Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. 15 Réttur eða forréttur? Stúdentar kjósa! Um miðjan þennan mánuð ganga stúdentar við Háskóla íslands til kosninga til Stúdentaráðs. Valið stendur á milli tveggja lista, lista Röskvu og lista Vöku. Listi Röskvu er skipaður félagshyggjufólki sem í hinum stóra heimi stjómmálanna fylgir ólíkum stjómmálaflokkum að máh en hsti Vöku er skipaður ungum íhaldsmönnum sem alUr eiga djúpar rætur í Sjálfstæðis- flokknum og stofnunum hans. ^Þetta er dáUtið hjákátleg staðreynd þegar það er haft í huga að fuUtrú- ar Vöku hafa galað þann boðskap út um aUan háskóla að „póUtík“ skuU burt úr Stúdentaráði. Þeir sem lesa dagblöð með reglulegra milUbiU en 10 ára skilja hins vegar þessa mótsögn Vökumanna, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið því að þjóðinni aUa sína tíð að hann sé ekki í stjómmálum, hann sé flokkur aUra stétta og verji eitthvað sem hann kaUar sameigin- lega hagsmuni þeirra Valið er stúdenta í Stúdentaráði sitja 30 fuUtrúar stúdenta. Á því kjörtímabiU sem nú er að Uða átti Vaka 15 fulltrúa og þeir sem fylkja sér undir merki Röskvu 15. Fylkingarnar hafa því í raun haft stöðvunarvald á hvor aðra. Það samræmist ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins að umræða um ákveðin mál og atburði í landinu og heiminum öUum eigi sér stað í landinu. Af þessum sök- um hefur Vaka komið því í gegn að stúdentar við Háskóla íslands hafa einir stúdenta á Norðurlönd- um látið ofsóknir gegn stúdentum í Suður-Afríku og víðar í léttu rúmi Uggja. Vaka skUgreinir þessi mál ekki sem hagsmunamál stúdenta og gengur út frá því sem vísu að stúdentar við Háskóla íslands vUji ekki að lýðræðiskjömir fuUtrúar þeirra hafi skoðanir á öðru en þröngt skUgreindum hagsmunum stúdenta. Vaka hagar málflutningi sínum líka þannig að annaðhvort sé um það að ræða að Stúdentaráð ræði daginn út og daginn inn „þör- KjaUarinn Heimir Þór Pétursson fulltrúi Röskvu I Stúdentaráði H.í. ungapláguna í Noregi og ofsóknir gegn stúdentum í Suður-Afríku“ annars vegar (svo notuð sé samUk- ing þeirra sjálfra) eða efnahagslega hagsmuni stúdenta hins vegar. Þetta verður Vaka auðvitað að eiga við sjálfa sig, en tíl eru stúdentar sem hugsa öðruvísi og þeir eiga sér valkost sem fulltrúa í Stúdentaráð. Ef formaður Stúdentaráðs yröi dreginn út af heimUi sínu um miðja nótt af lögreglunni, settur í fangelsi og hafður þar án þess að vera dæmdur fyrir nokkrar sakir svo mánuðum skiptir og yrði síðan í ofanálag pyntaður með fjölbreyti- legustu aðferðum, - er ég nokkuð viss um að íslenskum stúdentum þætti það furðulegt ef stúdentar í öðrum löndum vUdu ekki hreyfa mótmælum, vegna þess að þau myndu ekki hafa nein áhrif á efna- hagslega stöðu þeirra sjálfra. En vahð er áfram stúdenta. í kosning- unum þann 15. mars velja þeir sér fuUtrúa til að fara með sín mál. „Hagsmunir stúdenta“ Ef við víkjum síðan að þessum þröngt skUgreindu „hagsmunum stúdenta", lánamálunum, er held- ur ekki hægt að skoða Vöku öðru- vísi en í samhengi við móðurflokk- inn í ValhöU. Vaka er nefnUega og hefur aUa tíð verið einhvers konar æfingarbúðir fyrir unga sjálfstæð- ismenn í háskólanum. Þar hafa nær öU stórmenni, sem og smærri menn í forystuUði Sjálfstæðis- flokksins, sUtið bamsskónum póU- tískt séð. Úr Vöku hefur leiðin alla tíð verið greið tU æðstu metorða •hjá þessum hagsmunaflokki íjár- magnseigenda í landinu. í Vöku var einu sinni ungur gjörvulegur maður kaUaður Sigur- bjöm Magnússon. Eftir að hafa barist af eldmóði fyrir hagsmunum stúdenta innan vébanda Vöku hef- ur hann haldið þeirri iðju srnni áfram sem stjómarformaður Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Þar hefur hann af dugnaði barist gegn því að einstæðir foreldrar í háskól- anum sætu við sama borð og aðrir stúdentar. Hann hefur fullur rétt- lætiskenndar barist gegn því að stúdentar á fyrsta ári fengju lán hjá LÍN og nú síðast er hann sjálf- skipaður krossberi andstöðunnar gegn því að frysting Sverris Her- mannssonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra, á námslánum verði leiðrétt. Rétt fyrir kosningar hjá SHÍ þjón- ar það auðvitað ekki hagsmunum Vöku að kannast við þennan dugn- aðarfork og hún keppist við að af- neita honum og hefur gert það oftar en Pétur afneitaði meistara sínum forðum. Þetta er auðvitaö fullkom- lega í anda vinnubragða Vöku, sem snýr staðreyndum eins og henni hentar. En stúdentar em læsir og eiga ef til vill oftar en aðrir erindi á Landsbókasafnið þar sem ís- landssagan er varðveitt í bókum og blöðum. Ennþá er vahð stúd- enta. Vaka hefur nefnilega ekki farið með þau „l>röngt skilgreindu hags- munamál“ stúdenta sem lánamálin em síðustu ár. Röskva hefur átt fulltrúa SHÍ í stjóm lánasjóðsins síðustu misseri og barist þar ötul- lega gegn fulltrúum íhaldsins. Þessi barátta hefur nýverið skilað stúdentum7,5% hækkunarleiðrétt- ingu á námslánum og vinnuhópur á vegum menntamálaráðherra hef- ur lagt til að gengið verði að öllum kröfum námsmanna til margra ára fyrir janúarmánuð 1990. Fyrir þennan tíma á að leiðrétta að fullu skerðingar íhaldsins á framfærslu námsmanna, fyrsta árs nemar fá lán að nýju, könnun verður gerð á raunverulegum framfærslukostn- aði stúdenta og ráðherra hefur lýst því yfir að niðurstaða hennar verði höfð til grundvallar þegar upphæð námslána er ákvörðuð. Hvaða jafnrétti er það? Fulltrúi Sjáifstæðisflokksins og um leið Vöku í stjóm LÍN hefur sett sig upp á móti öllum hugmynd- um um réttindabætur á kerfl LÍN. Vaka bar upp tillögu í Stúdentaráði sem hefði haft það í för með sér, ef hún hefði verið samþykkt, að SHÍ setti sig einnig upp á móti öll- um þessum réttindabótum -ef þær hefðu það í för með sér að tekjutil- ht LÍN yrði hækkað. En tekjutilht er það hversu mikið tekjur náms- manns hafa áhrif á rétt hans til lána. Röskva byggir skoðanir sínar í þessu máh á þeirri grandvallar- hugsim að LÍN sé jöfnunarsjóður sem stuðla eigi að jafnrétti til náms í landinu. Hvaða jafnrétti er það? Jú, það er jafn réttur efnaminni flölskyldna í landinu á við þær efnameiri til að senda afkvæmi sín í háskólanám. Á samdráttartímum eins og nú ríkja er þetta hlutverk LÍN enn mhdlvægara. Röskva krefst þess að böm verkalýðsfor- eldra eigi sama rétt til háskóla- náms og sonur hehdsalans, svo dæmi sé tekið. Röskva krefst þess einnig að lán sjóðsins dugi fyrir raunverulegri framfærslu. Það er því skoðun Röskvu að stúdent með 800 þúsund th eina mhljón í sumar- tekjur eigi ekki að hafa sama rétt og stúdentar með 120-300 þúsund í sumartekjur. Fyrir flölskyldur, sem hafa tekjur sem varla duga fyrir daglegri framfærslu, er jöfn- unarsjóður eins og LÍN stórkostlegt réttindamál. Vaka hefur barist öt- uhega fyrir þvi að ekkert tilht verði tekið th tekna við úthlutun náms- lána, þó sá málathbúningur henti ekki um þessar mundir á þeim bæ. Þessi krafa felur í sér að fleiri tekjumiklir fái námslán og th langs tíma mun það koma niður á ráð- stöfunarfé LÍN og rnn leið bitna á þeim tekjuminni. Þetta viðhorf th námslánanna réttlætir hka vaxta- töku af námslánum, sem stríðir algerlega gegn skoðunum Röskvu. En stúdentar eiga völina og þeir eiga líka kvölina. Stúdentaráö hef- ur verið hla starfhæft að mati Röskvu vegna þessa útibús Sjálf- stæðisflokksins sem Vaka er. Stúd- entar ættu að hafa það í huga að þeir velja á mhli þeirra sem hta á LÍN sem jöfnunarsjóð, menntun sem mannréttindi óháð efnahag annars vegar og hins vegar um þá sem hta á LÍN sem útdeilingarbúhu á vasapeningum og menntun sem forréttindi þeirra sem geta borgað hana í beinhörðum peningum. Það munar einum manni á því hver verður í meirihluta í Stúdentaráði, Vaka eða Röskva. Stúdentar, snúið hlutfóllunum ykkur í hag. Heimir Mór Pétursson „Röskva krefst þess aö börn verkalýðs- foreldra eigi sama rétt til háskólanáms og sonur heildsalans svo dæmi sé tek- ið. Röskva krefst þess einnig að lán sjóðsins dugi fyrir raunverulegri fram- færslu.“ Bjór og fjölmiðlar: Hvað ætlum við að ganga langt? Ég hélt að ég væri að lesa eitt- hvað er ekki væri ætlast til að nokkur manneskja tæki alvarlega þegar ég las grein í Morgunblaðinu 29. 4. 1988: „Sveitamennskuímynd íslendinga útrýmt". - Þótt langt sé um liðiö síðan umrædd ritsmíð birtist langar mig að gera smáat- hugasemd við innihald hennar. Þar höfum við það: Þessi boð og bönn eru svo sveitaleg. En hvað er nú hugtakiö að vera sveitalegur? Höfundur getur trúlega útskýrt það. Ég held að flestir Islendingar séu ættaðir úr sveitum landsins. Þvi miður virðast fleiri vera sömu skoðunar og greinarhöfund- ur: Það er svo púkalegt að geta ekki boðið útlendingum, er hér dvelja, upp á bjór og þá helst á krám er opnar væru megnið af sól- arhringnum. Alla vega er heh- brigðisráöherra sammála greinar- höfundi því að hann rétti upp hönd á Alþingi og mælti: „Ég trúi á skyn- semi fólksins." - Svo mörg voru þau orð. Vonandi duga þessi um- mæli hans þegar öhð kemur. Ég er bara ekki á sömu skoðun, við erum held ég að kaha yfir okkur það sem ýmsar þjóðir vhdu vera lausar við. En kannski dugar sveitamennskan okkur th að halda ölinu innan skynsamlegra takmarka. KjaUaxinn Sigríður Eymundsdóttir sjúkraliði verkefni í tómstundum; þetta með sjónvarpslausan júlímánuð var svo „sveitalegt" að slíkt gat ekki geng- ið, svo urðu útlendingar, er til landsins komu, svo hissa að við urðum okkur th skammar. Þessa útlendinga hefir trúlega langað að sjá Stiklur Ómars eða Setið fyrir svöram. Ég er svo sveitaleg að á þessum tíma hlakkaði ég th júh- mánaðar. Þaö vhl svo th að á sjúkrastofnun er ég vann á á tímum þessarar sjón- varpslokunar fannst mér fyrst vist- fólkið fara að tjá sig, þá sátu ekki allir þegjandi og horfðu á sama kassann. Þetta var stofnun með vistfólki á öhum aldri, flest þokka- lega hresst. í þessum sjónvarps- lausa mánuði kom í ljós ýmislegt, er ekki var daglega á yfirborðinu, Síðan féh þetta tjáskiptavigi því að júlímánuður mátti ekki hða án mötunar á afþreyingarefni og við trúlega ekki eins „sveitaleg". Þá vora það bara fimmtudagamir en það vígi féh auðvitað líka og þar með vorum viö að verða eins og þeir í útlöndum og á hraðri leið upp á við í menningunni. En ég held að öh þessi flölmiðlamenning s'khji - því miður - ekki ahtaf mikið eftir því að oft mætti. ætla að það sem sýnt er sé sýnikennsla í ránum og morðum. Ég held að hollára væri þeim Sem eru að vaxa úr grasi að meira væri við þá talað. „Rússnesk rúlletta“ Ekki vantar menninguna hjá út- varpsstöðvmn, mér telst svo th að um 8-10 rásir sé að velja. Það ætti að nægja 250 þús. manna þjóð en ekki held ég að unga fólkið læri málvöndun af að hlusta á þessa sí- bylju ahan sólarhringinn. Maður gæti haldið að ekki hefðu allir í þessu Qölmiðlaþvargi lært mikið í móðurmáhnu, sumir virðast ahs ekki þekkja á klukku og því síður geta komið frá sér á skiljanlegu talmáh hvað klukkan er á þessum og hinum tíma. Ég er því fegnust er ég finn gömlu og góðu rásina með Ragnheiði Ástu. Ég held að ég leyfi mér að vitna til orða konu er veit nákvæmlega hvað hún segir: „Aðalatriðið er að buha allan sólarhringinn en segja þó ekki neitt.“ En þótt við ætlum þeim yngri að fara með bullið þá eru þeir eldri síöur en svo óskeikuhr. Það var t.d. slæmt að heyra vanan flölmiðla- mann tala um „móðurharðindi". Ég hélt að ástandið 1783 hefði gefið nafnið en ekki átt skylt við neina móður. Höfundur greinarinnar „Sveita- mennskuímynd íslendinga út- rýmt“ saknar þess mjög að hnefa- leikar eru ekki löglegir hér. Hann' vitnar í Svía, þaðan höfum við fyr- irmyndina í flestu er heitir menn- ing. Hann skorar á hæstvirt Al- þingi aö afnema hnefaleikabannið. Alþingismenn hafa kannske ekkert á móti hnefaleikum og segja sem svo: „Ég trúi á skynsemi fólksins.“ En fyrmefndur greinarhöfundur gleymdi einu, mjög menningar- legu. Það var „rússnesk rúhetta". Er hún kannski ekki lögleg í Sví- þjóð? Sigríður Eymundsdóttir „Alþingismenn hafa kannski ekkert á móti hnefaleikum og segja sem svo: „Ég trúi á skynsemi fólksins.“ t.d. skáld og fleira, sem leyndist í Fjölmiðlar pokahorninu, að ég tah nú ekki um Fyrrnefndur greinarhöfundur aö vistfólkiö blandaði meira geði hefur trúlega ekki mörg áhuga- hvað við annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.