Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. 27 I Afmæli Benedikt Kristjánsson Benedikt Kristjánsson, Reykjum í Mosfellsbæ, er áttatíu og fimm ára í dag. Benedikt er fæddur á Álfsnesi í Kjalarneshreppi í Kjósarsýslu og ólst þar upp. Hann naut almennrar farskólafræðslu í bamæsku, var b. í Glóru á Álfsnesi 1928-1935 og vaqn síðan við búrekstur og önnur land- búnaðarstörf fyrir aðra. Benedikt starfaði fram undir fertugt í ung- mennafélögum og íþróttafélögum í Kjalameshreppi, íþróttafélagi Kjós- arsýslu, íþróttafélaginu Stefni á Kjaiamesi, U.M.F. Aftureldingu í Mosffllssveit og var einn af stofn- endum U.M.F. Kjalnesinga 1939. Aðalíþróttagrein Benedikts var ís- lensk ghma en hann var fjölhæfur íþróttamaður. Benedikt var stofn- andi Hestamannafélagsins Harðar í Kjósarsýslu og er hann þar enn fé- lagi. Hann er mikill dýravinur og hestamaður og hefur verið annálað- ur skeiðmaður svo sem frændur hans og bræður ,■ enda sat hann ýmis hross til sigurs á stórmótum hér áður fyrr. Benedikt heldur enn góðri heilsu, á sinn gæðing og stund- ar hestamennsku og nokkuð tamn- ingar. Systkini Benedikts eru Þor- lákur, b. á Álfsnesi; Þorkell, b. í Víðinesi; Svanlaug, gift Jóni Þor- bjarnarsyni, netagerðarmanni í Rvík; Karl Kristján, prentari í Rvík, faðir Kristjáns hljómsveitarstjóra; Birgir, jámsmiður í Kópavogi; ísa- fold, gift Jóhanni Péturssyni vél- stjórakennara; Gréta, gift Jónasi Jósteinssyni yfirkennara, móðir Kára, fréttastjóra RÚV; Guðrún, gift Kristjáni ísaksssyni, b. i Smára- hvammi; Fanney gift Friðriki Jóns- syni, lögreglumanni í Rvík; Vern- harður, lögreglumaður í Rvík; Helga, gift Karh Runólfssyni tón- skáldi; Jóna, b. í Ási í Stafholtstung- um, gift Jóhannesi Ólafssyni, b. í Ási, og Þórður, húsvörður í Sjón- varpinu. Systkini Benedikts sem nú eru á lífi eru ísafold, Gréta, Guðrún, Fanney, Jóna og Þórður. Foreldrar Benedikts vom Kristján Þorkelsson, b. í Álfsnesi, og kona hans Sigríður Þorláksdóttir. Krist- ján var sonur Þorkels, b. í Helgadal í Mosfellssveit, bróður Salvarar, langömmu Björns Th. Björnssonar. Þorkell var sonur Kristjáns, b. og hreppstjóra í Skógarkoti í Þing- vallasveit, Magnússonar. Móðir Þorkels var Guðrún Þorkelsdóttir, b. í Heiðarbæ, Loftssonar og konu hans Salvarar, systur Salbjargar, langömmu Tómasar Guðmundsson- ar. Salvör var dóttir Ögmundar, b. á Hrafnkelsstöðum, Jónssonar og konu hans Guðrúnar Þórarinsdótt- ur, b. á Kotvöllum, Guðnasonar. Móðir Guðrúnar var Elín Einars- dóttir, b. á Varmadal, Sveinssonar og konu hans Guðrúnar Bergsteins- dóttur, b. á Minnahofi, Guttorms- ^sonar, ættíoður Árgilsstaðaættar- innar, fóður Þuríðar, langömmu Jóhönnu, ömmu Gunnars Amar Gunnarssqpar hstmálara. Móðir Kristjáns var Birgitta Þor- steinsdóttir, b. í Stíflisdal, Einars- sonar, b. í Stíflisdal, Jónssonar. Móðir Einars var Ingveldur Jóns- dóttir, systir Guðna í Reykjakoti, ættfoður Reykjakotsættarinnar, langafa Guðna, langafa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Birgittu var Guðný Eyjólfsdóttir, b. á Hamars- heiði, Þorsteinssonar, b. í Ásum Jónssonar, b. í Útey, Jónssonar, b. á Bjarnastöðum, Narfasonar, bróð- ur Andrésar, afa Helga, afa Ás- ’mundar Guðmundssonar, biskups og langafa Ólafs Skúlasonar vígslu- biskups. Móðurbróðir Benedikts var Jón, faðir Þorgeirs í Gufunesi. Sigríður var dóttir Þorláks, b. í Varmadal á Kjalarnesi, Jónssonar. Móðir Þor- láks var Guðrún Þorláksdóttir, b. í Glóm, Gissurarsonar. Móðir Þor- láks í Glóm var Katrín Melkjörs- dóttir, b. á Vatnsleysu, Eiríkssonar Benedikt Kristjánsson. og konu hans Helgu Þorsteinsdótt- ur, systur Stefáns, langafa Þorláks, langafa Önnu, ömmu Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Móðir Sigríðar var Geirlaug Gunn- arsdóttir, b. á Efri Brú í Grímsnesi, Loftssonar, b. á Efri Brú, Ásmunds- sonar, bróður Eyjólfs ísfelds skyggna, langafa Jóhönnu, langömmu Vals Arnþórssonar. Móðir Geirlaugar var Guðný Bjarnadóttir, b. á Hæðarenda, Guð- mundssonar, bróður Lofts, langcifa Gissurar, afa Sigurðar Sigurðsson- ar, prests á Selfossi. Sigrídur Ámadóttir Sigríður Ámadóttir, húsmóöir og forstöðumaður Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Akranesi, til heimil- is að Esjubraut 7, Akranesi, er sex- tugídag. Sigríður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hún stundaði skrif- stofustörf á unghngsárunum og lauk stúdentsprófi frá MA1949, prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1950 og prófi í bókasafnsfræðum við HÍ1980. Sigríður hefur verið for- stöðumaður Bæjar- og héraðsbóka- safnsins á Akranesi frá 1980. Maður Sigríðar er Bragi Níelsson læknir, f. 16.2.1926, sonur Níelsar S.R. Jónssonar, verkamanns á Seyð- isfirði, og konu hans, Ingiríðar Ó. Hjálmarsdóttur verkakonu. Sigríður og Bragi eiga fjögur börn. Þau eruÁrni, f. 21.3.1952, verka- maður á Akranesi, og á hann þijú börn; Röðull, f. 31.5.1955, rafvirkja- meistari á Akranesi, og á hann þrjú börn; Baldur, f. 8.2.1958, rafeinda- virkjameistari í Reykjavík, og á hann eittbarn, ogMargrét, f. 15.10. 1961, matvælafræðingur á Seltjarn- arnesi, og á hun tvö börn. Systir Sigríðar er Arnfríður, f. 15.7.1931, húsmóðir á Akranesi og áhúnþrjúbörn. Foreldrar Sigríðar: Ámi Guð-, mundsson, sjómaður á Akranesi, f. 14.2.1899, d. 24.6.1932, og Margrét Pétursdóttir verkakona, f. 21.1.1902. Foreldrar Árna voru Guðmundur Árnason á Heimaskaga og Hóli á Akranesi og Sigurrós Gunnlaugs- dóttir. Guðmundur var sonur Árna, for- manns og sáttarnefndarmanns á Sigríður Árnadóttir. Heimaskaga, Vigfússonar, b. í Hvammi á Landi og síðar að Grund í Skorradal, Gunnarssonar. Kona Vigfúsar var Vigdís Auðunsdóttir. Móðir Guðmundar var Guðríður, dóttir Jóns á Heimaskaga Jónssonar og Guðríðar Ásbjörnsdóttur. Sigríður dvelst erlendis á afmælis- daginn. Hartmann Eymundsson, Ha&arstríeti 88, Akureyri. Guðrún Karisdóttir, Dalatanga 6, Mosfellsbæ. Fjóla Sigurgeirsdóttir, Álftamýri 28, Reykjavik. Reynir Karisson, Melabraut 60, Seltjamamesi. Sigurþór Sigurðsson, Bogahlið 7, Reykjavík. 40 ára Guðmunda Ólafsdóttir, Sólvallagötu 39, Reykjavík. Hjaimar Sveinsson, Vesturl>ergi 128, Reykjavík. Camilla Bjarnason, Ásbúð 51, Garöabæ. Arngrímur Sveinsson, Smáragötu 5, Reykjavík. Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Vesturgötu 115, Akranesi, Már Þorvaldsson, Lækjarfit 16, Garöabæ. Ingunn Sigurðardóttir, Birkihlíð 25, Sauöárkróki. * Unnur Ingvadóttir, Heiðarbrún 74, Hverageröi. Erla Emilsdóttir, Vesturbrún 35, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Suðurbraut 15, Hofsósi. Jón Slgurðsson, FlúðaseJi 91, Reykiavík. Aii H. Jósavinsson Ragnar Skjóldal Ragnar Skjóldal leigubifreiðastjóri, Helga-magrastræti 6, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Ragnar fæddist að Ytra-Gili í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði og ólst þar upp. Hann stundaði almenn sveitastörf til ársins 1939 er hann hóf leigubifreiðaakstur á Akureyri sem hann stundar þar enn. Kona Ragnars er Ása Eiríksdóttir húsmóðir, f. 10.1.1918, dóttir Sigríð- ar Á. Árnadóttur og Eiríks Helga- sonar en þau bjuggu á Dvergsstöð- um í Hrafnagilshreppi. Börn Ragnars og Ásu eru Kristín Sigríður Ragnarsdóttir, f. 13.2.1945, iðnverkakona á Akureyri, gift Jak- obi Jóhannessyni bifvélavirkja- meistara, og eiga þau fimm börn, og Ragnar S. Ragnarsson, f. 12.5. 1959, en hann lauk nýlega prófi í sálarfræði við HÍ og er unnusta hans Inga Úlfsdóttir, nemi í sálar- fræði. Ragnar er elstur sinna systkina. Einn bróðir Ragnars lést ungur en önnur systkini hans eru á lífi. Syst- kini hans eru PáU, f. 1916, smiður á Akureyri; Gunnar Páll, f. 1920, lést ungur; Guöný, f. 1922, húsmóðir á Ytra-Gih; Dýrleif, f. 1924, húsmóðir á Akureyri; Gunnar, f. 1925, versl- unarmaður á Akureyri; Haraldur, f. 1928, verkstjóri hjá KEA á Akur- eyri; Ottar, f. 1932, b. á Enni í Skaga- Ástríður Þórðardóttir Ástríður Þórðardóttir, Suðurgötu 99, Hafnarfirði, er sextug í dag. Ástríður er fædd á Akranesi og ólst þar upp. Hún vann viö verslunar- störf á Akranesi til 1950 og hefur starfað í mörg ár meö Oddfellow- reglunni. Ástríöur giftist 8. apríl 1950, Guðmundi Magnússyni, f. 3. mars 1927, framkvæmdastjóra á Akranesi. Foreldrar Guömundar voru Magnús Ásbjörnsson og kona hans Ingibjörg Larsen. Börn Ástríð- ar og Guðmundar eru Emil Þór, f. 28. apríl 1956, tæknifræðingur, kvæntur Guðbjörgu Kristjánsdóttur flugfreyju og eiga þau þrjú böm, Sigríður, f. 19. apríl 1958, skrifstofu- stjóri, gift Páli Indriða Pálssyni vél- fræðingi og eiga þau þrjú börn, Ingi- björg, f. 13. júní 1963, framkvæmda- stjóri, gift Jóni Björgvin G. Jónssyni lækni og eiga þau tvö böm og Þór- ey, f. 3. janúar 1969, stúdent. Syst- kini Ástríðar eru Þórður, f. 26. nóv- ember 1930, bifreiöastjóri, kvæntur Ester Þóröardóttur og eiga þau sjö böm, Ævar, f. 8. apríl 1936, bifreiða- stjóri, kvæntur Þóreyju Þórólfs- dóttur og eiga þau þrjú börn og Sig- urður, f. 9. júlí 1947, lögreglumaður, kvæntur Sigríði H. Guðmundsdótt- ur og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Ástríðar eru Þórður Þ. Þórðarson, sérleyfishafi á Akranesi og kona hans Sigríður Guðmunds- dóttir. Þórður er sonur Þórðar, b. á Leirá í Borgarfirði, Þórðarsonar, b. á Leirá, Þorsteinssonar, b. á Hurð- arbaki í Reykholtsdal, Þiðrikssonar. Móðir Þórðar Þorsteinssonar var Steinunn Ásmundsdóttir, b. í Elín- arhöföa, Jörgenssonar, b. í Elínar- höíða, Hanssonar Klingenberg, b. á Krossi á Akranesi, ættfoður Kling- enbergættarinnar. Móðir Jörgens var Steinunn Ásmundsdóttir, systir Sigurðar, langafa Jóns forseta. Móð- ir Þórðar Þ. var Guðný Stefáns- dóttir, b. á Hvítanesi í Skilamanna- hreppi, Bjarnasonar og konu hans Kristjönu Teitsdóttur. Sigríður var dóttir Guðmundar, Ragnar Skjóldal. firði; Ingimar, f. 1937, lögregluvarð- stjóri á Akureyri. Ástríður Þórðardóttir. sjómanns á Sigursstöðum á Akra- nesi Guðmundssonar, trésmiös á ísafirði, Árnasonar, bróður Erlend- ar, föður Einars, húsameistara rík- isins. Móðir Sigríðar var Kristín Jónsdóttir, b. á Neðranesi, Helga- sonar. Móðir Jóns var Katrín As- mundsdóttir, systir Steinunnar. Móðir Kristínar var Halldóra Vig- fúsdóttir, b. á Grund, Gunnarsson- ar. Ástríður tekur á móti gestum á heimih sínu, Suöurgötu 99, í dag eftirkl. 17. Ari Heiömann Jósavinsson, bóndi og oddviti aö Auönum í Öxnadals- hreppi, varö sextugur í gær. Ari fæddist aö Auðnum og ólst þar upp viö almenn sveitastörf. Hann hóf búskap að Auðnum 1952 og hef- ur verið bóndi þar síðan. Ari var varamaður í hreppsnefnd frá 1954-1980 en tók þá sæti sem aðalmaður og hefur verið oddviti frá 1982. Hann var kosinn í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu 1978 og sat í henni tii 1988. Þá á hann sæti í héraðs- nefndEyjafjarðar. Ari hefur setið í skólanefnd frá 1970, situr í sóknarnefnd og sat í stjórnU.M.F. Öxndælafrá 1957-74. Hann var kosinn í deildarstjórn KE A1969 og hefur veriö deildar- stjórifrál972. Kona Ara er Erla Margrét Hah- dórsdóttir húsmóöir frá Skútum í Glerárhverfi við Akureyri, f. 26.12. 1929, dóttir Halldórs I. Halldórsson- ar, b. og verkamanns að Skútum, , og Guðríðar Erhngsdóttur, húsmóð- ur og verkakonu frá Kaldrananesi í Mýrdal í Vestur-Skaftafehssýslu. Börn Ara og Eriu Margrétar eru Jósavin Heiömann, f. 5.5.1953, b. að Arnarnesi í Amarneshreppi, kvæntur Eygló Jóhannesdóttur og eiga þau þrjú börn; Hlíf, f. 27.10.1955, starfsmaður Félagspiálastofnunar Akureyrarbæjar, gift Hauki Jó- hannssyni og eiga þau tvö börn; Guðríður, f. 27.9.1958, verkakona á Akureyri, gift Hirti Jóhannssyni og eiga þau tvær dætur; Halldór Heið- mann, f. 20.11.1959, d. 23.11.1968; Ari Erlingur, f. 22.7.1961, verkamað- ur á Akureyri, kvæntur Aðalheiði Ólafsdóttur; Birgir Heiðmann, f. 21.9.1963, verslunarmaður á Akur- eyri, kvæntur LUju Sverrisdóttur og eiga þau eina dóttur auk þess sem Birgir á dóttur frá fyrri sambúð; Ingunn Heiða, f. 10.10.1965, húsmóð- ir, gift Valdimar Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. Stjúpdóttir Ara er Sólveig Gestsdóttir, f. 7.8.1949, :nóL ibtH BC ir.Ejkm'rngail ríoiiaÉ ibn A Ari Heiðmann Jósavinsson. verkakona á Dalvík, gift Hjörleifi Hahdórssyni og eiga þau einn son, auk þess sem Sólveig á þijú börn frá fyrrahjónabandi. Systkini Ara: Margrét, f. 29.7.1915, húsfreyja að Staðarbakka, ekkja eft- ir Skúla Guðmundsson og eignuðust þau þrjú böm; Steingerður Júlíana, f. 19.7.1919, húsfreyja á Brakanda, gift Þorsteini Jónssyni og eignuðust þau sex böm en fimm þeirra eru á lífi; Ragnheiöur, f. 24.6.1921, d. 22.3. 1923; Gunnar Heiðmann, f. 15.9.1923, b. aö Búðarnesi, kvæntur Ósk Ebbu Guðmundsdóttur og eiga þau sjö böm; Ester, f. 26.8.1924, húsmóðir á Akureyri, var gift Helga Aðalsteinsv syni sem nú er látinn og eignuðust þau fimm böm, en seinni maöur hennar er Zophonías Jósepsson; Hreinn Heiðmann, f. 7.3.1929, b. að Auðnum, kvæntur Margréti Aðal- steinsdóttur og eiga þau sex börn; Guðmundur Heiðmann, b. og bif- reiðarstjóri að Árhvammi, f. 8.5. 1931, kvæntur Jennýju Júlíusdóttur og eiga þau sex börn; Unnur, f. 26.9. 1932, gift Bergvin Hahdórssyni og eigaþautvö börn. Foreldrar Ara vom Jósavin Guð- mundsson, b. að Auðnum, f. á Grund í Höfðahverfi 17.12.1888, d. 26.5.1938, ogkonahans, Hlif Jóns- dóttir húsmóðir, f. að Skógum á Þelamörk 24.5.1897, d. 13.5.1972.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.