Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1989, Side 31
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1989. 31 Fréttir Á sjötta hundrað voru á fundinum. DV-mynd Stefán Enginn nemandi Grunnskóla Borgarness reykir - á sjötta hundraö á fundi um vandamál vimueöia Stefin Haialdsson, DV, Borgamesi: Ráðstefha um vímuefnavandamál var haldin fimmtudaginn 19. janúar á Hótel Borgarnesi og var hún mjög vel sótt. Milh 500 og 600 unglingar komu úr skólum í héraðinu ásamt kennurum. Á fundinum fluttu stutt erindi Ing- þór Friðriksson læknir, Ástþór Ragnarsson sálfræðingur og nokkrir nemendur, að ógleymdum Bubba Morthens sem talaði þar af eigin reynslu. Að loknum umræðum hélt Bubbi hljómleika við góðar undir- tektir. Fundurinn var haldinn að til- stuðlan Brit Bieltvedt, félagsmála- stjóra í Borgamesi. Þess má til gamans geta að ekki einn einasti nemandi í Grunnskóla Borgamess reykir og er þaö með ólíkindum í svo stórum og fjölmenn- um skóla. Raufarhöfii: „Ráðhús við höfnina" Hólmfriðux Friðjónsdóttir, DV, Ranfirhöfn: Gámngar segja að nú hafi Raufar- hafnarbúar eignast sitt „ráðhús við höfnina“. Tiiefnið er flutningur hreppsins á skrifstofum sínum í eigið húsnæði á neðstu hæð hússins að Aðalbraut 2 sem stendur í norður- hluta þorpsins við höfnina. Á efri hæö hússins er starfrækt hótel - Hótel Norðurljós. Nýja húsnæðið, sem er um 100 fer- metrar, var áður frystiklefi fyrir fisk- verkun. Það var innréttað sem skrif- stofuhúsnæði af starfsmanni hrepps- ins, Óskari Stefánssyni. Að sögn Sigurbjargar Jónsdóttur sveitarstjóra er nýja húsnæðið helm- ingi stærra en það gamla. Sé því mikill munur á aliri starfsaðstöðu enda veiti ekki af þar sem umsvif hreppsins aukist nú ár frá ári. Kostn- aður við þessar breytingar var tæp- lega þijár milljónir króna. Sigurbjörg Jónsdóttir sveitarstjóri ásamt starfsfólki Raufarhafnarhrepps. DV-mynd Hólmfríður Gauksmýri keypt á tíu og hálfa milljón Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðáxkróki: Gengið hefur verið frá kaupsamn- ingi deilda félagsins Þroskahjálpar í Norðurlandskjördæmi vestra í Skagafirði og Húnavatnssýslu á jörð- inni Gauksmýri í Kirkjuhvamms- hreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Kaupverðið er 10,5 milljónir, hús með 3 íbúðum svo og annar húsa- kostur á jörðinni og 1700 hektarar lands. Það sem vakir fyrir Þroska- hjálp með kaupum á jörðinni er að þar verði komið upp sambýh fyrir fatlaða. Að sögn stjórnarmanna Þroskahjálpar hggur fyrir að vist- heimih fyrir fatlaða, eða svokallaðar sólarhringsstofnanir, verði lagðar niður og sambýli muni leysa þau af hólmi. Er reiknað með að á Gauks- mýri verði komið á fót sambýh fyrir 6-8 einstaklinga. Á Sólborg á Akur- eyri, sem er eitt þeirra vistheimila sem ákveðið hefur verið að leggja niður sem shkt og breyta starfsemi á, eru nú 14 vistmenn héðan af Norð- urlandi vestra. jr Ahrifaríkasti megrunarkúrinn ** NOTKUNARREGLUR MEGRUNAREIGINLEIKAR U.S. GRAPE SLIM taflnanna eru fyrst og fremst vegna tilverknaðargrapeávaxtarins, en hann flýtir fyrir meltingunni og styttir þann tíma sem maturinn dvelur í meltingar- veginum. KYRRAHAFSÞARINN KELP ieem notaður er í U.S. Grape Slim er ræktaður úti fyrir ströndum Kaliforníu. Kelp er mjög ríkur af steinefnum og öðrum snefilefnum. Asíu-megin Kyrrahafsins er kelp notaður sem nauðsynleg fæðuuppbót hjá Japön- um og Kóreubúum til að vega upp á móti næringartapi sem varð þegar þessar þjóðir tóku að neyta hýðis- lausra hrísgrjóna i meira mæli. Hinn heimsþekkti svissneski náttúrulæknir og næringarfræðingur dr. A. Vogel segir i bók sinni, „Litli læknirinn" (Der Kleine Doktor), að jöfn neysla á kelp jafni líkamsþyngdina. LECITIN er fosfat sem m.a. breytir næringarefn- um í vatn, kolsýru og orku og örvar niðurbrot fitunnar í likamanum. í U.S. Grape Slim er það fengið úr sojabaun- um. Lecitin er hluti af varnarkerfi lík- amans og er framleitt I lifrinni. Það hefur verið nefnt „góða kólesterólið" því það vinnur á móti kransæðastíflu og er byggingarefni í frumuhimnum og hvatberum. E-VÍTAMÍN er þráavarnarfjörefni sem hindrar ox- un fjölómettaðra fitusýra auk vítamína og amínósýra. E-vítamín hjálpar við að halda þér unglegri með því að seinka frumöldrun vegna oxunar. Það eykur úthald líkamans, dregur úr þreytu, kemur I veg fyrir og leysir upp blóðkekki, virkar sem þvagræsir og vinnur gegn of háum blóðþrýstingi. C-VÍTAMÍN hjálpar öðrum vitamínum að vinna betur. Það gerir vefjum líkamans kleift að breyta fitu í orku og spara þannig aðalorkugjafann, fjölsykruna glyko- gen. EPLAEDIKIÐ er vatnslosandi og er almennt þekkt fyrir að brjóta niður blóðfituna og styrkja þannig starfsemi hjartans og kransæðanna. SAMVINNA ÞESSARA EFNA leiðir til þess að líkaminn jafnar þyngd sína sem næst kjörþyngdinni, ef fæðuval er rétt og magni haldið innan skynsamlegra marka. Þannig eykst vellíðan sem eðlilega hlýst af réttri þyngd og betra ástandi meltingarfær- anna. ÁRANGURINN hjá flestum þeim sem eiga við þyngd- arvandamál að stríða og fara eftir leið- beiningunum er á bilinu 1,5-2 kg þyngdarmissir á viku. Þetta er hins vegar mjög breytilegt eftir einstakling- um og til eru dæmi þess að fólk hafi misst um eða yfir 10 kg fyrstu tvær vikurnar, án þess að hafa svelt sig eða haft tilfinnanleg óþægindi. Þess ber að geta að viðkomandi aðilar þurftu þó nauðsynlega á megrun að halda, heilsu sinnar vegna. MATSEÐILLINN skiptir að sjálfsögðu miklu máli. Með því að fara eftir matseðlinum sem fylg- ir hverri dós eða uppskriftum úr Scars- dale kúrnum má auka þyngdartapið tvöfalt meira a.m.k. eða í um 3-5 kg fyrstu vikuna. eru þær að taka 2 töflur (þrjár fyrir magastóra) um 30 mínútum fyrir hverja máltíð. Töflurnar skal helst tyggja vel og renna niður með vatni eða hreinum ávaxtasafa. Fullkomlega er leyfilegt að gleypa þær án þess að tyggja en þá er betra að taka þær nokkru áður, t.d. 60 mínútum fyrir máltíð. Matseðillinn, sem fylgir, er alls ekki heilagur og út af honum má breyta með skynsemi en sérstök áhersla skal lögð á að styðjast við hann til að tryggja betri virkni. HÁTÍÐAHÖLD með miklum matarveislum eru ekki skynsamleg þegar kjörþyngdinni er náð. Kjörþyngdin erviðkvæmtfjöregg sem venja þarf líkamann við. Rétt er að minnka rólega neyslu á U.S. Grape Slim úr 2 töflum niður I 1 töflu fyrir máltíðir uns neyslan verður aðeins 1 tafla á dag og hætta svo. SJÁLFSÖGUN er þrátt fyrir allt stærsti galdurinn við að halda kjörþyngd sinni. Hver maður verður að gera sér grein fyrir að þrátt fyrir að U.S. Grape Slim sé einn áhrifa- ríkasti kúrinn á markaðnum eru það ætíð matarvenjurnar sem eiga síðasta orðið. Það er ekki að ástæðulausu sem talað er um venjur þvi þótt efna- skipti manna séu með misjöfnum hætti er það í flestum tilfellum rangt mataræði eða of mikill matur sem veldur offitu og það verður ávani. Aðalatriðið er því að nota U.S. Grape Slim til að taka upp nýja og betri „ávana" í mataræði. BANNVÖRUR s.s. salt, sætindi og áfengi er betra að láta algjörlega eiga sig meðan á megr- un stendur. Meira en nóg er af salti í daglegri fæðu og það bindur vatn í líkamanum sem eykur líkamsþyngd að nauðsynjalausu. Betra er að nota hunang eða gervisætu i stað sykurs út í te og kaffi. U.S. GRAPE SLIM er algjörlega skaðlaust og I því eru engin lyf heldur aðeins fæða og fjör- efni. U.S. Grape Slim er skráð sem hrein náttúruvara í löndunum um- hverfis okkur og hefur verið skoðað og samþykkt af íslenskum heilbrigðis- yfirvöldum. Barnshafandi konum er aldrei ráðlagt að fara í megrun án samráðs við heim- ilislækni. Fólk, sem vill losna við óeðlilega mikla þyngd, ætti alltaf að ráðfæra sig við lækni, sama hver megrunarkúrinn er. Fæst í apótekum og heilsubúðum Kristín innflutningsverslun Box 366 Símar 611659 og 641085 BOKAMARKAÐUR V O K U HELGA F EL L S Dæmi um nokkur scitilboð á bókamarkaðnum: Vcnjulegt Tilboðs- Af- Kvöldgestir vcrð verð sláttur JónasarJónassonar .. 1686,- 345,- 80% Kvermeð útlendum kvæðum Jón Helgason þýddi ..987,- 95 90% Hagleiksverk Hjálmars í Bólu eftir dr. Kristján Eldjárn .. 1686,- 195,- 88% Keli köttur í ævintýrum Guðni Kolbeinsson/Pétur Halldórsson ..860,- 345,- 60% Ljóðmæli SteingrímsThorsteinssonar ..1990,- 295,- 85% Markaðurinn stendur tilll. febrúar. HELGAFELL Síðumúla 29 • Sími 688 300.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.