Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. MH Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Allaballarnir Þegar íslenskir sósíalistar stóðu undir nafni voru hugsjónirnar og 'trúarbrögðin úr austri svo heilög mál í þeirra augum að þeir settust aldrei í ríkisstjórnir nema með afarkostum og úrshtaskilyrðum um brottför varn- arliðsins og annað í þeim dúr. Alveg fram á daga Al- þýðubandalagsins var óvild og andstaða gegn samstarfi við vestræn ríki höfuðhugsjón flokksins. Fræg eru dæm- in um andstöðuna gegn Búrfellsvirkjun, álverinu, Frí- verslunarbandalaginu og raunar öllu sem var útlenskt og ekki kom úr austrinu. Sumir hafa haldið að nýjasta kynslóðin í Alþýðu- bandalaginu hafi mildast í trúarbrögðunum á síðari árum enda hefur Alþýðubandalagið kastað fyrir róða mörgum hugsjónamálunum eftir að ráðherrasýkin greip um sig og varð öllum heilögum kúm yfirsterkari. í seinni tíð hafa allaballar vafið fordóma sína inn í þokukennd- ar viljayfirlýsingar sem fæstir hafa tekið mark á og sjaldnast framkvæmt. Helst hafa þeir getað þvælst fyrir og er þess skemmst að minnast þegar Alþýðubandalag- inu tókst að spilla fyrir áframhaldandi stóriðju í sam- starfi við erlenda aðila og erum við enn að súpa seyðið af þeirri afturhaldsstefnu. Þegar núverandi ríkisstjórn var sett á laggirnar var ákafi Alþýðubandalagsins fyrir stjórnarþátttöku svo mikill að flokksforystan gleypti nánast hvað sem var, minntist ekki á varnarliðið eða Atlantshafsbandalagið og lét afnám samningsréttarins yfir sig ganga. Ráð- herrasýkin lét aftur til sín taka. Nú er hins vegar að koma í ljós að gamla afturhaldið í Alþýðubandalaginu er ekki dautt úr öllum æðum. Ennþá finnast í þeim flokki fulltrúar gömlu trúarbragð- anna og ennþá stinga þeir upp kollinum sem telja það skaðlegt að eiga viðskipti við vestræna aðila. Annars vegar er hér um að ræða varaflugvöll sem Atlantshafs- bandalagið vill gera og kosta á Norðurlandi. Hins végar eru áframhaldandi viðræður um stækkun álverins í Straumsvík. í báðum þessum málum hafa fulltrúar aft- urhaldsins í Alþýðubandalaginu lýst yfir því að flokkur- inn muni koma í veg fyrir þessar framkvæmdir. Öllum er ljóst að nýr og fuUkominn flugvöllur er mikil samgöngubót og flugvellinum fylgja engar kvaðir af hálfu NATO, aðrar en þær að hafa afnot af vellinum ef til styijaldar kemur. Sömuleiðis er stækkun álversins í samvinnu við ýmis alþjóðafyrirtæki veruleg lyftistöng fyrir atvinnulífið og forsenda fyrir áframhaldandi virkj- unum. Báðar þessar framkvæmdir njóta fylgi mikils meirihluta þjóðarinnar. Það er átakanlegt til þess að vita ef gamla afturhaldið í Alþýðubandalaginu kemur í veg fyrir að hægt verði að hrinda góðum málum fram. Þá verður stjórnarþátt- taka allaballa dýru verði keypt. Samstarfsflokkar Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn eiga ekki að ansa þessum fordómum. Þeir eiga að stilla aflaböllum upp við vegg og tflkynna þeim að annaðhvort samþykki þeir skyn- samlegar og sjálfsagðar framfarir, annaðhvort sam- þykki þeir samstarf íslendinga við vestræna banda- menn, ella sé stjórnarsamstarfmu slitið. Alþýðubanda- lagið gafst upp í baráttu sinni gegn varnarsamstarfinu og NATO. Það mun líka láta undan í þeim málum sem nú eru á dagskrá. Að öðrum kosti einangra allaballarn- ir sjálfa sig frá ráðherrastólunum og til þess mega þeir ekki hugsa. Ráðherrasýkin mun bera trúarbrögðin ofur- liði. Ellert B. Schram „Nú berjast Suðurnesjamenn örvæntingarfullri baráttu til þess að hindra hrun í útgerð og vinnslu. menn Suðurnesja funda um togarasölumálið. - Þing- Af stríðum kvótastraumi Fyrir réttu ári bar stjómun fisk- veiða hátt í umræðunni í fjölmiðl- um og inni á Alþingi. Kvennalista- konur létu ekki sitt eftir liggja og kynntu hugmyndir sínar í nefndar- störfum, greinaskrifum, fréttatil- kynningum og breytingatillögum við frumvarp ríkisstjórnarinnar um stjómun fiskveiða. Undarlega erfitt reyndist að ná eyrum fjöldans með þessar hug- myndir og má þar e.t.v. um kenna rótgrónum viðhorfum um skyn- bragð kvenna á atvinnumálum því ekki bar á öðru en aö menn heyrðu ágætlega þegar fulltrúar Alþýöu- bandalagsins kynntu hugmyndir á svipuðum nótum nokkru síðar. Stjómarfrumvarpið var lögfest éft- ir maraþonumræður og mikil átök á Alþingi en sjávarútvegsráðherra lét ekki svo lítið að víkja orði að tillögum Kvennalistans í umræð- um á þingfundi. Því er ástæða að rifja þetta upp að afleiðingar fiskveiðistefnunnar birtast nú með skýrum og nötur- legum hætti á Suðumesjum þessa dagana. Hefði verið farið að tillög- um Kvennalistans við mótun fisk- veiðistefnu fyrir tæpu ári hefði staðan verið önnur. Miklu kastað á glæ Markmiö fiskveiðistefnu hljóta að vera vemdun og uppbygging fiskistofna, aukin hagkvæmni við veiðar og vinnslu, bætt meðferð og hámarksnýting aflans, bætt kjör starfsfólks í sjávarútvegi svo og sanngjörn dreifing atvinnu og arðs eftir aðstæðum. Núgildandi fiskveiðistjómun hef- ur ekki skilað tilætluðum árangri. Heildarþorskaflinn hefur á hverju ári farið langt fram úr áætlun og smáfiskadrápið er gegndarlaust. Fiskiskipum hefur fjölgað og ný skip em í flestum tilvikum stærri en þau sem lagt er. Sjávaraflinn er illa nýttur og miklu á glæ kastað í orðsins fyllstu merkingu. Kjör starfsfólks í sjávarútvegi eru slæm. Hömlur gegn flutningi kvóta milli landsvæða hafa reynst haldlausar og einstaklingar hafa hagnast um hundmð milljóna á sölu kvóta sem stjómvöld úthlutuðu þeim ókeypis. Tillögur Kvennalistans Allt þetta var deginum ljósara fyrir löngu. Kvennalistakonur vfidu því reyna nýja leiðsem var í aöalatriðum þessi: * Árlegur heildarafli yröi eftir sem áður ákveðinn af sjávarútvegs- ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar. * 80% heildaraflans yrði skipt milli byggðarlaga með hliðsjón af lönduðum afla síðustu 5 ára en vildi byggðarlag halda sínum hlut miðað við fyrri ár bæri því KjáUarinn Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans að greiða fyrir þaö sem á vantaði. * Gjald byggðarlaga rynni í sér- stakan sjóð, sem varið yrði til fræðslu og rannsókna í sjávarút- vegi og verðlauna til handhafa aflamarks fyrir góða frammi- stöðu í nýtingu og meöferð sjáv- arafla eða lofsverðan aðbúnað starfsfólks. * Byggðarlög réðu því að mestu sjálf hvemig þau ráðstöfuðu afla sínum og hvert gjald umfram lántöku ríkisins þau tækju fyrir en eðlilegt væri að tekjur sveitar- félaga af framleigu kvótans yrðu notaðar til þess að bæta aðstöou í höfnum og þjónustu við sjávar- útveginn. Þrátt fyrir rækilega kynningu fékk þessi stefna ekki nægan hljóm- grunn, hvorki inni á Alþingi né í almennum umræðum. Nú heyrast æ oftar raddir á svipuðum nótum og þarf engan að undra þótt þær séu háværastar meðal Suðumesja- manna sem hafa mátt sjá á eftir 17-18 þúsund tonna kvóta til ann- arra landshluta frá 1984. Sérstaða Suðurnesja Fyrir tveimur áratugum stóð sjávarútvegur svo vel á Suöumesj- um að þar var jafnvel besta afkom- an á landinu í þessum undirstööu- atvinnuvegi landsmanna. Nú berj- ast Suöumesjamenn örvæntingar- fullri baráttu til þess að hindra hrun í útgerð og vinnslu. Hvað veldur? Ein ástæðan er sú að Suðumesin em ekki viðurkennd landsbyggð og hafa í sumu tilliti fremur goldið en notið nábýlisins við höfuðborg- arsvæðið. Suðumesjabyggðir urðu útundan við framkvæmd byggða- stefnu á 8. áratugnum, var neitað um fyrirgreiðslu á sömu kjörum og aðrir staðir úti um land nutu. Afleiðing þess varð hægari upp- bygging og endumýjun í sjávar- plássum Suðumesja sem aftur olli því að þau vom að ýmsu leyti verr undir það búin að mæta afleiðing- um kvótakerfis og samdráttar í fiskvinnslu. Önnur veigamikil ástæða er sú að samsetning aflans er óhagstæð hjá Suðumesjaskipum og vinnsla á sama hátt óhagkvæm. Samsetning aflans breytist hins vegar við flutn- ing skipa af suðursvæði á norður- svæði, þar sem þorskafli vegur mun þyngra á norðursvæðinu og sú er veigamesta ástæðan fyrir dýrmæti Suðumesjaskipa. Það fer á hinn bóginn illa saman við hags- muni heildarinnar. Snúið I sókn Ástandið er vægast sagt ískyggi- legt í sjávarútvegi á Suðumesjum sem eitt sinn voru í fararbroddi. Á hálfu öðra ári hafa yfir 10 fisk- vinnslufyrirtæki hætt rekstri, fengið greiðslustöðvun eða orðiö gjaldþrota. Á sama tíma og fiskiskipastóll landsmanna hefur stækkað vera- lega hefur skipastóll Suðumesja- manna minnkað um tæp 2.800 tonn á síðustu 4 árum. Þegar þetta er skrifaö er enn ekki útséð með 2 togara Hraðfrystihúss Keflavíkur, sem Byggðastofnun vfil aðstoða Skagfirðinga við að kaupa, en auk þeirra er íjöldi smærri skipa á Suð- umesjum á sölulista. Þessu verður að linna. Það getur ekki verið hagkvæmt að leggja nið- m* * sjávarútveg á Suðurnesjum og jafnframt stuðla að vaxandi sókn í smáþorsk. Suðumesjamenn reyna nú að snúa undanhaldi í sókn og eiga skiliö stuðning og skilning. Staðan væri allt önnur nú ef hlustað hefði verið á tillögur Kvénnalistans við mótun fiskveiði- stefnunnar. Kristín Halldórsdóttir „Það getur ekki verið hagkvæmt að leggja niður sjávarútveg á Suðurnesj- um og jafnframt stuðla að vaxandi sókn í smáþorsk.“ »

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.