Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Page 15
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. 15 Hagsveifla, hand afl og vextir Hagsveiflur eru óhjákvæmilegar en hættulegasta afleiöing frjálsar hagstjórnar. Þær ógna stundum sjálfu lýðræðinu. Við höfum nýlega orðið vitni að einni slíkri sveiflu. Efnahagsleg bjartsýni myndaðist, framleiðsla og viðskipti jukust, verðlag og laun hækkuðu, lántökur mögnuðust og skammtímaskuld- bindingar urðu tíðari og fyrirtækin um leið viðkvæmari fyrir óhjá- kvæmilegum samdrætti. Við fallið tekur svártsýni við af bjartsýni, fjöldi fyrirtækja lendir í vandræðum, mörg steypast á haus- inn, atvinna dregst saman, tekjur lækka, kaupmáttur minnkar. Bankar kippa að sér hendinni, fyr- irtæki draga úr lántökum, umsvif í þjóðfélaginu minnka og haldast niðri þar til bjartsýnin fer að segja til sín aftur. Hagsveiflur óhjákvæmilegar Sósíalisk úrræði við hagsveiflum áttu nokkru fylgi að fagna á Vest- urlöndum um skeið eða þar til mönnum varð ljóst að ágallar þeirra voru meiri en kostirnir. Við- hlítandi lausnir hafa ekki fundist þótt sumar kenningar hafi reynst notadrýgri en aðrar. Ástæðulaust er að fara út í einstök atriði þessa ágreiningsmáls. Persónulega geng ég út frá því að hagsveiflur séu óhjákvæmilegar í kerfi sem byggir á hagnaði. Efnahagslegu lögmáhn eru til og úrræðin lögmálsbundin en beiting þeirra fremur í ætt við hst en vísindi. Ekkert þjóðfélag getur lifað lengi Kjallaiiim Ásmundur Einarsson útgáfustjóri í trássi við efnahagslögmálin. Stal- ín skrifaði fræga ritgerð í Bolsvík- ann 1952 og tjáði undirsátum sínum að þeir gætu ekki til eilífðar búið í einangruðu hagkerfi, og virt efna- hagslögmáhn að vettugi. Einangr- að hagkerfi getur náð vissum ár- angri en viðurkenning á lögmálum efnahagslífsins er forsenda end- umýjandi þróunar til lengri tíma Utið. Við erum um þessar mundir fjarlæg vitni að umbótatilraunum Sovétmanna og það er í vissum skilningi í allra þágu að þær takist eins og best verður á kosið. Sjálfir eigum við fuflt í fangi með að brjóta okkur út úr einangrun- arhugmyndum, sögulegum, stjóm- málalegum, efnahagslegum, land- fræðilegum og þekkingarlegum hugmyndum. Við reynum þetta þótt einangrun sé okkur styrkur upp að vissu marki, ekki síður en Sovétríkjunum og Bandaríkjunum á þeirra vaxtarskeiði. En þótt við teljum okkur vera að ijúfa einangr- un á einum stað er líklegt að við forum á sama tíma á braut inn í aðra tegund einangrunar. Uthugsuð einangrun Gott dæmi um sefjun af völdum úthugsaðrar einangrunar er að finna í leiðaraskrifum Tímans, a.m.k. öðru hvoru. Mér er minnis- stæður leiðari blaðsins þegar sér- fræðingar voru sakaðir um að hafa ekki komið með skýringar á orsök- um íslenskrar óðaverðbólgu. Ef eitthvað hefur ekki skort er það einmitt útskýringar af því tagi. Nýlega var sagt í sama blaði að verðbólgan væri sorgarsaga og ekki ástæða til að gera Utið úr verð- bólgu „Framsóknaráratugarins" eftir 1971. Og svo kom þessi guU- væga setning: „Einn þáttur í þess- ari sorgarsögu er hlutur banka og efnahagssérfræðinga á þessu tíma- biU hvað varðar úrræði til þess að halda verðgUdi sparifjár. Banka- kerfið virðist ekki ráða við þann vanda að tryggja hag sparifjáreig- enda á þessu tímabiU." Við þessu er aðeins eitt svar, tU að komast hjá löngu máU: Það var ekki ætlast tU þess af þeim. Einnig segir Tíminn: „í rauninni viðurkenna allir, að svo lokað lána- kerfi eins og er á íslandi, krefst miðstýringar framar því sem gerist í stærri markaðsþjóðfélögum." Ekki veit undirritaður hvað Tíminn á við með „miðstýringu“ en sem kunnugt er þá hefur banda- ríski seðlabankinn reynst eitt sterkasta miðstýringarafl í pen- ingamálum síðustu áratuga. Loks segir Tíminn eftir að hafa skrifað um „lokað lánakerfi einsog er á íslandi“, að búið sé „að opna aUar gáttir fyrir gróðabralh á lána- markaðnum". Hvort er kerfið opið eða lokað, að dómi Tímans? Blaðið talar um þá „örgu“ viUu að „taka upp óhefta hávaxta- stefnu“. Hvað skyldi Tíminn kaUa það þegar afíoll af skuldabréfum „Ef ríkisstjórnin vill frysta lánskjara- vísitöluna í þrjá mánuði til að ná niður verðbólgu og útrýma verðbótum og stuðla þannig að sterkari rekstrarstöðu fyrirtækjanna er út af fyrir sig eðlilegt að „handafli“ sé beitt.“ voru 55% og stundum gott betur og okurlög í fullu gUdi? Frysting lánskjaravísitölu MUúl afföfl og háir vextir verða ekki til af sjálfu sér. Steingrímur Hermannsson sagði nýlega á Stöð 2 að fjármagnskostnaðurinn hefði ekki verið vandamál þar tU 1986 og réttilega. Síðan kom margfræg þensla 1986, kosningaþensla 1987 og því miður ekki fullnægjandi gagnráðstafanir svo vextir hækk- uðu. En þegar faUið kom hlutu vextir að lækka eins og annað, þó að því tílskildu að ríkisstjómin eyddi óvissu um stefnu sína í efna- hagsmálum. Ef ríkisstjórnin vUl frysta láns- kjaravísitöluna í þrjá mánuði til að ná niður verðbólgu og útrýma verðbótum og stuðla þannig að sterkari rekstrarstöðu fyrirtækj1 anna er út af fyrir sig eðhlegt að „handafli" sé beitt. En ef miðstýr- ingin og handaflið er ekki þáttur í markvissri stefnumótun og skammtímatæki verður að hta svo á að tilhneigingar til einangrunar hafi sótt á landsstjómina og að fyr- irtækjum hafi rétt einu sinni enn verið „bjargað“ en þjóðin tapað. Ásmundur Einarsson „Persónulega geng ég út frá þvi að hagsveiflur séu óhjákvæmileg- ar í kerfi sem byggir á hagnaði," segir m.a. í greininni. Því vígbúumst við í þíðunni? Það er venja fjölmiðla að spyrja fólk um áramót hvað því var minn- isstæðast frá árinu sem var að líða. Um síðustu áramót var eftirtektar- vert hve margir minntust og fógn- uðu þeim áfóngum sem náðst hafa í afvopnunarmálum stórveldanna. Vilji erallt sem þarf Sá langþráði pólitíski vUji til að draga úr vígbúnaði, sem komið hefur fram hjá stórveldunum, hef- ur greitt fyrir samningum um víð- tæka afvopnun, bæði á sviði kjarn- orkuvopna og einnig á sviði hefð- bundins vígbúnaðar. Þíðan í sam- skiptum stórveldanna endurspegl- ar einlægar óskir almennings um friðsamleg samskipti þjóöa, um veröld án kjarnorkuvopna. Þessar óskir hafa verið ötullega bornar fram af friðarhreyfmgum um margra ára skeið; þær hafa verið tjáðar í skoðanakönnunum í mörg- um löndum og loks virðast þær hafa borist valdhöfum til eyma. Fjárveitingar tU hermála hafa nú þegar gengið nokkuð nærri ríkis- sjóðum stórveldanna og seUst svo djúpt að glöggt sér á. Efnahags- vandinn, skuldirnar, fátæktin, ungbarnadauðinn, sjúkdómarnir, ólæsið og atvinnuleysið er ekki lengur fyrst og fremst ógæfa þriðja heimsins. Þessi vandi hefur læðst inn um bakdyr stórveldanna og grafið um sig í því vanrækslunnar tómarúmi sem velferð manna er búin þegar vígbúnaður er meðal forgangsverkefna. Aukinn vígbúnaður hefur því ekki aukið öryggi þess almennings sem stendur straum af kostnaði hans. Þvert á móti, færri njóta ör- yggis í daglegu lífi en áður. Vand- inn heima fyrir hefur knúið vald- hafa stórveldanna tU að hlusta bet- ur á almenning og einnig hvor á annan. Og almenningur hefur fagnað þeirri nýju hugsun sem KjaUarinn Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvennalistans birtist í frumkvæði Gorbatsjovs og jákvæðum undirtektum Reagans þar sem hver nánast ótrúlegur áfanginn rekur annan. Það sem áður reyndist ókleift virðist nú fyr- irhafnarlítið og sannast þar hin fleygu orð: V-Uji er allt sem þarf. Frost á íslandi, þíða erlendis Það skýtur því skökku við þegar við erum minnt á þaö óþyrmilega nú á dögunum hvernig vígbúnaði er háttað í okkar eigin landi, af fréttamönnum sem fóru í heim- sókn í herstöðina á Keflavíkurflug- velli. Vaxandi vígbúnaðaruppbygging hérlendis án tUlits tU þeirrar þró- unar sem nú er orðin á alþjóðavett- vangi vekur sígUdar og nýjar spumingar um hlutverk, stöðu og rétt okkar íslendinga í samfélagi þjóðanna. Hún vekur umhugsun um þá ímynd sem við höfum af okkur sjálfum sem þjóð, um vilja okkar tU að ráða eigin málum, til að vera sjálfstæð, friðsöm þjóð. Hún vekur einnig hugleiðingar um þá framtíðarsýn sem við eygjum í draumi okkar um veruleikann. Hún leiðir okkur þó ótvírætt fyrir sjónir að samkomulag um eyðingu skammdræ'gra vopna og takmörk- un vígbúnaðar hefur ekki enn haft áhrif á vígbúnaðaruppbyggingu í N-Atlantshafi. Við erum líkt og við- skUa við þíðuna og hina jákvæðu þróun eins og við værum ekki sjálf- ráð, geymd en ekki gleymd á gömlu leiksviði kalda stríðsins. Og við verðum stöðugt háðari hernaðarleiknum, efnahagslega og atvinnulega, en árleg greiðsla her- Uðsins til Islendinga slagar hátt upp í núverandi fiárlagahaUa. Þess verður ekki langt að bíða að hér búi færri íslendingar sem muna herlaust ísland en þeir sem alist hafa upp með her í landinu. Vaxandi vígbúnaðaruppbygging fær okkur tU að leita og krefiast svara viö því hvemig ákvarðanir eru í raun teknar um þessi mál fyrir íslands hönd, t.d. um vara- flugvöll, stjórnstöðvar, hUðarflug- brautir og fleira sem virðist krauma í deiglunni. Hyerjir taka þessar ákvarðanir? í umboði hverra? Hvaða hæfni og þekkingu hafa þeir tU þess að meta hlut ein- stakra þátta sem taka þarf afstöðu tU í margslunginni langtímahern- aðaráætlun? Hversu breytanlegar eru slíkar áætlanir í ljósi gjör- breyttra aöstæðna á alþjóðavett- vangi? Hvemig hyggjast íslenskir ráðamenn bregðast við þeirri þró- un sem getur orðið afleiðing af- vopnunarsamninganna, þ.e.a.s. aukning vígbúnaðar í höfunum? Það þarf tæplega að minnast á þá hættu sem hrygningarsvæöum og gjöfulum fiskimiðum okkar er búin afjafnvel minni háttar slysi í kjarn- orkukafbáti. Frumkvæði friðsamrar smáþjóðar Sendinefnd norrænna þing- manna fór á sl. hausti bæði til Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tU að kynna hugmyndir' sínar um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum fyrir fuUtrúum stórveldanna. Stoltenberg, utan- ríkisráðherra Noregs, ásamt öðr- um norrænum þingmönnum er nú að ræða við Yasser Arafat um stofnun sérstaks ríkis Palestínu og lausn á langvinnum og ógnarlegum vandamálum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Staðreyndin er sú að nor- rænar þjóðir njóta velvUdar og trausts á alþjóðavettvangi og frum- kvæði þeirra í friðar- og afvopnun- armálum hefur oft borið góðan ár- angur. í þessum hópi á ísland tví- mælalaust heima og þannig hljót- um við að vUja beita kröftum okkar í stað þess að fljóta með köldum stríðsstraumi, hálsHðamjúk að hoffmanna siö. í kjölfar leiðtogafundarins, sem haldinn var hérlendis, hafa kvikn- að hugmyndir um griðland á ís- landi þar sem fulltrúar erlendra ríkja gætu hist til að ræða ágrein- ingsmál og vonandi að ná sáttum. Hvernig hafa menn hugsaö sér framtíð og framkvæmd þessarar ágætu hugmyndar í því landi Evr- ópu þar sem vígbúnaðaruppbygg- ing fer vaxandi þegar úr henni er dregið annars staðar? Ég átti þess kost í október sl. að sækja ráðstefnu í Kanada um mál- efni noröurslóða; heimskauta- svæöisins. Hún var haldin á vegum háskólans í Toronto. Þangað komu vísindamenn, stjórnmálafræðingar og fulltrúar aUra þeirra landa sem liggja á þessu svæði eða eiga landa- mæri að því. Fjallað var um landafræöi, haf- fræði, veðurfar, auðlindir, vist- kerfi, málefni frumbyggja og marga aðra þætti sem varða þetta viðkvæma en mikilvæga svæði. Umfram aHt var megintilgangur ráðstefnunnar að leita leiða til að efla friðsamleg samskipti miUi þjóða á norðurslóðum á sviði menningar, vísinda og viðskipta, svo eitthvað sé nefnt, í þeirri von að sá styrkur og þau tengsl, sem þannig mynduðust milh manna og þjóða, gætu unnið gegn vaxandi vígbúnaöaruppbyggingu á svæð- inu. Við þessum þjóðum og reyndar öllum þjóðum, sem byggja þorpið jörð, blasir umhverfisvandi eins og uppblástur jarðvegs, mengun lands, lofts og sjávar, eyðing óson- lagsins og fleiri ógnir sem virða engin landamæri. Lausn þessa vanda krefst sam- stöðu og samvinnu þjóða þvert á landamærin. Slíkt býður upp á ærin og verðugari verkefni fyrir friðsama smáþjóð en þátttaka í víg- búnaðarbrölti. Guðrún Agnarsdóttir „Vaxandi vígbúnaðaruppbygging hér- lendis án tillits til þeirrar þróunar sem nú er orðin á alþjóðavettvangi vekur sígildar og nýjar spurningar um hlut- verk, stöðu og rétt okkar Islendinga í samfélagi þjóðanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.