Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. Fréttir___________________________________________________________________________________dv Steingrimur undirbýr aðgerðir til stuðnings útflutningnum: Lítill stuðningur við kröfu Framsóknar um nýiar aðgerðir lækkun dollarans kemur sérlega illa við Sambandið „Vegna stjórnleysis i efnahagsmál- um hefur mistekist aö koma í veg fyrir ofíjárfestingu. eyöslu og þenslu i góöærinu með þeim afleiöingum að kreppa er yfirvofandi og verulegur samdráttur í þjóöfélaginu." Þetta var tónninn i stjórnmála- ályktun flokksþings Framsóknar- flokksins sem haldið var um helgina: Samdráttur á flestum sviöum og al- gjört hrun biöi handan við horniö ef ekki yrði gripið til aðgerða. Þegar Steingrímur Hermannsson. forsætis- ráöherra og formaður flokksins. gekk af þinginu lvsti hann því yfir að stjórn fiokksins heföi fengið fullt umboð til að gera hvað sem er sem gæti trvggt að framleiðslugreinarnar stöðvuðust ekki. Steingrímur hafði áður lýst því yfir á skyndifundi Sölumiðstöðvar hraö- frystihúsanna að hann hefði sett ýmsa punkta niður á blað eftir að hann kom í forsætisráðuneytið og blöskraö hversu svart útlitið væri. Hann ætlar að boða til sérstaks ríkis- stjórnarfundar til að ræða horfurnar og hefur tilkynnt að sá fundur verði lengri en hefðbundnir ríkisstjórnar- fundir. Þar mun hann sjálfsagt kynna samráðherrum sínum punkt- ana sína. Það er hins vegar ólíklegt að ráö- herrar Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags muni verða jafnákafir aö grípa til enn nýrra efnahagsaðgerða og Steingrímur lítur út fyrir að vera. „Þessi fundur mun sjálfsagt fara í að upplýsa Steingrím um ástandið," sagði einn alþýðuflokksmaðurinn í samtali við DV og vísaöi þar til um- mæla Steingríms um fílabeinsturn utanríkisráðuneytisins. Stjórnarflokkarnir leggia nokkuð mismunandi skilning í hver vandinn sé. 5 milljaröa halli á ríkissjóði Öllum er ljóst að mæta þarf minnk- andi tekjum ríkissjóðs vegna sam- dráttar í söluskattsveltu á þessu ári og áframhaldandi samdrætti á næsta ári vegna rninni aflakvóta. Það liggur nú fyrir eftir uppgjör októbermánaðar aö hallinn á ríkis- sjóði í ár stefnir í 5 milljarða. Ástæð- an er fyrst og fremst minni sölu- skattsvelta og tekjumissir ríkissjóðs vegna þess. Ólafur Ragnar Grímsson hefur lagt til að. reynt vefði að koma fram skattahækkunum í gegnum þingið fyrir áramót til þess að reyna að rétta \úð stöðuna á þessu ári. Það gæti hins vegar strandað í þinginu þar sem ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta til að ná fram slíkum málum án stuönings einhvers úr stjórnarandstöðunni. Tekjuafgangur 1989 horfinn Ekkert bendir til þess að sölu- skattsveltan muni aukast á næstu mánuðum. Samdrátturinn í október riölar því forsendum fíárlagafrum- varps Ólafs Ragnars Grímssonar. Ef ríkisstjórnin grípur ekki til enn frek- ari skattahækkana eða niðurskurðar er 1.200 milljón króna tekjuafgangur frumvarpsins horfinn. Samdráttur í þjóðfélaginu vegna minni aflakvóta mun síðan bætast ofan á þann sam- Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson drátt í veltusköttum ríkissjóðs sem þegar hefur orðið. Þar sem forsendur fiárlagafrum- varpsins um tekjuafgang hafa brost- ið stendur ríkisstjórninni þrennt til boða. Það fyrsta er aö falla frá þvi stefnumiði að skila ríkissjóði með tekjuafgangi. Sú ákvörðun væri ill- sættanleg við annað markmið ríkis- stjórnarinnar sem er að halda verð- bólgu niðri. Annað er að skera niður ríkisútgjöld. Þar sem 75 prósent af ríkisútgjöldum eru nær óhagganleg myndi slíkur niðurskurður einkum bitna á framkvæmdum. Slík ákvörð- un er ekki til þess fallin að mæta auknum samdrætti í þjóðfélaginu. í þriðja lagi getur ríkisstjórnin hækk- að skatta umfram það sem hún hefur þegar kynnt. Slík ákvöröun mun verða gagnrýnd þar sem ríkissjóður haldi með því sínum hlut á sama tíma og einkageirinn dregur saman. í ljósi reynslunnar er þessi niöurstaða þó langlíklegust. Met í erlendum skuldum í hættu Þar sem landsframleiðslan minnk- ar á næsta ári má búast við aö þessi ríkisstjórn slái öll fyrri met í skatt- heimtu sem hlutfalli af landsfram- leiðslu. Samkvæmt fiárlagafrum- varpinu var gert ráð fyrir að heildar- tekjur ríkissjóðs yrðu um 28,1 pró- sent af landsframleiðslu árið 1989. Það er nokkuð ljóst að þetta hlutfall verður mun hærra - fari jafnvel yfir 30 prósent. Annað met, sem er í hættu, er skuldastaða þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. Samkvæmt fiárlagafrum- varpinu var gert ráð fyrir að staða þjóðarbúsins yrði neikvæð um sem nemur 47,7 prósentum af landsfram- leiðslu. Miðað við nýjustu upplýsing- ar um enn frekari samdrátt er ljóst að þetta hlutfall getur orðið um 49,3 prósent og íslandsmetið frá 1985,52,5 prósent, er því í hættu. Eldri met í greiðslubyrði erlendra lána eru sömuleiðis í hættu. Framsókn vill styðja útflutninginn Fyrir utan ríkisfiármálin þarf rík- isstjórnin einnig aö ákveða til hvaöa aðgeröa á að gripa þegar verðstöðv- uninni verður aflétt í lok febrúar. Af ummælum stjórnarliða er ljóst að einhvers konar verðlagseftirlit mun halda áfram. Sú ákvörðun helst í hendur viö kjarasamninga sem veröa lausir um sama leyti. Ef ríkis- stjórnin ætlar sér að ná einhveijum raunhæfum árangri í að minnka veröbólgu mun hún beita sér fyrir því að í kjarasamningum verði ekki samið um kauphækkanir nema sem nemi fáeinum prósentustigum. Það er ekki mikill ágreiningur inn- an rikisstjórnarinnar um að hún þurfi aö taka á ofangreindum mál- um. Eins og ljóst er af ummælum framsóknarmanna aö undanfómu eru þeir samt ekki tilbúnir að sætta sig við annað en tekið verði myndar- lega á svokölluðum vanda fram- leiðslugreinanna sem allra fyrst. Alþýðuflokks- og alþýðubandalags- menn eru hins vegar ekki fúsir til þess. „Það eru ekki nema sex vikur síðan samþykkt var að setja atvinnutrygg- ingarsjóðinn á laggirnar. Viö viljum sjá hvaða áhrif hann hefur áður en við förum að hugsa til frekari aö- gerða,“ sagði alþýðuflokksmaður við DV. Stefnt er að því að úthluta úr þess- um sjóði nú í vikunni. „Þá fá þau fyrirtæki, sem eiga það skiliö, lán úr sjóðnum, nokkur sem einhvern tímann heföu átt það skilið en önnur fá blessunarlega að rúlla,“ sagöi sami alþýðuflokksmaður. Fall dollarans særir einkum Sambandið Áhugi framsóknarmanna á aðgerð- um til stuðnings útflutningsgreinun- um er skýrður með tengslum flokks- ins við Sambandið. Forstjóri þess og stjórnarformaður fengu jafnmörg atkvæði í miðstjórn flokksins um helgina og fékk aðeins einn flokks- maður fleiri atkvæði en þeir. Fall dollarans að undanförnu hefur komið einkar illa við Sambandið og Sambandsfrystihúsin. Þau eru mun háðari Bandaríkjamarkaði en til dæmis frystihús innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Fall doll- arans veldur hækkun annarra gjald- miðla gagnvart íslensku krónunni. Það eru því einkum þeir sem eru háðir útflutningi á Bandaríkjamark- aö sem hafa ástæðu til þess aö kvarta. Þeir sem flytja út á aðra markaöi geta í raun hrósað happi. Lækkun dollarans er í raun einu ytri áföllin sem íslendingar hafa orð- iö fyrir. Það er því ekki óeðlilegt að líta á komandi átök innan ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir til stuðn- ings útflytjendum sem baráttu Fram- sóknarflokksins fyrir því að koma fótunum undir Sambandið og Sam- bandsfrystihúsin. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra vill hækka skatta fyrir áramót til að rétta eitthvað við 5 milljarða halla á rikissjóði i ár. Til þess þarf hann að koma tekjuöflunarfrumvörpum i gegnum þingið þar sem ríkisstjórnin hefur ekki tryggan stuðning til að fá þau samþykkt. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari í skugga hrafnsins Nú er verið að sýna kvikmyndina í skugga hrafnsins í Laugarásbíói og er hún hin ágætasta afþreying og hstaverk um leið. Kvikmynda- gagnrýnendur hér heima voru yfir- leitt vinsamlegir í dómum sínum um myndina en eitthvað hafa verið skiptar skoðanir meðal áhorfenda. En eftir að fréttir bárust frá Svíþjóð um að hún heföi fengiö lofsamlega dóma þar í landi fer ekki lengur á milli mála að hér. er mikil og góð kvikmynd á ferðinni. Kvikmyndir eftir Hrafn Gunnlaugsson eru nefnilega háöar ummælum Svia og af því að Svíar hafa miklu betra vit á kvikmyndum heldur en ís- lendingar verða menn aö skilja að þetta er gott bíó, hvað sem áhorf- endum fmnst. Annars er þetta algjört aukaat- riöi hvað fólki finnst um myndina. Hitt skiptir meira máli hvað höf- undinum sjálfum og aðstandend- um hans finnst um sína eigin mynd. Enda hlýtur höfundurinn að vita meira um sín eigin listaverk heldur en aðrir. Nú vill líka svo vel til að Hrafn Gunnlaugsson hefur verið lista- og skemmtistjóri hjá ríkissjónvarpinu en Hrafn, sem gerir myndina í skugga hrafnsins, er sami Hrafn Gunnlaugsson og stjórnar listadeildinni hjá Sjón- varpinu. Auk þess er systir Hrafns Gunnlaugssonar aðalleikarinn í myndinni og mágur Hrafns Gunn- laugssonar er líka einn af leikurum myndarinnar. Þaö eru því hæg heimatökin að koma þessu lista- verki á framfæri. Að vísu tíðkast það ekkí að kvikmyndir séu sýndar í sjónvarpinu um leiö og þær eru sýndar í bíóhúsum og þess vegna hefur verið brugðið á þaö ráð að kvikmynda kvikmyndatökuna og gefa sjónvarpsáhorfendum kost á að fylgjast með þvi hvernig kvik- myndatakan fór fram. Nú er búið að sýna tvær kvikmyndir um kvik- myndina í Sjónvarpinu og vonandi eru fleiri á leiðinni, svo engum leið- ist sjónvarpsdagskráin. Verður heldur ekki annað sagt en að það sé eðlilegt framhald af miklu hstaverki að sjá hvemig listaverkið er unnið. Sérstaklega þegar einn og sami maðurinn stjórnar verkinu og leggur síöan mat á það hvað skuli sýnt í sjóh- varpj, Fyrir vikið hefur ríkissjón- varpið verið svo elskulegt gaguvart okkur áhorfendum aö fylla dag- skrána af löngum og merkilegum kvikmyndum um kvikmyndina hans Hrafns. Við höfum fengið að sjá brot af upptökum, sem bæði eru gerðar af Sjónvarpinu undir stjórn Hrafng og svo af Svíum sem hafa sýnt okk- ur Hrafninn baksviös. Er það í samræmi við það náttúrulögmál að Svíar hafa einir vit á bíómynd- um Hrafns Gunnlaugssonar fyrir utan hann sjálfan. Svo höfum við séö sérstakar myndir um einstaka leikara og næsti kafli í þessum uppökum fer fram á laugardaginn, þegar okkur verður sýnt í beinni útsendingu þegar útlendingar, undir forystu Svía, munu verð- launa leikarana í skugga hrafnsins. Ýmsar merkar biómyndir hafa verið framleiddar í áranna rás. í Ameríku er allnokkur kvikmynda- iðnaður og í flestum Evrópulönd- um stendur kvikmyndaiðnaður með blóma en í rauninni hefur öh þessi framleiðsla verið hjóm eitt og rusl í samanburði við myndina hans Hrafns Gunnlaugssonar. Þessu hefur ríkissjónvarpið gert sér grein fyrir undir forystu Hrafns Gunnlaugssonar, og þess vegna hefur Hrafn Gunnlaugsson ákveðið að láta Hrafn Gunnlaugsson mynda Hrafn Gunnlaugsson í bak og fyrir, bæði af löndum sínum og Svium, svo ekki fari framhjá nein- um að hér er á ferðinni bíómynd allra tíma. Það yröi auðvitað meiri háttar skandall ef kvikmyndin fengi ekki fyrstu verðlaun á laugardaginn og vonandi er að Svíar hafi þar hönd í bagga enda hafa þeir manna best vit á verkum Hrafns Gunnlaugs- sonar. Fyrir utan Hrafn sjálfan. Við getum verið þakklát fyrir þá tilvilj- un að Hrafn Gunnlaugsson á inn- angengt í ríkissjónvarpinu svo þessir atburðir og listasnilld fari ekki framhjá neinum manni því annars hefði enginn getað fylgst með því hvernig Hrafn fer aö því að framleiða kvikmynd ef Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndafram- leiðandi væri ekki akkúrat sami Hrafn Gunnlaugsson og er lista- og skemmtistjóri hjá Sjónvarpinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.