Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1988, Side 19
8«er fl.TOÖT/TO .81 SUOAaUTMMI'í
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988.
Lífsstíll
Sumaríatnaður frá ítalska tísku-
hönnuðinum Byblos. Fatnaöur hans
ber keim af gamalli tið frá gullöld
kvikmyndanna og inn i blandast
mexikönsk áhrif eins og hatturinn
ber með sér.
Þetta er einnig frá ítaliu, frá þeim
kunna tiskuhönnuði Gianfranco. Hjá
honum ber mikið á röndóttum fatn-
aði eins og þessum á myndinni, þá
sérstaklega þverröndóttum bómull-
aríatnaði, stuttum og siðum. Þetta
er sumartískan 1989.
Skrautlegur sumaríatnaður frá ítaliu
þar sem léttleikinn er allsráðandi.
Sá sem þetta hannaði er Moschino
og er hann mjög hrifinn af nátturu-
legum efnum eins og leðri og silki
sem hann notar óspart í fatnað sinn,
sama hversu smár hann er.
Ný tiska frá London frá Boy-merkinu
sem hefur verið nokkuð vinsælt á
íslandi. Þessi tiska er sýnd á tisku-
viku sem nú er haldin i London. Á
þessari sýningu ríkja tvo boðorð:
fyrsta flokks og ánægja. Á bolina
er ritað t love Peace eða ég elska
frið sem löngum hefur verið aðals-
merki Boys. Símamyndir Reuter
Hefur mikið breyst siðan þessi bók kom út, eða hvað?
Aðeins íyrir konur
Arið 1956 annaðist frú Asta
Johnsen fegrunarsérfræðingur
ritstjóm bókar sem nefnist
Kvenleg fegurð. í þeirri bók er
margan fróðleik að finna, bæöi
þann sem kominn er til ára
sinna og annan sem enn er í fullu
gildi. Hún fræðir konur þar um
fegrun, snyrtingu og líkamsrækt
og vitnar þar á meðal í frægustu
stjömur þessa tíma. í lokakafla
bókarinnar er að finna bréf sem
ber yfirskriftina Aðeins fyrir
konur og til hliðar em rituð örfá
orð um karlmanninn. Nú, 32
árum síðar og nokkrum kyn-
slóðum, er forvitnilegt að vitna
örlítið í þetta bréf og sjá hvað
hefur breyst eða hvort eitthvað
hefur breyst. Það er betra aö
taka þessi orð ekki of alvarlega
heldur hafa kímnigáfuna í lagi.
Karlmaðurinn
Bréfið hefst á þessum orðum:
Kæra kona!
Þennan kafla megið þér ekki
sýna eiginmanni yðar, vini, fóö-
ur, frænda, vinnuveitanda,
starfsbróður; yfirleitt engri veru
af kyni karla, því hann fjallar
einmitt um - já, þér hafið senni-
lega getið yöur til um það: karl-
manninn. Þessa lífveru sem er
okkur til eilífs hugarstríðs og
ævinlegrar sælu, sem við féfiett-
um daglega og játum stundum,
þegar viö erum alveg einlægar,
að við getum ekki án verið.
Enda þótt konan njóti jafnrétt-
is í æ vaxandi mæh á vorum
dögum, er maðurinn samt,
vegna eðhs síns - og okkar einn-
ig - sá, er segir fyrir verkum,
hefur frumkvæðið undir öhum
kringumstæðum, og það er best
að gera enga breytingu að því
leyti. Konan má því ekki vera
of ágeng; og enda þótt hjartans
útvaldi sé dálítið seinn að átta
sig á tilfinningum sínum, megið
þér ekki, hvernig sem á stendur,
taka að yður hlutverk biðhsins.
Reynið að ginna hann úr fylgsn-
um sínum með hóflegum ráðum
(e.t.v. dálítiili afbrýðisemi ef róð-
Tíska
urinn þyngist). Þér munuð kom-
ast að raun um, hversu hreykinn
hann verður og hve gleðilega
óvænt það rennur upp fyrir hon-
um, aö hann hafi um síðir unnið
yður.
Hin undir-
gefna vera
í afstööu sinni til karlmanns-
ins verður konan sýknt og heil-
agt að gæta þess að vera hin
undirgefna vera. Það skiptir í
rauninni engu máh, hvort þér
eruð það eða ekki. Jafnvel hin
hyggna kona þorir ekki að sýna
yfirburði sína nema á tvennum
vígstöðvum - feguröarinnar og
matargerðarinnar.
í þessari bók kemur einnig
fram dáhtið kaldhæðnisleg
skoöun sem reynd kona lét Ástu
Johnsen í té:
„Karlmaðurinn er alls ekki
venjuleg manneskja eins og þér
og ég - hann er hetja, hálfguð,
og andi hans er sennilega svo
stórfenglegur, að viö komumst
hvergi nærri honum. Þér skuluð
ahs ekki hætta yður í rökræður
við hann, því að þótt hann viti
ekki nákvæmlega um aha hluti
veit hann þó meira en þér og ég.“
Um tískuna sjálfa segir Ásta í
bók sinni:
Tíska á ekkert skylt við yfir-
borðsmennsku, löngun til að
þóknast öðrum eða eltingaleik
við karlmenn. Hún er tvímæla-
laust eitt af helstu atriðum
menningar okkar.
Hvílíkur
þvættingur
Tískan er eitt af hinum sýni-
legu táknum tímans, tákn, sem
speglar á lífrænan hátt alla af-
stöðu manna th lífsins, óskir og
drauma, einkum karlmannsins.
Ef einhverjir karlmenn kom-
ast í þessa bók og lesa það, sem
stendur í henni, segja þeir vafa-
laust gremjulega: „Hvhíkur
þvættingur.“ Á tískan að vera
speghmynd óska okkar? Nú, ég
hef aldrei heyrt annað eins. Okk-
ur finnst einmitt, aö alhr þessir
nýju hattar séu mestu skrípi, og
okkur sýnist líka, að þessar sí-
fehdu breytingar á „línunni“ séu
heimska...“
En þetta er samt satt. Mót-
mæh karlmanna geta ekki
breytt þeirri mikilvægu staö-
reynd, aö konan (og hinir hug-
myndaríku höfundar tiskunnar)
eru aðeins nauðsynleg peð í hin-
um eilífa leik: „Ég er eins og þú
óskar að ég sé...“ Og það breyt-
ir ekki þeirri staðreynd, að karl-
menn láta í ljós einkennilega
íhaldssemi gagnvart tískubreyt-
ingum. , >
En karlmenn geta sennilega
ekki veriö öðruvísi. Við vitum
það ekki, en hitt vitum við, að
þeim verður ekki breytt, og þeg-
ar öhu er á botninn hvolft, kem-
ur okkur öhum þremur - karh,
konu og tisku - bara ágætlega
saman. En það ætti raunar aö
vera okkur huggun og styrkur,
að karlmaðurinn skuh vera því
trúr, sem hann hefur vanist.
Konur fara að minnsta kosti
rétt að, þegar þær velja fót sín
vegna karlmannsins, enda þótt
„réttu" mennirnir skhji raunar
sjaldnast mikið í tískunni - en
þar á móti kemur, aö þeir hafa
bærilegt vit á fegurð, og mest er
undir henni komið.
Þá vitið þið það.
-GKr