Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. Stjómmál_____________________________________________________________________dv Deilt um lánskjaravísitöluna: Ráðherrafrumvarp sett í salt Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra gengur illa að koma frumvarpi sinu gegnum þingið. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hefur látið salta stjórnar- frumvarp um launavísitölu, sem er á vegum Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra. Orsök þess er and- staða og efasemdir, sem frumvarpið hefur mætt. Lánskjaravísitölu hefur verið breytt. Þetta er vísitala, sem kveður á um, hvernig lánskjör breytast sam- kvæmt verðbólgu. Skuldarar þekkja þennan vísitölureikning vel. Þeir sjá áhrif lánskjaravísitölunnar í hækk- un skulda frá einum tíma til annars. Lánskjaravísitalan var jafnan sett saman að tveimur þriðju af vísitölu framfærslukostnaðar og að einum þriðja af byggingarvísitölu. Áhrifa- menn tóku að tala gegn þessum út- reikningi. Sumir vildu leggja þess konar lánskjaravísitölu niður og taka upp aðra, sem yrði skuldurum léttari. Því greip núverandi ríkis- stjóm til þess ráðs að breyta útreikn- ingi lánskjaravísitölunnar. Það hef- ur verið gert. Nú byggist lánskjara- vísitalan að einum þriðja af launa- vísitölu, aö einum þriðja af fram- færsluvísitölu og að einum þriöja af byggingarvísitölu. Þingmeirihluti óviss Þessi breyting hefur sætt mikilli gagnrýni. í frumvarpi Jóns Sigurðs- sonar, sem liggur fyrir þinginu um, hvemig launavísitalan skuh reikn- uð, segir í greinargerð, að núverandi aðferð við útreikning launavisitölu sé gölluð. Ríkisstjóm hugðist því með frumvarpi gera ljósara, hvernig launavísitalan skyldi reiknuð. En þá hefur komið upp öll gagnrýnin í þinginu. Óvíst er, að frumvarpið um launavísitölu hafi þingmeirihluta, þótt stjómarfrumvarp sé. Stjórnar- þingmennirnir Ragnar Amalds og Ami Gunnarsson hafa til dæmis haft fyrirvara á stuðningi sínum við þetta stjómarfrumvarp, þegar það kom til afgreiðslu fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar. Að baki þess- ari afstöðu þingmannanna liggja efa- semdir um, hvort rétt sé að reikna lánskjaravísitöluna eins og nú er gert eftir breytinguna. Þetta gerist meðal ýmissa þingmanna stjórnar- innar. Stjórnarandstaðan gengur gegn fmmvarpi Jóns Sigurðssonar - að minnsta kosti ef marka má af- stöðu stjómarandstæðinga í fjár- hags- og viðskiptanefnd. Þar snerust stjórnarandstæðingamir Matthías Sjónarhomið Haukur Helgason Bjarnason, Kristín Halldórsdóttir og Hreggviður Jónsson gegn frumvarp- inu. Afleiðing alls þessa var sú, að forsætisráðherra lét salta fmmvarp- ið - að minnsta kosti um skeið. Grundvallaratriði Því stendur nú mikil deila um nýja útreikninginn á lánskjaravísitölunni, þótt sú aðferð hafi nú þegar verið tek- in upp. Menn deila einkum um, hvort nota skuli nýja 'útreikninginn um eldri samninga - hvort það sé yfir- leitt löglegt. Lífeyrissjóðimir fengu þekkta lögfræðinga til að athuga mál- ið. Þeir komust að því, að þetta væri ekki löglegt. í Ólafslögum, sem kennd em við Ölaf heitinn Jóhannesson, segir, að lánskjaravísitalan eigi að stuðla að vemdun verðgildis peninga gegn verðrýmun af völdum verð- bólgu. Ekki finnst mönnum yfirleitt, að það samrýmist þessu að miða vísi- töluna við launin. Menn spyija einn- ig, hvað verði um traust almennings á samningum af þessu tagi. Ef ríkis- stjóm og einkum viðskiptaráðherra geta breytt lánskjaravísitöluna svona í dag, geta þau þá ekki bara breytt henni að geðþótta öðmvisi á morgun? Lífeyrissjóðimir hafa ennfremur samið við fjármálaráðuneytið vegna húsnæðisstofnunar. Þeir samningar vom taldir mundu gilda um skeið. En samt hefur þessu öllu verið breytt allt í einu. Spyrja má, hvaöa afdrif breyting lánskjaravísitölunnar hafi fyrir launþega. Hefði launavísitalan hækkað meira eða minna en gamla lánskj aravísitalan? Ef launavísitalan hækkaði meira, töpuðu skuldarar á breytingunni. Þetta heföi gerst frá 1985. Útkoman hefði orðið sú, að skuldir almennings, svo sem íbúða- kaupenda og húsbyggjenda, hefðu orðið þyngri en þær hafa verið. Ann- að mál er, ef litið er á tímabilið frá 1980 til 1984. Þá hefði launavísitalan hækkað minna. Ríkisstjórnin segir, að fólk skuli hta á meðaltaliö. En geta fjárskuldbindingar í raun byggt á hugmyndum um shk meðaltöl? Margir andvígir Verkalýðshreyfingin hefur lagst gegn hinum nýja útreikningi á láns- kjaravísitölu. Forystumönnum þar á bæ finnst, að með þessu sé óeðhlega verið að hafa áhrif á kjarasamninga. Fólk sér, að hækki laun í samning- um, hækkar launavísitalan, og þar með aukast ahar skuldir manna - vegna kauphækkunarinnar. Atvinnurekendur hafa hins vegar óttast, að með stöðugum útreikningi á launavísitölu aukist launaskrið. Hver komi stöðugt á eftir öðrum með kauphækkanir - í ríkara mæh en verið hefur. Því verði launavísitalan sjálfbrennandi vísitala. Miklar kaup- hækkanir valda .svo auðvitað verð- bólgu. Miklar kauphækkanir leiða nú til þess, að skuldir manna auk- ast. Það getur gerst sí og æ. í frumvarpi viðskiptaráðherra seg- ir, að núverandi útreikningur launa- vísitölu sé ófuhnægjandi. Frum- varpið átti að veröa til þess að gera bragarbót á. En stjómarandstæðing- ar segja, að ekki sé vit í að festa nýja kerfið frekar í sessi meö nýjum lög- um, meðan ekki sé annað vitað en aö nýja kerfið kunni að vera ólög- legt. Sumir stjómarþingmenn hafa greirúlega meiri efasemdir en ráð- herrarnir um nýja kerfið. Ýmsar skoðanir heyrast frá stjórnarþing- mönnum. Margir þeirra telja gamla kerfið hafa verið gaUað. En misjafnt er, hvernig þeir vUja bregðast við. Sumir vilja, að markaðurinn sjálfur ráði meira en nú um, hvemig fólk varðveiti verðgUdi peninga sinna. Hin síðastnefnda aðferð er vafa- laust affarasælust. Haukur Helgason í dag mælir Dagfari Læknar á faraldsfæti Læknar eiga víst rétt á að feröast til útlanda á þessu ári fyrir um 90 miUjónir á kostnað ríkisins. Þetta finnst fiármálaráðherra fuUmikið af því góða og vUl að þafna verði skorið niður eins og annars staðar í ríkisrekstrinum. Læknar hafa brugðist hinir verstu við þessum hugmyndum og segjast vera undr- andi og stórhneykslaðir á því að slík fiarstæða skuh koma til um- ræðu. Þá segja læknar aö þaö taki þá sárt að heUbrigðisráðherra skuh nánast dansa eftir gasprinu í Ólafi Ragnari. Læknar taka fram að þeir séu ekki til viðræðu um að draga úr utanferðum sínum á kostnað ríkisins. Þetta mál er hluti þeirrar um- ræðu sem á sér stað um spamað í heUbrigðiskerfinu. Það er nú orðið svo dýrt í rekstri að sjúkrahðar og gangastúlkur verða að sætta sig viö launasamdrátt svo kerfið fari ekki á hausinn. Þá hefur sú leið verið farin í auknum mæh að loka deUd- um sjúkrahúsa og með því hefur tekist að halda utanferðum lækna í gangi svo þeir megi sifia fundi, ráðstefnur og námskeið um það nýjasta í heimi læknavísindanna. Þetta hafa allir verið lukkulegir með fram að þessu, nema þá kannski sjúkhngar sem verða aö bíða árum saman eftir að komast í aðgerð. En það er þó bót í máli að læknamir læra meira og meira í utanferðunum og svo kann að fara að þegar sjúklingur, sem er búinn að bíöa í fimm ár eftir að komast í aðgerð, á loks kost á plássi komi í ljós að hann þurfi að fara í öðra- vísi aðgerð. Þá fer sá sjúki eða bæklaði í aðra biðröð og svona má halda rekstrarkostnaði niöri. Þar til fyrir nokkmm árum fengu spítalar ákveðna upphæð á dag fyr- ir hvem sjúkhng sem þar dvaldi. Þetta þýddi að alhr spítalar keppt- ust við að nýta hvert rúm sem best og er sagt að alheilbrigt fólk, sem álpaðist inn á spítala í tékk, hafi átt á hættu að vera kyrrsett í nokkra sólarhringa ef skortur var á alvöruveikum til að fyUa rúmin. Blómgaðist aUur sjúkrahúsrekstur rpjög við þessar aöstæður og allir spítalar reyndu að fiölga rúmum og fylla þau fólki hvem dag ársins. Menn sáu að hér stefndi í það óefni að helmingur þjóðarinnar væri jafnan vistaður á sjúkrastofnunum þar sem hinn helmingurinn væri við störf. Var þá gripið tíl þess ráðs að sefia spítala á föst fiárlög þar sem upphæðin er ákveðin fyrir- fram. Þá þurfti að fara aö spara og helsta spamaðarleiðin var að fækka sjúklingum með því að halda þeim utan spítalanna með öUum tUtækum ráðum. Við þetta rýmk- aðist um vinnutíma lækna sem gátu nú í auknum mæh sinnt eigin sérfræðiþjónustu í vinnutíma sín- um á spítulunum. Jafnframt ákvað rikið að borga læknum fuUt far- gjald og dagpeninga í 15 daga ef þeir vUdu vera svo vænir að bregða sér á fundi tíl útlanda minnst einu sinni á ári. Þá hljóp á snærið fyrir íslensku flugfélögunum sem sáu að loks var kominn grundvöUur fyrir sérstöku farrými handa fullborg- andi farþegum. Auk þess er þaö mikiö öryggi fyrir aðra farþega fé- laganna að vita að það megi treysta þvi að ávaUt séu nokkrir læknar meðal farþega tU eða frá landinu. Læknar benda á að þetta fyrir- komulag hafi orðiö til þess að þeir séu nú orðnir mjög virkir í alþjóð- legu starfi og em undrandi á að Ólafur Ragnar skuli ekki kunna að meta það. Þar fyrir utan hafi þessi ferðalög verið góð landkynning og leitt tU þess að hér sé farið að halda alþjóðleg læknaþing sem skih pen- ingum í ríkiskassann. Það er greinilegt að með utanferðum lækna á kostnaö ríkisins vinnst einkum tvennt. í fyrsta lagi em þeir ekki á meðan aö vasast í dýr- um aðgerðum sem eykur haUa- rekstur spítala og í öðru lagi stunda þeir árangursríkt landkynningar- starf á erlendum vettvangi og eru þar engir eftirbátar fegurðar- drottninganna okkar. Þegar öUu er á botninn hvolft er því eins gott að Ólafur Ragnar fari varlega í að skera niður læknaferðir tU útlanda því það gæti reynst dýrkeypt ráð- stöfun. Nægir að benda á aö nú bíða um tvö þúsund manns eftir aðgerðum vegna bæklunar og ann- arra sjúkdóma. Það væri enginn smápeningur sem færi í þessar aö- gerðir ef læknar væru neyddir til að vera heima og vinna í stað þess að ferðast um heiminn og leggja stund á alþjóðasamskipti og land- kynningu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.