Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Nýjar ratsjárstöðvar byggðar á Miðnesheiði og Stokksnesi: Rekstur fjögurra ratsjár- stöðva í höndum íslendinga „Framvegis veröa fjórar ratsjár- stöövar á vegum varnarliösins á landinu - á Miðnesheiði, Stokksnesi, Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi og Bolatjalli við Bolungarvík. Stöövarn- ar eru hlekkur í heildarviövörunar- keðju sem hggur frá Miðjarðarhafi upp með meginlandi Evrópu, um ís- land, Grænland og Alaska að Kyrra- hafi. Rekstur stöðvanna er og verður í höndum Ratsjárstofnunar og ís- lenskra starfsmanna, um 60 í allt. Þeir eru aftur á móti þjálfaðir af bandaríska fyrirtækinu Raytheon sem samkvæmt samningum hefur sína menn hér á landi til loka sept- ember á næsta ári,“ sagði Jón E. Böðvarsson, forstjóri Ratsjárstofn- unar, í samtali við DV. Um þessar mundir eru tæplega 30 manns frá Raytheon á íslandi. Eru 8 á Stokksnesi, 5 í aðalstöðvum hersins og 15 á Miönesheiði, þar af 3 kennar- ar. Þessir Bandaríkjamenn vinna að nýjum ratsjárbúnaði, þjálfa íslend- inga til ratsjárstarfa og ganga bak- vaktir til að vera innan handar ef eitthvað kemur upp á sem íslending- arnir ráða ekki við eða hafa ekki reynt áður. Allar í gagnið 1990 Verið er að byggja nýja ratsjárstöð á Miðnesheiöi og tekið verður til við byggingu nýrrar stöðvar á Stokks- nesi eftir áramót. Stöðvarhúsin á Gunnólfsvíkurfjalli og Bolafjalli eru tilbúin. Hugbúnaður í þessar nýju stöðvar hefur verið í útboði og reikn- að með að þær verði allar komnar í gang 1990. Hafa íslenskir hugbúnað- araðilar og verkfræðifyrirtæki myndað með sér fyrirtæki, Viking Engineers, sem mögulegt er aö verði undirverktaki við gerð hugbúnaðar- ins. „Þessar framkvæmdir og útboðin eru á vegum varnarliðsins en þegar stöðvarnar verða allar tilbúnar í fyll- ingu tímans mun Ratsjárstofnun taka húsin í notkun og sjá um rekst- urinn. Á Miðnesheiði eru nú 13 manns í þjálfun og munu taka við rekstri Miðnesheiöarstöðvarinnar 1. apríl á næsta ári. Hlutverk okkar er þannig tvíþætt í dag: að reka stöðv- arnar á Suðurlandi og setja sig inn í nýja tækni til aö koma rekstri stööv- anna á Norðurlandi í gang. Banda- ríkjamenn koma aðeins inn í mynd- ina á Norðurlandi vegna þjálfunar starfsmanna." Myndin sýnir sjónsvið þeirra fjögurra ratsjárstöðva sem framvegis munu starfa fyrir varnarliðið og svæði islensku flugumferðarstjórnarinnar. Sjón- svið stöðvanna er töluvert meira fyrir 30 þúsund feta hæð. H-1 er stöðin á Miðnesheiði, H-2 á Gunnólfsvíkurfjalii, H-3 á Stokksnesi og H-4 á Bolafjalli. DV-kort JRJ Nám hér og erlendis Jón sagöi að íslenskir starfsmenn væru í tveggja mánaða námi í Banda- ríkjunum og síðan 6 mánuði á ís- landi. Fylgdu Bandaríkjamennirnir íslendingunum hingað til lands. Gömlu landsfjórðungastöðvarnar þykja. vera allt of langt frá byggð og eru því opnar fyrir veðri og vindum í dag. Báðar nýju Norðurlandsstöðv- arnar eru nálægt byggð og því auð- veldara að manna þær en gömlu stöðvarnar, sérstaklega fjölskyldu- mönnum. „Ratsjárstöðvunum er ætlað að nema öll merki varðandi almenna flugumferð á svæðinu í kring um ísland. Upplýsingarnar eru sendar í stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli þar sem Bandaríkjamenn lesa úr þeim. Sá hluti merkjanna er varðar al- mennt flug er síðan sendur til ís- lenskra flugmálayfirvalda á Reykja- víkurflugvelli. Stöðvarnar eru til efl- ingar varna og stuöla ekki síst að meira öryggi í flugumferð við ís- land.“ -hlh Business Opportunity Club 1107 Crawford Road Statesville. NC 28677 FAST CASH! equity loan-by-phone CAPITAL AYAILABLE: To Start or Expand Your Business Get VISA® or MasterCard Regardless of Your Credit Expenence Business Opportunity Club 1107 Crawford Road • Statesville, North Carolina 28677 (704) 873-2163 Solve Your Credií Problems Once and For All „Lan í gegnum síma“ og „lán í pósti“: Nýtt fíflhelt kerfi til að verða ríkur „Vantar þig peninga? Þegar bankarnir lána þér ekki... þá ger- um við það. Fáðu lánaða peninga án lánstrausts.“ Á þessum orðum byrjaði auglýs- ing sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudaginn. Þar var boðið upp á lán að upphæð frá 50 þúsundum til 50 milljóna dollara (2,3 milljónir til 2,3 milljarða króna). Þeir sem áhuga hafa eiga, samkvæmt aug- lýsingunni, að senda 500 krónur í ákveðið pósthólf til þess að fá um- sóknareyðublöð og frekari upplýs- ingar. „Ég er umboösmaður fyrir félag sem heitir Business Opportunity Club,“ sagði Reynir Z. Santos sem stendur að þessari auglýsingu. „Þetta er stofnun fyrir fólk sem langar til að koma undir sig fótun- um. Þetta hefur verið kallað sér- hæfð lánaþjónusta," sagöi Reynir. Hann sagði að sjö umsóknir hefðu borist um lán. í upplýsingabæklingum, sem Reynir sendir fólki, er boðið upp á frekari upplýsingar fyrir um 1.000 til 2.500 kr. Þar er boðið upp á umsóknir um ýmsa lánaflokka sem heita nöfnum eins og „lán í gegnum síma“, „lán í pósti“, „greiðsluerfiö- leikar", „fjárfestingapörun" ogsvo framvegis. Orðalagiö í þessum kynningar- pésum er um margt ólíkt því við- móti sem íslendingar eru vanir frá bankastofnunum. „Ég ætla að sýna þér hvernig þú getur orðið ríkur með því að nota 'nýtt flflhelt kerfi. Hefur þú áhuga á að auka tekjur þínar um 5 millj- ónir á ári?“ Þannig kynnir D. R. Morre, for- stjóri og stofnandi Business Opp- ortunity Club, hina ýmsu lána- og íjárfestingarmöguleika fyrirtækis- ins í einum bæklingnum. „Við höfum engar sérstakar áhyggjur af þessu að öðru leyti en því að við viljum gjarnan vita hvaða aðilar það eru sem eru að auglýsa svona, með tilliti til ákvæða í lögum um viðskipta- banka. Ef þarna er um að ræða aðila sem eru að kynna sig sem umboðsaðila fyrir erlendan banka, sem mér sýnist að auglýsingin beri með sér, kann það að vera í and- stöðu við viðskiptabankalögin. Er- lendir bankar mega ekki að hafa á hendi neina starfsemi hér nema í formi umboðsskrifstofa og það þarf að fá leyfi ráðherra til að skrá þær. „Ef þarna er um að ræða erlent fjármagn sem hefur verið flutt til landsins þarf að fylgja ákveðnum reglum varöandi það,“ sagði Þórð- ur Ólafsson, forstöðumaður banka- eftirlits Seðlabankans. Að sögn Þórðar er málið í athug- un af hálfu bankaeftirlitsins. -gse - Framkvæmdir Viö elliheimilið á Þingeyri hafa verið stöövaðar vegna fjárskorts sveitarfélagsins. DV-mynd BB Þingeyri: Framkvæmdir við elli- heimilið stöðvaðar - vegna Qárskorts hreppsins. Kaupfélagiö skuldar sveitarfélaginu 15 milljónir krona Vflborg Davíösdóttir, DV, Vestfjörðum: Framkvæmdir við íbúðir aldraðra á Þingeyri hafa veriö stöðvaðar vegna þess að Þingeyrarhreppur get- ur ekki staðið viö áður ákveðin ijár- framlög í bygginguna. Byggingin er fjármögnuð af Þingeyrarhreppi. Auðkúluhreppi og Mýrahreppi eftir höfðatölureglunni. „Þingeyrarhreppur hefur ekki get- aö staðið í stykkinu og það er vegna þess aö við eigum svo mikiö í úti- standandi skuldum," sagði. Jónas Ólafsson, .sveitarstjóri á Þingeyri, í samtali við DV. „Það hafa verið erfiðleikar í at- vinnurekstrinum hér og Kaupfélag Dýrfirðinga skuldar okkur 15 millj- ónir í fasteignagjöld, hafnargjöld og ýmis önnur gjöld. Þetta er þaö sem fer alveg meö okkur. Á meðan ástandið er svona þá eru allar framkvæmdir stopp og veröa þar til eitthvað af skuldunum er greitt,“ sagöi Jónas Ólafsson, sveit- arstjóri á Þingeyri. Könnun meðal 17-20 ára Akureyringa: Nær helmingur á eigin bíl Gylfi Kris^ánsson, DV, Akureyri: í skoðanakönnun, sem JC-Akur- eyri framkvæmdi meðal 17-20 ára Akureyringa, kom m.a. í ljós að tæp- lega helmingur þeirra ekur um á eig- in bifreið, eða 142 af þeim 312 sem svöruðu í könnuninni, en nær allir sem svöruðu sögðust hafa bílpróf, eða 291 af 312. Þá er athyglisvert að 141 af þeim 312, sem svöruðu, sagðist hafa lent í umferðaróhappi. Flestir vissu hver hámarkshraði er í þéttbýli. Mikill minnihluti sagðist ekki halda sig inn- an hámarkshraða, flestir þeirra vegna kæruleysis. Örfáir, eða einungis 23, sögðust hafa ekið undir áhrifum áfengis en 74 sögöust hafa verið farþegi í bifreið sem ekið var af ökumanni undir áhrifum áfengis. Nær allir sögðust nota bílbelti og hafa ökuljós kveikt við akstur. Könnunin fór þannig fram að allir Akureyringar á aldrinum 17-20 ára voru heimsóttir og þeim afhentir spurningalistar, auk þess sem þeir fengu afhent „plakat“ til að minna á að akstur er dauðans alvara. Aðaltil- gangur könnunarinnar var aö vekja unga ökumenn til umhugsunar um umferðarmál, segir í frétt JC-Akur- eyri um könnunina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.