Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. Spumingin Hvert yröi þitt fyrsta verk ef þú yrðir einræðisherra á íslandi? Þorsteinn Pálmason járnsmiður: Gjörbylta þessu öllu saman. Ég myndi grisja þingiö dálítið. Gísli Gunnarsson atvinnulaus: Ég myndi byrja á því aö koma á komm- únisma í landinu. Mig hefur lengi dreymt um það. Daniel Þórisson framkvæmdastjóri: Gefa stjómmálamönnunum frí. Þeir hafa gert nógu mikið af sér nú þegar. Guðrún E. Guðmundsdóttir nemi: Ég myndi byrja á því að leggja embætti mitt niður því ég er á móti einræði. Jón Skúlason línumaður: Ég myndi ekki þiggja embættið, það er ekki hægt að bera ábyrgð á þessari þjóð. Sigurður H. Jóhannsson verkamað- ur: Ég myndi leyfa íjölkvæni með þeim skilyrðum að það gilti aðeins fyrir karlmenn. Lesendur í ófærðlimi í Breiðholti: Þakkir fyrir veitta aðstoð Erla Höskuldsdóttir hringdi: Það var sl. nótt (aðfaranótt 2. febr.) að ég lenti í því að festa bíhnn minn í ófærð á mótum Yrsufells og Þórufells hér í Breiöholtinu. Veður var slæmt og reyndi ég ásamt samferðafólki að bjarga mér að næsta húsi og freista þess að knýja þar dyra til að komast a.m.k. í síma og leita eftir aðstoð. Við knúðum dyra hjá afar elsku- legum manneskjum sem kváðust Ófærðin getur orðið mörgum þung í skauti. - Það er bót i máli að vita af hjálpfúsi fólki á hverju strái, svo að segja. heita Alda og Rakel. Þær tóku okk- ur svo vel að ég má til með að færa þeim sérstakar þakkir fyrir. Nú, við náðum sambandi við lögreglu, sem góðfúlega veitti aðstoð við að koma okkur á áfangastað, og eru þeim einnig færðar þakkir fyrir aðstoðina. í morgun (2. febrúar) hringi ég svo til aðseturs hverfadeildar gatnamálastjóra borgarinnar og segi mínar farir ekki sléttar vegna bifreiðar minnar sem var enn fóst þar sem ég skildi við hana. - Sama sagan, ekkert nema elskulegheitin af hálfu þeirra manna sem ég þar talaði við (Guðmund og Stefán). Þeir sögðust vera rétt ófamir út til að hreinsa til og myndu láta mig vita þegar minn bíll losnaði og mætti ná í hann og það stóð ekki á upplýsingum. Það var hringt í mig nú í morgun stuttu síöar og ég látin vita að nú mætti ég nálgast bílinn. En ég vil sérstaklega taka fram vegna þess að stundum er veriö að kvarta yfir þjónustu embættis gatnamálastjóra, einmitt í veður- fari sem þessu, að ég get ekki lýst nema sérlega góöri þjónustu frá þessu embætti. Þarna voru þessir menn t.d. svo einstaklega elskulegir og hiýlegir í samskiptum að ég tel mér skylt að geta þess sérstaklega og geri það hér með. SOS frá Bandaríkjunum: Kraftaverk á hári mínu Anna Sigurðardóttir skrifar: Ég er stödd hér í New Baltimore í Bandaríkjunum pg skrifa þaðan til lesendasíðu DV. Ég hefi verið í mikl- um vandræðum með hárið á mér og þarf á aðstoð að halda. Ég er með grátt, sjálfliðað og þurrt hár sem er hræðúega erfitt að fást við. Ég hef um margra ára skeiö reynt ýmsar tegundir af sjampói og hár- næringu með misjöfnum árangri. Síðast er ég var á íslandi keypti ég hárvökva sem átti að stöðva hárlos Gréta Svavarsdóttir hringdi: í einu lesendabréfa DV mánudaginn 30. jan. sl. bar kjötiðnaðarmaður fram athugasemdir um, að mat- reiðslumenn sýndu úrbeiningu á kjöti í matreiðsluþætti í sjónvarpi. Máli sínu til stuðnings benti hann á aö hann „hringdi ekki í trésmið til þess að lagfæra símann hjá sér, held- ur símvirkja“! Mér finnst sú samlíking nú ekki sannfærandi á nokkum hátt. Þannig er nefnilega mál með vexti að við matreiðslumenn lærum sérstaklega úrbeiningu á kjöti og í einni önn í Hótel- og veitingaskólanum er þetta tekið fyrir og við vinnum við það ákveöinn tíma, m.a. í kjötiðnaðarstöð SS. - Þannig eru matreiðslumenn fullfærir um að vinna við og sýna venjulega úrbeiningu kjöts. Ennfremur tökum við matreiðslu- menn sveinspróf í kjötskurði sem að sjálfsögðu tilheyrir undirbúningi og vinnslu fyrir matreiðsluna sjálfa. Þaö væri kyndugt ef kjötskurður og úrbeining kjöts kæmi hvergi fyrir í og næra hárið. Einnig keypti ég sjampó og hámæringu. Þessar vörur voru undir heitinu „Manex“. Þær gerðu hreint kraftaverk á hári mínu, en núna er ég búin að reyna að veröa mér úti um þessar vömr í þrjá mán- uði, án árangurs. Þessar vörur hafa reynst mér stór- kostlega vel, hárlosið stöðvaðist al- gjörlega og hárið varð gljáandi og meðfærilegt. Vítamínkúrinn jók hár- vöxtinn og ég hefl aldrei verið eins ánægð með hárið og þegar ég notaði undirbúningi matréiðslunnar því oftar en ekki kemur hráefni matar, hvort sem um kjöt eöa fisk er að ræða ekki tilbúið fyrir pönnuna, ofn- inn eða pottinn. - Það er margvísleg vinnsla sem matreiðslumaður verð- ur að inna af hendi, áöur en mat- reiðslan sjálf fer fram, enda þótt kjöt- þessar vörur. - Það var ekki bara ég sem tók eftir breytingu heldur allir vinir mínir hér. Ég vona að innflytjandi „Manex“- varanna lesi þetta bréf og hafi sam- band við ykkur, ef möguleiki væri á að ég gæti haft samband viö hann og keypt vömrnar beint frá honum. Það era þó nokkrir vinir mínir hér sem vilja gjarnan kaupa þær líka. Ég fæ alltaf DV sent hingað reglu- lega, svo að ég get fylgst meö svarinu ef það berst ykkur. iðnaðarmenn geti oft verið þar milli- liðir. Við skulum því ekki ergja okkur þótt matreiðslumenn jafnt og kjöt- iönaðarmenn sýni fæmi sína í því fagi sem þeir hafa sannanlega menntun til. Nú mega lifeyr- issjóðirnir fara að vara sig K.H. hringdi: Ég var að hlusta á það sem ég kalla „lesenda“-þjónustu Bylgj- unnar eins og ég geri stundum og hef reyndar tekið eftir því að Rikisútvarpið, rás 2, er komið með svona þátt lika og hafa þess- ar stöðvar þá tekiö upp nákvæm- lega sömu þjónustu og DV veitir, en sú þjónusta ber enn sem fyrr höftið og herðar yfir slíka þjón- ustu í prentmiölum og jafnvel öðrum óölmiðlum einnig. En í þessum þætti Bylgjunnar var maöur á línunni og var mikið niðri fyrir vegna lífeyrissjóðanna og málefna þeirra. Hann sagði það skoðun sína að lífeyrissjóð- ina ætti að leggja niöur og leggja fé þeirra inn í bankakeríið og þá á reikninga hvers og eins laun- þega eða kennitölu hans. Mikill hluti launþega fær aldrei að njóta þessara greiðslna sinna og því em lífeyrissjóðimir mjög óréttlátir 1 sjálfu sér, sagði maö- urinn. Þessu mætti likja við skylduspamaö unglinga, þar sem lagt er inn á bankakerflð en á nafn viðkomandi unglings sem hann tekur svo út við 26 ára aldur eða þegar hann giftir sig. Ég held að þetta geti orðiö stór- mál ef þessari hugmynd verður fylgt eftir. Ég er alveg sammála þessum manni og svo held ég að sé um fleiri landsmenn. Hér er um hrikalegar tölur að ræða og stjómir þessara lffeyrissjóða em að verða ansi fyrirferöanniklar svo ekki sé melra sagt. - Ég gæti trúaö því aö t.d. atvinnurekendur gætu einnig orðið sammála um að losa þetta fé lífeyrissjóðanna til að legga þaö á reikinga hvers og eins. Kannski gætu atvinnu- rekendur staðið með launafólki ef samstaða næst um að atvinnu- rekendur sera hafa þegar greitt í þessa sjóði háar upphæðir fengju einnig til baka hluta sinna greiðslna. Eitt er víst, þessi mál em rétt að byrja að koma upp á yfirborð- ið. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða slcrifíð. Úrbeining tilheyrir matreiðslu Matreiðslumenn þurfa oftar en ekki aó inna ýmsa vinnu af hendi á hráefni áóur en matreiðslan sjálf hefst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.