Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Page 36
,44
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988.
Andlát
Valgerður Kristjánsdóttir frá Skoru-
vík á Langanesi, til heimilis að
Kleppsvegi 74, lést í Landspítalanum
aðfaranótt 27. september.
Þórdís Gissurardóttir, Bólstaðarhlíö
' 58, áður húsfreyja í Arabæ, lést í
Landspítalanum að morgni 26. sept-
ember.
Svava Halldórsdóttir frá Hvanneyri
lést í Landspítalanum 26. september.
Jarðarfarir
Sveinn Hallgrímsson lést 13. septem-
- ber sl. Hann fæddist 25. desember
1928, sonur Hallgríms Sveinssonar
og Guðrúnar Ottadóttur. Hann lauk
námi í vélvirkjun hjá vélsmiðjunni
Hamri og vann þar í nokkur ár að
námi loknu þar til hann réð sig á
vélaverkstæði Vegagerðar ríkisins.
Sveinn hóf nám í Tækniskóla íslands
1963 og lauk fyrrihluta tæknináms
1965, fór síðan til framhaldsnáms í
Osló. Að námi loknu hóf hann störf
hjá Kassagerð Reykjavíkur og vahn
þar til dauðadags. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Margrét H. Sigurðar-
'dóttir. Þau hjónin eignuðust tvö
börn. Útför Sveins verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag ki. 13.30.
Svavar Erlendsson lést 18. september
sl: Hann fæddist l. febrúar 1913 í
Suður-Vík í Mýrdal. Foreldrar hans
voru Guðlaug Sigríöur Pálsdóttir og
Erlendur Kristjánsson. Svavar lærði
limasmíði hjá Halldóri Arnórssyni,
en vann mest við gull- og silfUr-
smíði, í Plútó, Gull- og silfursmiðj-
unni Ernu, hjá Guðlaugi Magnússyni
og í ísspor hf. frá stofnun þess. Eftir-
lifandi eiginkona hans er‘ Agnes
Helga Hallmundsdót'tir. Þau hjónin
eignuöust fjögur börn. Útfór Svavars
verður gerð frá Bústaðakirkju í dag
kl. 15.
Jens Andersen, kaupmaður í Dan-
mörku, fæddur 21. febrúar 1904, lést
þann 25. september 1988. Jarðarförin
hefur farið fram.
Ragnheiður Jóhannsdóttir, Faxa-
skjóli 14, Reykjavík, sem lést þann
20. september, verður jarösungin frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 29.
september kl. 13.30.
Sveinrún Jónsdóttir frá Seyðisfirði,
sem lést 18. þ.m. verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
29. september kl. 15.
Guðrún Geirsdóttir verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni föstudag-
inn 30. september kl. 13.30.
Útför Eiríks Guðlaugssonar, Silfur- ■
teig 5, verður gerð frá Laugarnes-
kirkju, föstudaginn 30. september kl.
13.30.
Útför Skarphéðins Ásgeirssonar, for-
stjóra, Akureyri, sem lést í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri 22.
september, verður gerð frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 30. septem-
ber kl. 13.30.
Tilkyriningar
Frönsk kvikmynd
íRegnboganum
í kvöld sýnir kvikmvndaklúbbur Allian-
ce Francaise myndina „La beauté du
diable" (Fegurð Qandans) eftir René Clair
i Regnboganum. Myndin er byggð á
gömlu þjóðsögunni um Faust sem seldi
tjandanum sálu sína og eru þeir kumpán-
ar leiknir af Gérard Philippe. og Michel
Simon. Myndin var gerð á Ítalíu 1949 og
er með enskum texta. Sýningin hefst kl.
20.30 og miðar kosta kr. 150 fyrir félags-
ntenn, kr. 250 fvrir aðra.
Safnaðarfélag Ásprestakalls
Vetrarstarfið hefst með kaffisölu í félags-
heimilinu eftir messu kl. 14 sunnudaginn
2. október nk. Fyrsti fundur vetrarins
verður þriðjudaginn 4. október kl. 20.30.
Fundarefni: vetrarstaríið kynnt og Árni
Bergur Sigurbjörnsson segir frá ferð til
Tyrklands og sýnir litskyggnur. Allir
velkomnir.
Ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga
Nitjándi ársfundur Hafnasambands
sveitarfélaga verður haldinn í stjórn-
sýsluhúsinu á ísafirði dagana 29.-30.
september nk. Auk venjulegra fundar-
starfa verður rætt um fjögurra ára
hafnaáætlun, mengunarvarnir og hlut-
verk hafna í samgöngukerfi landsins.
Áætlað er að fulltrúar á fundinum verði
um 80 talsins frá flestum höfnum lands-
ins.
Emil í Kattholti
Leikfélag Hafnarfjarðar undirbýr þessa
dagana sýningar á barnaleikritinu Emil
í Katíholti eftir Astrid Lindgren i þýöingu
Vilborgar Dagbjartsdóttur. Leikritið var
sýnt í vor og naut mikillá vinsælda, sýnd-
ar voru 21 sýning og var 5.000. gesturinn
heiðraður á síðustu sýningtlhni. Vegna
flölda áskorana var ákveöið að taka leik-
ritið upp aftur. Fyrsta sýning er fyrir-
huguð laugardag 1. okt. óg verður aðeins
sýnt um helgar. Sýningarfjöldi verður
takmarkaður og er skólum og leikskólum
bent á að skipuleggja hópferöir með góð--
um fyrirvara. Leikstjóri er Viöar Eg-
gertsson. Leikarar eru 13. Meö helstu
hlutverk fara Haraldur Freyr Gíslason,
Katrín Sigurgeirsdóttir, Svanhvít Magn-
úsdóttir, Kristján Einarsson, Kristin
Helgadóttir, Karl Hólm Karlsson og
Hulda Runólfsdóttir. 5 manna hljómsveit
sér um alla tónlist í leikritinu.
Þing Neytendasamtakanna
verður haldið að Hótel Sögu laugardag-
inn 15. október nk. og hefst kl. 9.15. -Að
loknum venjulegum fundarstörfum flyt-
ur Benedicte Federspiel, frá danska neyt-
endaráðinu, erindi um samvinnu landa á
milli á sviði neytendamála og hvaða áhrif
aðild Dana að EBE hefur haft á neytenda-
starf í Danmörku. Föstudaginn 14. októb-
er er fyrirhugað að halda námsstefnu
sem hefst kl. 14. Þar mun Jón Gíslason,
deildarráðunautur hjá Hollustuvemd
ríkisins flalla um matvælalöggjöf og
Steinar Harðarson, formaður Neytenda-
félags Reykjavíkur og nágrennis, segja
frá væntanlegum breytingum á lögum
og reglum er varða neytendur. Einnig
verða á námsstefnunni fluttar skýrslur
um starf neytendafélaga og þrír fulltrúar
neytendafélaga ræða efnið ÓflUgri neyt-
endafélög - samskipti Neytendasamta-
Lakkgljái er betra bón !
Merming
DV
Fróðlegir tónleikar
Af hoUensk-kanadískri tóhlistarvíku Musica Nova
Frances-Marie Uitti sellóleikari frá Kanada.
Musica Nova hóf vetrarstarfið af
krafti sl. sunnudag. Þá hófust hol-
lensk-kanadískir tónlistardagar fé-
lagsins með portretttónleikum
þekktasta nútímatónskálds Hol-
lendinga, Louis Andriesen. Undir-
ritaður er ekki dómbær á þá tón-
leika því hann heyrði ekki nema
hluta þeirra en það sem hann
heyrði fór nokkuð fyrir ofan garö
og neðan.
Hins vegar heyrði hann tónleika
kanadisku sellókonunnar' Fran-
ces-Marie Uitti í gærkvöldi, frá
upphafi til enda. Uitti hefur verið
kynnt í blöðum sem einn þekktasti
sellóleikari af yngri kynslóð í Evr-
ópu. Við reiknum líka með að
menn kannist vel við hana vestan-
hafs en hingaö hafa ekki borist
miklar sögur af henni fyrr en nú.
Uitti lék átta verk eftir átta tón-
skáld úr ýmsum áttum, m.a. eitt
íslenskt, ljómandi gamalt og geðugt
Hrím eftir Áskel Másson. Tónleik-
arnir hófust á Ai Limiti della Notte
eftir Salvatore Sciarrino, heldur
viðburðalausu smástykki sem ger-
ir engum mein og lauk með Ricerc-
ar eftir Uitti sjálfa, þar sem hún lék
tveim bogum á sellóið. Önnur
stykki voru eftir Penderecki, Ciac-
ints Scelsi, Per Nörgaard og Xenak-
is. Jú, og ekki má gleyma dálítið
ieiðinlegu verki, Curve with Plateu
Tónlist
Leifur Þórarinsson
eftir Jonathan Harvey sem gæti
verið frá Kanada. Ekki varö maður
var við teljandi neistaflug andans
í neinu þessara verka en margt var
þarna geðugt og vissulega fara
menn eins og Xenakis og Nörgaard
aldrei langt niður fyrir sæmilegan
„standard“. Hins vegar varð maður
ekki teljandi var við leiksnilld í
fari sellistans þrátt fyrir gott vald
á nýstárlegri tækni. Það eins og
vantaði alla innri sveiflu og afger-
andi persónuleika í spilið svo undir
lokin var maður dálítið eins og ut-
angátta og syfjaður. En þetta voru
samt fróðlegir tónleikar og í fyllsta
máta þakkarverðir.
LÞ
kanna og neytendafélaga. Þeir félagar í
Neytendasamtökunum sem áhuga hafa á
að sitja þingið og námsstefnuna eru beðn-
ir að hafa samband við skrifstofu Neyten-
dasamtakanna sem fyrst, í síma 21666 eða
21678.
Norrænir tóniistardagar
Norrænir tónlistardagar verða haldnir í
þessari viku í Stokkhólmi. Á þessari tón-
listarhátíð verða flutt á sjötta tug nýrra
eða nýlegra tónverka eftir norræn tón-
skáld. Haldnir verða sérstakir tónleikar
meö fimm íslenskum kammerverkum
eftir þau Jónas Tómasson, Þorkel Sigur-
bjömsson, Karólínu Eiríksdóttur, Misti
Þorkelsdóttur og Hauk Tómasson. Þá
verður fluttur á hátíðinni básúnukon-
sertinn Jubilus eftir Atla Heimi Sveins-
son og nýtt raftónverk eftir Þorstein
Hauksson. Meðal þeirra sem leika á há-
tíðinni eru Fílharmóníuhljómsveitin í
Stokkhólmi undir stjórn Grzegors Now-
ak, sænska útvarpshljómsveitin undir
.Stjórn Esa-Pekka Salonen, pólska út-
varpshljómsveitin frá Poznan undir
stjórn Agnieszka Duczmal, píanistinn
Staffan Scheja og sellóléikarinn Martti
Rousi.
Kynfræðslan með nýjungar
Á næstunni hefst almenningsfræðsla að
nýju á vegum Kynfræðslunnar (áður
Kynfræðslustöðin). Eynfræðslan er
fræðslu- og ráögjafarfyrirtæki sem rekið
er af Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur kyn-
fræðingi M.S.Ed. Boðið veröur upp á
námskeiðiö „Kynfullnægja kvenna“ fyrir
konur sem haldið verður 3.-31. ökt. og
fræðslukvöld fyrir pör 20. okt. til 10. nóv.
þar sem hjónafólki og pörum verður gef-
in kostur á að efla þekkingu á þeim þátt-
um sem stuðla að ánægjulegu kynlifi í
sambúð. Önnur nýjung á vegum Kyn-
fræðslunnar eru fyrirhugaðir fyrirlestr-
ar um kynreynslu karla sem veröa opnir
bæði körlum og konum sem áhuga hafa
á að kanna heilbrigðari kynímynd karla
en hingaö til hefur verið við lýði. Kyn-
fræðslan býður svo tveimur erlendum
gestalt-therapistum til landsins til aö
halda gestalt-námskeið 25.-27. nóvember.
Meginþema verður náin samskipti og
kynllf - hvernig hægt er að þroska með
sér og upplifa heilbrigð sambönd. Nám-
skeiðið er sérstaklega ætlað fullorðnum
bömum alkóhólista og þeim sem alist
hafa upp viö svipaðar truflandi fjöl-
skylduaðstæður. Námskeiðin og fyrir-
lestrarnir verða auglýst síðar en þeim
sem hafa áhuga á að kynna sér haust-
dagskrá Kynfræðslunnar nánar er bent
á að hafa samband við Jónu Ingibjörgu
í s. 91-30055 á skrifstofutíma.
Minningarkort
Minningarkort Áskirkju
Minningarkort Safnaðarfélags Áskirkju
hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríöur
Ágústsdóttir, Austurbrún 37, s. 81742,
Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími
82775, Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut
27, Helena Halldórsdóttir, Noröurbraut
1, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, s.
681984, Holtsapótek, Langholtsvegi 84 og
Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstig 27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman-
gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími
84035 milli kl. 17 og 19 á daginn og mun
kirkjuvörður annast sendingu minning-
arkorta fyrir þá sem þess óska.
Minningarkort Kvenfélags
Háteigskirkju
fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúðinni
Bók, Miklubraut 68, Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, hjá Láru Böðvarsdóttur,
Barmahlíð 54, s. 16917, Guðrúnu Þor-
steinsdóttur, Stangarholti 32, s. 22501, og
Jónínu Jónsdóttur, Safamýri 51, s. 30321.
Fimdir
Ættfræðifélagið
verður með félagsfund að Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18, fimmtudaginn 29. sept-
ember kl. 20.30. Dagskrá: Ari Gíslason
ættfræðingur ræðir um ferö ættfræö-
félagsins í Borgarfiarðarhéruð í sumar
og sýnir litskyggnur úr ferðinni. Að því
loknu verða stuttar umræður um tölvur
og ættfræðiforrit.
Námskeið
Slysavarnaskóli sjómanna
Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla
sjómanna, sem enn eru laus til umsókn-
ar, verða haldin sem hér segir: 11.-14. og
18.-21. október, 1,-4., 15.-18. og 22.-25.
nóvember,' 6.-9. og 13.-16. desember.
Námskeiðin verða haldin um borð I
skólaskipinu Sæbjörgu sem liggur við
Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari
upplýsingar verða veittar á daginn í síma
985-20028, á kvöldin og um helgar í síma
91-19591.
Tapað fundið
Hjól tapaðist í Hafnarfirði
Svart BMX Turbo hjól með gulum púð-
um, hnakk og dekkjum, hvarf frá Víöi-
staöaskóla í Hafnarfirði mánudaginn 26.
september sl. Sá sem getur gefiö upplýs-
ingar um hjólið vinsamlegast hringi í
síma 651117 eða hafi samband við Lög-
regluna í Hafnarfiröi.
Slæða tapaðist
Brúnleit slæöa tapaöist fyrir tveimur vik-
um í Þingholtinu. Skilvís finnandi vin-
samlegast hafi samband í vs. 13133 eða
hs. 32943. Fundarlaun.
Læða tapaðist í Hafnarfirði
Bröndótt læða, alveg svört á baki, tapað-
ist frá heimih sínu, Hjallabraut 43, Hafn-
arfiröi, mánudaginn 26. september. Hún
er með rauða ól. Ef einhver hefur séð
kisu eða veit hvar hún er niðurkomin er-
hann vinsamlegast beðinn að hafa sam-
band í síma 54577.
Sýningar
Sýning í Grillskálanum, Hellu
Nú stendur yfir sýning á 20 málverkum
Jóhönnu Brynjólfsdóttur Wathne í nýja
grillskálanum á Hellu. Þetta er fiórða
einkasýning Jóhönnu en hún hefur einn-
ig skrifað fjölda sagna sem birst hafa í
Æskunni og verið fluttar í útvarpi og
sjónvarpi. Sýning hennar stendur út
mánuðinn.