Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1988, Page 40
N1 FRETT ASKOTIP Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotiö I hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn r Auglýsingar - Áskrifft - Dreifing: Sími 27022 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1988. Skákmótið í Tilburg: Jóhanní 3.-5. sæti Jóhann Hjartarson gerði jafntefli viö Robert Hiibner í síðustu umferð skákmótsins í Tilburg. Jóhann fékk því 7 vinninga og hafnaði í 3.-5. sæti ásamt Nikolic og Timman. Úrslit í 14. og síðustu umferð voru þannig að Karpov og Short gerðu jafntefli. Van der Wiel vann Timman og Ni- kolic vann Portisch. Lokastaöan var þannig að Karpov vann yfirburðasigur með 101 - v. Short varð annar með 8L v. Á eftir Jóhanni komu þeir Htibner og Van der Wiel í 6.-7. sæti með 5L v. og Portisch var neðstur með 5 v. Gera má ráð fyrir að Jóhann hækki um 5 Elo-stig við þessa frammistöðu sem var mjög góð þrátt fyrir skamman undirbúning og slaka byrjun. -SM J Kron leigir JL-Húsið Kron tók JL-Húsið á leigu í gær. Reiknað er með að Kron opni nýja matvöruverslun í húsinu um miðja næstu viku. Unnið var að vörutaln- . jngu í gærkvöldi. JL-Húsinu var lokað skyndilega um klukkan fjögur í fyrradag. Starfs- fólkinu var sagt að það fengi launin sín send í pósti og að vonast væri til að verslunin opnaði aftur, hvort sem JL ræki hana eða einhverjir aðrir. -JGH Rániö á Seltjamamesi: Þrír í gæslu- varðhaldi Þrír menn hafa verið handteknir vegna ránsins sem var framið á Sel- tjarnarnesi aðfaranótt sunnudags. , Þá fengu hjón á áttræðisaldri óvænta ^*%eimsókn grímuklæddra manna sem rændu hjónin og beittu þau ofbeldi. Rannsóknarlögreglan telur sig þarna hafa réttu mennina, en eftir yfirheyrslur liggur engin játning fyr- ir. Ekkert af þýfmu hefur komið í leitirnar. Rannsókn málsins heldur áfram. -hlh LOKI „Sælir eru fátækir." W- i------------ Olafur Ragnar Grímsson fiármálaráöherra: Fjármagn sótt í stómm stíl til fjár magnseigenda Olíðandi að vel efnaðir „Fjármálastefna þessarar ríkis- stjómar markast af því að nú verð- ur í fyrsta sinn sótt fjármagn í stór- um stíl til fjármagnseigenda í þessu landi sem á undanförnum árum hafa tekið stóran hlut til sín í skatt- lausum gróða. Þannig að þeir sem hafa hagnast í góðæri undanfar- inna ára en lítt lagt af mörkum til samfélagsins munu núna þurfa að bera byröarnar fyrst og fremst,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandaiagsins, eft- ir þingflokksfund í gær þar sem' ákveðið var að hann tæki við af Jóni Baldvin Hannibalssyni sem fjármálaráöherra. „Auðvitað er það ljóst að það eru mikil vandamál hér framundan en við raunum reyna að leysa þau á grundvelli jafnréttissjónarmiða og félagshyggju. Það er sú fjármála- stefna sem viö raunum hafa að leið- arljósi ásamt þvi aö stuðla að stöð- ugleika í efnahagsmálum. Við borgarar komist hjá að munum kappkosta að ná því mark- miöi nýrrar ríkisstjórnar að verð- bólgan verði komin niður í 5 pró- sent í upphafi næsta árs.“ - Til að ná tekjuafgangi á næstu fjáriögum munt þú þurfa að skera niður meira en aörir fjármálaráð- herrar í langan tíma. Hvar ætlar þú að beita hnifhum? „Ég skal ekkert fúllyrða um þaö. Niðurskurðurinn verður ekki ákveðinn hér og nú. Hann verður tengdur öðrum þáttum efnahags- lífsins. Þegar þarf að fara í þau verk er einnig nauðsynlegt aö það verði gert með sjónarmið jafnréttis og félagshyggju í huga þannig að slíkar aðgerðir komi sem minnst við þær aðgerðir sem minnst mega við því í okkar þjóðfélagi.*' - Það kemur einnig i þinn hlut að leggja á nýja skatta að andvirði um 2,5 milljarða króna. „Þeir skattar, sem þessi ríkis- stjórn leggur upp raeð, eru fyrst og borga eölilega skatta fremst fólgnir í því að skattleggja þá sem á undanförnum árum hafa ýmist ekki búið við neina skatta eins og fjármagnseigendur eða þá sem hafa hlutfallslega sloppið vel. Við munum einnig leggja ríka áherslu á aðgerðir gegn beinum eða óbeinum undanslætti frá skatti eða skattsvikum. í okkar þjóöfélagi er það náttúriega ólíðandi að ákveðn- ir vel efnaðir borgarar í þessu landi skuli komast hjá því að greiða sína eðlilegu skatta.“ - Alþýðubandalagið hefur barist gegn matarskattinum. Hvernig munt þú afnema hann? „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess í hvaða mynd það veröur. Við höf- um lagt á það áherslu aö breyta verði á algengri matvöru. Skatta- formið sjálft er ekki höfuðatriðið heldur verðlagið á þeirri vöru sem fólkið kaupir í landinu,“ sagði Ólaf- ur Ragnar Grímsson. -gse Stórmeistarinn Margeir Pétursson tefldi klukkufjöltefli við nokkra af okkar efnilegustu unglingum í Kringlunni í gær. Unglingarnir stóðu sig vel gegn stórmeistaranum en i dag heldur hátiðin áfram. Þá verður það Hannes Hlífar Stefánsson, yngsti alþjóðlegi meistarinn okkar, sem teflir við úrvalslið alþingismanna. Ef að líkum lætur verða margvísleg brögð í tafli og tvísýnt um úrslit. DV-mynd Brynjar Gauti Veður á morgun: Næturfrost um allt land Norðanáttin heldur áfram með köldu veðri og víða talsverðu næturfrosti. É1 veröa á Norðaust- ur- og Austurlandi, bjart veöur sunnanlands og vestan. Hitinn á landinu verður 0-3 stig. Vodaskot Ámi E. Albertsson, DV, Ólafsvflc Það hörmulega slys yildi til í landi bæjarins Kársstaða í Álftafirði fyrir hádegi í gær, að tæplega tvítugur maður varð fyrir voðaskoti og lést samstundis. Maðurinn, sem var við vegavinnu í Álftafirði, hafði ásamt vinnufélögum sínum, fengið leyfi hjá bónda að huga að gæs í landi hans, og ætluðu þeir að nýta matartímann til þess. Fljótlega skildu leiðir með þeim félögum. Fór vinnufélagi mannsins að leita fanga annars staðar. Hann var þó aðeins kominn skamma leið frá er hann varð var þess sem gerö- ist. Hann reyndi strax lífgunartil- raunir en árangurslaust því maður- inn mun hafa látist samstundis. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Óskar Vigfiísson, formaður SSÍ: Bætir ekki fyrir okkur „Viö höfum beðið lengi eftir leið- réttingu á fiskverði til sjómanna þannig að þessi lagasetning bætir örugglega ekki fyrir okkur,“ sagði Óskar Vigfússon, formaöur Sjó- mannasambands íslands, en sam- kvæmt bráðabirgðalögum sem nú veröa sett á að frysta fiskverð til 1. mars á næsta ári. Öskar sagði að sjó- menn hefðu ekki fengið þá hækkun sem aðrir launþegar fengu fyrr á árinu þannig að það yrði enn erfiðara fyrir þá að bíða. Þing Sjómannasambandsins hefst á morgun og þar má búast við að dragi til tíðinda t.d. varðandi þá ákvörðun að draga fulltrúa sjó- manna úr verðlagsráði sjávarútvegs- ins. -SMJ Fríkirkjan: Kosningar um helgina Stjórn Fríkirkjusafnaðarins hefur efnt til kosninga vegna uppsagnar séra Gunnars Björnssonar. Fara kosningarnar fram á laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17 báða daga í Álftamýrarskóla. Að sögn ísakS Sigurgeirssonar í stjórn safnaðarins verða valdir þrír hlutlausir menn í kjörstjórn og und- irkjörstjóm eins og í venjulegum kosningum. Mun fógeti innsigla kjör- kassana og lögregla geyma þá yfir nóttina milli kjördaga. Verði í öllu fariö eftir lögum um kosningar hér á landi. Munu safnaðarmeðlimir aðeins krossa við , já“ eða „nei“ við spurn- ingunni: „Ert þú samþykkur því að safnaðarstjórn vék séra Gunnari Bj ömssy ni úr starfi?' ‘ -hlh Gengisfelling? Gjaldeyrisdeildir bankanna vom ekki opnaðar í morgun. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá gjald- eyrisdeild Landsbankans, verður enginn gjaldeyrir afgreiddur í dag. Samkvæmt lögum hefur Seðla- bankinn heimild til 3 prósent gengis- fellingar og því vaknar sú spurning hvort sú heimild verður notuð í dag eða hvort. enn meiri gengisfelling verður framkvæmd. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.