Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 33 LífsstíU Það er undir hælinn lagt aö fá bílastæði í gamla bænum í Reykja- vík - og þó víðar væri leitað. Sár- astir allra eru vafalaust íbúar þessa borgarhluta. Að fá ekki stæði fyrir framan sitt eigið heimili gremst mörgum og að vera sektaður af bláu embættismönnunum er enn verra. „0, sérðu þennan, hann er alltaf þarna þessi á gula bilnum. Hann vinnur í húsinu á móti og heldur bara að hann eigi stæðið þarna." Setningar í likingu við þessa heyr- ast oft frá sársvekktum íbúum sem Heimilið verða oft að leita langt frá húsum sínum til að fá stæði fyrir farar- skjótann - þarfasta þjón Reykvík- inga. Svo þegar loksins finnst stæði þá finnst fólki eins og það sé að taka stæðiö frá íbúum þess húss sem auða stæðið er viö. Vandinn er mikill. Fólki finnst þetta auðvitað allt Davíð að kenna. Það er hann sem á sök á því hve stæðin eru fá - eöa hvað? Innst inni veit þó fólk betur. Gæti ekki verið að bílarnir séu Of margir? Er ekki mögulegt að fleiri nýttu sér þann möguleika að skjótast í strætó ■ í vinnuna til dæmis, eða aö skipt- ast á við vinnufélaga sína að keyra í vinnuna? Þannig myndi bílaum- ferð ekki aðeins léttast í miðborg- inni heldur í bænum öllum. „Já, sko, það er núna eins og endranær, maður fær ekki stæði fyrir framan heimili sitt,“ gæti þessi lán- lausi maður verið að hugsa. í gamla bænum í Reykjavík og víðar eru íbúar sárir yfir að geta ekki lagt fyrir framan hús sín og vera jafnvel sektaðir. En það er hægt að vinna saman að einhverju leyti - kannski að reyna mannleg samskipti? DV-mynd KAE Bílastæðavandamál í gamla bænum: Stöðugar framkvæmdir Um þessar mundir er verið að vinna að töluvert umfangsmiklum framkvæmdum til þess aö fjölga bílastæðum í miðborg Reykjavík- ur. Við Laugaveg, Grettisgötu og Njálsgötu eru bílastæði nú ská- hallt, svo dæmi sé tekið. Þannig hefur bílastæöum við Njálsgötu íjölgað úr 83 í 132. í ráði er að þetta fyrirkomulag verði viðhaft við all- margar aðrar götur í bænum. Að fá ekki stæði við húsið sitt En áfram halda stöðuverðir að gera skyldu sína. Bílaeign lands- manna er orðin svo mikil og sam- gönguvenjur íslendinga orðnar svo bundnar bílum að óhjákvæmilega verður umferðin meiri en góðu hófi gegnir. Þess vegna verða árekstrar á milli fólks, eitthvað verður undan að láta. Almenning- ur eldar ekki bara grátt silfur við stöðuverði heldur innbyrðis líka. Hér virðist vera að skapast ástand sem eitthvað verður að gera við. En hvað? í stórborgum erlendis sjást ekki svo margir bilar miðað við fólks- fjölda. Þar fer fólk í neðanjarðar- lestum í vinnu, í strætisvögnum eöa skiptist á aö keyra. En íslend- ingar halda áfram að kaupa bíla, helst áður en þeir verða 17 ára. Og svo er bara að keyra í vinnuna. Skilaboð á bílglugganum DV hefur haft spurnir af íbúum í gamla bænum sem reyna að fmna lausn á þessum bílastæðavanda. Þannig hafa hafa nokkrir góðborg- arar tekiö sig til og sett vinsamleg skilaboð á bílrúðuna hjá fólki sem kemur til vinnu og leggur fyrir framan íbúðarhús þeirra. Með því móti reynir fólk að vinna saman - þeir sem sækja vinnu og íbúar húsa. Þarna er í það minnsta reynt að stuðla að mannlegum samskipt- um í stað þess að þegja þunnu hljóði og bölva náunganum. Og Davíð getur nú ekki reddað öllu. Orðsendingar eru gjarna í líkingu við þessa: Kæri ökumaður. Okkur er ljós sá vandi sem ökumenn eiga viö að glíma við aö leggja bílum sínum. Þrátt fyrir það viljum við íbúar Grænugötu 17 fara þess á leit við þig að þú hafir samband við okkur til að finna Iausn á sameiginlegum vanda okkar. Bíllinn þinn stendur nú eins og áður fyrir framan hús okkar. Gætir þú ekki komið og reynt að finna flöt á þessum vanda með okkur þannig að sem best reynist fyrir alla. Kær kveðja, láttu sjá þig! -ÓTT Hver segir að það sé bannað að koma persónulegum skilaboðum á framfæri á götuskiltum? Skyldu stork- andi upplýsingar gera gagn? Á þessari mynd sést aö sumir reyna að vinna með náunganum. DV-myndir KAE Gunngeir Pétursson: „Mætti sleppa gang- stétt öðrum megin" Gunngeir Pétursson, skrifstofu- stjóri hjá Byggingafulltrúa Reykja- víkurborgar, telur að það séu ekki rétt vinnubrögð að keyra bíla á brott s'em hefur verið lagt ólöglega. „Við slíkar framkvæmdir verður fólk fyrir miklum óþægindum og kostnaöi viö að borga flutninga," segir hann. „Þetta eru ekki réttar aðgerðir. Mér finnst að það þurfi að taka á þessu vandamáli frá grunni. Það er ekki nóg að fjölga bílastæðum með þeim hætti sem verið er að gera núna með því að hafa þau á ská. Þetta er lausn aö hluta til en ekki nægileg. Reyndar er verið aö eyða annaö slagið úr bílastæðasjóðum en það mætti leysa þennan vanda t.d. með því að sleppa gangstéttum alveg öðrum megin götu og setja þar stæði. Það verður að taka þetta vandamál fosturn tökum." -ÓTT Af einum sem leitaði til yfirvalda Einn viðmælenda DV úr mið- borginni, sem segist eiga erfitt með að leggja bílnum nær heimili sínu en í 200-300 metra fjarlægð, leitaði til borgaryfirvalda. Hann langaði til aö athuga hvort einhver mögu- leiki væri á aö það yrði komið til móts við hann og fjölskylduna. Maðurinn býr við Laugaveginn og segist þurfa að hringsóla lengi um nærliggjandi götur til að fá stæði, ef fjölskyldan hefur þurft aö fara einhverra erinda á bílnum. „Þau svör sem ég fékk hjá borgar- yfirvöldum voru einföld. Sá sem ég talaði við spurði mig bara á móti hvernig í ósköpunum mér hafi dot- tið í hug að búa þarna - það væri ekkert hægt að gera í þessu. Ætli ég verði ekki bara aö halda áfram að leita.“ -ÓTT Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri: Hef samúð með þessu „Ég hef mikla samúð með því fólki sem býr í þeim bæjarhlutum þar sem erfitt er að fá bílastæði fyrir framan íbúðarhús," sagði Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri .í samtali við DV. - En hvað er til ráða - er mögu- leiki á að reyna að koma til móts við íbúa þessara bæjarhluta með einhverjum hætti? „Það er stefnt að því að koma upp bílastæðum í líkingu við þau sem nú er verið að gera við Vesturgötu 7. Þetta eru geymsluhús fyrir bíla þar sem fólk fengi ívilnun. Meö því er átt viö að íbúar í viðkomandi hverfi fengju stæði fyrir hálfvirði. - Eruframkvæmdirhafnarannars staðar en við Vesturgötu? Aðgerðir í þessa veru eru reynd- ar enn á umræðustigi. En þessi bílastæðamál eru vandamál sem ekki er hægt að leysa með einu pennastriki. - Kemur ekki til þess að stæði fólki verði merkt að einh verju leyti þeim sem búa í viðkomandi húsum? í bænum ríkir í rauninni sú regla að það er sá fyrsti sem fær. Merkt stæði eru ekki inni í myndinni, nema fyrir fatlaða sem gert hefur verið við ýmsa staði og svo við sendiráð. Sendiráðin fá frí stæði merkt og íslendingar njóta sömu hlunninda erlendis við okkar sendiráð. Við getum ekkert annað gert en að reyna að fara eftir merkjum og lögum. Stöðuverðir reyna að skrifa ekki strax upp bíla mjög snemma dags. Það er reynt aö gefa fólki möguleika á að komast til vinnu o.s.frv. En þetta fer alveg jafnmikið í taugarnar á mér og öðrum, t.d. þegar bílum fólks sem býr tveim götum neðar er lagt í stæði sem maður telur sig hafa. Þá hefur við- komandi auövitað lent í vandræö- um heima hjá sér.“ -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.