Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. Viðskipti_____________________________________ Álver og Alþýðubandalag: Flokksfélaginn er inni en flokkurinn úti Baldur Óskarsson er alþýöubanda- lagsmaður í stórpólitískri nefnd sern á að ræða við útlendinga um álver á íslandi. Baldur er vinur Ólafs Ragn- ars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, og talar við hann ann- an hvern dag. Samt er Baldur ekki fulltrúi ílokksins í nefndinni. „Ég er fulltrúi iðnaðarráðherra í þessari nefnd." segir Baldur. „ég er aðeins áhugamaður um framgang íslensks atvinnulifs og það hefur ekkert með málið að gera að ég er flokksbundinn í Alþýðubandalag- inu." Það vakti athygli á Alþingi í fyrra- dag að Ólafur Ragnar Grímsson þvoði hendur Alþýðubandalagsins af nefnd iðnaðarráöherra. skipaðri til að ræða við erlend fyrirtæki stór- iðju á íslandi. Alþýðubandalagið hef- ur löngum verið eindregnastur stjórnmálaflokka í andstööu við er- lenda stóriðju á ísiandi. Einn af fimmmenningunum í nefnd iðnaðarráðherra er Baldur Óskars- son. baráttufélagi Ólafs Ragnars úr Framsóknarílokknum. Þeir félagar gengu á sínunt tíma saman úr Fram- sóknarílokknum og festu ráð sitt í Alþýðubandalaginu. „Mér er alveg ókunnugt um það hvað hefur farið á rnilli Ólafs Ragn- ars og iðnaðarráðherra um þessa nefndarskipan," sagði Baldur að- spurður. Hann segist hitta Ólaf Ragnar oft, „ég tala stundum við hann annan hvern dag," en þeir hafi ekki rætt um skipan Baldurs í viö- ræðunefndina. „Mér þykir samt sem áöur ekki óeðlilegt að ólafur Ragnar beri til mín traust og bæði honum og öðrum alþýðubandalagsmönnum er sjálfsagt að fá mig til viöræðu um nefndarstörfin." Baldur dregur ekki dul á aö honum þykir það forneskja að vera á móti stóriðju bara af því að það er stór- iðja. „Við lifum á öðrum tímum núna en þegar stóriðjustefna Alþýðuband- lagsins var mótuð. Ég mun ganga að þessu verki án nokkurra fordóma og ekki vera með neinar fyrirframskoð- anir á því hvort bygging álvers sé æskileg eða óæskileg, hagkvæm eða óhagkvæm. Efnisatriði málsins leiöa það í ljós," sagði Baldur. -pv Baldur spilar stóriðjuvals. Er Olafur Ragnar ánægður með tón- inn? Peningamarkaöur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækuiób 5-7 Bd Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 5-8 Sd Sp 6mán. uppsogn 5-9 Vo.Sb,- Sp 12mán. uppsogn 6-10 Ab 18 mán. uppsogn 15 Ib Tékkareikmngar. alm. 1-2 Vb Sb,- Ab Sértékkareikmngar 5-7 Ab.Bb - Vb Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsogn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. uppsogn 2-3.75 Vb.Sp Innlán meðsérkjorum 5-12 Lb.Bb,- Sb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 7.25-8 Vb Sterlmgspund 10.50- 11.25 Vb Vestur-þýsk mork 4-4.25 Ab.V- b.S- b.Ub Danskarkrónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15.5-18 Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 16.5-21 Vb Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir . Hlaupareiknmgar(vfirdr.) 19-22 Lb.Ub Utlan verötryggö . Skuldabréf 8-8.75 Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9.75- Lb.Úb,- Sp Bandaríkjadalir 10.25 Allir Sterlingspund 13.50- 14.50 Lb.Úb Vestur-þýsk mork 6.75-7.25 Allir nema Vb Húsnæðislán 3.5 Llfeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27.6 2,3 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. nóv 88 20.5 Verðtr. nóv. 88 8.7 VÍSITOLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggmgavísitala nóv. 399.2 stig Byggingavísitala nóv. 124,8 stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun 1. okt Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3.375 Einmgabréf 2 1.920 Einingabréf 3 2.189 Fjólþjóðabréf 1.268 Gengisbréf 1,565 Kjarabréf 3.366 Lífeyrisbréf 1.697 Markbréf 1,780 Skyndibréf 1.032 Sjóðsbréf 1 1,621 Sjóðsbréf 2 1,409 Sjóðsbréf 3 1.156 Tekjubréf 1,568 HLUTABRÉF Sóluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvorugeymslan hf 100 kr. (1) Við kaup ’á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um bg nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Stóriðja getur klofið Alþýðubandalagið - og fellt ríkisstjómina Kratinn og Hafnfirðingurinn, Kjart- an Jóhannesson þingmaður, neitar að styðja ríkisstjórnina ef hann fær ekki álver í fjörðinn. Fyrrum iðnað- arráðherra og núverandi þingmaður Alþýöubandalagsins, Hjörleifur Guttormsson, mun ekki styðja þá ríkisstjórn sem leyfir útlendingum að setja upp álverksmiðju í landinu. Samtímis er náinn vinur Ólaf^ Ragn- ars Grímssonar, formanns Alþýöu- bandalagsins, í opinberri viðræðu- nefnd sem á aö ftnna út hvort þaö borgi sig ekki að selja útlendingum orku og aðstöðu til aö reka hér stór- iðju. Ríkisstjórnin er með eins atkvæðis meirihluta í sameinuðu þingi og situr uppi með minnihluta þingmanna í neöri deild. Þessár staðreyndir gera hótanir einstakra þingmanna alvar- legar um að styðja ekki stjórnina gangi stefna stjórnvalda þvert á vilja einhvers þingmanns eða þingmanna. „Ég held að einn þriðji hluti flokks- manna Alþýðubandalangsins sé al- farið á móti stjóriðju, hvaða nafni sem hún nefnist. Tveir þriðju hlutar flokksmanna eru tilbúnir til að at- huga með opnum hug hvort stóriðja sé æskileg," segir alþýðubandalags- maður sem þekkir vel til í flokknum. Sé þetta mat rétt er nokkurn veg- inn víst að við núverandi aðstæður er afar ósennilegt að Alþýðubanda- lagið samþykki nýtt álver. Sérstak- lega ef tillit er tekið til þess aö íslend- ingar munu ekki geta selt rafmagn á ýkja háu verði til stjóriðju. „Það er alveg ljóst að stjóriöja er ekki sá happadrættisvinningur sem hún löngum þótti," sagði Birgir Árnason, hagfræðingur og aðstoðar- maður iönaðarráöherra. Birgir telur að í besta falli geti íslendingar samið við erlenda stóriöju upp á það aö landinn fái kostnað viö virkjanir endurgreiddan og kannski rétt rúm- lega það. Hreinn hagnaður í pening- um mælt yrði óverulegur. Þaö er skoðun Birgis að íslendingar ættu engu að síður að athuga vel möguleikana sem liggja í því að selja raforku til stóriðju. Ragnar Árnason, dósent í við- skiptadeild Háskólans, er þeirrar skoðunar aö íslendingar hafi farið rangt að í samskiptum erlenda stór- iðju. „Við höfum ráðist í virkjanir og ætlað að selja raforkuna eftir á. Þetta er skólabókardæmi um þaö hvernig á ekki að fara að hlútunum. Fyrst eigum semja um sölu á raf- orkunni og síðan virkja í samræmi við það,“ segir Ragnar. Núna fer af stað hagkvæmniathug- un á nýju álveri. Á meðan sú athug- un fer fram er líklegt að dragi úr stjó- riðjukarpi í íslenskum stjórnmálum. Hins vegar gæti dregið til tíðinda næsta vor en þá á aö liggja fyrir hvort hafnar verða alvöruviðræður við samsteypu fjögurra evrópskra fyrir- tækja um byggingu álvers. -pv Stóriðjan á að taka við af sveitasælunni. Það kann að kosta ríkisstjórnina lífið. Bjórf undur á Hótel Loftleiðum Menn veröa að bíða eftir 1. mars til að kaupa bjórkollu á krá á ís- landi. En þangað til er hægt aö tala um ölið og velta vöngum hvernig löglegur bjór muni smakkast á ís- landi eftir áratugabjórbann. í kvöld efnir kynníngarnefnd Verkfræðingafélags íslands til bjórfundar á Hótel Loftleiðum þar sem mælskir menn og bjórþyrstir segjafrá ölinu. Líklegir bjórkóngar á Islandi, Tómas Agnar Tómasson frá Ölgerðinni og Ragnar Birgisson hjá Sanitas, gefa yfirlit yfir þróun bjórframleiðslu og hvernig brugg- un er háttað á íslandi. Guttormur Einarsson frá Ámunni mun sýna kvikmynd um bjórbruggun og einnig talar brugg- verkfræðingurinn Hinrik Guð- mundsson. í tilefni fundarins verður til sýnis safn af umbúðum og merkingum á íslenskum bjórtegundum, gömlum og nýjum. Þá getur að líta hráefni sem notuö eru til bruggunar. Fundurinn hefst klukkan hálfníu og segir ekki í fundarboöi hvort eöa hvaöa veitingar verða á boðstólum. -pv Berlingske Tidende: Gott og vont um íslenskan Danskurinn sýnir efnahagsmálum íslendinga áhuga og segir bæði gott og vont um hagsældina á Fróni. ís- lendingar héldu fullri atvinnu og náðu verðbólgunni niöur en tókst ekki að hamla gegn oíþenslu er myndin af efnahagsástandinu sem dregin er upp í viðskiptablaöi Ber- lingske Tidende nýlega. Fréttin er aðallega byggö á skýrslu efnahags- og þróunarstofununarinn- ar OECD en skýrslan sú er einkum fræg fyrir það að Steingrímur Her- mannsson nennti ekki að lesa hana, sagði hana soðna upp úr frjáls- hyggjukreddum möppudýra á ís- landi. í Berlingi segir að á árunum 1983- 1987 hafi þjóðarframleiðsla á íslandi efnahag stigið um tuttugu prósent og það sé langt yfir það sem gerðist í Evrópu á sama tíma, enn fremur að þjóðar- tekjur á mann hafi aukist meira en nam í öllum þeim 24 þjóðlöndum sem OECD færir tölur yfir. íslendingar högnuðust á lægra olíuveröi og hærra fiskverði sem jók útflutnings- tekjurnar. Yfirstjórn efnahagsmála er aftur á móti ábótavant, segir í fréttinni, og munar mestu um að'ekki var dregiö úr þenslu. Góðærið varð til þess að verðbólga tók að vaxa. Berlingur hefur eftir OECD-stofnuninni að nauösynlegt sé að draga úr eftir- spurn til að komast hjá víxlverkun launa og verðlags með tilheyrandi verðbólgu. -pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.