Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1988, Side 56
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Aldi kaupir lagmetið Vestur-þýska fyrirtækið Aldi mun ^^ialda áfram að kaupa íslenskt lag- meti þrátt fyrir aðgerðir hvalfriðun- arsinna. Arni Gunnarsson alþingis- maður segir að íslenska sendinefnd- in. sem nú er í Vestur-Þýskalandi, hafi unnið greinilegan varnarsigur. „Þaö er of snemmt að fagna sigri. Það er neytandinn sem hefur síðasta orðið en ekki kaupandinn. Þetta breytir engu um þingsályktunartil- lögu mína." sagði Árni Gunnarsson alþingismaður. V'estur-þýska fyrinækið Aldi hefur ákveðið að hætta ekki að kaupa ís- lenskt lagmeti þrátt fyrir aðgerðir hvalverndunarsinna. íslensk sendi- nefnd er í Vestur-Þýskalandi og sagði Árni að nefndin hefði greinilega unn- varnarsigur. -sme 5,8 milljónir til fatlaðra í söfnun. sem rás 2 gekkst fyrir til styrktar byggingar íþróttahúss fyrir fatlaö íþróttafólk, söfnuðust alls um 5,8 milljónir króna. Fjölmargir hlustendur hringdu og lofuðu að styrkja fatlaða íþrótta- -menn svo unnt verði að halda bygg- ingu hússins áfram. -sme Hafskipsmáliö: „Er mjög að nálgast“ - segir Jónatan Þórmundsson „Það er mjög að nálgast. Þaö eina sem ég get sagt er að það verður ákært. Ég segi ekki hverjir verða ákærðir, hve margir eða hvort þaö , verður fyrir meira eða minna,“ sagði ,J<4snatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu. Jónatan vildi með engu móti gefa frekari upplýsingar um málið. í fyrri meðferö málsins voru framkvæmda- stjórar og endurskoöandi Hafskips ákærðir, svo og þáverandi banka- stjórar Útvegsbankans. -sme ÞRÚSTIIR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Þeim kippir í kynið á Löngumýri! Siglingamálastoöiun: Sleppibúnaður óvirkur í 20-60 prósent tilvika - „forsenda fyrir falskri öryggiskermd sjómanna“ í nýútkorainni skýrslu frá Sigl- ingamálastofnun, sem var til um- fjöllunar á þingi Landssambands smábátaeigenda í gær, kemur í Ijós að hinn sjálfvirki sleppibúnaður björgunarbáta reyndist óvirkur í 20 til 60 prósent tilfeUa við prófun á árunum 1984 til 1987. „Þetta jaðrar við játningu á því aö búnaðurinn hafl á þeim árum, sem könnunin nær yfir, verið for- senda fyrir falskri öryggiskennd sjómanna, kostað þá tíma á neyðar- stundum sem kunna að hafa kostað mannslíf. Mér þykir þetta kald- ranaleg játning,“ sagði Sveinbjörn Jónsson frá Suðureyri, stjórnar- maður í Landssambandi smábáta- eigenda í samtali við DV. I skýrslunni segir að á árunum 1984 og 1985 hafi við skoðun komið í ljós að búnaðurinn hafi verið í lagi í 44 til 67 prósent tilfella. 1986 var búnaðurinn í lagi í 53 til 63 prósent tilvika og 1987 var hann í lagi í 68 til 83 prósent tilfella. Það er tekiö fram í skýrslunni að þrátt fyrir háa bilanatíðni sleppibúnað- arins og óvirkni við skoðun hafi stofnunin ekki séð ástæðu til að láta fjariægja búnaðinn úr skipun- um þar sem tilkoma hans sam- kvæmt kröfu Siglingamálastofnun- ar ætti ekki að verða til þess að hindra á nokkum hátt sjósetningu gúmbjörgunarbáta á hefðbundinn hátt þótt sjálfvirki búnaðurinn verkaði ekki sem skyldi. „Vegna þessa var tillaga lögð fram hér á þingi okkar, þess efnis að Siglingamálastofnun kynnti fyr- ir þjóðinni allri að hinn svonefndi sjálfvirki sleppibúnaður björgun- arbáta hafi verið óvirkur í 20 til 60 prósent tilvika við skoðun, svo koma megi í veg tyrir frekara mannfjón en hugsanlega er orðið vegna falskrar öryggiskenndar sem stafaði af tilkomu þessa bún- aðar,“ sagði Sveinbjöm Jónsson. -S.dór Halldór Ásgrímsson heldur hér á herra búsins en bústjórinn, Guðmundur Lárusson, fylgist með. SMJ/DV-mynd KAE Fékk hval- veiðistuðn- ing og egg „Halldór reyndist vera brjálaður í egg,“ sögðu starfsmenn á Kirkju- sandi sem buöu sjávarútvegsráð- herra, Halldóri Ásgrímssyni, í held- ur óvenjulega veislu í gær um leið og þeir afhentu honum stuðnings- yfirlýsingu sem 65 starfsmenn höfðu skrifað undir. í yfirlýsingunni'lýsa starfsmgnn eindregnum stuðningi sínum við ráðherra í hvalveiöideilunni um leið og þeir árétta að það sé nauðsynlegt fyrir íslendinga að láta ekki undan erlendum þrýstihópum. Það sé slæmt fordæmi og geti skaðað sjálf- stæði þjóðarinnar. Starfsmenn reka hænsnabú og aö sjálfsögðu var Halldóri boðið í eggja- veislu þó ekki hafi verið boðið upp á hvalkjöt í leiðinni. Veðrið á sunnudag og mánudag: Frost norðanlands A sunnudag verður noröan- og norðvestanátt á landinu, él og vægt frost á Norður- og Vesturlandi en þurrt á Suður- og Austurlandi. Sennilega verður léttskýjaö á Suðausturlandi. Á mánudag verður norðlæg átt um allt land. Dálítil él verða við norðaustur- og austurströndina en þurrt og bjart veður annars staðar. Vægt frost verður norðanlands en hiti nálægt frostmarki um iandið sunnanvert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.