Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 2
2
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989.
Fréttir
Fimmta einvígisskák Jóhanns og Karpovs:
Meistaraleg drottningarfórn
tryggði Karpov jafntefli
„Átti ekki von á því aö vinna þriðju skákina,“ sagöi Karpov
Jón L. Ámason, DV, Seattte:
Áhorfendur í Lakeside skólanum í
Seattle klöppuðu Jóhanni Hjartar-
syni og Anatoly Karpov lof i lófa er
þeir tókust í hendur og innsigluðu
jafntefli í 5. einvígisskákinni, sem
lauk um hálffimm í morgun að ís-
lenskum tíma. Jóhann bauð Karpov
jafntefli er hann sá enga möguleika
lengur í stöðunni. Þar með sigraði
Karpov í einvíginu, hlaut 3,5 v. gegn
1,5 vinningum Jóhanns.
Skákmeistararnir sátu í um hálfa
klukkustund á sviðinu að skákinni
lokinni og skoðuðu möguleikana.
Skákin var mjög spennandi, staðan
flókin og vandmetin framan af eftir
spænska byrjun. Karpov fómaöi peði
og síðan kom hann öllum á óvart
með því að láta drottninguna fyrir
hrók og biskup. Fléttan tryggði hon-
um jafntefli því að Jóhann komst
hvergi í gegnum vamarmúrinn.
„Þetta var besta skákin í einvíg-
inu,“ sagði Karpov í stuttu spjalli við
DV, „en Jóhann langaði til að tapa
henni,“ bætti hann við. „Er hann
bauð jafntefli ætlaði hann aö leika
drottningu sinni á d3 en þá hefði
hann tapaö taflinu," sagði Karpov
og rakti afbrigðin.
Karpov kvaðst ekki hafa átt von á
því að vinna 3. skákina með svörtu
mönnunum - eftir það hefðu úrslit í
einvíginu nánast verið ráöin. „Jó-
hann gerði hræðileg mistök í þeirri
skák er hann lék riddara sínum frá
b5 til c3,“ sagði Karpov. „Einvigiö
var áhugavert, einkum frá fræöileg-
um sjónarhóli. Allar skákimar höfðu
þýöingu fyrir byrjanafræðina."
Skák
Jón L. Árnason
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: Anatoly Karpov
Spænskur leikur
I. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6
5. (W) Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0
9. h3 He8 10. d4 Bb7 11. a4
í þriðju skákinni tók Jóhann aðra
stefnu, með þvi aö leika 11. a3, en þar
kom hann ekki að tómum kofunum.
Textaleikurinn er skarpari enda er
nú að duga eða drepast.
II. - h6 12. Rbd2 Bf8 13. Bc2 exd4 14.
cxd4 Rb4 15. Bbl bxa4
Karpov tók sér góðan tíma á fyrstu
leikina. Hann hefur eflaust óttast
heimarannsóknir Jóhanns eftir 15. -
c5 16. d5 Rd7 17. Ha3, eins og Kasp-
arov og Karpov hafa í tvígang teflt.
Hann sneiðir hjá þessu „tískuaf-
brigði" og hverfur aftur að leik sem
hann lék sjálfur gegn Balashov á
Skákþingi Sovétríkjanna 1983.
16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6 18. Rh2
Fram að þessu haföi Jóhann aðeins
eytt 6 mínútum en nú hugsaði hann
í 25 mínútur. Balashov lék 18. Hae3
en komst lítt áleiðis.
g6 19. Rg4 Rxg4 20. Dxg4 c5!
Þetta mun vera nýr leikur í stöð-
unni. Svartur nýtir tækifærið til að
bijóta upp miðborðsstöðuna meðan
hvítur getur ekki svarað með 21. d5
- svartur myndi einfaldlega drepa á
d5, því að e-peðið er leppur.
21. dxc5 dxc5 22. e5 Dd4 23.
Dg3
Reynir að halda spennunni í stöð-
unni en þetta er tvíbentur leikur.
Svartur kemur sér nú vel fyrir á
miðborðinu. Mögulegt var að fara í
drottningakaup en svartur ætti að
halda sínu í endataflinu.
23. - Hae6
Eftir langa umhugsun. Flestir
bjuggust við 23. - c4!? strax, sem hót-
ar 24. - Rd3.
24. Hae3 c4
25. Bf5!
Jóhann átti hálfa klukkustund eftir
er hann hafði lokið þessum leik,
Karpov 48 mínútur. „Staðan er afar
tvísýn," sagði stórmeistarinn Benj-
amin í skákskýringasalnum og klór-
aði sér í kollinum. Næsti leikur
Karpovs er nánast þvingaður því að
ekki getur hann leyft 25. - H6e7? 26.
e6! o.s.frv. með sterkri sókn.
25. - Rd3 26. Bxd3
Ekki 26. Bxe6? Hxe6 og riddari
svarts ræður ríkjum á borðinu. Jó-
hann virðist nú vera að vinna peö
en Karpov hefur snjall Hxcl
Karpov hefur fengið hrók og bisk-
up fyrir drottninguna og nú hótar
hann að tvöfalda hrókana á 1. reita-
röðinni. Staða svarts er afar traust
og hvergi snöggan blett að sjá.
30. Rf3 Hc5! 31. Hd7 Bxf3! 32. Dxf3 Hf5
Jóhann tapar nú f-peðinu, því að
33. Dg3 Bg7! með hótuninni 34. - Be5
er hagstætt svörtum. Hann tók því
þann kostinn að bjóða jafntefli og
Karpov var fljótur að þiggja.
Ætlun Jóhanns var að leika 33. Dd3
(að sögn Karpovs er best að leika 33.
Ddl Hxf2 34. Hd2 með jafntefli) en
eftir skákina benti Karpov á að þessi
leikur tapar. Framhaldið yrði 33. -
Hxf2 34. Hd8 Hxd8 35. Dxd8 Hxb2 36.
Dxa5 Bd6 + 37. Kgl Bg3! 38.Dd8 + Kh7
39. Ddl h5 og síðan leikur svartur
h5-h4 og hvitur er vamarlaus gagn-
vart tilfæringunni Hf2-f5-e5
Jóhann Hjartarson:
„Erfitt að fá frum-
gegn Karpov“
Eftir jafnteflisskák þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs í nótt er ein-
víginu lokió meó sigri Karpovs. Hann fékk þrjð og hálfan vinning gegn ein-
um og hálfum vinningi Jóhanns. Með þeim á myndinni er Carol Jarecki
skákdómari.
Austfirðir:
Allir vegir eru ófærir
kvæði
Jón L. Ámason, DV, Seattle:
„Að loknu þessu einvígi flnnst mér
mestu skipta sú reynsla sem íslensk-
ir skákmenn í fremstu röð hafa öðl-
ast við þetta og hún á vonandi eftir
að koma að góðum notum síöar,"
sagði Jóhann Hjartarson í samtali
við DV eftir að hann og Karpov höfðu
samið um jafntefli í fimmtu einvígis-
skákinni.
„Ég hefði getað geflð mér betri tíma
til undirbúnings en spurning er
hverju það hefði breytt. Mér finnst
kjánalegt að eyða öllum kröftum í
eitt sex skáka einvígi sem tekur tvær
vikur og láta allt annað sitja á hakan-
um. Annars var undirbúningurinn
mjög góður en það er erfitt að eiga
við svona gengi sem Karpov hefur í
kringum sig. Hann er með nýjungar
Amarflugsmaliö:
Viðbrögð
fráKLM
„Við höfum fengið viðbrögð frá
KLM og fleirum en máhð er á það
viðkvæmu stigi að útilokað er aö
fjalla ítarlega um þátt einstakra fjár-
magnsaöila fýrir opnum tjöldum.
Máhð er enn mjög opið,“ sagði Krist-
inn Sigtryggsson, forstjóri Amar-
flugs, viö DV.
„Það er verið að reyna að setja
saman dæmi sem gengur upp þannig
aö fyrirtækið geti starfaö áfram án
greiðsluerfiðleika. Lausn sú sem
reynd var fyrir tveimur árum reynd-
ist of lítil og við ætliun ekki að
brenna okkur á því aftur." -hlh
á takteinum sem ekki er hægt aö
átta sig á nema með mikilli yfirlegu."
„Karpov virðist hafa óvenju þrosk-
aöa óttatilfinningu og finnur á sér
þegar verið er að brugga honum
launráð. Það er erfitt að tefla við
Skák
Jón L. Árnason
hann - erfitt að fá frumkvæði í skák-
unum, sem maður er vanur aö fá
gegn öðrum í a.m.k. annarri hverri
skák. Hann er gríðarlega öruggur
skákmaður.
Ég er ekki ánægður með tafl-
mennsku mína en gangur einvígisins
kemur þó ekki á óvart. Mér fannst
erflðast að eiga við hann í byrjunum.
Þegar hann er kominn með betra
mega menn hafa sig alla við aö halda
sínu. Mér tókst að koma honum á
óvart í 4. skákinni og þá gat ég teflt
við hann á jafnréttisgrundvelli,“
sagði Jóhann Hjartarson.
Mörg verkefni bíða Jóhanns að
loknu einviginu við Karpov. Næst
heldur hann á stórmeistaramótið í
Linares sem hefst 18. þessa mánaður.
Karpov verður einnig meðal þátttak-
enda þar en mótið verður af 16. styrk-
leikaflokki. Síðan teflir Jóhann á
fjögurra manna móti í Amsterdam,
ásamt Short, Timman og Ivantsjúk.
í apríl er heimsbikarmótið í Barcel-
ona á dagskrá og heimsbikarmót í
Rotterdam bíður Jóhanns í júní.
Nánast allir vegir á Austfjörðum
voru ófærir í morgun. Vegna mikill-
ar snjókomu var ekkert farið að huga
að mokstri. í gærkvöld féllu tvö snjó-
flóð á veginn í Vattamesskriðum
sem hggur á milli Reyðarfjarðar og
Fáskrúðsfjarðar.
Ófært er á milh ahra þéttbýhsstaöa
á Austurlandi. í morgun var versta
veðurvíðafyriraustan. -sme
Skýring á t£ Peysai ipi Jóhanns: hvarf sér til Seattle en önnur peysa átti þó að íæra Jóhanni lukku, skák-
Jíra L. Ámasan, DV, Seatde
íslendingamir sem fylgdust með einvíginu í Seattle höfðu skýringar á reiðum höndum á því hvers vegna Jóhann beið lægri hlut. Þeir peysa sem FUippía Sigurðardóttir á Húsavík prjónaði og sendi Halh. Hahur pakkaöi peysunni niður í
teiju orsoKiud vera amaruuu peysuhvarf. Hallur Hallsson, fréttamaður þjá Skák
Sjónvarpinu, vakti þjóðarathygh er Jóhann gllmdi við Kortsnoj i Jón L. Árnason
Saint John fyrír grænu peysuna sfna. Sumir trúöu þvf að Jóhann ynni þegar Hallur væri f peysunní, en tapaði annars. Hallur haföi grænu peysuna með feröatösku en er hann var kominn th Seattle fannst hún ekki, hvemig sem hann leitaði. Þykir þetta peysuhvarf með raestu ólfMndum.