Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Side 12
12 Spumingin Komu verðhækkanirnar um mánaðamótin illa viðþig? Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- kona: Búvöruhækkunin er verst, hún kemur verst viö mig. Ég er reyndar alveg hætt að kaupa kartöfl- ur af því þær hafa hækkað svo að undanfomu. Pétur Bergmann pizzubakari: Ég hef nú lítið fylgst með þessu en mér finnst vera orðið óhóflega dýrt í strætó. Þórdís Þórðardóttir bóndi: Matvöru- hækkanir koma verst við budduna og það er ekkert hægt að draga úr innkaupum á mat. Jensína Jónasdóttir kennari: Mat- vöruhækkanimar em tvímælalaust verstar. Fólk stendur vamarlaust gegn þessu. Dagný Broddadóttir nemi: Bensínið hefur hækkað alveg svivirðilega mikið, það kemur verst við mig. Marsibil Mogensen, atvinnulaus: Bú- vöruhækkunin kemur verst viö mig eins og aðra og ég hef reynt að draga saman neysluna eftir megni. V MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. iLesendur Bjórverð og styrkleiki: Hvort tveggja of hátt „Bjórverð hér er langt yfir öllu velsæmi. - Ekki á færi nema hinna efnuð- ustu að neyta hans.“ A.H. hringdi: Þegar þessi blessaði drykkur hef- ur loksins fengið landvistarleyfi hér kemur tvennt í ljós sem er eig- inlega óþolandi og ætti að nægja til þess að neytendur krefjist endur- skoðunar - þ.e.a.s. þeir sem eru mér sammála í eftirfarandi atrið- um: Ég tel að verð á bjór hér sé alltof hátt. Að krefja mann um 105 krón- ur fyrir eina dós af bjór í verslun- um ÁTVR er svo gegndarlaus ósvífni að fátt tekur henni fram. Ég hef sannanir fyrir því að hvergi í heiminum sé bjórverð eins hátt og hér á landi og reyndar svo langt yfir mörkunum að engu tali tekur. Á góðu veitingahúsi, sem ég heimsótti í Lúxemborg fyrir 3 mán- uðum, greiddi ég 40 franka fyrir flöskuna eða um 52 ísl. krónur. Á venjulegu og ódýru götuveitinga- húsi í sama landi greiddi ég hins vegar ekki nema 25 franka eða um 27 krónur fyrir glasið. - Hér kostar þessi drykkur á þriðja hundrað krónur á veitingahúsum og ekki á færi nema hinna efnustu að neyta hans. Svipaða sögu hef ég að segja frá öðrum löndum þar sem ég hef kom- ið, verðið er í þessum dúr. í henni Ameríku, þar sem íslendingar margir hverjir halda að allt sé dýrt (raunar eru Bandaríkin með ódýr- ustu svæðum heims að því er neysluvörur snertir), kosta 6 dósir eða flöskur af bjór tæpa 4 dollara eða um 200 krónur! Og þá kem ég að seinna atriðinu. Mér finnst vanta hér veikari bjór- tegundir (áfengar) en nú eru boðn- ar. Hvar er t.d. hinn danski „Hof ‘ og „Grön“ pilsner? Þetta eru vin- sælustu og mest drukknu tegundir dansks öls - alls ekki einhver „ex- port“- eða „EIefant“-bjór. Hér gangast menn margir hverjir upp í því að panta ávallt sterkustu tegund bjórs sem til er. Ef á mark- aðnum væri tegund sem héti „Nas- hyrninga“-bjór eða „Ljóna“-bjór og höfðaði til styrkleikans eins og „Elefanf‘-bjórinn á að gera, myndu íslendingar sjálfsagt biðja um hann! En að allri meinfyndni slepptri, blessaðir hættið þessari óhófs verðlagningu og „komið strax með klára ölið“, þetta veikara eins og danska pilsnerinn - og endi- lega á flöskum, ekki dósum eins og framleiddar eru fyrir hermenn og útileguhyski. Vegið að íslenskri tungu Kynnið Passíu- sálmana Kristín Jakobsdóttír hringdi: Ég vil að viðkomandi ráðamenn geri gangskör aö því að Passíu- sálraarnir verði kynntir nú á fós- tunni - í grunnskólun um og öðr- um skólum landsins. Þaö þyrfti að kynna heilræði þeirra. Þetta er eitt af okkar bestu bókmenntaverkum sem búið er að þýða á ótal tungumál og sýnir það hve mikils þeir eru metnir af öðrum þjóðum. - Nú er lítið talað um annað en vikingaþjóð- ina þegar rætt er um ísland. Það er sama hver les Passíusál- mana á fóstunni í útvarpið allir lesa þá sérstaklega vel. - Eg sendi innilegt þakklæti til Guðrúnar Ægisdóttur sem les þá núna alveg frábærlega vel. Afnota- gjöld RÚV Þóra Guðmundsdóttír hringdi: Eins og öllum er kunnugt erum við rukkuð fyrir afnot af tveimur rásum hljóðvarps og einni sjón- varpsstöð Ríkisútvarps. Réttlæt- anlegt er að telja rás 1 nauðsyn- lega og aö hún þjóni sem öryggis- tæki í daglegu lífl okkar. Þegar rás 2 hóf göngu sina var talað um að hún ætti að standa undir sér að fullu með auglýsing- um. - Nú er látiö aö því liggja að það geri hún hins vegar ekki með því að rukka okkur um afnota- gjald sem fer jafnframt til rekst- urs hennar. Ef rás 2 stendur hins vegar undir sér er alrangt að segja sem svo að við fáum hana einnig fyrir afnotagjaldiö. - Ef hún stendur ekki undir sér ætti Ríkisútvarpið að losa sig við hana en þröngva henni ekki upp á landsmenn í formi afnotagjalda. „Kvintus“ skrifar: Allharkalega þykir mönnum að ís- lenskri tungu vegið og er ein mesta hættan tahn stafa frá engislsaxnesk- um áhrifum. En því fer fjarri að þetta sé eina ógnunin. Alls konar vitleysur vaða uppi, ranglega er farið með ýmis orðtök og gamlir málshættir afbakaðir. Einnig er óskýr hugsun áberandi hjá mörgum og brýst oft fram í ambögum og hugsanavillu. - Skulu hér tekin nokkur dæmi sem því miður heyrast margendurtekin. Eitt þrálátasta dæmið er tengt sögninni að „dingla“. Þessari sögn er reglubundið misþyrmt í almenn- ingsvögnum, rétt áður en viðkom- andi hyggst yfirgefa vagninn. Fyrst til að kynna mér algjörlega nýja merkingu á sögninni var kona á þrít- Hverjum Anna Jónsdóttir hringdi: Það er hveiju orði sannara að þeg- ar þingmenn eru á landsins vegum í útlöndum þá verða þeir að búa á góðum hótelum. Það er líka nauðsyn- legt að ráðherrar eigi það góða „stássstofu" að þeir geti látið sæmi- lega fara um vildarvini sína sem þeir vilja gleðja. - Þeir eiga ekki að nota Ráðherrabústaðinn, sem þjóðin á, til eigin nota. Þar sem fjármálaráðherra dirfðist að halda veislu fyrir Lúðvík Jósefs- son fyrir framgöngu hans í land- ugsaldri. Hún var farþegi ásamt dótt- ur sinni á að giska þriggja ára og heyrði ég að þær mæðgur áttu nokk- ur orðaskipti. Skyndilega tekur kon- an af skarið, hallar sér að blessuðu baminu og segir: „Þú skalt fá aö „dingla“ á næstu stöð.“ Ég stirðnaði sem snöggvast af skelfingu. Vesalings barnið! Svona ungt, og lífið búið. Hengt upp í næsta staur, rétt eins og bófarnir fóru að í villta vestrinu hér áður fyrr. - í dag veit ég hins vegar betur. Nú „dingl- ar“ hvér í kapp við annan og sá sem gleymir að „dingla“ kemst einfald- lega ekki út á sinni stöð. Fréttamenn taka oft miklu ástfóstri við ákveðin orðatiltæki. Eitt þeirra er „þegar upp er staðið“. þetta orða- tiltæki á vel við þegar menn standa helgismáli þjóðarinnar er rétt að rifja upp hvað hann gerði í því máli. í hans ráðherratíð var landhelgin færð út í 12 mflur og þá þurfti ráö- herrann að fara margar ferðir til Rússlands. En ráöstefnur voru ekki margar haldnar þar um það mál heldur í Genf. Síðan var landhelgin stækkuð í 50 mílur. Þá kröfðust sjómenn og skip- herrar á varðskipum okkar að hún yröi færð í 200 mílur. - Þá brást Lúð- vík hinn versti við. En hvað væri fiskkvótinn stór upp frá tafli eða spilaborði. Fer hins vegar illa í lýsingum á knattspyrnu- kappleikjum - t.d. „þegar upp var staðið þótti jafnteflið sanngjamt“! - Sú spurning lflýtur að vakna hvort leikmenn hafi legið í grasinu mestall- an tímann, sparkandi út í loftið! í lýsingu frá síðustu ólympíuleik- um kom fram hugsanabrengl hjá þeim félögum sem lýstu keppni í sjónvarpssal. Eftir fyrstu grein tug- trautarinnar þar sem breski kepp- andinn Thompson náði bestum tíma í 100 metra hlaupi var margendur- tekin sú staðhæfing að hann hefði náð afgerandi forystu í greininni. - Ekki var nú forystan meira afgerandi en svo, að í lok tugþrautarinnar var Thompson langt frá sigurlaunum og 1. sætinu! núna ef við ættum að lifa á honum með selnum og hvalnum og land- helgin væri bara 50 sjómílur? - Ef íjármálaráðherra vill heiðra ein- staklinga sérstaklega fyrir fram- göngu í landhelgismálum okkar þá ætti að líta til Matthíasar Bjamason- ar sem ekki eingöngu færði hana í. 200 mílur heldur einnig stækkaði hann möskvana í nótunum. Heyrt hefi ég því lýst yfir að sú framkvæmd hafi verið áhrifameiri en útfærslan sjálf. Veðurfréttir í dagskrárlok Sjónvarpsnotandi hringdi: Ég vil koma þeirri ósk á framfæri að Sjónvarpið sýni ávallt veðurkort morgundagsins í seinni fréttum Sjónvarps kl. 23 að kvöldinu. Þegar ekki eru fréttir á þeim tíma væri æskflegt að enda sjónvarpið engu að síður á því að sýna veðurkort morgundagsins, því það eru margir sem vilja geta glöggvað sig á því aftur. Það er að mínu mati miklu nauð- synlegra að leyfa veðurkorti að vera á skjánum en einhverri lands- lagsmynd eða bara engu öðru en klukkunni eða einhverju álíka óþörfu. - Ég held því að ég mæh fyrir munn margra sjónvarpsá- horfenda er ég bið um að fá veður- kortið í dagskrárlok hvert kvöld. Utfærsla landhelginnar: á að halda veislu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.