Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989.' Fréttir___________________________________________________ Sæborg SH sökk undan Rifi 1 gærkvöldi: Eins manns saknaö en sjö björguðust - voru á landleið í vonskuveðri Sæborg SH 377, sem er 66 tonna stálbátur frá Ólafsvík, sökk skammt undan Rifi á níunda tímanum í gær- kvöld - skammt frá þeim stað sem Bervík SH 43 sökk á fyrir tæpum fjór- um árum. Átta manna áhöfn var á Sæborgu. Sjö mönnum tókst með mikilli baráttu að komast í gúm- björgunarbát. Skipstjórinn á bátnum náöi ekki til björgunarbátsins og hans er nú saknað. Vonskuveður var á Breiðafirði er slysið varð - um átta vindstig og mikill sjór. Mönnunum sjö, sem komust í björgunarbátinn, var bjargað um borð í Ólaf Bjarnason SH frá Ólafs- vík um fimmtán mínútum eftir að þeir yfirgáfu Sæborgu. Mikill fjöldi báta leitaði að skipstjóranum í gær- kvöldi. Hætta varð leit skömmu fyrir miðnætti. Þá haföi veðrið versnað enn, komin bhndhríð og skyggni þvi afleitt. Formleg leit hófst í morgun. Varð- skip var komið að slysstaðnum um klukkan sex. Fjöldi báta frá Ólafsvík og Rifi munu taka þátt í leitinni ásamt varðskipinu. Fjöldi leitar- manna gengur fjörur. Björgunarveit- ir af Snæfellsnesi voru tiltækar strax í birtingu og mun íjöldi manna taka þátt í letinni. Veður hafði lægt tals- vert í morgun og eins var fariö að rigna. Þegar leit var hætt um miðnætti mældust tíu vindstig af austri á Gufuskálum. Þar var mikill sjór og snjókoma. Fjögurra stiga frost var á Gufuskálum á miðnætti. Veðurofsinn í Ólafsvík var mikih í gærkv-ld. Nánast var ófært milli Ól- afsvíkur og Helhssands. Dæmi er um að það hafi tekið hálfa aðra klukku- stund að komast þá 15 kílómetra sem eruámilhstaðanna. -sme/hlh Eymundur Gunnarsson, stýrimaður á Sæborgu SH: Skipstjórínn hafði kallað alla aftur á Hraðfiystihús Ólaísvíkur: Fimmta áfallið á rúmu einu ári Sæborg SH var í eigu Hrað- frystihúss Ólafsvíkur. Báturinn, sem var 66 tonn og byggður úr stáh 1956, var keyptur í fyrra frá Blönduósi. Þetta áfah er það fimmta sem Hraðfrystihúsið verður fyrir á aöeins rúmu ári. Fyrsta óhappiö varð er einn af bátum fyrirtækisins var lengi frá veiðum vegna dýrrar bilunar í gír. Síðar eyöilagðist aðalvélann- ars báts í eigu fyrirtækisins. Af því varð verulegt fjón. Síðasfliöið sumar fórst verk- smiðjustjóri fyritækisins í vinnu- slysi. í júh síðasthðið sumar kom upp eldur í frystihúsinu og olh talsverðu fjóni og stöðvaðist vinna í rúma viku. í gærkvöldi sökk einn af þrem- ur bátum fyrirtækisins og er ótt- ast um líf skipsfjórans. -sme Viðræður við Evrópu- bandalagið Á fundi Hahdórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráðherra með Manuel Marín, sjávarútvegsfuhtrúa innan framkvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins, í Brussel í gær var ákveðið að hefja að nýju viðræður milh ís- lendinga og Evrópubandalagsins um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum. Upp úr þessum viðræðum shtnaði fyrir sex árum en þær munu hefjast að nýju næsta sumar. Engin þjóö innan Evrópubanda- lagsins nema Spánverjar hefur gert kröfu um veiðiréttindi í íslenskri lög- sögu gegn tollfrjálsum viðskiptum. Þessi krafa Spánverja beinist fyrst og fremst gegn útflutningi á saltfiski. Innan ríkisstjómarinnar eru skipt- ar skoðanir um hvort veita eigi öðr- um þjóðum veiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Það eru helst alþýðuflokks- menn sem em fylgjandi slíkum við- skiptum. ................... -gse „Við vorum á landleið í 7-8 vindstig- um þegar við fengum á okkur sjó þannig aö báturinn fyhtist stjórn- borðsmegin. Viö gerðum tilraun til að keyra hann upp en það tókst ekki. Þá kom annar hnykkur þannig að báturinn lagðist á hliðina. Við kom- umst allir átta út um glugga, upp á bakborðshliðina og aftur á þar sem við slepptum gúmmíbj örgunarbátn- um. Síðan stukkum við á eftir honum hver á fætur öðmm. Ég stökk þriðji síðastur, þá Svh sem var með okkur og síðast skipstjórinn. Ég var í flot- gaha og gat því synt að björgunar- bátnum. Svunn náði að grípa í línu og var hífður um borð. Ég sá skip- stjórann stökkva en síðan ekki meir. Björgunarbátinn rak fljótt í burtu í ölduganginum og sjórokinu. Það hjálpaöist allt að við að gera hjálpar- tilraunir okkar hinna vonlausar," sagði Eymundur Gunnarsson í sam- tah við DV. Eymundur var stýrimað- ur á Sæborgu SH frá Ólafsvík, sem sökk í vonskuveðri á Breiðafirði í gærkvöldi. Sjö af átta skipverjum á Sæborgu björguðust um borð í gúmmíbjörg- unarbát og síðar um borð í Ólaf Bjamason SH. Skipsjórans er saknaö en leit að honum var hætt seint í gærkvöldi vegna veðurs. Var kalt og ísing fljót að myndast. „Áður en við fengum á okkur sjó hafði skipstjórinn kahað aha aftur á þar sem úthtiö var ekki gott. Við vorum því við öllu búnir þegar bát- urinn fór á hhðina. Þetta gerði það að verkum að allir komust upp á bátinn þegar hann lá á hliðinni. Handsleppibúnaðurinn virkaði mjög vel og það er honum að þakka að ég tala við þig núna. Þetta gerðist aht svo snöggt, eins og hendi væri veifað og því eins gott að björgunartækin voru í lagi. Eftir að við vomm komn- ir upp í björgunarbátinn horfðum við á Sæborgu sökkva. Sáum við á eftir skrúfublöðunum sem hurfu síðast í hafið.“ Eymundur bætti því við að hann og kokkurinn, sem er tengdasonur skipstjórans, hefðu verið í vinnuflot- göhum. Blotnuðu þeir því hvorki né kólnuðu og gátu synt að gúmmí- björgunarbátnum. Hafi þeir sloppið best út úr slysinu vegna flotgahanna. -hlh Sæborg SH 377. Báturinn sökk skammt frá Rifi í gærkvöldi. Eins manns er saknað. Umfangsmikil leit er i gangi. Bjöm Erlingur Jónasson skipstjóri: Bar mjög brátt að „Við vorum að ljúka við að leggja þegar ég heyrði kalhð frá Sæborgu. Við vomm skammt frá þeim og vorum því fljótir á slysstaðinn. Þetta bar mjög brátt að. Ég held að það hafi ekki hðið meira en fimmt- án mínútur frá því kahið heyrðist og þar til viö höfðum náð mönnun- um. Þeir gáfu upp staösetnignu þegar þeir létu vita hvemig komið var. Það gekk nokkuð vel að ná mönnunum úr gúmbjörgunarbátn- um - við notuðum Markúsametið við ná þeim um borð. Þeir vom blautir en mér sýndist sem aðeins einn þeirra væri kaldur," sagði Bjöm Erhngur Jónasson, skip- stjóri á Ólafi Bjamasyni SH 137. Áhöfnin á Ólafi Bjamasyni bjarg- aði mönnunum sjö sem komust af er Sæborg SH 377 sökk skammt frá Rifi í gærkvöldi. Bjöm Erlingur sagði að veðrið hefði verið slæmt er slysið varð, klukkan fimmtán fil tuttugu mínútur yfir átta, austsuð- austan átta vindstig og talsverður sjór. Hann sagði aö veðrið hefði farið versnandi og skömmu eftir að mennimir sjö vom komnir um borð í Ólaf Bjamason skall á glóm- laus hríð - eins og Bjöm Erhngur sagði. „Ég tel það ganga kraftaverki næst að bjarga sjö mönnum úr þessu slysi, aðstæður vom slíkar - slæmt veður og mikih sjór,“ sagði Bjöm Erlingur Jónasson skip- stjóri. -sme Þrettán ára drengur, sem í gær var á sleöa ásamt félögum sínum viö skátaskálann Þrístein, viö Þverárdal í Esju, rann fram af þriggja metra hárri snjóhengju við skálann og lenti með höfuðið á veröndinni. Rotaðist drengur- inn við fahið. Var farið niður að bænum Skeggjastööutn og kahað á hjálp. Menn úr hjálparsveitinni Kyndh komu á vettvang á tveim- ur siýóbílum og tveimur vélsleð- um og komu drengnum áleiðis á slysadeild Borgarspftalans. Haföi drengurinn fengiö slæman heha- hristing en eftir að hafa jafnaö sig fékk hann að fara heim. Hann raun vera rajðg bólginn á höföi eftir fahið. Drengimir vom þrír á sleöan- um fyrir slysið en tveim þeirra tókst að henda sér af áður en sleð- inn rann fram af hengjunni. -hlh cnn rarmagns- laust í Eyjum Rafmagn hefur verið skammtað í Vestraannaeyjum frá miðjura degi í gær. Ástæðan er sú aö bhun kom upp f streng sem liggur frá gamla sæstrengnum og upp í að- veitustöð. í morgun hafði ekki tekist að koma efhi th viðgerðar út í Eyjar vegna óveðurs. Þaö mun koma i síðasta lagi meö Her- jólfi um klukkan 16 í dag. Þá munu hða um 6 th 8 tímar áður en straumur verður settur á allan bæinn. Frystihúsunum í Eyjum og öðr- um fiskvinnslufyrirtækjum hef- ur verið séð fyrir rafmagni frá díshstöðvum. íbúðarhús hafa hins vegar htla sem enga orku fengið. Nýi sæstrengurinn út í Eyjar hefur verið bilaður frá því um miöjan janúar. Vegna veðurs fánnst skemmdin á strengnum ekki fyrr en fyrir skömmu. Nú hefur verið leitað tílboða í verkiö. -gse Grýlukerd: Féll á höfuð manns svo hann vankaðist Grýlukerti féh af húsinu á Laugavegi 100 og á mann sem var á gangi á gangstéttinni. Maður- inn féh viö og var fluttur á slysa- dehd. Hann mun ekki hafa slas- ast alvarlega. „Það er alveg klárlega Ijóst aö húseigendur bera ábyrgð á þessu. Það er erfitt að eiga viö þetta og við getum ekki sinnt því að brjóta niður grýlukerti,“ sagði Hrólfur Jónsson varaslökkvhiðsstjóri. Svo virðist sem fá slys hafi orð- ið vegna grýlukerta en hættan er vissulega fyrir hendi. Körfubílaleigur hafa tekiö að sér aö bijóta niður grýlukerti. -sme S^álfstaeöisflokkurinn: Kona í þriðja hvertsæU Miösjóm Sjálfstæðisflokksins hefúr ákveðiö aö stefnt skuh aö því aö kona skipi a.mk. þriöja hvert sæti á ffamboðslista flokks- ins fyrir næstu kosningar. Sam- þykktin var gerð í gær og hefur veriö send th kjördæmisráða flokksins. Með þessari samþykkt er komiö th móts við kröfur Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.