Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. Lífsstni Hönnunardagurinn er á morgun: Besta húsgagnahönn- unin fær verölaun staðan í iðnaðinum ekki slæm, heldur misgóð Á morgun veröa verðlaun veitt fyr- ir athyglisverðustu húsgagnahönn- unina á þessu ári. Hönnunardagur- inn er nú haldinn öðru sinni. Fyrir- myndin er sótt tU svonefndra Design- ers Saturdays, sem eru árlegir við- burðir erlendis. íslenskir húsgagna- framleiðendur og fyrirtæki gangast fyrir sameiginlegri kynningu og verða sýningarsalir tíu fyrirtækja opnir þar sem helstu nýjungar verða kynntar. Dómnefnd skipuð arkitekt, innanhússhönnuði og aðila frá landssambandi iðnaðarmanna mun keyra á milli sýningarstaða og velur hún bestu hönnunina í ár. Að því loknu afhendir Jón Sigurösson við- skipta- og iðnaðarráðherra verð- launahafa viðurkenningu á Kjarv- alsstöðum klukkan 18.00. Markmiðið með þessum degi er að vekja athygh á því sem vel er gert. Þarna koma saman hönnuöir, fram- leiðendur og þeir sem markaðssetja vörur á íslenska húsgagnamarkaðin- um, auk neytenda sjálfra. Örn D. Jónsson, formaður Forms íslands, segir að mikih hugur sé í aðstand- endum íslenskra húsgagnaframleið- enda. „Staða fyrirtækjanna er ekki slæm, heldur rnisgóð," segir hann. 90% skrifstofumarkaðarins er íslensk hönnun íslenskur húsgagnaiðnaður hefur þegar náð um 90% af skrifstofumark- aðinum hér á landi. ímynd íslenskr- ar framleiðslu er talin nokkuð góð og áhugi fyrir hönnun á því sviði er mikill. Markaðssetning fyrir heimil- ishúsgögn á hins vegar erfiðara upp- dráttar því innflutningur á innrétt- ingum og húsgögnum skapar mikla samkeppni. Framleiðendur telja að lítill markaður sé aðalorsök þess að innlend markaðshlutdeild sé ekki stærri en raun ber vitni. Það er dýrt að standa að nýrri hönnun á ekki stærri markaði - auk þess verða möguleikar takmarkaðir þegar ekki er gert ráö fyrir nýjum hugmyndum hjá fyrirtækjum. Hins vegar benda aðstandendur Hönnunardagsins á að áhugi á hönnun hafi aukist - fram- leiðendur og stjómendur í atvinnu- lífinu eru famir að skilja betur gildi nýrrar eða bættrar hönnunar. Hlutur íslenskra heimilishús- gagna að stækka? Útflutningur íslenskra húsgagna jókst mjög á síðasta ári. Árið 1987 var flutt út fyrir andvirði 7 milljóna króna. í fyrra hækkaði talan vem- lega. Hins.vegar nam andvirði inn- _ fluttra vara á þessu sviði um 1,6 ’ milljaröi króna. Það er því til mikils að vinna hjá íslenskum húsgagna- framleiðendum þegar lagt er á bratt- ann við að stækka markaðshlutdeild sína í heimihshúsgögnum - á mark- aði þar sem um er að ræða háar tölur. Þetta eru Mocca-stólar og borð hannað af Pétri B. Lútherssyni húsgagnaarkitekt. Stólana er hægt að fá ýmist með leður-, leðurlíkis- eða öðrum áklæð- um. Þeim má stafla á hvolf á borðið eða fjórum saman - þeir eru léttir og veita góðan stuðning og eru hannaðir með fjölbreytt notagildi i huga fyrir heimili, kaffistofur eða opinbera staði. Borðið tekur lítið pláss og gegnheil stálplata (við gólf) heldur því stöðugu. Borðplatan er 20 mm þykk og er ýmist klædd harðplasti, linoleumdúk eða spónlögð. Grind stólanna og borðsins er úr krómuðu eða nylonhúðuðu (19x2 mm) rúnröri. Stólarnir kosta með tauá- klæði 6.500 kr. en með leðuráklæði 6.700 kr., borðið kostar 13.626 krónur. Þetta er m.a. framlag Steinars hf. Stálhúsgagnagerðar til Hönnunardagsins. DV-myndir Brynjar Gauti Á annan tug fyrirtækja vinnur að fjöldaframleiðslu húsgagna. Álíka margir vinna við framleiðslu innrétt- inga. Einnig eru nokkuð mörg með- alstór fyrirtæki sem vinna við sér- smíði innréttinga eftir teikningum og óskum viðskiptaaðila. Aðilar í húsgagnaiðnaðinum telja að nokkur atriöi mætti bæta til að vinna íslenskri framleiðslu meiri sess á heimilismarkaði. Þannig kæmi sér vel fyrir hönnuði og framleiðend- ur að fá aðgang að verkstæði í nokkra mánuði - með því móti væri létt undir til þess að vinna mótaðar hugmyndir sem tækju tilht til þarfa neytenda og vöruþróunar. í þessu sambandi hefur þeirri hugmynd skotið Upp kolhnum að Iðntækni- stofnun útvegaði verkstæði og yrði millihður - hönnuðir fengju þá að- stoð við betra samstarf við framleið- endur. -ÓTT Ný áklæði frá Álafossi Alafoss hefur hafið framleiðslu á áklæði þar sem nýir htir og fínna gam er notað. Styrkleikinn er 55.000 snúningar á Martindale- skala - shtþolnara áklæði en Ála- foss hefur áður framleitt. Hönnun er í samræmi við óskir innlendra viðskiptaaðila fyrirtækisins og em áklæðin einht. Hönnuðir era Sig- urður Einarsson og Þórir Jóhann- esson textílfræðingar. Verðið er 845 krónur fyrir metrann. Áklæðin era seld til ahra stærstu húsgagna- framleiðenda á landinu. Fram- leiðslan heitir Focus. Við hönnun þessa stóls er tekið tillit til þess að fólk þreytist ekki við langa setu. Setan og bakið eru úr svo- kölluðu Telastika-efni sem er teygjanlegt. Það gerir það að verkum að sætið gefur eftir og styður vel við bak. Stóllinn er úr formspenntu beyki og telastika efnið er strengt á járnramma. Hönnunin er eftir Pétur B. Lúthers- son. Stólinn er hægt að fá með flestum tegundum áklæða m.a. leðri - einnig er hægt að fá hann án arma þannig aö hægt sé að stafla þeim upp. Verðið er frá 16 þúsund krónum. Skrifborðsstóllinn er hannaður af starfsmönnum Biró. Þetta er einn af 24 gerðum stóla í þessari línu. Stólarn- ir eru útbúnir mismunandi stillingarmöguleikum - sam- stillibúnaður virkar þannig að bak og seta er samræmd líkamanum með tilliti til ýmissa hreyfinga. í setunni er kalsteyptur svampur. Áklæðin eru blanda af erlendri ull og islenskri frá Ála- fossi - með því móti næst fram ffn áferð. Verðið fyrir þennán stól er 23.295 krónur en verðið fyrir skrifborðs- stólana úr þessari línu er allt niður í 13.580 kr. Biró hefur hafið útflutning til Færeyja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.