Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. 3 Fréttir Prófmál út af fullvirðisrétti: Deilt um hvort rétturinn fylgir jörðinni eða bóndanum Fyrir aukadómþingi Skagaíjarö- arsýslu er nú rekið mál sem marg- ir telja prófmál um fullvirðisrétt en dómur mun ekki hafa fallið áður í slíku máli. Gert er ráð fyrir dómi í næsta mánuði. Stefnandi er Sigurður Stein- grímsson, bóndi á jörðinni Ysta- Mói í Haganeshreppi í Skagaíjarö- arsýslu. Fullvirðisrétturinn, sem um er deilt, er upp á 514,7 ærgildis- afurðir í mjólkurframleiðslu eða 89.568 lítra ársframleiðslu og 86,8 ærgildisafurðir í sauðfjárfram- leiðslu eða 1580 kg kindakjöts- framleiðslu á ári. í stefnunni segir að Sigurður hefji ábúð á jörðinni árið 1977. Jörðin var þá nánast í eyði og hafi engin búvöruframleiðsla verið á jöröinni í eitt ár. Segir í stefnunni: „Eigend- ur Ysta-Mós hafa því ekki lagt neinn grunn að þeim fiúlvirðisrétti til mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslu, sem nú er á Ysta-Mói.“ Sigurður ráðgerir nú að hætta búskap á Ysta-Mói og kaupa sér annað jarðnæði til að stunda bú- skap á. Að sögn Eiríks Tómassonar, lög- manns stefnda og eiganda jarðar- innar, þá snýst máhð um það hvort fullvirðisréttur eigi að tilheyra ábúanda eða eiganda jarðar. - Hvortábúandigetiráðstafaðfull- viröisrétti með því til dæmis að selja hann frá sér án þess að eig- andi samþykki. „Ef það er hægt þá rýrnar jörðin mjög og fleiri slíkar því að fullvirðisréttarlaus jörð er að minnsta kosti sums staðar á landinu lítils virði,“ sagði Eiríkur. Fullvirðisrétturinn er það nýtil- kominn að menn hafa átt erfitt með að átta sig á því hvers eðhs hann er. Því hefur verið óvissa rikjandi um margt varðandi fullvirðisrétt- inn. Af svipuðum toga er sú óvissa sem ríkjandi er varðandi kvóta í sjávarútvegi. Framleiðslustýring í þessum tveim greinum hefur að sögn lögfræðinga skapað mörg ný ágreiningsefni sem þarf prófmál. eins og þetta til að skera úr um. -SMJ Akureyri: „Reynum að opna íbúðagöturnar eins og hægt er“ Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það hefur háð okkur í öllu þessu fannfergi að annar hefillinn, sem við höfum, bilaöi og er búinn að vera bilaður í nokkrar vikur,“ safði Hilm- ar Gíslason, bæjarverkstjóri á Akur- eyri, er DV ræddi við hann um hvemig snjómoksturinn hefði gengið í bænum að undanfornu. Eins og fram hefur komið hefur ekki snjóað jafnmikið í langan tíma á Akureyri og nú hefur gert frá ára- mótum og virðist lítið lát vera á. Við allar götur í bænum eru miklir ruðn- ingar og á götunum þykkt snjólag sem ekið er á. Að sögn Hilmars Gíslasonar hefur Akureyrarbær yfir að ráða 9 tækjum til snjómoksturs, tveimur veghefl- um, þremur jarðýtum, sem eru not- aðar á sérstökum stöðum í útjöðram bæjarins, og svo minni tækjum. „Ef öll þessi tæki eru í lagi er þetta nóg fyrir okkur en ástandið versnar að sjálfsögðu þegar við missum út veg- hefil eins og nú hefur gerst. Við grip- um til þess ráðs að setja í gang gaml- an hefil frá árinu 1947 sem við höfð- um lagt og hann hefur staðið fyrir sínu þótt hann afkasti mun minna en nýrri heflarnir. En varastykki í hefilinn eru á leiðinni til landsins og hann kemst vonandi fljótlega í gagn- ið. Við reynum að opna íbúðagöturnar eins og hægt er. Það er hins vegar svo mikill snjór í þeim að við höfum lítið annað getað gert en rétt að gera þær ökufærar, það hefur ekki verið hægt að hreinsa þær vel. Ef við hefð- um gert það hefðum við lokað fólk inni við hús sín, auk þess sem við heföum átt á hættu að valda skemmdum t.d. á gróðri og girðing- um,“ sagði Hilmar Gíslason. Það er ljóst að ef skyndilega kemur hláka á Akureyri mun skapast vand- ræðaástand og margar götur yrðu ófærar. En mál málanna í augnablik- inu er að starfsmönnum bæjarins takist að halda götunum opnum fyrir umferð á meðan sífellt bætir í snjó- inn. 66°N Flot-Vinnugallinn er ómetanlegt öryggisatriöi sem þegar hefur sannað gildi sitt fyrir íslenska sjómenn. Hann er hannaður með tilliti til fjölda atriða sem gera gæfumuninn í þægindum og notagildi við erfiðustu skilyrði. Gallinn viðheldur hita í sjó á sama hátt og blautbúningur. Gott snið truflar ekki hreyfingar. Sifellt bætir í snjóinn á Akureyri. Reynt er að halda íbúðagötum opnum en af nógu er að taka eins og sést á myndinni. SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavík - Símar 1-15-20 og 1-22-00 Helstu sölustaðir: Verslun O. Elling- sen Reykjavík. Verslun Axels Svein- björnssonar, Akranesi. Verslun Sveinbjörns Sveinssonar, Stykkis- hólmi. Essóskálinn Hellissandi. Olíusamlag Útvegsmanna ísafirði. Verslun Sig. Fanndal, Siglufirði. Verslunin Valberg, Ólafsfirði. Versl- unin Eyfjörð, Akureyri. Netagerðin Höfði, Húsavík. SÚN, Norðfirði. Hafnarbúðin, Essóskálinn, KASK, Hornafirði. H. Sigurmundsson, Vestmannaeyjum. Verslunin Báran, Grindavík. Kf. Suðurnesja, Járn og Skip, Keflavík. Verslun Einars Þorgilssonar, Hafnarfirði. Hefur þegarsannað gildi sitt. SEXTÍU OG SEX NORÐUR ASÍ/VSÍ: Fyrsti viðræðu- fundurinn næsta mánudag Að sögn Þórarins V. Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, hef- ur ósk Alþýöusambandsins um viöræðufund vegna kjarasamn- inga verið svarað og ákveöiö að fyrsti fundurinn veröi haldinn næstkomandi mánudag kiukkan 14. Þar með má segja að alvara sé komin í kjarasaraningamálin, þegar þessir aðiiar eru byrjaðir aö ræðast við. S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.