Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Síða 32
mr- .wrrm r K Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst óháö dagblað MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. Akureyri: Milljónatjón í eldsvoða Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Milljónatjón varð í gærkvöldi er eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði að Óseyri 20 á Akureyri. í húsinu eru þrjú fyrirtæki, bifreiðaverkstæði, fiskverkun og htið skipasmíðafyrir- tæki, og mun eldurinn hafa komið upp á bifreiðaverkstæðinu. Þegar tilkynnt var um eldinn var ein slökkvibifreið slökkviliðsins í útkalh að bænum Hjarðarhaga í Öngulsstaðahreppi en þar hafði kviknað í feiti á eldavél. Þar urðu htlar skemmdir. Skemmdir í húsinu á Óseyri urðu hins vegar miklar. Fjórir bílar voru á bifreiðaverkstæðinu og eru þær mikið skemmdar eða ónýtar. Þá urðu skemmdir í fiskvinnslunni og í skipa- smíðafyrirtækinu, aðallega af vatni og reyk. Bátur, sem var inni í hús- inu, slapp án verulegra skemmda. Húsið, sem er einlyft timburhús, er mikið skemmt. Gaskútar voru inni á bifreiðaverk- stæðinu og voru þeir farnir að hitna mikið þegar þeir voru fjarlægðir og látnir kólna í snjóskafli skammt frá húsinu. Rannsókn á upptökumelds- ins var að hefjast í morgun en ljóst er að tjón hefur orðið mikið. Snjóflóðið sneri bíSnum á veginum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég var að fara niður efstu brekk- una í Múlanum Dalvíkurmegin þeg- ar það kom spýja niður á veginn. Hún lenti á hhð bílsins og sneri honum á veginum, en það var aldrei nein hætta á að bíllinn færi fram af,“ sagði Sigurður Guðmundsson á Ólafsfirði, en hann ók bíl sem lenti í snjóflóði í Ólafsflarðarmúla um miðjan dag í gær. Sigurður var einn á ferð og sagði að ýta, sem var að störfum skammt frá þar sem þetta gerðist, hefði dreg- ið bhinn út úr flóðinu. „Maður hugs- ar lítið þegar svona gerist, það er enginn tími til þess. Hins vegar varð þetta á þeim stað að ef bíllinn hefði farið fram af hefði ekki þurft að spyrja aö leikslokum," sagði Sigurð- ur. Ijftryggiwg^r ih ALÞJÓÐA ÍJFTRYGGINGARFEIAGIÐ HF. LÁGMÚI.15 - HEYKJAVÍK Simi f>SU>44 LOKI Þetta er höfuðlausn eins og hjá Agli! Dyrhólttós Togbáturinn Nanna VE 294 sökk fimm sjómílur út af Reynisdröng- um við Vík í Mýrdal rétt eftir klukkan 20.00 í gærkveldi. Áhöfhin, sjö menn, komst í gúmbjörgunar- bát og var bjargað um borð í neta- bátinn Þórunni Sveinsdóttur VE. Skipstjóri á Þórtmni Sveinsdóttur VE er Siguijón óskarsson, bróðir Leós, skipstjóra á Nönnu VE. Það var um klukkan 20.15 að skipstjóri Nönnu VE, Leó Óskars- son, sendi út neyðarkall og var þá báturinn kominn á hhðina og áhöfnin að yfírgefa hann. Þegar þetta geröist var s-austan stinn- ingskaldi og mjög vaxandi vindur og' farið að ýfa upp sjó. Samband rofnaði við Nönnu VE og hófst leit þá þegar. Meðal þeirra sem leituðu voru Sunnuberg GK og Þórunn Sveinsdóttir VE og héldu þau þegar á staöinn. Þórunn Sveinsdóttir VE kom aö gúmbátnum og náði að bjarga mönnunum um borð. Björg- unin gekk vel og voru skipverjar lítið hraktir en þeir höfðu verið innan viö klukkustund í bátnum. Sigurjón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE, sagöi í samtali við DV að björgunin hefði gengið vel. „Það var kominn stinn- ingskaldi af s-austri en var að bresta á með versnandi veður og sjór var farinn aö ýfast. Við vorum 8 tii 9 sjóraílur frá Nönnu VE þegar Reyms- drangar Hér sökk Nanna VE-294 S*I1II ilL v ' i fli" mk * . ■ Mýrdalssjór Dv JRJ Nanna VE 294 siglir inn i höfnina í Vestmannaeyjurn á dögunum, nýkomin úr endurbyggingu í Portúgal. Við breytingarnar var tekin upp sú nýjung að settar voru tvær skutlúgur að aftan, þar sem trollið var tekið inn á millidekk. báturinn sökk og það tók okkur innan við klukkutíma að finna bát- inn. Það gekk vel að koma mann- skapnum um borð til okkar. Fimm þeirra voru í flotbúningum en tveir höfðu ekki haft tíma til aö klæða sig,“ sagði Siguijón. Trausti Kristjánsson, stýriraaður á Nönnu VE, sagði í samtali við DV að björgunin heföi gengið mjög vel. „Þctta bar mjög brátt að, við vorum að taka inn trolhð þegar við fengum sjó aftan á bátinn og hann lagðist á hliðina. Þannig lá hann þegar viö yfirgáfum hann og fórum í björgunarbátana. Sem betur fer opnuöust þeir strax og gekk okkur vel að komast um borð. Tveir lentu þó í sjónum en varð ekki meint af þar eð þeir voru í flotgöllum. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir tím- anum en það var ekki meira en klukkutími sem við vorum í gúm- björgunarbátnum og verður ekkí annað sagt en að okkur hafi liðið þokkalega þar um borð. Mér er efst í huga þakklæti tii áhafnarinnar á Þórunni fyrir björgunina,“ sagði Trausti. Nanna VE er um 100 tonna tog- bátur, smíöaður í Hollandi árið 1954. Hann var endurbyggður í á hliðina. Portúgal og hóf veiöar eftir þær breytingar um miðjan janúar síð- astliðinn. Þess má geta að Siguijón Óskars- son, skipstjóri á Þórunni Sveins- dóttur, hefur verið einstaklega giftusamur sem skipstjóri. Þetta er í fiórða skiptið sem hann bjargar skipshöfn úr sjávarháska. Hann bjargaði áhöfn Bylgju RE 1974 við Suðurströndina, Katrínar VE, sem strandaði í Meðallandsbug, áhöfn Guðrúnar Magnúsdóttur, sem eld- ur kom upp i við Suðurströndina árið 1983, og nú var það áhöfn Nönnu. Sigurjón Óskarsson, skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur, bróður sínum og áhöfn hans. VE. Veðrið á morgun: Hvasst á Suður- og Vesturlandi Á morgun veröur sunnanátt, víða ahhvöss sunnan- og suðvest- cinlands en heldur hægari annars staðar. É1 verða sunnan- og suð- vestanlands en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Hitinn verð- ur undir frostmarki, -1-6 stig. 4 Forstjóri Amarílugs: Líkur á lausn Forráðamenn Amarflugs hafa lagt fram nýjar tillögur til ríkisstjórnar- innar um lausn fjárhagsvanda fé- lagsins. Kristinn Sigtryggsson, for- stjóri Arnarflugs, sagði í morgun að tillögurnar væru að nokkru ný nálg- un í málinu og að hans mati væru þær hklegar til að geta leyst málið. ’.Ég tel ipjög óheppilegt að ræða málið ítarlega á meðan það er á jafn- viðkvæmu stigi og núna,“ segir Kristinn. - Kemur KLM meira inn í dæmið núna en í fyrri tillögum? „Ég get aðeins sagt að KLM aðstoð- ar við málið.“ -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.