Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988.
19
Elizabeth Taylor og Richard Burton, sem hafa verið taldir mestu ástarfugl-
ar allra tíma, voru nokkuð sammála um að ástin næði yfir allt enda voru
þau ekki gift tvisvar fyrir ekki neitt.
Joanne Woodward, eiginkona Pauls Newman, segir ástina vera það þegar
maður elskar einhvern meira en sjálfan sig.
Raquel Welch er ekki eins sannfærð um ástina og vill skipta henni niður
í margar tegundir.
Hvað segja
stjörnurnar
um ástina?
Hollywoodstjörnurnar virðast allt-
af vera að falla í eða komast úr gryíju
hjónabandsins: af ást og útbrunninni
ást. Vita þær yfirleitt að hverju þær
leita?
Flestar segjast vita hvað ást sé
þrátt fyrir að hún sé alltaf að renna
þeim úr greipum.
Elizabeth Taylor, sem hefur verið
í frægustu rómantísku ástarsam-
böndum, trúir því að ástin sé þegar
hið góða yfirvinni hið illa. „Það er
ekki hægt að greina ást og búa til
úr henni eitthvert form. Ástin nær
yfir allt, hið hlutbundna jafnt sem
hið óhlutbundna og það sem maður
er stoltur af,“ segir Liz.
Richard Burton var að nokkru
sammála Liz enda varð hann ekki
tvisvar sinnum eiginmaður hennar
fyrir ekki neitt. Hann bætti við, rétt
áður en hann lést, að ástin væri þol-
inmæðin á hæsta stigi. „Ef þú elskar
einhvern af öllu hjarta elskar þú
þann sama á hveiju sem gengur."
Leikkonan fagra, Sophia Loren,
Poppstjarnan Marie Osmond er
sannfærð um að heiðarleikinn sé
lykillinn að ástinni.
trúir að ástin sé miðpunktur heims-
ins. „Við lifum fyrir ástina og gerum
allt fyrir hana.“
Eiginkona Paul Newman, leikkonan
Joanne Woodward, segir ástina ein-
faldlega það þegar þú elskar ein-
hvern meira en sjálfan þig.
Rokksöngkonan Marie Osmond
segist hafa fundið sanna ást með
seinni eiginmanni sínum, Brian
Bloshil, og segir að heiðarleiki sé lyk-
ilhnn. „Brian er svo heiðarlegur að
það er næstum ógnvænlegt. Við get-
um malað endalaust eins og kettir
og honum finnst ég frábær. Sem er
frábært."
„Ef þú færð jákvæð viðhorf frá þeim
sem þú elskar verður þú sjálfur já-
kvæður,“ sagði poppstjarnan.
Raquel Welch er í meiri vafa um
gildi ástarinnar. Hún segir að ástin
nái yfir marga hluti. „Það er venju-
legaaldreijafnvægiíástinni.. .annar
aðilinn gefur ævinlega meira en hinn
getur tekið og öfugt.“
Hin fagra Sophia Loren segir mann-
kynið lifa á ástinni.
Díana vill vera í
karlmannanáttfötum
Því fer ekki fjarri að þarna sé hjónasvipur með þeim Karli prins af Wales og Karólínu prinsessu af Mónakó.
Myndin er tekin f fimm daga ferð Karls og Díönu um Frakkland fyrir skömmu. Þau halla sér nú aðeins hvort
frá öðru, kannski til aö undirstrika að þau séu ekki hjón, ef einhver skyldi ekki vita það.
Díana prinsessa vlll vera í karl-
mannanáttfótum og Karl prins hef-
ur prófað notaða bíla. Þetta tvennt
kom í ljós í heimsókn þeirra hjóna
til Frakklands í byrjun mánaðar-
ins.
Díana tók púlsinn á tískustraum-
um franskra í ferðinni og viður-
kenndi að henni hkaöi að sofa í
karlmannanáttfótum.
Hún skoðaði sig um í herrafata-
búðinni Chic men’s clothing store
og skoðaði svo að sjálfsögðu bresku
verslunina Marks og Spencer í Par-
ís._
Á meðan talaði prinsinn við
kaupmenn og hélt því fram að Bret-
ar þyrftu að taka sig saman í andht-
inu. Honum flnnst að landar sínir
megi leggja betri rækt við tungu-
mál sitt og reyna að verða betri
sölumenn. Karl spurði viðstadda
hvort þeir myndu kaupa notaðan
bíl af sér. Já, nú á að leggja áherslu
á að kaupa og selja, notað jafnt og
nýtt. Það er ekki annaö hægt að
segja en aö þau sem eru í sviðsljós-
inu komi ýmsu til leiðar í við-
skiptaheiminum.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Jack
Nicholson
hefur löngum verið þekktur fyrir
glæfraleg uppátæki. Á dögunum,
er hann var við upptöku á mynd-
inni Batman í London, brá hann
sér á Harley Davidson mótor-
hjóhö sitt sem er víst tískuhjól
þar vestra. Hann geystist fram
og til baka á hjóhnu um upptöku-
svæðiö eins og óður væri. Að-
standendum myndarinnar var
ekki farið að standa á sama. Þessi
leikur Nicholson endaði með því
að hann keyrði á tré á miklum
hraða. Öllum að óvörum stóð
kappinn upp og var hinn róleg-
asti. Framleiðendur myndarinn-
ar urðu svo fegnir að það brutust
út fagnaðarlæti þegar það sást að
hann var enn með lífsmarki.
er greinilega sú manngerð sem
verður aldrei leið á börnum.
Hann veður í börnum í sjón-
varpsþætti sínum - á þar fimm
stykki. Hann á sjálfur fimm böm
og nú hefur hann á gamals aldri,
rúmlega fimmtugur, og kona
hans, sem er víst eitthvað yngri,
ákveðiö aö ættleiða eitt stykki í
viðbót. Sú mun vera munaðar-
laus stúlka á níunda aldursárinu.
Madonna
verður að fara að breyta lifs-
munstri sínu ef hún ætlar að
halda í sinn heittelskaða, Sean
Penn. Nýjustu nágrannar þeirra
við Malibuströnd, Demi Moore
og Bmce Willis, era bæði gift og
eiga böm. Það vih einnig Sean
Penn, það-er_að segja að frúin
eignist með honum barn. Hann
hefur gert Madonnu tilboð um
það að annaðhvort hætti hún að
éta p-pihuna eða þau shti sam-
bandinum.
Madonna er að hugleiða máhð.