Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Samdráttur til sólarlanda
Ferðamálafrömuðir hafa látið í ljós áhyggjur af
minnkandi eftirspurn í sólarlandaferðir. Allt útlit er
fyrir 30% samdrátt og hafa ferðaskrifstofurnar fækkað
leiguflugum sem því nemur.
Þessar fréttir koma ekki á óvart. Efnahagsástandið
er að segja til sín. Þegar harðnar á dalnum og tekjur
heimilanna dragast saman er ekki óeðlilegt þótt utan-
landsferðum til sólarlanda fækki í kjölfarið. Það skiptir
einnig máli að slíkar ferðir hafa hækkað í verði frá því
á sama tíma í fyrra. Sólarlandaferðirnir hafa sömuleið-
is verið nokkurs konar fjölskylduferðir og fargjöld og
úthaldskostnaður fyrir foreldra og börn í tvær til þrjár
vikur er ekki á hvers manns færi.
Allt er þetta skiljanlegt og tímans tákn. Hitt er annað
að það er mikið miður ef íslendingar hafa ekki lengur
efni á slíkum ferðum. Sólarlandaferðirnar hafa verið
snar þáttur í lífi þúsunda landsmanna. Þeir hafa notið
þess að komast til suðrænna landa úr rysjóttri veðráttu
norðursins. Óhætt er að fullyrða að tilkoma sólarlanda-
ferðanna hafi valdið byltingu í lífsháttum hér á landi.
Nýr heimur opnaðist. Einangrunin var rofin. Sumarfrí-
in voru nýtt og notuð í sól og hita, íslendingar kynnt-
ust þægindum þess að slappa af, skoða sig um á fram-
andi stöðum. Matarvenjur breyttust, sjóndeildarhring-
urinn víkkaði. Fjölskyldur tengdust betur, börn og ungl-
ingar komust í ævintýraheim og orlofm'voru allt í einu
orðin sameiginleg tilhlökkun ungra sem gamalla. Eftir
því sem árin hafa liðið hefur jafnframt orðið menningar-
legri blær á sólarlandaferðunum. Mönnum hggur ekki
eins á að komast í bjór og böh og sleppa fram af sér
beislinu. Nú eru þetta fyrst og fremst ferðir til hvíldar
og hressingar.
Þessi ferðalög hafa verið tiltölulega ódýr og utan-
landsferðir eru ekki lengur forréttindi hinna ríku og
efnuðu. Enn einu sinni birtist hið stéttlausa jafnræði
þjóðarinnar í flugferðunum til sólarlandanna, þar sem
ólíkt fólk og allir aldurshópar blanda saman geði. Og
allir verða þeir eins þegar þeir liggja marflatir á strönd-
inni á sundskýlunni einni saman.
Já, það er miður ef fólk hefur ekki lengur efni á þess-
ari upplyftingu. Ferðaskrifstofurnar segjast ekki treysta
sér til að bjóða upp á lægri fargjöld og koma þar með á
móti minnkandi eftirspurn. Það er hins vegar athyglis-
vert að þegar margvísleg sameining og hagræðing á sér
stað í atvinnurekstri hvers konar þá virðist ferðaskrif-
stofum íjölga. Það gefur augaleið að eftir því sem ferða-
skrifstofurnar verða fleiri og smærri því minna bolmagn
hafa þær til að gera stóra samninga og ná fram hagstæð-
ari viðskiptakjörum. Nú eru að minnsta kosti tuttugu
skrifstofur sem bjóða fram þjónustu sína og enda þótt
tvær eða þrjár séu verulega stærstar er enn verið að
stofna nýjar skrifstofur og auka glundroðann. Sam-
keppnin hefur ekki leitt til ódýrari ferða. Samkeppnin
hefur ekki komið ferðalöngunum til góða.
Vonandi er að samdrátturinn í orlofsferðunum til
útlanda sé aðeins tímabundinn. íslendingar þurfa á til-
breytingunni að halda. Þeir þurfa að anda. Þeir þurfa
að komast úr sínu daglega umhverfi, breyta til og losna
við streitu hversdagsins. Sólarlandaferðirnar hafa gefið
lífinu ht og ljós sem allir þurfa á að halda. Kannski líka
vegna þess að þá kunnum við betur að meta okkar eig-
ið land, eftir að hafa komist til fjalla sem ekki eru eins
blá og fjarlægðin gefur til kynna.
Ehert B. Schram
„Landspítalinn býr við þröngan húsakost og það svo að sumar deildir búa við afar erfiða aðstöðu," segir
greinarhöf. m.a.
Fjármálastjórn
ríkisspítalanna
í tilefni allrar umræðunnar um
hagræðingu í ríkisrekstri ætla ég
að setja á blað nokkrar línur til að
hæla fjármálastjórn ríkisspítal-
anna.
Á árinu 1988 tókst ríkisspítulun-
um að halda rekstri innan fjárlaga,
reyndar með miklu aðhaldi. Fé á
fjárlögum ársins var talsvert
minna en ríkisspítalamir fóru
fram á til rekstursins. Eigi að síður
tókst að ná endum saman. í því
sambandi ber að þakka öllum sem
hlut eiga að máh.
Margir lögðu hönd á plóginn. En
líklega vekur það ekki mikla at-
hygh að vel hefur tekist til. Annars
vegar þykir mörgum það bara sjálf-
sagt og hins vegar eru það ævinlega
meiri fréttir ef iila gengur eða að-
finnsluvert er.
Útgjöld ríkisspítalanna
Ríkisspítalamir em eitt allra
stærsta fyrirtæki landsins. Á fjár-
lögum ársins 1988 voru áætlaðar til
spítalanna 4.045,4 m. kr. en fyrsta
uppgjör sýnir að eytt hefur verið
4.044,6 m. kr.
Nokkur mismunur er á hinum
ýmsu liðum. Sumir eru vel innan
rammans en aörir fara fram úr
þannig að heildamiðurstaða er í
járnum.
KjaUaiiiui
Guðmundur G.
Þórarinsson,
alþingismaður og formaður
Stjórnarnefndar
ríkisspítalanna
þannig að svarar til að um 4%
sjúkradeilda verði lokaðar allt árið.
Jafnframt er hert á öhu aðhaldi í
rekstri og það svo að sumum þykir
nóg um. Er þar einkum um að ræða
niðurskurð á yfirvinnu- og árs-
greiðslum, afleysinga- og námsleyf-
mn, ferðakostnaði og sérfræðiþjón-
ustu, svo að nokkuð sé nefnt.
í framhaldi af þessu samþykkti
stjómamefnd ríkisspítalanna að
taka upp viðveruskráningu allra
starfsmanna með tölvustýrðri
klukku, stimpilklukku.
Flestum þykir nóg um þessar
aðgerðir enda um að ræða 4% nið-
urskurð fjárveitinga. Sumu starfs-
fólki þykir htið tillit tekið til þess
hversu mjög ríkisspítalarnir hafa
haldið niðri kostnaði á undanfórn-
um ámm. Niðurskurður verður
ævinlega erfiðari þegar mikið að-
hald er fyrir.
Þess verður eigi að síður freistað
og vonast menn til að það muni
„Ríkisvaldið verður að skilja að ekki
er unnt að beita niðurskurðarhnífnum
fram yfir visst mark án þess að það
bitni á þjónustu spítalanna.“
Fjárlög1988 Uppgjör'88 Mismunur
Laun 2.987,0 3.141,6 -154,6 - 5,2%
Önnur
rekstrargjöld 1.393,2 1.370,2 23,0 -1,7%
Sértekjur - 493,2 - 636,3 133,1 27,0%
Viöhald 43,2 56,1 -12,9 - 29,9%
Fjárfesting 115,2 113,0 12,2 10,6%
Samtals 4.045,4 4.044,6 0,8 0,0%
Ahar tölur em í mihjónum króna.
Af tölunum sést að launagreiðslur
fara talsvert fram úr en jafnvægi
næst með sparnaði og hagsýni á
öðmm sviðum.
Tölumar á fjárlögum ársins 1989
hta hins vegar þannig út:
Fjárlög 1989, allar tölur milljónir
króna
Laim 2.939,3
Önnur rekstrargjöld 1.626,3
Minni háttar eignakaup 37,4
Sértekjur - 442,1
Samtals 4.181,0 m. kr.
Fjárfestingar 133,7
Samtals 4.314,7 m. kr.
Eftir að fjárlög höfðu verið sam-
þykkt var ríkisspítulunum tilkynnt
að ákvæði fjárlaga um 1,5% lækk-
un á launalið ahra stofnana væri
ekki reiknað inn í tölumar og yrðu
launatölur að lækka sem því næmi.
En varla hafði starfsfólk ríkissp-
ítalanna endurskoðað áætlanir
stofnunarinnar með tilhti til þessa
er nýtt bréf barst frá heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu.
í bréfinu segir meðal annars:
„í frumvarpi til fjárlaga, sem lagt
var fyrir Alþingi sl. haust, fólst
2,5% juðurskurður á_ launafram-
lögum frá þvi sem forsendur ann-
ars gerðu ráö fyrir. Birtist þessi
niðurskurður ekki í framlögum til
hvemar stofnunar sem voru á jan-
úarverðlagi 1989 heldur var nafn-
hður launa vegna væntanlegra
launahækkana á árinu lækkaður
um 600 m. kr. Útfærsla á þessum
niðurskurði skyldi skýrð síðar.
Á fundi sem fjármálaráöuneytið
og Fjárlaga- og hagsýslustofnun
boðuðu til þann 31. janúar sl. var
síöan skýrt frá útfærslu þessarar
lækkunar. Verður hún fram-
kvæmd þannig að launaframlög
ahra stofnana eru lækkuð strax um
2,5% frá því sem fjárlög segja til
um.“
Þetta varð auðvitað til þess að
ríkisspítalarnir urðu enn á ný að
endurskoða áætlanir sínar.
Þetta var þeim mun bagalegra
sem komið var talsvert fram í fe-
brúar þegar þessi niðurstaða varð
ljós og því nær tveir tólftu ársins
hðnir.
Eigi að síður var tekist á við
vandamáhð og þess freistað að
grípa th margháttaðra aðgerða til
þess að standast þessar nýju for-
sendur fjárlaga.
Loka verður sjúkradehdum
ekki bitna um of á þjónustu ríkisp-
ítalanna.
Hagræðing
Landspítahnn býr við þröngan
húsakost og það svo að sumar
dehdir búa við afar erfiða aðstöðu.
Kjallarar, sem í raun ættu aðeins
að vera geymsluhúsnæði, eru not-
aðir fyrir mikUsverða starfsemi
ýmissa deUda, stundum nánast
gluggalaust rými með takmarkaðri
loftræstingu. Úr þessu verður að
hæta. í marsmánuði er ráðgert að
taka í notkun hluta nýrrar K-
byggingar eri þó er mjög langt í
land með viðunandi úrbætur í hús-
næðismálum spítalans. Stjómar-
nefnd hefur ráðið Rekstrarstofuna
til þess að gera úttekt á húsnæðis-
málunum og mun á þeirri úttekt
byggja áætlun um lausn.
Jafnhliða þeim spamaöarráð-
stöfunum sem lýst hefur verið hef-
ur stjórnamefnd ákveðið að hefia
hagræðingarátak.
Ekki er hugmyndin að gera það
með bumbuslætti og erlendum ráð-
gjöfum heldur verður eitt svið tekið
fyrir í einu og leitað hagkvæmra
lausna.
Þannig er í fiármálastjóm ríkis-
spítalanna miklu aðhaldi beitt
samhhða áætlanagerð og hagræð-
ingu.
Rikisvaldið verður að skUja að
ekki er unnt að beita niðurskurðar-
hnífnum fram yfir visst mark án
þess að það bitni á þjónustu spítal-
anna.
Áður en að því kemur verða
menn að vera skýrir á hvert þeir
ætla. Höfundur er formaður
Stjórnarnefndar ríkisspítalanna.