklíkur sem toga í spott- ann á Þorsteini sem sýndi það ábyrgðarleysi að sprengja stjórn- ina með tillögum sem hann vissi að hinir flokkarnir myndu ekki ganga aö. Hans stjórnendur fundu einfaldlega góða leið út úr ríkis- stjórninni en yfirsást greinilega sú samstaða sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur sýndu í kjölfar stjórnarslita. Eftir þessa atburði sýndi Borgaraflokkurinn loksins sitt rétta andlit. Albert, sem lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að hann gæti ekki hugsað sér að vera í flokki sem hefði frjálshyggju að leiðarljósi, er nú eins og grár köttur í kringum Sjálfstæðisflokkinn til að bjarga því sem bjargað verður af Borgaraflokknum. Eins og sjá má af þessu og orðum Þorsteins Pálssonar á Hótel Sögu þann 21. september síöastliðinn hefur aldrei verið jafnmikilvægt fyrir félagshyggjuöflin að standa saman í þeirri baráttu sem fram- undan er. Ingi H. Guðjónsson Minningaigrein um ráðviltta ríkisstjórn Þá hefir ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar geispað golunni, aðeins 14 mánaða gömul. Á þessum tíma hefur henni tekist að ávinna sér titilinn „óvinsælasta ríkisstjórnin" í íslenskri stjórnmálasögu svo að varla verður þjóðarsorg þó að hún hafi lagt upp laupana. Ekki verður sagt að ríkisstjórnin hafi fengið hægt andlát því að síð- ustu tímana köstuðu ráðherrar spjótum hver að öðrum í fjölmiðl- um og klögumáhn gengu á víxl. Þetta voru eitthvað svo drama- tískir athurðir. En allt fram í rauðan dauða ríkis- stjórnarinnar höfðu ráðherrar virst taka lífinu létt. Á sama tíma og þeir sögðu að atvinnuvegirnir væru komnir í strand og galtómur kassinn hjá Jóni Baldvini tóku þeir sitt sumarfrí. Utanríkisráðherra tókst að setja nýtt met í laxveiðum og forsætisráðherra fór í langþráða heimsókn til forseta Bandaríkj- anna og var í leiðinni boðið til Pentagon þar sem tekiö var á móti honum með meiri viðhöfn en nokkrum þjóðhöfðingja sem þang- ið hafði komið. Tugir hermanna úr sjóher, flugher og landher Bandaríkjanna stóðu heiðursvörð og försætisráðherra kannaði her- inn með mikilli prýði og færði þjóð sinni aukna virðingu eins og vænta mátti. Flottræfilsháttur og ferðagleði Fróðlegt væri að vita hvað öll KjaUaiinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður ferðalög og lystisemdir fyrirfólks- ins kosta þjóðarbúið, svo flölmennt fyldarlið sem það hefir stundum á að skipa. Þá er athyglisvert hvað hægt er að ausa á báða bóga fiármunum þjóðarinnar í alls konar bruðl og flottræfilshátt. Það var t.d. hægt að ákveða byggingu handboltahallar, sem talið var að mundi kosta einn milljarð króna, á sama tíma og sett eru lög sem ómerkja síðustu kjara- samninga og lækka launin svo að hægt sé að halda atvinnuvegunum gangandi og þá voru ekki undan skilin lægstu launin, rétt um 30 þús. á mánuði. Um þetta var ekki ágreiningur. Hvernig ríkisstjórnin gat þoraö að framkvæma slíkt óhæfuverk er ekki unnt að skilja. Manngildi fótum troðið - auðgildi sett öllu ofar Því ber vissulega að fagna að þessi ráðvillta ríkisstjórn gafst upp á rólunum. Hvað við tekur er enn- þá óráðin gáta. En verra getur það varla orðiö. Það eina sem þessari ríkisstjórn og þeirri næstu á undan tókst var að færa alla hluti til verri vegar. Síendurtekin góðæri höfðu þessar ríkisstjórnir möguleika á að gera að slíku efnahagsböli að þær fengu ekki við neitt ráðið en röðuðu upp óleysanlegum vandamálum, flár- málaspillingu og misrétti þar sem auðgildi var sett öllu ofar en mann- gildi troðið í svaðið. Stór hluti þjóð- arinnar dæmdur til að lifa við harð- an kost. „Ófreskjan“ Fyrir nokkrum dögum sagði Steingrímur Hermannsson eitthvað á þá leið að nú sæist að það sem hann sagði í febrúar um ófreskjuna hefði haft við rök að styðjast. Ann- ars skildist mér að hann hefði alveg gleymt að geta þess að hann var einn af feðrum þessarar „ófreskju" Hins vegar afsakaði Steingrímur til- vist afkvæmisinsá þeim forsendum að hann hefði ekki mátt rétta íhald- inu litla puttann þá hefðu „frjáls- hyggjugauramir" hrifsað alla höndina með þessum örlagaríku afleiðingum. Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur Svo virðist vera, eftir því sem skoðanakannanir hafa sýnt um fylgi stjórnmálaflokka og vinsældir stjórnmálamanna, að fleiri gleymi en Steingrímur. Langsamlega vin- sælasti stjórnmálamaðurinn er formaður Framsóknarflokksins og fylgi flokks hans vex jafnt og þétt. Þá heflr Sjálfstæðisflokkurinn einnig bætt við sig fylgi. Þetta sagð- ist Þorsteinn Pálsson alls ekki fá skilið og síst skal ég lá honum það. En til er máltæki sem segir: Þangað sækir klárinn sem hann er kvald- astur. Og skyldi formaður Sjálf- stæðisflokksins ekki oft hafa heyrt kjósendur segja á kosningadaginn að þeir ætli að kjósa íhaldið eins og þeir hafi gert í 50 ár. Það eru slíkir pólitískir svefngöngumenn sem eiga sinn stóra þátt í því að gera þennan flokk að stærsta stjórnmálaflokki. landsins. Sem sýnist eitthvað það undarlegasta í pólitískri sögu þessa lands. þennan sama flokk sem fann upp á því hér fyrr á öldinni að leika sér með „sjálfstæðiö", tók upp nafn þess og nefndi sig Sjálfstæðisflokk. Öfug hlutföll Það er merkileg staðreynd að skoðanakannanir hafa sýnt að fylg- ishrun ríkisstjórnarinnar stendur í öfugu hlutfalli við fylgi stjórnar- flokkanna. Þetta sýnist vera furðu- legasta fyrirbæri í pólitísku við- horfi sem um getur. Aðeins vesal- ings kratarnir hafa þurft að lúta orsakalögmálinu og taka afleiðing- um gerða sinna. Þó að mér sýnist reyndar að þeir hefðu mátt fá dálít- ið duglegri rassskell. En nú hefir þessi ríkisstjórn runnið sitt skeið á enda og átti sem betur fer stutta sögu. Því eins og maðurinn sagði: „Það er aldrei gaman að leiðinlegum sögum.“ En nú herma síðustu fréttir að líkur séu á að arftaki hennar sé í burðarliðnum. Og ég vil aöeins segja það að ég vona að svo fari. Ég trúi að það sé besti kosturinn. Aðalheiður Jónsdóttir „Það er merkileg staðreynd að skoð- anakannanir hafa sýnt að fylgishrun ríkistjórnarinnar stendur 1 öfugu hlut- falli við fylgi stjórnarflokkanna.‘‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.