Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. 13 Kvikmyndir Laugarásbíó - Síðasta freisting Krists Maðurinn og dýrlingurinn SÍÐASTA FREISTING KRISTS (THE LAST TEMPTATION OF CHRIST). Leikstjóri: Martin Scorsese. Handrit: Paul Schrader, byggt á skáld- sögu eftir Nikos Kazantzakis. Kvikmyndataka: Michael Ballhaus. Tónlist: Peter Gabriel. Aðalhlutverk: William Dafoe, Harvey Keitel, Barbara Hersey og Harry Dean Stanton. Síðasta freisting Krists er ekki fyrsta kvikmyndin sem gerð er um ævi Jesús. Nokkrar hafa verið gerðar, þeirra þekktastar eru sjálf- sagt „stórmyndirnar" King Of Kings, sem er til í tveimur útgáfum, þögul frá 1927 og endurgerð 1961, og Greatest Story Ever Told sem gerð var 1965. Sá reginmunur sem er á fyrri myndum um ævi Jesús og Síðustu freistingu Krists er að handritið að eldri myndum er unn- ið upp úr guöspjöllunum en kvik- mynd Martins Scorsese er unnin upp úr skáldsögu. Erum við komnir að því sem meginmáli skiptir og það sem gert hefur Síðustu freistingu Krists að umdeildustu kvikmynd síðari ára. í upphafi myndarinnar er einmitt lögð áhersla á að kvikmyndin er gerð eftir skáldsögu en ekki gu- spjöllunum. Aftur á móti er skáld- saga Nikos Kazantzakis byggð á guðspjöllunum. Sú staðreynd hefur þó ekki haft afgerandi áhrif á þá sem mótmælt hafa boðskap kvikmyndarinnar. Hvað sem öllum deilum um túlkun í upphafi hinnar umdeildu kvik- myndar, Síðasta freisting Krists, er það skýrt tekið fram að myndin sé ekki byggð á guðspjöllunum. Og framan af myndinni er afskaplega fátt sem minnir á Jesú guðspjall- anna. Á það jafnt við um ummæli þau sem lögð eru Jesú í munn svo og atburðarásina. En þar kemur þó að áhorfandinn fer að kannast við ýmislegt þó jafnan sé það í mjög brenglaðri mynd. Þetta á við um fjallræöuna, skírn Jesú í Jórdaná, musterishreinsunina og brúðkaup- ið í Kana. Sama gildir um frásögn- ina af því er Jesús bjargar bersynd- ugu konunni frá því að verða grýtt, þegar honum er hafnað í Nasaret, kraftaverk Jesú á blindum og er hann reisir Lasarus frá dauðum. Nöfn lærisveinanna og ýmissa annarra sögupersóna eru sömu- leiðis þekkt úr guðspjöllunum. Myndin er því augljóslega - og öfugt við það sem sagt er í upphafi hennar - að einhveiju leyti byggð á ritningunni. Samtímis sem á þetta er bent er þó nauðsynlegt að undirstrika að því fer víðs fjarri að myndin fylgi biblíunni nokkurs staðar á trúverðugan hátt. Höfund- urinn notar guðspjöllin einungis sem yrkisefni. Ekki mögulegt að skrifa ævisögu Jesú Nú er það auðvitað ekkert nýtt að Jesús guðspjallanna sé notaður sem yrkisefni, hvort heldur hefur verið í bókmenntum, myndlist, leiklist, tónlist eða kvikmyndum. Guðfræðingar hafa sömuleiðis komist að mjög svo ólíkri niður- stöðu varðandi hinn sögulega Jesú. Meðal þeirra eru raunar ekki leng- ur gerðar tilraunir til að skrifa ævisögu hans eins og mjög var reynt á síðustu öld. Guðfræðingar eru nú yfirleitt þeirrar skoðunar að ómögulegt sé að rekja ævisögu Jesú þar sem það hafi alls ekki vakað fyrir guðspjallamönnunum að skrifa ævisögu hans í nútíma- merkingu þess orðs. Fyrir þeim hafi fremur vakað að flytja ákveð- inn boðskap um Jesú og þessi boð- á biblíunni líður, þá stendur uppi sú staðreynd að Martin Scorsese hefur gert stórfenglega kvikmynd, kvikmynd sem með magnþrung- inni myndmálstjáningu hrífur áhorfandann með sér inn í heim spillingar, fáfræði, heiðarleika og tortímingar. Við kynnumst fyrst trésmiðnum Jesús. Hann smíðar krossa sem síð- an eru notaðir til að krossfesta glæpamenn. Vini hans Júdasi finnst lítið til atvinnu hans koma en er þó á því að hinn tilfínninga- næmi Jesús geri fátt betur. Röð atvika og tilviljana verður til þess að kraftaverkamaðurinn Jes- ús fer á flakk í og með í leit að skapur hafi allur veriö mótaður af trúnni á upprisu Krists. Mætti samkvæmt þessum skilningi líkja Nýja testamentinu við predikana- safn. En þó sagnfræðilega traust ævisaga Jesú verði ekki skrifuð vegna þeirra eiginleika heimild- anna, sem að ofan er lýst, þá þýðir það vitaskuld ekki að réttlætanlegt sé að gera hvað sem er með heim- ildimar, að öll túlkun þeirra eigi jafnan rétt á sér. Maður eða Guð? Samkvæmt kenningu kirkjunnar var Jesús sannur Guð og sannur maður. Sumir guðfræðingar hafa lagt meiri áherslu á hið mannlega í eðli Jesú, aðrir hafa lagt meiri áherslu á guðdóm hans. Þær kvik- Kvikmyndir Hilmar Karlsson uppruna sínum. Frægð hans berst víða og um hann safnast lærisvein- ar sem fylgja honum eftir á kross- ferð hans. Það er í raun ekki mikið farið út fyrir guðspjöllin í heildarfrásögn myndarinnar þótt túlkun sé að sjálfsögðu langt frá því sem kristn- ir menn eig að venjast. Það sem skeður þegar Jesús er krossfestur er aftur á móti hugleiðingar skálds- ins. myndir, sem fram til þessa hafa verið gerðar um Jesú, hafa lagt sterka áherslu á guðdóm hans. í kvikmynd Scorsese er hið mann- lega eðli Jesú hins vegar mjög í fyrirrúmi. En það eitt nægir vita- skuld ekki til að skýra þá hneyksl- an sem hún hefur valdið. Hvað er það sem hneykslun veldur? í upphafi myndarinnar er Jesús sýndur sem afskaplega veiklund- aður og hræddur maður. Hann er samverkamaður Rómverja, smíðar krossa og tekur jafnvel þátt í að krossfesta landa sína. Hann virðist haldinn geðklofa, heyrir raddir og hegðan hans er í fáu lík þeirri mynd sem guðspjöllin draga upp. Jesús er sýndur í kvikmyndinni sem frekar veiklunduð persóna sem á í sífelldu sálarstríði. Klettur- inn sem hann hallar sér upp að er Júdas þegar andlegt þrek er lítið. Júdas telur sig einan lærisvein- anna hafa nægilegan viljastyrk til að geta verndað meistara sinn. Hið langa lokaatriði þegar Krist- ur er á krossinum og draumsýn sem er í raun freisting Satans um hvernig lífi hann hefði geta lifað hefði hann haldið áfram við smíð- ar, gifst Maríu Magdalenu og eign- ast börn, lifað hana og eignast fleiri börn með annarri konu er það sem vakið hefur mesta hneykslun. Þetta atriði er alls ekki eins sterkt Vissulega eru fjölmargir guðfræð- ingar sem telja að Messísasarvit- und Jesú hafi aðeins þróast smám saman en hér er gengið mun lengra með því að sýna Jesú streitast á móti hlutverki sínu sem Messías. Þá er það vitaskuld gegn kristinni trúarkenningu að sýna Jesú sem syndara eins og hér er gert. „Guð minn er ótti. Lúsífer er í mér,“ er meðal þeirra ummæla Jesú í kvik- myndinni sem hvað mestri hneykslan hefur valdið, enda er þar ótvírætt gefið í skyn að Jesús hafi verið á valdi djöfulsins. Mynd- in af Maríu Magadalenu sem vænd- iskonu er einnig meðal þess sem marga hefur hneykslað. í myndbyggingu og mörg önnur atriði. Áhrifm stafa fyrst og fremst af boðskapnum. Fjölskyldan er sveipuð ljóma sem hvergi er ann- ars staðar í myndinni að sjá og það er ekki fyrr en hann hittir Pál post- ula sem atriðið öðlast styrk. Martin Scorsese valdi William Dafoe til að leika Krist. Dafoe er þekktastur fyrir leik sinn í Platoon. Þar var hann í hlutverki liðþjálfa sem sveipaður var dýrðarljóma. Val hans er skiljanlegt útlitslega séð. Það er nú samt svo að eitthvað virðist vanta í túlkun hans. Leikur hans er í heild mónótónískur þótt í einstaka atriðum nái hann góðum tökum á persónunni. Leikarar í minni hlutverkum eru aftur á móti hver öðrum betri. Harvey Keitel í hlutverki Júdasar er mjög góður og sá Júdas sem hann sýnir okkur er allt annar en guðspjöllin segja frá. Barbara Hersey leikur Maríu Magdalenu, gerir hana að nautnalegum kven- manni sem freistar Jesús og Harry Dean Stanton á mjög góðan leik í litlu hlutverki sem Páll postuli. Þótt fmna megi að ýmsu í Síðustu freistingu Krists er kvikmyndin í heild vel gerð og áhrifamikil, þótt ekki telji ég að boðskapur hennar og frásögn eigi eftir að hafa alvar- legar afleiðingar á trúmál almennt. -HK Krossfestingin Krossfesting Krists er í senn há- punktur myndarinnar og það atriöi sem hvað mestri gagnrýni hefur sætt. Hún einkennist af miklu raunsæi. Hér mun Scorsese hafa orðið fyrir áhrifum af hinum kunnu Torinolíkklæðum sem lengi voru af ýmsum talin vera líkklæði Krists. Líkklæðin sýndu mynd af tnanni sem hafði mátt þola miklar pyntingar. Niðurlæging Jesú í mynd Scorseses er í samræmi við það: algjör. Lengi vel virðist boð- skapur myndarinnar vera sá að Jesús hafi alls ekki dáið á krossin- um, kenning sem vissulega er ekki óþekkt úr sögu kristninnar.. Engill í líki lítillar stúlku leysir Jesú af krossinum. Jesús giftist síðan, eignast böm og lifir fram í háa elli. Eitt sinngengurhannmeiraaðsegja fram á Pál postula þar sem hann er að boða trú á hinn upprisna Krist. Jesús skammar Pál fyrir að vera með slík ósannindi! Loks ligg- ur Jesús fyrir dauðanum. Post- ularnir koma hver af öðrum til að kveðja hann. Júdas ásakar Jesú fyrir að hafa brugðist með því að flýja friðþægingardauðann. Lýkst þá upp fyrir Jesú að litla stúlkan var ekki engill heldur djöfullinn sjálfur er hafði freistað hans. Björgun Jesú af krossinum var því ekkert annað en freisting djöf- ulsins, þessi hluti myndarinnar er talsvert fyrirferðarmikill og þar er vitaskuld flest með þeim hætti að veldur hneykslan kristinnar trúar. En nauðsynlegt er að hafa í huga að þetta eru ekki lokaorð myndar- innar. Hér er einungis um að ræða hugarróra hins krossfesta sem að lokum lætur lifið á krossinum með orðunum: „Það er fullkomnað." Myndin Síðasta freisting Krists er hér á landi bönnuð bömum yngri en sextán ára. Það tel ég eðli- legt mat Kvikmyndaeftirlitsins og að ekki sé ástæða til að hindra full- orðið fólk í að sjá þessa mynd. Það er tæpast hætta á aö nokkur maður ragli þeim Jesú, sem hér er kynnt- ur, saman við Jesú biblíunnar. Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðingur Umdeildasta atriði Síðustu freistingar Krists er draumsýn hans á krossinum. Lítill skyldleiki við Jesú biblíunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.