Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989.
5
Fréttir
Þorsteinn - aflahæsta trillan.
DV-mynd Hrefna
Ný loðnuganga
fundin út af
Hornafirði
Rifsnes hæst ver-
tíðarbáta á Rifi
Hrefcia Magnúsdóttir, DV, Hellissandi;
Vertíö á Rifi er nú í fullum gangi.
Tíðarfarið hefur verið óhemju erfitt
en sjómenn eru harðduglegir og
sækja sjóinn fast á stóru bátunum.
Trillumenn hafa þó oft mátt liggja í
landi vegna veðurs. Erfitt hefur verið
að koma aflánum í fiskverkunar-
húsin vegna óvenju mikilla snjóa og
ófærðar. Elstu menn muna ekki ann-
an eins snjó í svo langan tíma en allt
hefur þetta samt gengið. Nú hefur
verið gott veður síðustu dagana.
Mikið er af útlendingum og að-
komufólki í vinnu og nóg að gera.
Hér beita Pólverjar línuna og gengur
það vel þó að þeir hafi aldrei imnið
slíkt verk áður. Nú eru flestir bátam-
ir að hætta á línu og skipta yfir á net.
Afli stóru bátanna í lok febrúar er
þessi: Rifsnes 347 tonn, Tjaldur 305,
Hamrasvanur 255, Hamar 242, Sax-
hamar 242 tonn. Heildarafli 1905
tonn, mjög svipaður og í fyrra. Afli
þriggja hæstu trillanna: Þorsteinn 65
tonn, Esja 64 tonn og Bára 61 tonn.
Meiri afli barst af trillunum í fyrra
Útgerðarfélag Akureyringa:
Þokkalegur afli
hjá togurunum
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii
„Það eru engin stórtíðindi af afla-
brögðum,“ sagði Einar Óskarsson
hjá Útgeröarfélagi Akureyringa er
DV innti hann eftir aflabrögðum tog-
ara félagsins að undanfomu.
Einar sagði að lengst af árinu hefði
ótíð hamlað eðlilegum veiðum en þó
hefur veðriö heldur lagast að undan-
fömu.
Kaldbakur landaði um síðustu
helgi 230 tonnum af blönduðum fiski.
Skipið fékk á sig brot í síðustu veiði-
ferð en skemmdir urðu ekki miklar.
Aðrar síðustu landanir togara ÚA
voru 112 tonn hjá Sólbak, 127 tonn
hjá Svalbak, 146 tonn hjá Hrímbak
og 198 tonn hjá Harðbak. Þá landaði
frystitogari félagsins, Sléttbakur, um
síðustu helgi og var með á annað
hundrað tonn af frystum flökum.
Palestínumenn á íslandi:
Áskorun til
Jóns Baldvins
Félag Palestínumanna á íslandi
hefur sent Jóni Baldvin Hannibals-
syni utanríkisráðherra áskorun. Þar
er skorað á hann að beita sér fyrir
því á alþjóðavettvangi að alþjóðlegar
gæslusveitir verði sendar sem fyrst
til herteknu svæðanna í Palestínu.
Einnig biðja þeir utanríkisráðherra
og ríkisstjómina að veita fóm-
arlömbun ísraela og fjölskyldum
þeirra alla hugsanlega aðstoð. Undir
þetta skrifa sex Palestínumenn á ís-
landi.
á sama tíma og er það gæftaleysi sem
spilar inn í.
„Eg má eiginlega ekki vera að því
að tala við þig. Við erum aö kasta
og erum á mjög grunnu vatni. En það
er rétt, ný loðnuganga er fundin hér
út af Hornafirði. Enn höfum við að-
eins fundiö tvær torfur, ekki mjög
stórar og það er allur flotinn að kasta
a þetta,“ sagði Kristbjörn Ámason,
skipstjóri á Sigurði RE, er DV ræddi
við hann um miðjan dag í gær.
Eftir þessu hafa menn veriö að bíða
í nokkra daga. Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur sagöi á dögunum í
samtali við DV að hann þættist viss
um að ný ganga væri á leiðinni. Þetta
skiptir að sjálfsögðu miklu máli ef
takast á að veiða allan loðnukvótann.
Ástráðúr Ingvarsson hjá Loðnu-
nefnd sagði að nú væru komnar á
land rúmlega 700 þúsund lestir.
Heildarkvótinn er 922.500 lestir,
þannig aö enn er eftir að veiða rúm-
lega 200 þúsund lestir.
Sú ganga sem bátarnir hafa verið
að veiða úr er gengin fyrir og búin
að hrygna og að því loknu drepst
loðnan. Það er því himnasending fyr-
ir loönuflotann að ný loðnuganga
skuh vera fundin. Og enda þótt enn
hafi aðeins fundist tvær torfur, getur
enn meira verið á leiðinni.
S.dór
NORDMENDE
NM-3001 hljómtækjasamstæða
2 x 50W magnari meö 2x5 banda tónjafnara og
fjarstýringu, hálfsjálfvirkur reimdrifinn plötuspilari,
útvarp meö FM stereo og MW,
tvöfalt segulband með hraðupptöku,
fulkominn þriggja geisla spilari og hátalarar
Fermingartilboö
aðeins 39.980,- kr. eða
TiÁ tökiim ve( á móti þér !
36.980,-
stgr.
VISA
SKIPHOLT119
SÍMI 29800
-SMJ