Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1988, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 1988. j f i | | I i B Andlát Lotte Gramlow, sem starfaöi lengi viö íslandshaus í St-Peter-Ording í Vestur-Þýskalandi, andaðist í sjúkrahúsi þriöjudaginn 15. nóvemb- er sl. Guðný Sigvaldadóttir, Sandhólum, andaöist á sjúkrahúsi Húsavíkur 21. nóvember. Hafsteinn Magnús Hafsteinsson. Yi%ufelli 11, lést af slysfórum 20. nóv- ember. Guðmundur Kristinn Guðnason bréfberi, Bankastræti 10. Skaga- strönd, er látinn. Jarðarfarir Útfór Eggerts Emils Hjartarsonar. Holtageröi 20. Kópavogi. fer fram frá Fossvogskirkju fóstudaginn 25. nóv- ember nk. kl. 13.30. Finnbogi Hallsson trésmiöur. Hrafn- istu. Hafnarfiröi. veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstu- daginn 25. nóvember kl. 13.30. Björg S. Björnsdsóttir. Lækjarkinn 24. Hafnarfirði. verður jarðsungin frá Hafnarfjaröarkirkju fimmtudag- inn 24. nóvember kl. 15. Sigríður Karitas Gísladóttir, fyrrum húsfrevja í Ytra-Skógarnesi í Mikla- holtshreppi. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. nóvember. Kristbjörg Jónsdóttir frá Sjólyst. Grindavík. Eikjuvogi 3. lést í Hafnar- búðum laugardaginn 12. nóvember. Bálfór hefur fariö fram. Jónina Jónsdóttir lést 15. nóvember sl. Hún fæddist í Akurhúsum í Garði 28. desember 1914. dóttir hjónanna Jóns S. Sigurðssonar og Guðrúnar Einarsdóttur. Jónína giftist Guð- mundi Jóhannssyni en hann lést áriö 1947. Þau hjónin eignuðust 3 börn. Útfór Jónínu verður gerö frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag kl. 13.30. Fundir Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn í kvöld, 23. nóvember, kl. 20 í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Reynslan er besti kennarinn en skólagjaldið er hátt. Á dagskrá er meðal annars fræðsla í fundarsköpum, að þessu sinni um til- lögugerð með virkri þátttöku fundar- manna. Gestir eru velkomnir. Mætum stundvíslega. Upplýsingasími er 46751. Ferðalög Útivistarferðir Miðvikudagur 23. nóv. kl. 20. Tunglskinsganga. Gengið um Lækjar- botna og Setbergshlíð við HafnarQörð. Áð(við ksrtaljós í Kershelb. Létt ganga. Bróttfór frá BSÍ, bensínsölu (í Hafnar- firði v/Sjóminjasafnið). Verð 400 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Munlð aðventu- ferðina í Þórsmörk 25.-27. nóv. Sjáumst. Tilkyimirigar Kvöldvaka Ferðafélagsins í kviild, 23. nóvember, veröur fyrsta kvöldvaka vetrarins í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni kvöldvökunnar verður: Eftir- taka af kvikmynd sem Guðmundur frá Miödal tók á árunum 1944-1954, að mestu leyti í Tindfjöllum. Myndin er þögul en Ari Trausti, sonur Guðmundar, skýrir það sem fyrir augu ber og svarar spum- ingum gesta. Hér er um að ræða áhuga- verða hebnildarmynd um fjallaferðir og einstakt tækifæri að kynnast ferðamáta á þessum árum. Myndagetraun að lok- inni dagskrá og verðlaun veitt fyrir réttar lausnir. Allir velkomnir, félagar og aðrir. Aðgangur kr. 150. Veitingar í hléi. Tónleikar Bubbi Morthens í Tunglinu Bubbi Morthens mun halda trúbador- tónleika í Tunglinu nk. fimmtudags- kvöld, 24. nóv. Bubbi hefur að undan- fómu verið á tónleikaferð í skólum höf- uðborgarsvæðisins. Bubbi hefur spilað fremur lítið hérlendis og þá einkum vegna anna við útgáfuna á Serbian Flow- er í Skandinavíu. Upptökum á Serbian Flower lauk í vor en nokkra síðar hófst tveggja mánaða langt hljómleikaferðalag um Skandinavíu sem gerðist í kjölfar útkomunnar á smáskífunni Moon in the Gutter. Nokkrar vikur era nú liðnar síð- an Serbian Flower kom út og nú síðast á fóstudaginn gáfu Mistlur út aðra smá- skifu af plötunni. Lagið, sem varð fyrir valinu, er Voices for Freedom eða í frels- arans slóð í verulega breyttri útsetningu. Tónleikar Bubba í Tunglinu nk. fimmtu- dagskvöld verða síðustu sólótónleikar hans um skeið því að í næstu viku kemur út plata Bubba og Megasar, Bláir draum- ar. sem fylgt verður eftir meö annars konar uppákomum. Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands Nk. fimmtudag, 24. nóv.. heldur Sinfóníu- hljómsveit íslands tónleika utan áskrift- ar í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá verður tónlist úr þekktum og vinsælum söngleikjum þessarar aldar. Leikin verður tónlist úr Birtingi (Candide) og Sinfóniskir dansar úr West Side Story eftir Leonard Bernstein, lög úr söngleiknum Cats eftir Andrew Lloyd Webber og að lokum sönglög úr Porgy og Bess eftir George Gershuin. Til að syngja þessa sönpa hefur hljómsveitin féngið til liðs við sig tvo bandaríska blökkusöngvara, Priscillu Baskerville, sópransöngkonu og Michael Lofton, bar- ítónsöngvara. Hljómsveitarstjóri er Murry Sidlin. Briáge Bridgesamband íslands íslandsmót kvenna og yngri spilara 1988 í tvímenningi var haldiö helgina 19. og 20. nóvember í Sigtúni 9. í kvennaflokki var keppnin mjög hörð en Steinunn Snorradóttir og Þor- gerður Þórarinsdóttir tryggðu sér sigurinn í lokaumferðinni. í ungl- ingaflokki leiddu Matthías Þorvalds- son og Hrannar Erlingsson mestallt mótið og sigruðu næsta örugglega. Þátttaka í íslandsmótinu nú var heldur dræm. 18 pör tóku þátt í kvennaflokki og aöeins 12 pör í flokki yngri spilara. Spiluð voru íjögur spil milli para en spilarar í yngri flokkn- um spiluðu tvöfalda umferð. Lokast- aöa efstu para varð þessi: 1. Steinunn Snorradóttir- Þorgerður Þórarinsdóttir 96 2. Anna Þóra Jónsdóttir- Hjördís Eyþórsdóttir 82 3. Júlíana Isebarn- Margrét Margeirsdóttir 76 4. Hrafnhildur Skúladóttir- Kristín ísfeld 62 5. Esther Jakobsdóttir- Valgerður Kristjónsdóttir 42 Yngri spilarar: 1. Matthías Þorvaldsson- Hrannar Erlingsson 81 2. Ari Konráðsson- Júlíus Sigtujónsson 41 3. Bemharð Bogason- Hlynur Garðarsson 34 4. Guttormur Kristmundsson- Jón Bjarki Stefánsson 17 5. Guðjón Bragason- Daði Bjömsson 15 Fréttir Kjamorkuvopnatilraimir: Enn breytt afstöðu hjá íslendingar sátu hjá þegar tillaga um stöðvun allra kjarnorkuvopna- tilrauna var samþykkt í nefnd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í lok síðustu viku. Þar með er ljóst að atkvæði okkar falla öðruvísi en í fyrra en þá greiddum við atkvæði með þessari tillögu. Hún kemur líklega til afgreiðslu í allsherjarþinginu sjálfu í næstu viku. Afstaða okkar nú er orðin sú sama og í. utanríkisráðherratíð Matthíasar Mathiesen á 41. alls- herjarþinginu. Mexíkó er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en Finnland og Svíð- þjóð eru meðflutningslönd. 118 þjóðir greiddu atkvæði með tillög- unni og þar á meðal hin Norðurl- öndin. 3 lönd voru á móti en 13 ríki sátu hjá. Þá hefur afstöðu okkar til álykt- unar um framkvæmd afvopnunar verið breytt en það er tillaga sem Tékkóslóvakía og Úkraína flytja. Við greiddum atkvæði með þessari tillögu í fyrra fyrir mistök, eins og frægt varð, en nú sitjum við hjá eins og flest Vesturlönd. -SMJ Félagsvísindastofiiim: Framsókn sækir á í könnun sem Félagsvísindastofn- un Háskólans gerði fyrir Morgun- blaðið 9. til 14. nóvember kemur fram að Framsóknarflokkurinn er nú næststærstur stjórnmálaflokka með 23,3% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 29,6% fylgi. Kvenna- listinn er með 21,3%, Alþýðubanda- lag 10,6%, Alþýöuflokkur 10,5% og Borgaraflokkur 3%. Frá því að Félagsvísindastofnun gerði sína síðustu könnun hefur Framsóknarflokkurinn aukið fylgi sitt verulega en þá var hann með 19,1%. Alþýðubandalagið hefur einn- ig bætt nokkuð við sig en Kvennalist- inn tapar mestu, var með 28,4%. -SMJ Memung i Þrír gullhringar í kaffibolla - sýning Kristins G. Harðarsonar í Nýlistasafninu Kristinn Guðbrandur Harðarson - Nútima sálarfræði, útsaumur, 1988. DV-mynd Brynjar Gauti Kristinn Guðbrandur Harðarson er tvimælalaust einhver uppáfmn- ingasamasti myndlistarmaður sem við eigum, eins og hlýtur að blasa viö hverjum þeim sem skoðar sýn- ingu hans í Nýlistasafninu (til 4. des.). Á boðskorti Kristins stendur að- eins að hann ætli að sýna skúlptúr, útsaum og lágmyndir sem út af fyr- ir sig sætir ekki tíðindum. En þegar á vettvang er komið kemur upp úr kafinu að Kristinn leggur nokkuð annan skilning í hugtök eins og „skúlptúr", „lág- myndir" og myndmótun yfirleitt heldur en flestir, ef ekki allir, starfsbræður hans. Hann lætur sér ekki nægja sam- setningu á traustUm og gamal- reyndum efniviði, eins og tré, gifsi, steinsteypu og gleri, heldur bætir hann við ýmsu öðru sem hingað til hefur lítið sem ekkert komið við sögu myndlistarinnar: rusli úr ryk- sugupokum, mold, sagi, bandspott- um, sultu, glerkrukkum, lyklum, rakvélarblöðum, og er þá fátt eitt nefnt. En Kristinn er ekki einasta öld- ungis hleypidómalaus í vali sínu á fastaefnum heldur virðist hann ekki gera mikinn greinarmun á þeim og orðum, setningum og af- strakthugtökum er kemur að hinni eiginlegu smið verkanna. Upphrópanir Eitt mesta verkið á sýningunni, „Nótt eina“, er í senn nokkurs kon- ar myndræma með klassisku yfir- bragði, lágmynd í dadaískum stíl og myndasaga þar sem KGH leggur að jöfnu ýmsar prentaðar upplýs- ingar og upphrópanir („Dautt og þungt loft“, „Pamela Panda (úr pappa) hallast upp að veggnum", „Þrír gullhringar í kaffibolla", „Lykt af nýju gólfteppi“ ...) og Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson áþreifanlegar staðreyndir verks- ins, rakvélarblöö, kaffikorg, tin- dáta o.fl. og lætur áhorfandanum síðan eftir að tengja á milli. En þrátt fyrir hin gjörólíku efni og hugmyndir, sem koma saman í verkum Kristins, eru þau langt frá því að vera ágeng eða ósamhljóma. Svo er fyrir að þakka kankvísri og ljóðrænni skaphöfn listamanns- ins, þeim ásetningi hans að grafast sífellt fyrir um það sem Barthes kallaði „ófarganlega merkingu hlutanna", frémur en að sviðsetja dramatískar myndrænar uppá- komur. Áhorfandinn hefur á tilfinning- unni að fyrir listamanninn sé myndlistin í hefðbundnum skiln- ingi aðeins ein af ótal mörgum rannsóknaraðferðum sem skap- andi einstakhngi sé frjálst að nota. í því sambandi má geta þess að Kristinn hefur bókfært ýmsar hug- myndir sínar og gefiö út. Einlægni og elskusemi Því hleypur hstamaðurinn ekki aðeins á milli gjöróhkra efna og aðferða - allt frá klambursmíði til völundarsmíði - heldur notar hann einnig hin ýmsu stílbrigði og stefn- ur hstasögunnar eftir lientugleik- um. Þannig bróderar KGH í settlegum afstraktstíl, límir saman glerbrot og gerir úr nýexpressjónískan kah, afbakar táknum hlaðnar lágmynd- ir Einars Jónssonar eða raðar sam- an kubbum eins og naumhyggju- menn. Allt er þetta gert af einlægni og elskusemi sem slær á alla vandlæt- ingu hjá áhorfandanum og vekur hjá bestu mönnum löngun til að taka þátt í leiknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.