Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Starfsmenn DV gengu heim á laugardaginn Mikill glaumur og gleði ríkti þegar árshátíð DV var haldin á laugardags- kvöldið með söng og hljóðfæraslætti. í Átthagasal Hótel Sögu söng og trall- aði fólk úr öllum deildum fyrirtækis- ins, prentsmiðjufólk, skrifstofu- menn, dreifing, bókband og ritstjórn að ógleymdum starfsmönnum aug- lýsingadeildar. Á undan borðhaldi stjórnaði Sig- urdór Sigurdórson veislustjóri fjöldasöng af miklum skörimgsskap. Ellert B. Schram ritstjóri hélt hátíð- arræðu kvöldsins sem var í gaman- sömum tón. Hann lýsti því m.a. hvernig menn eru fijálsir og óháðir þó þeir séu dálítið háðir, sérstaklega þegar þeir tala fijálslega um óháðar íþróttir. Þegar leið á borðhald birtist í saln- um ungur og fóngulegur maður með hljóðfæri á öxlinni, Valgeir Guðjóns- son - hann var fótgangandi. Tók hann til við að upplýsa DV-inga um þá miklu kvenrembu sem felst í texta lagsins um hann Óla Skans. Að því loknu gerði hann heiðarlega tilraun til að fá alla til að ganga heim og mun honum a.m.k. hafa tekist að fá starfsfólk auglýsingadeildarinnar til þess arna. Þýsku bjórkneyfararnir úr Bevarian Band komu einnig til að skemmta fólki þó að ekkert hafi þeir jóðlað. -ÓTT Cary Grant er nýjasta fómarlamd ævisögu- ritara. Og ef eitthvað er að marka fullyrðingar þeirra þá hafa þeir aldelis komist í feitt. Þrjár bækur um Cary Grant hafa nýlega kom- ið út og þar kemur meðal annars fram að hann hafi átt í löngu ást- arasambandi við kúrekaleikar- ann Randolph Scott, hafi tekið þátt í hommapartíum og nauðg- unum, hafi lamið eina eiginkonu sína í LSD vímu og að hann hafi átt það til að klæöast í nærföt kvenna. Vinir og samstarfsmenn leikams látna em að vonum fok- illir út af ásökunum þessum og hafa hafið vöm fyrir hann og hafa bent á að einn ævisöguritar- inn, Charles Higman, hafi sagst aðeins skrifa um látið fólk því það gæti ekki svarað fyrir sig. Valgeir Guðjónsson var mættur á bomsunum sínum á árshátíð DV. Honum tókst að fá starfsstúlkur auglýsingadeildarinnar og skrifstofunnar til að ganga heim. Þegar stúlkurnar stóðu upp héldu reyndar allir að þær ætluðu að fara strax. DV-myndir S Árshátíð Fijálsrar fjölmiðlunar: Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður hjá DV og veislustjóri á árshátíðinni, stjórnaði fjöldasöng af miklum skörungsskap. „S.dór“ er einnig vel að sér í sérstakri sænsk-finnskri mállýsku og fór hann með gamanmál á þessu framandi tungumáli. Fremst á myndinni eru hjónin Auður Eydal og Sveinn R. Eyjólfsson, stjórnar- formaður og útgáfustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Fjær sitja þau Benedikt Jónsson og eiginkona hans, Halldóra Ármansdóttir. er opinská að vanda. Nýlega sagði hún frá samkvæmi einu sem hún haföi haldið fyrir Bolshoi ballett- inn rússneska og KGB menn er höfðu auga með flokknum. „Allir skemmtu sér konunglega,“ segir Maclaine, „sérstaklega höfðu þau gaman af aö vera í sundlauginni, í öllum fötum.“ Að sögn Mac- Laine endað samkvæmið ekki fyrr en átta um morguninn og nokkrum tímum síðar dansaði flokkurinn Svanavatnið óaðfinn- anlega án þess að hafa sofið um nóttina og örugglega nokkrir dansarar bhndfulhr. George Michael er að sögn ástfanginn upp fyrir haus af fyrrverandi ritara ÓUvers North Fawn HaU sem hefur kom- ið sér vel fyrir í Hollywood og hyggur á frama í sjónvarpinu. Þau hittust í samkvæmi í HoUy- wood og eftir að hafa fariö saman nokkrum sinnum út hafi George að sögn vina beðið hana að koma með sér til Englands sem ungfrú- in afþakkaði með þeim orðum að framinn innan sjónvarpsins skipti meira máU. Starfsfólk DV tók vel undir meö skemmtikröftum kvöldsins. Verst var að Þjóðverjarnir úr Bevarian Band jóðluðu ekki - úr þvi var þó snarlega bætt. DV-myndir S Ellert B. Schram, ritstjóri DV, og Ágústa Jóhannsdóttir, ásamt Herði Einars- syni, framkvæmda- og útgáfustjóra Frjálsrar fjölmiðlunar, og eiginkonu hans, Steinunni Yngvadóttur. Ef myndin prentast vel má greina Gunnar V. Andrésson Ijósmyndara og Eirík Jónsson, getraunasérfræðing DV, í baksýn. Shirley MacLaine

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.