Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Ríkissjóðshallinn
Hallinn á iiKissjóði er áætlaður rúmir sjö milljarðar
króna á siðasta ári. Er þó engan veginn víst að öll kurl
séu komin til grafar því þetta eru bráðabirgðatölur. Fjár-
málaráðuneytið hefur áður gefið út bráðabirgðatölur
og það er i .ki lengra síðan en í september að ráðuneyt-
ið spáði sjö hundruð milljóna króna halla. Nú hefur sú
tala tífaldast. Æth halhnn fari ekki að nálgast tíu mhlj-
arða áður en yfir lýkur?
Menn geta velt tveim ríkisstjórnum upp úr þessum
hroðalegu niðurstöðum. Stjórnmálaflokkarnir munu
eflaust hefja rifrildi um það hverjum sé um að kenna.
Almenningur mun auðvitað ekki verða neinu nær og
sú deila mun aðeins undirstrika ábyrgðarleysið sem
ríkir á þessum vettvangi. Sömuleiðis er hægt að hafa
ríkissjóðshahann í flimtingum og hæðast að óráðsíunni
og vanþekkingu ráðuneytisins á stöðu ríkisijármálanna.
Það er með hreinum ólíkindum hvernig hægt er að
áætla í september sjö hundruð mihjónir í haha þegar
hann reynist svo sjö milljarðar þegar upp er talið.
En fjármál ríkisins eru ekki gamanmál og þjóðfélagið
er htlu bættara þótt skuldinni sé skeht á þennan eða
hinn. Halli á fjárlögum er ekki nýtt fyrirbæri og hefur
verið fylgifiskur flestra fjármálaráðherra þótt sjaldan
eða aldrei hafi hann verið eins geigvænlegur og nú.
Auðvitað eru th skýringar á þessum halla og eru þar
nefndar til sögunnar minni tekjur og margvíslegar
björgunaraðgerðir fyrir atvinnuhfið sem ekki skal gert
htið úr. Ástæða er líka th að halda að ýmsum og stórum
útgjöldum hafi verið velt yfir á síðasta ár rétt fyrir ára-
mótin og þannig slakað á aðhaldi og bremsum.
Kjarni málsins er samt sá að ríkisfjármálin eru í
dæmalausum ólestri. Útgjöldin fara fjóra mihjarða fram
úr áætlun, án tihits th tekjuhhðarinnar. Þrátt fyrir fóg-
ur loforð og fyrirheit virðist bruðhð taumlaust og eyðsl-
an óseðjandi þegar ríkisreksturinn er annars vegar.
Sama hver á í hlut. Aðhaldsaðgerðir eru boðaðar á
hveiju ári og af hverjum fjármálaráðhera en þegar upp
er staðið blasir sama niðurstaðan við. Halh og aftur
halh.
Rekstur íslenska ríkisins er ekki mikhl eða merkheg-
ur í samanburði við önnur þjóðfélög. Fjárlögin eru
minni en í meðalstóru fyrirtæki erlendis. Auðvelt er að
hafa yfirsýn yfir slíkan rekstur. Það er á færi eins eða
tveggja Qármálastjóra hjá vel reknum fyrirtækjum. Ef
fjármálastjóri í einkageiranum skilaði frá sér þeim
haha, sem nú blasir við hjá íslenska ríkinu, væri hann
umsvifalaust rekinn.
Hér á íslandi er fjármálaráðherra ekki alráður. Hann
býr við fjölmennisstjórn þar sem meðráðherrar hans
eru með í ákvarðanatökunni. Hann er háður pólitískri
stjórn, hann er upptekinn við aðra stjórnsýslu, bundinn
lögum og lögbundnum útgjöldum og mannahaldi, sem
gera honum erfitt fyrir.
Þær hugmyndir hafa verið settar fram að binda skuli
í stjórnarskrá að Qárlög fari ekki fram úr ákveðnu hlut-
falli af þjóðartekjum. Þetta er ein hugmynd og ekki
verri en hver önnur. Það þarf að stöðva þann hugsunar-
hátt að ríkissjóður sé botnlaus hít. Skuldir ríkissjóðs
við Seðlabankann kosta einn og háhan mihjarð í vexti.
Ríkissjóðshallinn kahar á meiri skatta. Þetta gengur
auðvitað ekki lengur. Það vantar aðhald, ábyrgð og
vald til að stemma stigu við stjórnlausum ríkisrekstri.
Ríkissjóðshahinn er ekkert gamanmál.
Ehert B. Schram
Nú er (möskva)-
mælirinn að
verða fullur
í DV á miðvikudagimi var réðst
fram á ritvöliiim vörpulegur starfs-
maöur Landhelgisgæslu íslands
með ýmsar aðdróttanir í garð þess
fyrirtækis er undirritaðir starfa hjá.
Margt var skemmtilegt í grein
þessari og þykir okkur t.d. vænt
um að sjá starfsmanninn kvarta
undan því að fiskimenn séu að
„verja í gríð og erg framleiðand-
ann“ (þ.e. Hampiðjuna). Kannski
sjómenn geri það vegna þess að á
milli þeirra og Hampiðjunnar ríki
gagnkvæmur skilningur á þeim
málum sem fengist er viö hveiju
sinni? Hampiðjan hefur ævinlega
kappkostað að eiga gott samstarf
við þá aðila er henni tengjast. Má
þar t.a.m. minna á víðtækar rann-
sóknir á hegðun fisks gagnvart
veiðarfærum, sem Hampiðjan hef-
ur staðið að í samvinnu við Haf-
rannsóknastofnun, veiðarfæra-
gerðir og sjómenn. Einnig má
nefna samvinnu Hampiðjunnar,
Hafrannsóknastofnunar, sjávarút-
vegsráðuneytis og Landhelgis-
gæslu þegar reglugerö um 155 mm
lágmarksmöskvastærð í þorsk-
pokum var sett áriö 1977.
Löglegt verður ólöglegt
Þetta góöa samstarf hélt síðan
áfram í mörg ár, eða alit þar til á
síðasta ári að Gæslan kaus að ijúfa
það. Þau rof hófust þegar Land-
helgisgæslan tók einhhða og án
nokkurs samráðs, ekki einu sinni
við viðkomandi ráðuneyti, í notkun
nýjan möskvamæh sem mældi
möskvann minni en sú aðferð sem
hafði verið notuð í ellefu ár. Með
því „dæmdu“ þeir ólöglegan, á
einni nóttu, möskva sem hafði ver-
ið löglegur í áratug.
Umræddur starfsmaður segist
ekki kannast við þær mæhreglur
sem um ræðir, þ. e. að nota skuli
10 kg lóð neðan í möskvamæhnn
leiki vafi á um mæhnguna. Svo
kann að vera. Því látum við úr-
drátt úr bréfi sjávarútvegsráðu-
neytis fylgja hér með, en í því voru
fyrirmæli þess til Landhelgisgæsl-
unnar um mæhaðferðir. Betra
seint en aldrei.
Möskvasvindl fyrir sunnan-
skip
Er þá komið að aivarlegri hluta
greinarinnar, þar sem ýjað er að
þvi að Hampiðjan hnýti vísvitandi
þorskpoka með minni möskvum
fyrir skip frá suðvesturhomi
landsins en fyrir skip frá öðrum
landshlutum. Þessi aðdróttun er í
alla staði röng, fáránleg og jaðrar
að okkar mati við atvinnuróg.
Hvort svo er veröur lögfræðingum
falið að kanna nánar.
Öh net fyrirtækisins fyrir ís-
lenskan markað eru hnýtt á ná-
kvæmlega sama hátt og enginn
greinarmunur gerður á því hvort
þau eru seld norður, suður, austur
eða vestur. í rökleiðslum, sem
starfsmaðurinn byggir aðdróttanir
sínar á, býr hann til forsendur um
að pokarnir hafi þegar verið orðnir
teygðir þegar Gæslan mældi þá,
dregur þá tognun síöan frá niöur-
stöðum mæhnganna og fær út úr
því möskvastærö sem er töluvert
undir lágmarksmöskva! Þetta er
auðvitað gersamlega út í hött. Mis-
munandi tognun á pokum sunnan-
skipa og norðanskipa á sér eðhlega
skýringu. Það er alkunna að mörg
sunnanskipanna eru mest á karfa-
veiðum en langtum minna á þorsk-
veiðum. Þess vegna eru karfapokar
sunnanskipa nokkuð teygðir en
þorskpokar síður. Þá getur möskvi
í poka, sem lítiö er notaöur, átt það
til aö mælast örhtið minni með tím-
anum þegar losnar um spennu í
Kjallariim
Gunnar Svavarsson
forstjóri
Guðmundur Gunnarsson
sölustjóri hjá Hampiöjunni hf.
garninu og frumþráðum þess eða
er óhreinindi setjast í garnið.
Einblínt með blinda auganu
Starfsmaður Gæslunnar gerir
einnig létt grín að þeim netum sem
Hampiöjan framleiðir. Hann kveð-
ur þau ekki þola sól, ekki að veðr-
ast, þau þoli hvorki slor né gróður,
ekki kulda og að netin hhti bara
engum venjulegu lögmálum. Nú er
það svo að netin þola þetta aht og
það ágætlega enda hefur hráefni
þeirra (polyethylen) orðið fyrir val-
inu sem botntrohsefni hjá flestum
þjóðum heims. Menn verða að
skilja að verið er aö vinna með net
sem búið er til úr teygjanlegum
plastþráðum en ekki net steypt úr
stáh.
Horfi menn einstrengingslega
fram hjá þessari staðreynd er ekki
við góðu að búast. Það er ekki
lengra síðan en í desember að einn
yfirmaður Gæslunnar í landi lýsti
því yfir í vitna viðurvist að þeir
færu nú ekki að taka menn fyrir
„smotterí", eins og hann orðaði
það, og á þá væntanlega við nokkra
millímetra tíl eða frá í möskva-
stærð. En annað hefur verið uppi
á teningnum. Skipi var nýlega snú-
ið í land og skipstjóri færður fyrir
dómstóla vegna fráviks í möskva-
stærð sem nemur þykkt á haus á
eldspýtu. Sé þetta sú alúð sem talað
var um í umræddri kjallaragrein
DV þá þykir okkur nú sem lög um
vemdun fiskistofna séu túlkuð í
gegnum blinda augað.
Millímetrastríölð
Vissir starfsmenn Landhelgis-
gæslunnar hafa reynt að snúa
möskvamálinu upp í mhhmetra-
stríð gegn Hampiðjunni. En slíkt
stríö hefði víðtækari áhrif. Útgerðir
„...Landhelgisgæslan tók einhliöa og
án nokkurs samráös, ekki einu sinni
við viðkomandi ráðuneyti, í notkun
nýjan möskvamæli sem mældi möskv-
ann minni en sú aðferð sem hafði verið
notuð í ellefu ár.“
Úrdráttur úr bréfi sjávarútvegsráðuneytis.
„Möskvamælir í 55 mm möskva. - Þykkt eldspýtuhaussins skilur á milli
ranglátra og réttlátra hjá Landhelgisgæslunnl."
. nv?> h.andáraki. Samkvsrr.t þcssu ska.l 10 kc ÍÓÖ hcnct í spjaldiA,
þe^ar vafi loikur á því hvort netió sé af löglegri ct.-crö eöa •
ckki. Fari spjaldiö i gegnum möskvann stendur hann mal
annars ekki.
í landinu eiga þegar við nægan
vanda að etja, þó ekki bætist við
togstreita um mæliaðferðir og
milhmetra, sem kosta útgeröirnar
mihjónir. Einnig er afar óskemmti-
legt fyrir skipstjóra að eiga það
stöðugt yfir höfði sér að vera færð-
ir til hafnar sem sakamenn fyrir
það eitt að rækja starfið í góðri trú.
En nú er mál að linni. Við mun-
um á öðrum faglegum vettvangi
gera nánari grein fyrir ýmsum at-
riðum er snerta þetta mál. Sjávar-
útvegsráðuneytið hefur fahð Haf-
rannsóknastofnun að gera tihögur
að breyttri reglurgerð um möskva-
stærð botnvörpu og flotvörpu. Þær
thlögur veröa væntanlegá kynntar
hlutaðeigandi aðhum sem þá fá
tækifæri th að koma athugasemd-
um og ábendingum á framfæri. Það
eru tilmæli okkar að menn fái
vinnufriö við þetta verkefni og
jafnframt er það eindregin von
okkar aö hið góða samstarf, sem
áður ríkti mhli allra hagsmunaað-
ha í máli þessu, takist á nýjan leik.
Þótt kjallaragreinarhöfundur hafi
einungis óskað góðs samstarfs við
sjómenn þá viljum við í Hampiðj-
unni hafa það samstarf víðtækara
og bjóðum m.a. Landhelgisgæslu
fuha aðstoð og samvinnu í þessu
máli.
Gunnar Svavarsson,
Guðmundur Gunnarsson