Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1989, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1989. 11 Utlönd Afganskur hermaður á verði fyrir utan Kabúl sem skæruliðar segja að falli bráðum þrátt fyrir að þeir hafi of lítið af vopnum að eigin sögn. Simamynd Reuter Hert umsátur um Jalalabad „Eftir eina til tvær vikur látum-við til skarar skríða. Þá gerum við árás á bæði Jalalabad og Kabúl,“ segja skæruliðar í Afganistan. Þrátt fyrir skort á matvælum og skotfærum hafa þeir síöustu mánuði hert ums- átrið um Jalalabad. í borginni eru um þrjú hundruð þúsund manna sem sagöir eru hafa það erfitt. Matarskorturinn er þó ekki sagður jafnmikill og í Kabúl en menn þurfa að vera ríkir til þess að geta keypt hveiti. Á undan- fómum mánuðum hefur það hækkað þrítugfalt. Margir óbreyttir borgarar reyna að flýja frá Jalalabad en hermenn koma í veg fyrir að það takist. Helsta ráðið er að borga hermönn- unum ógrynni fjár til þess að kom- ast út úr borginni í austurátt út á þjóðveginn sem hggur til landa- mæranna viö Pakistan. Skæruhðar eiga það til að læðast inn í Jal- alabad og setja upp miða með leið- beiningum um hvemig komast megi úr borginni í norðvestur. En vegna þess hve fáir flýja óttast skæruliðar mikið mannfall þegar þeir hefja árás á borgina. Fá kraftfrá trúnni Samkvæmt þeim upplýsingum, sem skæruliðum hefur borist, em þrjár herdeildir í Jalalabad með 24 þúsund hermönnum, lögreglu- mönnum og þjóðvarðhðum. Hefur hermönnunum fækkað frá því sem áður var og ekki hefur gengið að fá nýja menn auk þess sem fleiri og fleiri gerast liöhlaupar. Skæruliðar em 15 þúsund og að öllum líkindum verr vopnaðir. En þeir segjast hafa múhameðstrúna á Skæruliðar í Afganistan eru sigurvissir og segja að þegar Jalalabad sé fallin líði ekki á löngu þar til Kabúl falli líka. bak við sig. Án kræ' ;ins frá henni hefðu þeir ekki getað mætt skrið- drekum einungis vopnaðir skamm- byssum eftir því sem þeir segja sjálfir. Greinilegt gap í janúar náðu skæruliðar bænum Shaga á sitt vald. Þar eru nú stöðv- ar nokkur þúsund skærahða undir stjóm foringja sem tilheyra ýmsum flokkum útlagastjórnarinnar í Pes- hawar í Pakistan. Hver foringi ræður yfir um fimm hundruð mönnum. Menn em sammála um aðgerðir og aðferðir en gapið milh foringjanna og stjórnmálamann- anna í Pakistan þykir augljóst. For- ingjamir hafa enga trú á þvi að útlagastjómin leysi vandamálin. Þeir samþykkja hana sem tákn út á við. Þrátt fyrir að skæruhðar kvarti undan skorti á vopnum og út- búnaði og þrátt fyrir að þeir kvarti undan sljórnmálamönnunum í Pakistan, sem þeir segja fitna á meðan þeir sjálfir berjast, eru þeir ekki í nokkmm vafa um hvernig málin þróast. „Þegar Jalalabad er falhn hður ekki á löngu þar til Kabúl og stjórn Najibullahs falla,“ segja þeir. AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikufclaginn 15. mars, kl. 20.30 að Hótel Sögu, Átthagasal. Dágskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur BAÐHUÐUn h/f Selbrekka 16 - 200 Kópauogur & Endurhúðum hreinlætistæki. Gerum gamla baðsettið sem nýtt Sími: 42673 - 44316 SILKIPRENTUN Prentum á allan fatnad SJOKLÆÐAGERÐIN HF SKÚLAGÖTU 51,105 REYKJAVÍK. SÍMC 11520 SMÁAUGLÝSINGAR Þvorholti 11 s: 27022 Þjaist þu af vöðvabólgu og bakþreytu? Þá er NADA „bakið“ mikil hjálp. Það er auðvelt i notkun og skapar ótrúlega vellíðan. Þetta getur þú sjálf(ur) sannreynt með því að prófa NADA á næsta sölustað. Það er stuðningurinn viö mjóhrygginn sem skapar velllðanina au*^--- Notaðu NADA og þú stendur hress upp úr hvaða stól sem er. Útsölustaðir: HAGKAUP, PENNINN. Póstkröfusfmi 91-84788 m 11II1111 tíftnuJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.