Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 40
FRETTASK O T I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreiffing: Sími 27022 Frjálst, óháö dagblað MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. Pólitískur þrýstingur - settur á bankana Jón Sigurðsson viðskiptaráöherra boðar fulltrúa stjórnarflokkanna i bankaráðum Landsbanka og Búnað- arbanka og fulltrúa sína í stjórn Út-. vegsbanka á sinn fund í dag. Ás'tæð- an er að nafnvaxtalækkun bankanna um helgina er of lítil að dómi ráö- herrans. Samkvæmt lögum um viðskipta- banka bera bankaráðin ábyrgð á vaxtaákvörðunum þó vanalega hafi bankastjórnir bankanna tekið þessar ákvarðanir. Stjórnarflokkarnir hafa nieirihluta í bankaráðum Lands- *Tánka og Búnaðarbanka þrátt fyrir tæpan þingmeirihluta. Ástæðan er að bankaráðin voru kosin fyrir síð- ustu kosningar áður en Borgara- flokkur og Kvennalisti riðluðu gamla flokkakerfinu að einhverju ráöi. Ríkisstjórnin gern* ráð fyrir að hraði verðbólgunnar út verðstöðv- unartímabilið verði um 2 til 4 pró- sent. Hún vill að bankarnir taki mið af þessu. Krafa hennar er því að vext- ir á almennum skuldabréfum verði á bihnu 10 til 15 prósent og þá nær prósent. Vextir á þessum bréfum eru nú um 17,9 prósent að meðaltali. -gse Ólympíumótið: Sigur á Kína Sigur vannst á Kínverjum í 9. um- ferð ólympíumótsins en Jóhann Hjartarson vann biðskák sína við Xu í morgun. Helgi vann Wang, Margeir gerði jafntefli við Ye en Karl tapaði fyrir Ta. Niðurstaðan varð því 2,5- 1,5. Sovétmenn unnu Bandaríkjamenn, 2,5-1,5. Kasparov vann Seirawan og hefur nú fengið 6,5 vinninga í 7 skák- “’Tlm. Karpov vann Gulko en Beljavskí gaf biðskák sína við De Firmians. Þá unnu Englendingar Svia, 3-1. Staðan á mótinu er nú þannig að Sovétmenn eru efstir með 27 vinn- inga og biðskák. Englendingar eru í 2. sæti með 23,5 vinninga. A-Þjóðverj- ar eru í 3. sæti með 23 vinninga. í dag teíla íslendingar við Frakka. -SMJ Bílstjórarnir aðstoða *5£7lDIBiU1STÖÐin LOKI FærÁsmundur ^ þá að vera ofan á? Þóra Hjaltadóttir hættir við framboð á þingi ASI: Vil afstýra að alH springi i loft upp - met hreyfmguna meira en eigin stöðu, sagði Þóra 1 morgun „Það er ekkert leyndarmál að framboð mitt til varaforseta gæti orðið til þess að allt springi í loft upp í forystusveit Alþýðusam- bandsins. Skilyröi forsetans eru alkunn. Og ég met hreyfinguna meira en eigin stöðu. Alþýðusam- bandið er 70 ára gömul samtök og ég lít svo á aö nú sé þörf á að efla þau en ekki að splundra,“ sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Al- þýðusambands Norðurlands, í samtali við DV í morgun. Hún mun tilkynna þessa ákvörðun sína úr ræöustóli á þinginu i dag. Ástæðan fyrir því að Þóra hættir við framboð, þrátt fyrir áskoranir og annan þrýsting um að bjóða sig fram, er sú að Ásmundur Stefáns- son hefur sett það sem skilyrði fyr- ir þvi að hann verði forseti ASÍ að Þóra verði ekki varaforseti. Á fundi krata, sem sitja þing ASÍ, sem haldinn var í gærkveldi, var mjög hart lagt að Rögnu Berg- mann, formanni Framsóknar, að gefa kost á sér til varaforseta. Hún gaf ekki ákveðið svar, sagðist ætla að sofa á málinu í nótt. Karl Stein- ar Guðnason, foringi kratanna, sagði í morgun að hann teldi allar líkur á að Ragna gæfi kost á sér. Meiri óvissa rikir um hver ver ður tilnefndur af uppstillinganefnd í hitt varaforsetaembættið. Þórður Ólafsson úr Þorlákshöfn er nefiid- ur til sögunnar en mun ekki vera spenntur fyrir því. Það þótti liggja ijóst fyrir í morg- un að stungið yrði upp á fleiri en einum í öll embætti néma forseta- embættið. Og fullkomin óvissa rík- ir um miðstjórnarkjörið. Margir sem DV hefur rætt við eru þeirrar skoðunar að óvæntra og sögulegra tíðinda geti verið að vænta af þing- inu í dag. -S.dór Alexandra, prinsessa Breta, sem kom ásamt manni sínum og fjölmennu fylgdarliði til landsins seint í fyrrakvöld, hélt á brott i einkaþotu sinni síðdegis í gær. Hér veifar hún í kveðjuskyni er hún lagði af stað frá Hótel Sögu út á flugvöll. Alexandra, sem var á leið heim úr ferðalagi um eyjarnar í Karíbahafi, og Elísabet II. drottning eru bræðradætur. Alexandra er gift Angus Ogilvy og eiga þau tvö börn saman. Eldri bróðir Alexöndru, Játvarður, er nú hertogi af Kent. DV-mynd KAE Veðriö á morgun: Bjart og hlýtt víða á landinu Vestlæg eöa suðvestlæg átt verður á landinu og hlýtt í veðri. Skýjað og dálítil súld eða rigning verður um suðvestanvert landið en bjart veður norðaustanlands. Hitinn verður 5-9 stig. Sakadómur Reykjavíkur: 30 mánaða fyrir íkveikju Þrjátíu og tveggja ára Reykvíking- ur, Gunnar Gunnarsson, hefur verið dæmdur í 30 mánaða fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar fyrir aö hafa kveikt í íbúð fyrrverandi eigin- konu sinnar. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans, 32 dagar. Ibúðin er í fjöl! vlishúsi við Torfufell í Reykjavík. Gunnar Gunnarsson braust inn í íbúð eiginkonunnar fyrrverandi að- faranótt 5. júní. íbúðin, sem var mannlaus, er á fjórðu hæð hússins. Gunnar hefur játað að hafa borið eld í innanstokksmuni í íjórum her- bergjum, stofu, eldhúsi, svefnher- bergi og barnaherbergi. Dómurinn segir að Gunnari hafi ekki átt að dyljast að með háttsemi sinni stofn- aði hann lífi fólks í húsinu í bersýni- legan háska og að hætta var á yfir- gripsmikilli eyðingu eigna annarra manna. Helgi I. Jónsson sakadómari kvað upp dóminn. -sme Sættir í Sturlumáli Sættir hafa náðst í máli Sturlu Kristjánssonar, fyrrum fræðslu- stjóra Norðurlands eystra, og menntamálaráðuneytisins. Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, rak Sturlu úr embætti á sínum tíma og leitaði Sturla réttar síns fyrir dómstólum þar sem málið hefur þvælst undan- farin misseri. Þegar Svavar Gestsson tók við menntamálaráðuneytinu af Birgi ísleifi í haust hófst hann handa við að ná sáttum við Sturlu. Niðurstaðan verður tilkynnt á morgun, en þá kemur menntamálaráöherra erlend- is frá. Hvorki Sturla Kristjánsson né Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmað- ur menntamálaráðherra, vildu í morgun segja meira en það að s'ættir hafi náðst. Sturlu voru á sínum tíma dæmdar bætur í undirrétti, sem dæmdi ráðu- neytinu í óhag. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar á sínum tíma. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.