Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. 25 Lífsstíll Verslunin Casa er gestaþátttakandi á Hönnunardaginn enda hefur fyrir- tækið kynnt margar nýjungar í hönn- un á síðustu árum. Stóllinn á mynd- inni heitir Royalton og er hannaður af hinum þekkta Philippe Stark - verðið er um 35 þúsund. Skrifstofulínan Nova er frá Gamla kompaníinu. Samstæðan er úr rauðu beyki og eru einkenni hennar vegleg húsgögn með mjúkum hornum. Hönnuðir eru Sigurjón Pálsson húsgagnahönnuður ásamt starfsmönnum Gamla kompanísins. Skrifstofulínan á að innihalda flest það er skrifstofumenn óska. Borðsamstæðan kostar um 82 þúsund krónur og samanstendur hún af skrifborði, 45 gráðu tengihorni, tölvuborði og frálagsborði. Hillusamstæðan sem inniheldur tvo skápa kostar öll um 132 þúsund krónur stæðan. Sinfónía heitir þessi eldhúsinnrétting sem er hönnuð af Finni P. Fróðasyni innanhússhönnuði. Hurðir og 'sjáanleg- ir fletir eru úr þéttpressuðum spónaplötum. Yfirborðið er svipsterkt og spónlagt með rótarspæni - birkirótar- spæni sem hefur verið djúpgrunnaður og tvílakkaður með sýruhertu húsgagnalakki. Þannig fær efnið mikla dýpt og engar tvær innréttingar verða eins. Borðplatan er úr graníti. Kantar, sýnilegar hliðar og opnir skápar eru úr mahóní eða aski - útkoman verður sin- fónía. Innréttingin er framlag fyrirtækisins Eldhús og bað, Faxafeni 5. Innréttingin er smíðuð hjá Ármannsfelli. Verðið er á bilinu 350-600 þúsund, allt eftir stærð eldhúss. Þessi skrifstofuhúsgögn heita Viva 2 og er samstæðan úr grábæsaðri eik. Hillurnar geta verið á marga vegu ýmist lokaðar eða opnar eða með skjalamöppuskúffum. Borðið er með áfastri tölvuvinnsluaðstöðu. Laus hliðar- borð fyrir ritvinnslutæki og prentara geta fylgt með. Húsgögnin er hægt að fá í natureik, beyki og mahóní. Borð- plötur eru bæði framleiddar með plast- eða viðarklæðningu. Skrifborðið kostar 42.136 kr. Hillueiningarnar kosta 21.117 (184x80cm lengst t.v.), kr. millihillurnar kosta 4.502 !;r. stykkið (90 cm breiðar) og eining með 4 skáphurðum kostar 33.208 kr. Samstæðan er hönnuð af Pétri B. Lútherssyni og er hún eitt af framlögum E.E. húsgagna til Hönnunardagsins. Þessir snúningsskápur er hannaður fyrir bað- og svefnherbergi. Megin- hugsunin er hagnýtt notagildi þar sem allar hliðar eru notaðar. Hillur og skúffur nýtast fyrir handklæði og ýmislegt fleira. Einnig er hægt að hengja handklæði og föt á hliðarnar og á einni hliðinni er hægt að hengja föt á herðatré. Spegil er hægt að nota til að skoða sig í bak og fyrir með öðrum speglum á baði. Skápurinn er úr spónlögðum aski. Snagar, botnstykki og skúffur eru úr máluðu MDF-efni. Verðið er 24.200 krónur. Hönnunin er úr Maxis-línunni og er eftir Pétur B. Lúthersson. Þetta er framlag Axis til Hönnunardagsins. Þessari hönnun hefur verið sýndur áhugi frá aðilum i Bandaríkjunum. Innanhússarkitektarnir Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson hönnuðu þennan veglega sófa sem er málaður af Þorláki „Tolla“ Kristins- syni. Hann notaði íslenska náttúruliti. Einungis tíu sófar verða framleiddir handmálaðlr. Sófinn er framlag Epal á Hönnunardaginn á morgun. Verðið er 290 þúsund krónur og eru öll eintökin númeruð. Sófinn er unnin á hefð- bundinn hátt með trégrind og svampi með Nocak fjöðrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.