Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Síða 30
38 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. Lífsstfll Gamalt bakhús gert upp: Hugrekki í húsnæðismálum Fyrir þremur árum stóð húsið við Bergstaðastræti 17B í mikilli niður- níðslu. Þar hafði hafst við fólk sem hvergi átti höfði sinu að halla. Álitamál var hvort húsið ætti að standa eöa hvort ekki væri best að rífa það. En þá komu ung hjón til sögunnar sem höfðu áhuga á að kaupa gamia bakhúsið - og gera upp. í dag er hús þetta, sem byggt var árið 1919, umhverfl sínu til mikillar prýði. Eigendur hafa lagt á sig mikla vinnu með góðra vina hjálp en árangur erfiðisins er aug- ljós. DV kom við á Bergstaðastræt- inunýlega. Grímur með dóttur sína Emmu Elisabetu. Hann hefur nú tekið sér hlé frá smíðum og vinnur nú hjá lögreglunni. DV-mynd KAE Er í löggunni núna Grímur Grímsson og kona hans, Julie Ingham, fluttu inn í júní í fyrra. Grímur er smiður og vann að mestu leyti sjálfur við húsið með hjálp foður síns. Julie var hins veg- arútivinnandi. „Égtókmér pásu frá smíðum og starfa hjá lögregl- unni núna. Þetta er nú ekki alveg búið. Við eigum eftir að setja lista, skápahurðir og annað slíkt. Ann- ars tek ég alltaf rispur þegar tengdamamma kemur í heimsókn frá Englandi. Hún mætti koma einu sinni aftur núna. Þá ætti þetta að verakomið. Svona framkvæmdum er alltaf gott að haga eftir efnum og aðstæð- um. Hins vegar vill, eins og gengur og gerist, draga úr framkvæmda- hraða eftir að flutt er inn. Svo ætl- um við að setja garðskála við suð- urhliðina þegar koma betri tímar. Þetta hleypur ekkert frá manni.“ Hvort það borgi sig? - Borgarsigaðgerasvonahús upp? „Þetta verður auðvitað dýrara ef maður vinnur ekki sjálfur við þetta. Jú, ég myndi segja að þetta hafi borgað sig. En þessar fram- kvæmdir eru dýrari en ég áætlaði íbyrjun. Húsið fengum við fyrir 250 þús- Byggingaþjónustan við Hallveigarstíg: Verkfræðingar á vegum Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins munu næstu miðvikudaga, á milli kl. 16 og 18, veita almenningi ókeypis ráðgjöf. Áhersla verður lögð á steypuskemmdir, raka- og lekavandamál ásamt ýmsum öör- um upplýsingum sem verkfræðing- ar geta veitt varðandi ný og eldri hús. Hér er einn liður í aðgeröum Byggingaþjónustunnar sem miöar að því að gefa fólki upplýsingar um ýmis málefiii sem snúa að eigend- um híbýla. Þess má geta aö arki- tektar hafa á síðustu mánuðum veitt ráðgjöf á sama stað og tíma og mun sú þjónusta halda áfram. Því verður hægt aö tala við arki- tekt og verkfræðing á sama stað á næstu vikum - lll þjónusta þeirra er ókeypis. t Almenningur veit ekki að ... Hákon Ólafsson hjá RB segir að stofnunin hafi gefið út mikiö af fræðsluefiii um vandamál vegna Heimilið byggingaframkvæmda. „Oft er það svo að hægt er að lesa um vanda- mál og lausnir vegna einstakra húsa á einu blaði eða í litlum bækl- ingi,“ segir Hákon. „Staðreyndin er bara sú að fólk veit ekki að þessi gögn eru fyrir hendi. Hjá Bygginga- þjónustunni munum við veita munnlega ráögjöf eins og frekast er kostur - til hliðsjónar getur fólk svo fengið upplýsingar á prenti. Ég tel það einnig styrk fyrir alla hlut- aðeigandi að samtimis okkar ráð- gjöf verða arkitektar til viö- tals.“ Steypuskemmdir algengar Vandamál vegna steypu og leka eru mýraörg hér á landi. Reyndar var sett ný byggingarreglugerð árið 1979 þar sem markmiöið var áð framleidd yrði steypa sem inni- héldi ekki efnasambönd sem or- saka alkalískemmdir. Kveðiö var á um að sandur skyldi hreinsaður og að sement skyldi vera kísil- blandað. Þó reglugerðir hafi veriö settar ber ekki svo aö skilja að steypu- skemmdir séu úr sögunni. Skemmdir í steypu eru algengastar af völdum alkalíefnahvarfa, frosts og ryðs. í þessu sambandimá nefiia að múrhúðun er í vissum tilfellum ófullnægjandi. Notkun svokallaðr- ar sjónsteypu hefur aukist. Stund- um er yfirborðslag steypunnar ekki nægilegt (þynnra en 2 cm frá jámabindingu) til aö hindra ryð- myndun. I umhleypingasömu veðri er mik- il hætta á að raki komist í steypu, sérstaklega ef hús eru ómáluð. Nokkrar aðferðir em fyrir hendi til að hindra frekari skemmdir í útveggjum. Klæðning er góð lausn og eru til á markaðnum ýmis heppileg efni. Viögerðir vegna grotnunar, á stökum sprungum og á ryðsprengdri steypu eru einnig í dag framkvæmdar með ýmsu móti. En hvernig á að snúa sér í því sam- bandi? Því geta verkfræðingar best svarað. -ÓTT. Hjá Byggingaþjónustunni tást allan ársins hring ókeypis upplýsingar um ýmsa þjónustuþætti varðandi hús Um þessar mundir gefst húseigendum kostur á að njóta leiðsagnar og byggingaframkvæmdir. verkfræðinga og arkitekta hjá Byggingaþjónustunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.