Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði ...
Bjöm Borg
er svo yfir sig hrifinn af hinni ít-
ölsku Loredana að hann getur
varla haft augun af henni. Þau
komu nýlega til Svíþjóðar þar
sem Björn var að kynna ný fót
undir merki sínu, og voru eins
og tvær turtildúfur, héldust í
hendur og hvísluðust á svo áber-
andi að ljósmyndararnir vildu
heldur taka myndir af þeim en
fötunum. Þau hafa þekkst í lang-
an tíma, en það var fyrst á Ibiza
í sumar sem ástin byrjaði að
blómstra. Björn segist aldrei hafa
verið jafnhamingjusamur.
Cher
og kærastinn hennar Rob Camill-
etti eru ekki skilin að skiptum
þrátt fyrir sögusagnir þess eölis.
Þegar var verið að taka upp aug-
lýsingar fyrir „Uninhibited", nýtt
ilmvatn sem Cher er að koma
með á markaðinn, þá sást til
hennar og Rob í miklum ástar-
hugleiðingum. Þrátt fyrir aö dag-
blöð segi að Rob hafi ílutt út úr
villu Cher og sé farinn að afgreiöa
á bar á Manhattan, þá hafa kunn-
ugir borið á móti því og segja aö
allt sé í lukkunnar velstandi. Rob
þurfti að undirbúa hlutverk í
kvikmynd í New York, en Cher
varð aö vera eftir í Los Angeles
við vinnu. Strax og unnt var hitt-
ust þau og eru saman núna.
Janni Spies
sem erföi eftir mann sinn Simon
Spies stærstu ferðaskrifstofu
Danmerkur, er nú orðin Janni
Kjær. Hún giftist lögfræðingnum
Christian Kjær í sumar, en hann
er litlum 20 árum eldri en hún.
Þeirra markmið er nú að eignast
erfmgja sem fyrst, enda veitir
ekki af því aö tryggja einhverjum
allar Spies-milljónirnar. Christ-
ian Kjær er einnig einn af auðug-
ustu mönnum Danmerkur svo
þau ættu ekki að líða skort hjón-
in.
Hveragerói:
Sigríður E. Gunnarsdóttir, DV, Hverageröi:
Það hefur verið til siðs undanfarin
ár í grunnskólanum í Hveragerði aö
bjóða foreldrum nemenda til fagnað-
ar á skólaárinu. í síðustu viku var
slíkur fagnaður haldinn af sjöttu-
bekkingum, tveim bekkjardeildum,
undir stjórn kennara sinna, Birnu
Frímannsdóttur og Pálínu Snorra-
dóttur.
Dagskráin var ekki af lakari end-
anum, skemmtiatriði 18. Frumsamd-
ir leikþættir, sem 6. bekkingar
sömdu sjálfir, söngleikur, píanóleik-
ur og fjöldasöngur. Foreldrar voru
látnir spreyta sig í mælskukeppni og
spurningaleikjum við mikinn fögn-
uð.
Foreldrar, systkini og aörir gestir
íjölmenntu og skemmtu sér hið
besta. Þar mátti sjá áhuga og gleði á
hverju andliti. Eftir skemmtiatriðin
voru veitingar fram bornar og sáu
foreldrar um þann þáttinn.
Skemmtunin fór fram í glæsilegri
nýbyggingu skólans sem tekin var í
Elísabet Taylor mun enn á ný ryðja
brautina fyrir konur á komandi vetri
þegar hún kemur fram í auglýsingu
fyrir bandaríska bjórinn Miller Lite,
karlmannlegasta bjór í gervallri
Ameríku. Hún má þola það aö fá á
kjammann frá Múhameð Alí, svo og
aðra pústra frá öðrum mönnum. Mín
manneskja er þó svo vön aö ekki fer
dropi af guöaveigunum til spillis.
Þetta er eitt af því sem spámenn
vestanhafs segja aö muni gerast í
heimi fræga fólksins á næstu vikum
og mánuðum. En þeir eiga margt
fleira skemmtilegt í pokahorninu.
Andrew Bretapriris og skipsfélagar
hans í flota hennar hátignar munu
lenda í árekstri við sovéskt flugmóð-
urskip í fárviðri á Kyrrahafmu.
Manntjón mun ekki hljótast af
óhappi þessu, en skip prinsins mun
laskast það mikið að þaö verður
dregið aÚa leiö til Ástralíu.
Stefanía prinsessa af Monaco mun
koma öllum á óvart með því aö ganga
í klaustur og gangast undir heit um
skírlífi og fátækt. Prinsessan mun
síðan viðurkenna að hún sé miðill
og hafi verið í stöðugu sambandi við
móður sína, Grace Kelly. Stefanía
verður gerð brottræk úr klaustrinu,
en hún mun helga líf sitt bágstöddum
börnum.
Karl Bretaprins, erfingi krúnunn-
ar, mun setja allt á annan endann
þegar hann fer að gera sér dælt viö
hina brjóstgóðu' Bambi Barracuda,
Karl Bretaprins stendur í ástarævin-
týri með hljómsveitarstjóranum
Bambi Barracuda. Díana verður
ekki par hrifin.
en hún er hljómsveitarstjóri af ein-
hverri tegund. Díana prinsessa, eig-
inkona Karls, verður fjúkandi ill þeg-
ar hún svo kemst að því að Bambi
starfar sem fatafella á kvöldin svo
hún geti kostaö nám bróður síns í
prestaskóla.
Hollywood mun heiöra Ronald Re-
agan meö sérstökum óskarsverð-
launum fyrir leik sinn sem forseti.
Nancy fær líka óskar fyrir fram-
göngu sína í aukahlutverki, þ.e. sem
forsetafrú. Stéttarfélag leikara mun
í fyrstu mótmæla verölaunaveiting-
unni, en samþykkir hana þó að lok-
um og leggur yfir blessun sína.
Frá skólaskemmtuninni í Hvera-
gerði. DV-mynd Sigríður
notkun í haust. Foreldrar barna í
skólahljómsveitinni smíðuðu nýtt
leiksvið um eina helgi nýlega en flest
félagasamtök og margir einstakling-
ar hér hafa lagt fram vinnu og fé til
að gera skólastarfið sem litríkast.
Hvergerðingum er það vel ljóst að
gróskumikið skólastarf er mikils
virði fyrir byggðarlagið.
Gormánaðargleði
Sunnudagskvöldið 20. nóvember var
svo haldin gormánaðargleði á sama
Foreldrar og systkini fylgdust spennt með. DV-mynd Sigríöur
stað en kennarar og annað starfsfólk
grunnskólans í Hveragerði og einnig
tónlistarskólans stóð fyrir þessari
kvöldvöku. Einnig komu nemendur
þar fram. Aðgangseyrir var kr. 300
og skemmtunin var liður í fjáröflun
til að bæta félagsaðstöðu nemenda.
Fjölmenni var og öll skemmtiatriðin
voru ílutt af starfsliði skólanna.
Elísabet Taylor ryður brautina eina ferðina enn: hún ætlar að auglýsa karla-
bjór.
Foreldrafagnaður og
gormánaðargleði
Kíkt í kristalskúluna
Háhyrningur leitar eftir hjálp manna
Sérfræðingar segja að háhyrningar
hafi ýmsa svokallaða mannlega eig-
inleika.
„Ég hef veriö til sjós í mörg her-
rans ár en aldrei séð þvílíka sjón.
Þetta var sérkennlilegasta og jafn-
framt sorglegasta. sýn sem ég hef
séð,“ sagði Vincent Galazzo, 66 ára
sjómaður.
Galazzo og þrír aðrir fiskimenn
voru staddir á veiöum á Miðjarðar-
hafi fyrir skömmu þegar háhyrning-
ur kom hratt syndandi að htla flski-
bátnum. Mennirnir reyndu í fyrstu
að ýta háhyrningnum í burtu. En
þeir urðu hissa þegar háhyrningur-
inn hreyföi sig hvergi.
„Allt í einu rann upp fyrir mér ljós
aö háhymingurinn vildi að við eltum
hann,“ sagði Galazzo. „Ég hef heyrt
margar furðulegar háhyrningasögur
en ég hef aldrei vitað til þess að þeir
kæmu til manna eftir hjálp.“
Háhyrningurinn vísaöi sjómönn-
unum veginn að kvenháhyrningi
sem flaut á sjónum, alblóðugur og
hafði greinilega orðið fyrir einhverri
árás. „Karlkynsháhyrningurinn
synti undir þann særða og færöi
hann að bátnum til okkar og grátbað
um hjálp," sagði Galazzo sem er frá
Nice í Frakklandi.
„Við sáum undir eins að háhyrn-
ingurinn var dauöur. Hann haföi að
öllum líkindum orðið fyrir hraðbáti
þar sem hann var meö djúpt sár.
Karlháhyrningurinn hélt áfram að
biöja um aðstoð en við gátúm ekkert
gert að svo komnu. Hann vissi aö
hákarlarnir myndu fljótlega ráðast á
hana. Við gátum ekkert gert annað
en að sigla burtu daprir í bragði. Við
vorum gráti næst að geta ekki hjálp-
að þessari góðu skepnu.“
Er það virkilega mögulegt að há-
hyrningar leiti til manna eftir hjálp,
eða voru fiskimennirnir að ímynda
sér að svo væri?
Peter Evans, kennari við Oxford-
háskólann, sagði að það væru mögu-
leikar á að svona gæti gerst. Þessar
skepnur hafa oft hjálpað mönnum
úr ógöngum á hafi úti. En hins vegar
hafa þær sjaldan komið til manna
og beðið um hjálp.