Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 15 Japanskur banki „Við eigum að leita til Japana um samstarf á breiðum grundvelli. Jap- anskur banki hérlendis gaeti verið góð byrjun.“ - Frá verðbréfamarkaði í Japan. Hér voru á ferð síðustu daga nokkrir af leiðandi mönnum í jap- önsku efnahagslífi. Þeir koma um hálfan hnöttinn, skoða sig um og mynda sér skoðanir á mönnum og málefnum. Þetta voru velkomnir gestir þar sem viðskipti okkar við Japan eru góð og vaxandi. Sagt er að þetta sé kurteisisheimsókn en öllu slíku fylgir samt nokkur al- vara. Gerum allt öfugt Við framkvæmum flesta hluti öfugt við það sem Japanir gera. 'Þeir byggja verksmiðjur og flytja út vörur sem seldar eru í öllum löndum heims. Þetta gera þeir með slíkum ágætum að eign þeirra í erlendum gjaldeyri hleðst upp. Þeir eru í vandræðum með að lána þetta fé út aftur tíl aö hafa af því arð. Innlendi markaðurinn í Japan hef- ur verið látinn bíða og þeir neita sér um margt þótt mikið laust fé sé fyrir hendi. Svona höfum við ekki hugsað. Hér er allur útflutningin- nánast gjaldþrota þar sem fyrirtækin hafa ekki getað skapað sér traustan fjár- hagsgrundvöll, m.a. vegna rangrar skráningar á gengi. Undanfarið höfum við samt sleg- ið fyrri met í þessu efni. Allt hefur snúist um innflutning og margur hefur ætlað að græða á byggingu verzlunarhúsnæðis sem ekki eru not fyrir í dag. Það er ekki hægt KjaUarixm Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður að kalla þetta frelsi. Það er rang- nefni. Frekar fellur þetta undir það að vera vitleysa. Þetta hefur ein- ungis gengið í bili þar sem við auk- um erlendar skuldir hraðar en aðr- ir og erum með skuldugustu þjóö- um heims. Nýr hugsunarháttur Það er líklega leitun að þjóð eins og okkur þar sem fréttir í blöðum og sjónvarpi eru aö meira eða minna leyti um efnahagsmál. Það er vitnað í skýrslur og sérfræðinga með „efnahagsúrræði“. Samt eru þetta að stórum hluta blekkingar og rangfærslur. Þá á ég við það að einfaldar staðreyndir eru færðar í kaf með orðskrúði, útreikningum og óskiljanlegum yfirlýsingum sem eiga sér stað í einhverri hagfræði- formúlu. Tökum dæmi: Útflutning- ur okkar verður að bera sig og helst græða þótt sumir telji það ljótt orö. Menn segja ekki: „Setjum útflutn- inginn á hausinn." Menn hafa fall- egt orð um þetta og kalla það „fast- gengisstefnu" þegar allur kostnað- ur hér innaniands hækkar um fleiri tugi prósenta en samt eiga útflutningsfyrirtækin að geta geng- ið áfram á óbreyttu gengi. Að vísu er þetta mál flóknara en samt er sú staðreynd fyrir hendi að við neitum einfóldum sannindum en viljum heldur trúa á formúlu ef hún heitir t.d. „fastgengisstefna" eða annað í þeim dúr. Hér þarf að verða breyting á hugsunarhætti heillar þjóðar, þ.e. íslendinga, en hver á að kenna okk- ur? Vantar ódýra peninga Við ættum að leita til Japana um það að þeir setji hér upp banka- útibú. Slíkur banki yrði að starfa undir þeim merkjum að koma hér upp framleiðslu til útflutnings en ekki til þess að hægt sé að halda áfram skuldasöfnun erlendis, t.d. vegna bílakaupa eða meiri utan- ferða. Okkur vantar ódýra peninga, þ.e. löng lán með lágum vöxtum til út- flutningsverkefna. Þetta geta Jap- anir lagt til. En fleira fylgdi japönskum banka. Það kæmi nýr hugsunarháttur ef rétt væri á hald- ið. Japanir töpuðu stríðinu en þeir eru að vinna friðinn. Áhrif þeirra eru vaxandi. Við eigum að leita til þeirra um samstarf á breiðum grundvelli. Japanskur banki hér- lendis gæti verið góð byrjun. Lúðvík Gizurarson „Okkur vantar ódýra peninga, þ.e. löng lán með lágum vöxtum til útflutnings- verkefna. Þetta geta Japanir lagt til.“ Að þekkja hunda aðeins af afspurn Fyrir skömmu voru Reykvíking- ar spurðir áhts á þeim reglum sem gilt hafa um hundahald í borginni undanfarin 4 ár. Spumingin, sem lögð var fram, var á þá leið: „Ert þú fylgjandi hundahaldi með þeim skilyrðum sem gilt hafa undanfarin 4 ár?“ 87% borgarbúa sáu enga ástæðu til að ómaka sig við að svara spuming- unni og verður það vart skihð á annan veg en að þessi fjöldi hafi engar athugasemdir fram að færa í þessu efni. Áht þess litla hluta sem vildi tjá sig um máhð skiptist þann- ig að 40% lýstu sig ánægð með núverandi reglur, en 60% andvíg. Þegar þessi niðurstaða var ljós brá svo við að ályktunarglaðir ein- staklingar töldu að með þessu hefðu borgarbúar lýst yfir vilja sín- um th þess að banna hundahald um ókomna tíð. Slíkt er furðulegt ef htið er á orðalag spumingarinn- ar. Hún snerist eingöngu um reglur um hundahald en ekki hundahald- ið sem slíkt. Ýmsir borgarbúar telja reglur þær sem gilda of þröngar á meðan öðmm finnst þær of rúmar. Þetta fólk er ekki ánægt meö nú- verandi reglur, þótt það vilji ekki banna hunda í borginni. í stuttu máh er því niðurstaðan þessi, reglum um hundahald verð- ur að breyta. Sú meginregla er viðurkennd í íslenskum rétti að íþyngjandi rétt- arákvæði gagnvart borgurunum verða að vera skýr og ótvíræð. Ef taka á svo íþyngjandi ákvörðun sem bann við hundahaldi, i kjölfar skoðanakönnunar meðal borg- KjaUaiiim Lilja Dóra Halldórsdóttir laganemi arbúa, verður spurningin þar að lútandi að vera skýr og ótvíræð. Hundahald í borg Lengi vel voru rökin gegn hunda- haldi þau að hundum fylgdi óþrifn- aöur og ormar. Þessi rök hafa löngu fallið um sjálf sig og tekið fyrir báða ókostina í núgildandi reglum. Óþrifnaður fylgdi hér áður fyrr ekki síður mönnum en hundum. Með betri aðbúnaði og aukinni vel- megun hefur þetta lagast. Hunda- saurinn margumtalaði er vart sjá- anlegur á götum úti enda er hunda- eigendum uppálagt skv. núgildandi reglum að þrífa eftir hunda sína. Að auki er lítið gaman að ganga burt með hund sinn eftir að hann hefur lokið sér af, vegna ills augna- ráðs frá samborgurum sem oftast eru líka nágrannar. Um ormana þarf ekki að ræða, enda eru hundarnir hreinsaðir reglulega, annars fá þeir ekki leyfi. Lífseig meðal almennings er hka sú bábilja að hundar eigi einungis heima í sveit. Með sams konar rök- um má halda því fram að rétta umhverfi mannsins séu trén. Það verður að láta þess getið í upplýs- ingaskyni, að hundategundir eru mjög margar og hver með sín ein- kenni. Sumar reynast vel til að elta kindur, aðrar eru sérstaklega ræktaðar sem kjölturakkar og myndu varla þola sveitalífið. Hundar hafa fylgt manninum frá ómunatíð, bæði sem traustir vinir og nytsamir starfskraftar. Það er kannski ekki óeðlilegt að íslending- „Sennilega er skýringin á þessum kreddum sú aö ýmsir borgarbúar eru hreinlega hræddir við hunda, enda ekki skrýtiö. Þeir þekkja þá ekki nema af afspurn.“ „Lífseig meðal almennings er líka sú bábiija að hundar eigi einungis heima í sveit,“ segir greinarhöfundur m.a. um finnist hundurinn eiga heima í sveit, enda stendur borgarmenn- ingin hér ekki á gömlum merg. Erlendis þykir þetta léleg dýra- fræði. Sennilega er skýringin á þessum kreddum sú að ýmsir borgarbúar eru hreinlega hræddir við hunda enda ekki skrýtið. Þeir þekkja þá ekki nema af afspurn. Afleiðingar hundabanns Reykvíkingar hafa reynslu af hundabanni. Það fór um það bann eins og önnur sem fólkið telur hjá- kátleg, því var ekki fylgt. Fólk hélt hunda án nokkurs eftirhts. Þetta voru ráðherrar, alþingismenn og aörir góðborgarar. Allt opinbert leyndarmál. Bann við hundahaldi nyti svipaðrar virðingar og bjór- bannið. Landið er yfirfullt af bjór og í borginni yrði fullt af hundum. Þeir yrðu að vísu óskráðir og ekki ormahreinsaðir því hundaeig- endur færu ekki með óleyfilegu hundana í skoðun. Dýrin yrðu lok- uð inni ahan daginn en síðan væri laumst með þau út að kvöldinu til að láta þau gera þarfir sínar. Einn- ig má benda á að ýmsir sem vildu halda hund án pukurs gætu með þessu verið flæmdir burt úr borg- inni í manneskjulegri sveitarfélög. Réttlátar reglur Sú umræða sem verið hefur um hundahald að undanfórnu sýnir fram á þörf fyrir réttlátar reglur sem allir geta sætt sig við. Hunda- eigendur eru minnihlutahópur en það veitir meirihlutanum ekki rétt til þess að traðka á tilfinningum þeirra. Hundavinir skilja hins vegar nauðsyn skrásetts eftirlits og reglna. Þeir eru tilbúnir til að gang- ast undir þær. Að mismuna dýrategundum er heldur ekki fallegt og spyrja má að því hvers vegna eigendum hesta er ekki uppálagt að þrífa upp úrgang þeirra. Af hverju eru kettir, hvað þá fuglar, ekki bannaðir í borginni? Það er von mín og trú að allir aðilar geti komið sér saman um réttlátar reglur sem mismuna hvorki manneskjum né dýrum í höfuðborginni. Lilja Dóra Halldórsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.