Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. KNATTSPYRNUÞJÁLFARI Erlendur knattspyrnuþjálfari, búsettur á íslandi, óskar eftir þjálfarastöðu á höfuðborgarsvæðinu á komandi keppnistímabili. Uppl. í síma 652271 e. kl. 17. Lögtök Eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs á Eskifirði og í Suður-Múlasýslu og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð beiðanda, að átta dögum liðnum frá birt- ingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-12. greiðslutímabil 1988 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1988 til janúar 1989. Eskifirði, 2. mars 1989. Sýslumaður Suður-Múlasýslu, bæjarfógeti á Eskifiröi VERSLUNARPLÁSS ÓSKAST Óska eftir ca. 80 ferm. verslunarplássi fyrir leikfanga- og gjafavöruverslun. Hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27022, H-200. ÞAKKARÁVARP Sendi starfsfólki Heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags ísiands, Hveragerði, bestu þakk- ir fyrir hlýhug og gjafir á 60 ára afmæiis- degi mínum, 7. mars. Guðmundur Ármann Oddsson málari ar Iþróttasalur til leigu Höfum enn lausa tíma á kvöldin og um helgar í nýjum íþróttasal skólans. Nánari uppl. fást næstu daga á skrifstofu skólans og hjá hús- verði. Sími 688400. Nauðungaruppboð Önnur sala á fasteigninni Dynskálum 8, Hellu, þingl. eigandi Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs hf., fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvols- velli, fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 10. Uppboðsbeiðendur eru Rangár- vallahreppur, Brunabótafélag íslands, Byggðastofnun, Iðnlánasjóður og Iðnaðarbanki íslands. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð Önnur sala á fasteigninni Geitasandi 3, Hellu, þingl. eigandi Kjöt- og matvælavinnsla Jónasar Þórs hf., fer fram á skrifstofu embættisins, Austun/egi 4, Hvols- velli, fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka Islands, Byggingarsjóður ríkisins, Tryggingastofnun ríkis- ins, Rangán/allahreppur, Jón Ingólfsson hdl., Lárus Bjarnason hdl. og Brunabótafélag íslands. Sýslumaður Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð Önnur sala á fasteigninni Norðurgarði 11, Hvolsvelli, þingl. eign Ragnars Ástvaldsson- ar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka Is- lands, Jón Finnsson hrf., Ólafur Gústafsson hrl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Sýslumaður Rangárvallasýslu UÚönd Reiðir Tíbetar ráðast að Kinverja, sem er annar til hægri á myndinni, i tíbeska borgarhlutanum í Lhasa í gær. Símamynd Reuter Herlög í Tíbet Hermenn og vopnaðir lögreglu- menn voru á verði á götum Lhasa í Tíbet í morgun þar sem herlög voru sett í gær til að binda enda á óeirðirn- ar sem geisað höfðu í þrjá daga. Her- menn eru einnig í viðbragðsstöðu utan við borgina. Kínversk yíirvöld segja að tólf manns hafi beðið bana og rúmlega hundrað særst í óeirðunum en tíbe- skir þjóðemissinnar segir að tala lát- inna sé sextíu. Óeirðimar hófust á sunnudaginn stuttu fyrir þrjátíu ára afmæh vopnaðrar byltingar gegn hermönnum kommúnista. Lögreglu- menn skutu á mótmælendur og Tí- betbúar réðust á opinberar bygging- ar og létu greipar sópa um verslanir Kínverja. Kveiktu þeir síðan í vam- ingnum úti á götum. Vestrænir sendimenn hafa það eft- ir kínverskum embættismönnum að herlögin verði látan vera í gildi eins lengi og nauðsyn þykir. Bannað hef- ur verið að halda fundi og efha til verkfalla. Erlendir ferðamenn hafa verið beðnir um að fara frá Lhasa og dvelja í hótelum sínum þangað til. Fréttamaður Reuterfréttastof- unnar var yflrheyrður í nokkrar — Oroleiki innan kommúnistaflokksins framkvæmdastjóm flokksins íhug- aði nú að boða til sérstaks fundar hjá miðnefndinni í næstu viku til að samþykkja samkomulag um þær pól- ítísku, efnahagslegu og þjóðfélags- legu umbætur sem búist er við að náist í hringborðsumræðunum. Talsmaður Samstööu, Janusz On- yszkiewiz, sagðist í gær vera von- betri um árangur í viðræðunum eftir að leiðtogi samtakanna, Lech Wa- lesá, hitti innanríkisráðherra Pól- lands, Czeslaw Kiszczak, í gær í ann- að sinn á fimm dögum. Walesa og Kiszczak náðu samkomulagi um lög- leiðingu hinna bönnuðu samtaka námsmanna, NZS. Búist er við að lögleiðing Samstöðu sé hluti af hinu væntanlega sam- komulagi. í staðinn vill stjórnin að Samstaða taki þátt í ólýðræðislegum þingkosningum og styöji efnahags- legar umbætur. Samstaða segir stjórnina vera farna að gefa eftir meðal annars varðandi kröfur sam- takanna um að fjölmiðlar verði frjálsir. Mótmælendur í Lhasa í Tibet með tíbeska fánann og myndir af Dalai Lama. Símamynd Reuter klukkustundir áður en honum var leyft að snúa aftur heim á hótel sitt. Fréttastofan Nýja kína greinir frá því að áður en herlögin tóku gildi hafi hundruðir „óeirðaseggja", þar af nokkrir með grímur, gert árásir á verslanir og kveikt í þeim. Mótmæl- endur eru einnig sagðir hafa safnast saman fyrir framan lögreglustöð, hrópað slagorð og hótað að ráðast á lögreglustöðina. Fréttastofan greinir einnig frá því að þeir hafi ráðist á vegfarendur og kveikt í íjölda stol- inna reiðhjóla. Vestrænir sendimenn í Lhasa segja að snemma í gær hafi verið sæmilega rólegt í borginni og hafi lögreglu- menn lítið haft sig í frammi. Reuter Hringborðsviðræðurnar mUli hafa vakið efasemdir innan pólska pólskra yfirvalda og Samstööu, kommúnistaflokksins. Talsmaður hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, stjórnarinnar skýrði frá því í gær að Leiðtogi Samstööu, Lech Walesa, hitti Kiszczak innanríkisráöherra Póllands í gær i annað sinn á fimm dögum og eru menn nú bjartsýnir á að árangur náist f hringborðsumræðunum. Innan kommúnistaflokksins eru menn hins vegar órólegir vegna væntanlegs samkomulags. Símamynd Reuter Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.