Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. íþróttir Höfum ekkert aö óttast Bobby Robson, sem sá Svía leggja Albani að velli, 2-1, í Tirana í nóvember, gerir ráð fyrir bar- áttuleik í Albaníu í kvöld en Eng- lendingar mæta þá til leiks í fyrsta sinn í þessu þjóðlandi. „Viö vitum lítið um Albani en þeir vita hins vegar mikið um okkur,“ sagði Robson í samtali við blaðamena Barcelona lék tvo leiki gegn albanska liðinu Fla- murtari og voru báðir erfiðir. En við höfum samt ekkert séð til Albana sem viö þurfum að ótt- ast,“ sagði Robson, fram- kvæmdastjóri enska liðsins. Enska Uðið verður að öllum Uk- indum með þessum hætti; Peter Shilton, Gary Stevens, Tony Adams, Terry Butcher, Stu- art Pearce, David Rocastle, Neil Webb, Bryan Robson, John Bar- nes, Gary Lineker, Chris Waddle. Þess má geta að eini enski landsliðsmaðurinn, sem hefur leikið í Albaníu, er Gary Lineker en hann var þar með Barcelona. Þeir tekjuhæstu í goifínu Tekjuhæstu kylfingar í Evrópu eru þessir í kjölfar síðasta móts sem fór fram um síðustu helgi; 1. Mark James, Ban... 44.715 pund 2. J-M Olazabal, Spán...33.330 3. Peter O’Malley, Ást..27.760 4. David Gilford, Ban...19.010 5. J-M Canaizares, Spán.17.360 6. PaulBroadhurst, Ban..15.650 7. BrettOgle,Ást.......12.500 8. Magnus Persson, Sví.12.200 Norðurlandamót fatlaðra j sundí í Eyjum í sumar Noröurlandamót fatlaðra í sundi verður haldiö í Vestmannaeyjum í sumar. Mótiö veröur dagana 2.-4. júnl Undirbúningur fyrir mótiö er í fullum gangi og áætlað er að keppendur á mótinu verði um 80 talsins, þar af um 60 er- lendis frá. Um stórviðburð er aö ræða þvi samtals unnu Norður- landaþjóðirnar til 55 gullverð- launa í sundi á ólympíuleikum fatlaðra í S-Kóreu sl. haust. Rummenigge ieggur skóna á hilluna í vor Fyrrverandi fyrirliði vestur- þýska landshðsins i knattspymu hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í vor. Rummenigge leikur nú með svissneska liðinu Ser- vette frá Genf. Rummenigge lék 95 landsleiki fyrir vestur-þýska landshðinu. Hann mun snúa aö nýju til Munchen þegar keppnis- tímabilinu lýkur í Sviss í júní. Áður en Rummenigge fór að leika í Sviss lék hann með Inter Milan en þar áður í raörg ár með Bay- em Múnchen. Hann sagðist í viðtali viö frétta- menn vel geta hugsað sér aö taka að sér þjálfún. Huddersfield og Reading skiptu meðsérstígum Einn leikur var í 3. deild ensku knattspymunnar í gærkvöldi. Huddersfield og Reading gerðu jafhtefli, 2-2. Þá vora tveir leikir í 4. deild. Rotherham sigraöi Grimsby, 1-0, og Wrexham sigr- aöi Hartlepool, 4-3. Frakkar sfgruðu Skota IDundee Frakkar sigraðu Skotland með þremur mörkum gegn tveimur í forkeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspymu í Dundee í gærkvöldi, leikmenn 21 árs og yngri. Frakkar hafa örugga for- ystu í riðlinum en Skotar eru í neðstasæti. í kvöld eigast A-þjóðimar við í sömu keppni í Glasgow. Skotar veröa að sigra i þeim leík til að eiga möguleika á aö tryggja sér sætl í úrslitakeppninni á Italíu 1990. Fjórir leikir 11. deild 1 kvöld: Valur mætir Stjörnunni Fjórir leikir veröa í 1. deild íslands- mótsins í handknattleik í kvöld. Lín- ur á mótinu eru famar að skýrast verulega, Valsmenn eru í langefsta sæti deildarinnar og hafa ekki tapað leik til þessa á mótinu. Spennan á botninum er hins vegar mun meiri en þrjú félög skera sig nokkuð úr í þeim efnum. Stórleikur kvöldsins verður án efa viðureign Valsmanna og Stjörnunn: ar að Hlíðarenda kl. 18.15. Valsmenn hafa ekki tapað leik á mótinu eins og áður sagði, hafa allt mótið sýnt meistaratakta. Stjarnan hefur ungu og efnilegu liði á að skipa og mun eflaust veita Valsmönnum harða mótspymu ef þeir ná sér á strik. FH-ingar taka á móti Eyjamönnum í íþróttahúsinu i Hafnarfírði kl. 20.15. FH-ingar sigla lygnan sjó en Eyja- menn beijast fyrir lífi sínu í deild- inni. Eyjamenn munu berjast til síð- asta blóðdropa enda mikið í húfi. Harður botnslagur verður í íþróttahúsinu að Digranesi er Breiðablik og Fram mætast. Breiða- blik er á botninum en Fram er skammt undan, með tvö stig í for- skot. Það stefnir því allt í spennandi leik en úrsht í fyrri leik liðanna á mótinu réðust ekki fyrr enn á loka- mínútum leiksins. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20.00. í Laugardalshöllinni kl. 20.15 leika KR-ingar gegn KA. KR-ingar era í öðru sæti deildarinnar og verða að teljast sigurstranglegri. Á góðum degi gætu KA-menn veitt KR-ingum harða keppni. -JKS Forkeppni HM í knattspymu: Stíga Englendingar á bak hjólhestunum? - leika við Albani í kvöld HM Englendingar óttast nú fátt meira en leikinn við Albani í forkeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spymu. Margir af landsliðsmönnum Englendinga hafa enda átt erfitt upp- dráttar síðasta kastið og sumir hverj- ir vermt varamannabekki með fé- lagsliðum sínum. Þeirra á meðal era Gary Lineker, sem er af sumum sagður bera fullan kolasekk á baki sínu í leikjum sínum með Barcelona, Peter Beardsley úr Liverpool og David Rocastle frá Arsenal. Ensku blöðin hafa keppst við að spá í spilin fyrir þennan mikilvæga leik í kvöld og binda flest þeirra vonir við Tottenham-leikmanninn Chris Waddle, sem hefur leikið vel að und- anfómu með félagi sínu. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum með Spurs og skoraði ofan í kaupið í tvígang í „feluleik” lands- liðsins við B-lið Bobby Robson á Bis- ham Abbey. Sá leikur, sem var hluti af undirbúningi enska landsliðsins fyrir viðureignina í Tírana, fór fram um síðustu helgi. Eitt ensku blaðanna segir að eng- inn í enska landsliðinu hlakki til verunnar í Albaníu þar sem jafnvel landshðsmenn hjóh á kappleiki. En blaðið segir jafnframt að fáir viti það betur en landsliðsmennirnir ensku, og Robson sjálfur, að svo geti farið að þeir stígi sjálfir á bak hjóF hestunum ef iila fer annað kvöld. Reginkeppinautarnir í riðlinum, Svíar, unnu nefnilega sigur í Albaníu og því má ekkert stig fara í súginn í hinni hörðu baráttu um sæti í úrslit- unum á Ítalíu. JÖG Vélsleðakeppni Mývatn ’89: Akureyringar unnu 5 titla - hátt í 600 áhorfendur fylgdust með keppninni Rramr Balduisson, DV, Mývatnssveit Vésleðakeppnin Mývatn 1989 fór fram í Mývatnssveit 3. og 4. mars. Fyrri keppnisdaginn var indælis- veður með sólskini og kyrru veðri en þann síðari var norðaustan vind- ur og renningur og er keppni var nýlokið byrjaði að snjóa. í mótslok fór verðlaunaafhending fram í Skjól- brekku. Fyrri keppnisdaginn var keppt í fjaUarafii og var sú braut 57 km löng. Þar kepptu sveitir frá vélsleðaum- boðum og sigraði sveit Polaris í þeirri keppni. Síðan fór fram kvartmílu spymukeppni og vom keppendur 61. Seinni keppnisdaginn var keppt í alhliðabraut sem var 4 km löng með 37 hhðum og þreumur þrautum. Jón Ingi Sveinsson náði besta brautar- fima og var krýndur Islandsmeistari í vélsleðaakstri. Hátt í 600 áhorfend- ur fylgdust með keppninni. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu eftirtaldir: Amar Valsteinsson, Akureyri, sigraði í alhliðabrautarkeppni í 5. flokki. í 6. flokki sigraði Jón Ingi Sveinsson, Árskógsströnd, ög í 7. flokki sigraöi Ingvar Grétarsson, Akureyri. í flokki C sigraði Marinó Sveinsson, Árskógsströnd. í flokki A sigraði Sigurður Kristjánsson, Dal- vík. í flokki B sigraði Guðlaugur Halldórsson, Akureyri. í flokki AA sigraði Eyþór Tómasson, Akureyri. I fjallaralli sigraði Ingvar Grétars- son, Akureyri. í sveitakeppninni sigraði Polaris og í spymukeppninni sigraði Benedikt Valtýsson, Reykja- vík. olyUíOUr uonsson, atvinnuknanspyrnumaður hjá enska félaginu ! Hreinsdóttir gengu í það heilaga í Akraneskirkju í gær að vistöddu miklu fjölmenni. Si í fyrradag og héldu utan í morgun. Sigurður varð að vera kominn í tíma til England i ensku deildakeppninni á laugardaginn kemur. Myndin er tekin er þau koma úr k íslandsmótið í körfuknatt Eyjólfur og j afgreiddu Kl Tindastóll, sem vaxið hefur með hverj- um leik í vetur, vann snngjarnan sigur á KR-ingum í Hagskóla í gærkvöldi. Tindastóll sigraði, 70-76, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 39-39. KR hafði forystuna lengst af í fyrri hálfleik. Þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks hafði KR forystu, 39-29, en Tindastóll skoraði síðustu tíu stigin í hálfleiknum og jafnaði. Tindastóll náði yfirhöndinni í síðari hálfleik og náði mest þrettán stiga forskoti, 43-56. Eyjólf- ur Sverrisson og Valur Ingimundarson báru af í leiknum og skoruðu grimmt af þriggja stiga körfum. • Stig KR: ívar Webster 26, Guðni Guðnason 17, Hörður Gauti Gunnarsson 9, Ólafur Guðmundsson 7, Lárus Árna- son 4, Bijgir Mikaelsson 4, Láras Val- garðsson 2, Jóhannes Kristbjömsson 1. • Stig Tindastóls: Eyjólfur Sverrisson 31, Valur Ingmundarson 30, Sverrir Sverrisson 11, Kári Marísson 2, Harald- ur Leifsson 2. Öruggt hjá Val á Hlíðarenda Þór frá Akureyri var ekki mikil hindrun fyrir Valsmenn að HUðarenda í Flug- leiðadeildinni í körfuknattleik í gær- kvöldi. Valsmenn höíðu leikinn í hendi frá upphafi til enda. Lokatölur leiksins urðu, 102-82. í hálfleik var staðan, 48-41, Valsmönnum í hag. Fyrri hálfleikur var mun jafnari en í þeim síðari sýndu Valsmenn styrkleika sinn og sigu jafnt og þétt framúr. Leikur- inn hafði Utla þýðingu fyrir bæði liðin. Valur tryggði sér þátttökurétt í úrshta- keppninni um síðustu helgi. • Stig Vals: Hreinn Þorkelsson 23, Matthías Matthíasson 21, Rúnar Þór Jónsson 19, Tómas Holton 10, Bárður Eyþórsson 9, Ari Gunnarsson 7, Hannes Haraldsson 6, Bjöm Zöega 5, Sigurður Sigurðsson 2. • Stig Þórs: Björn Sveinsson 18, Eirík- ur Sigurðsson 18, Guðmundur Bjöms- son 15, Jóhann Sigurðsson 12, Einar Kárason 8, Stefán Friðleifsson 4, Þórir Guðlaugsson 4, Aðalsteinn Þorvaldsson 2. ÍBK tók ÍR í kennslustund Keflvíkingár tóku slappa ÍR-inga í hreina kennslustund og sigmðu með yfirburðum, 103-54. í hálfleik var staðan, 48-28, Keflvíkingum í hag. Eins og loka- tölur leiksins gefa til kynna var leikur- inn einstefna af háhu Suðumesjamanna. Nökkvi Jónsson, ungur piltur í hði Kefl- víkinga, kom á óvart og sýndi góðan leik. • Stig Keflvíkinga: Nökkvi Jónsson Aðalfundur ólympíuneöidar Íslí 4*,*^** _____1-1__■-8L1-, Ciisli Hallaörsson endurkior Aðalfúndur ólympíuneftidar íslands ÍSÍ eiga nú ijóra menn í nefndinni. var haldinn í gær en fundur sem þessi Eftirtaldir menn skipa ólympíunefhd- er haldinn á flögurra ára fresti Gish ina næstu ijögur árin: Gísli Halldórsson, Haildórsson var endurkjörinn formaö- formaöur, Sveinn Björnsson, varaform- ur. Bragi Kristjánsson og Öm Eiösson aöur, Gunniaugur Briem, gjaldkeri, viku úr stjóminni. Sérsambönd innan Guöfinnur Ólafsson, ritari. Meðstjóm-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.