Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1989, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1989. 15 Ræktun sæeyra Talið er að íslenski þarinn, fóðrið, hafi mikil áhrif á eldi sæeyra. Nú hefur um sex mánaða skeið staðið yfir tilraun með ræktun sæ- eyra í tilraunastöð Hafrannsókna- stofnunar í landi Staðar, vestan Grindavíkur. Tilraunin er framkvæmd af Haf- rannsóknastofnun en að henni standa þrír aðilar sameiginlega, ABALONE Unlimited Inc. frá Kali- fomíu 40%, ísal 40% og Ingvar Ní- elsson verkfræðingur 20%. Nýlega stóðu þessir aðilar fyrir fundi í húsakynnum Hafrann- sóknastofnunar við Skúlagötu þar sem niðurstöður tilraunarinnar voru raéddar ásamt framtíð rækt- unar sæeyra á íslandi. Mér var boðið að segja þar nokkur orð frá sjónarhóh fiskeldismanna og hlýða á fróðleg erindi og umræður. Sæeyra Sú tegvrnd sem tilraun er gerð með ræktun á heitir á ensku Red Abalone. Abalone er heiti stóirvax- inna ætra sæsnigla af ættkvíslinni Haliotis sem þýðir sæeyra. Sniglar þessir klæða sig flatri, dálítið und- inni skel sem oft er notuð sem skraut. Abalone Unlimited Inc. hefur fengist við ræktun á Red Abalone og þekkir eldisaðferðir, eldisferla, hrygningu o.s.frv. A fundinum var Mr. Hugh Will- iam Staton, forseti fyrirtækisins, og hann sagði að Red Abalone hefði orðið fyrir valinu í ræktun vegna þess að hann væri stærstur í Abal- one fjölskyldunni, yxi hraðast og bragðaðist best. Á Stað var tilraunin gerð með um KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn 900 dýr og athugað hvemig þau þrifust í íslenskum sjó hituðum með jarðvarma í hitastigið 14,5° C og ahn á íslenskum þara. Þarinn (Laminaria digitata), sem tilraun var gerð með og er fæða sæeyrans, en um 10 kg af þara þarf til að framleiöa eitt kg af sæeyra, var að mestu tekinn úr Breiðafirði. Er þar skemmst frá að segja að sæeyrað hefur þrifist mjög vel á þessari þarategund. Mr. Staton taldi aö í tilrauninni hefði náðst fram það sem hann kallaöi einstæður vöxtur. Meöal- vöxtur sæeyrans í tilrauninni sam- svaraði vexti hjá allra hraðvaxn- asta hluta dýranna hjá fyrirtækinu í Kalifomíu. Ekki er auðvelt að meta hvað veldur þessum góða árangri en Bandaríkjamaðurinn taldi tvö at- riði ráða mestu. Annars vegar var sæeyrað á Stað ræktað við stöðugt hitastig, 14,5° C sem er kjörhiti dýrsins. Mr. Staton kvaðst ekki þekkja til að sæeyra hefði nokkurs staðar annars staðar verið ahð við stöðugt hitastig. í eldisstöð fyrirtækisins sveiflast hitastigið mhli 11 og 17° C eftir sumri og vetri auk annarra hita- stigssveiílna. Jarðvarminn gefur íslendingum tækifæri til að stýra hitastiginu nákvæmlega. Hins vegar taldi hann að íslenski þarinn, fóðrið, hefði mikil áhrif. Fleiri atriöi vom nefnd, svo sem lýsing. Sæeyrað er næturdýr. Þarna var það ahð nærri því í myrkri, þannig að það tók fæðu allan sólarhringinn. Einnig hefur þéttleiki dýranna í eldi mikil áhrif, en á Stað var mjög rúmt um þau. í raunverulegri framleiðslu væru þau höfð þéttar tíl að nýta fjárfest- ingu sem best og e.t.v. gæti það dregið eitthvað úr vexti. Tilraun þessi er skemmthegt inn- legg í fiskeldi á íslandi og niður- staða hennar bendir th að um raun- hæfan möguleika sé að ræða. Lostæti Red Abalone er talinn lostæti og eftirsóttur á borð sælkera. Áöur fyrr var hann mikið veiddur í hafi en nú er mjög erfitt að fá hann. Veldur þar sjálfsagt annars vegar ofveiði og hins vegar að hann er eftirsótt fæða annarra dýra. Eftir að sæoturinn var friðaður, en hann sækist mjög eftir sæeyra, hefur gengið mjög á stofninn. í gögnum fundarins kom fram að verð í Kaliforníu er um 65 doharar á kg í hehdsölu og smásöluverð á þurrkuðu, hehu dýri getur í China Town í New York verið 100-250 doharar á kg. Útreikningar Ingvars Níelssonar benda til að breytilegur kostnaöur við framleiðsluna geti verið innan við einn dollar á dýr, eða innan við sjö dollarar á kg ef dýrið er um 140 g. Ég held að Ingvar Níelsson verk- fræðingur eigi heiðurinn af því að koma þessari thraun af stað. Hans frumkvæði hreyföi málinu og fyrsta þrepi er lokiö. Viðræður munu vera hafnar um framleiðslu sæeyra á íslandi. Gam- an væri ef þetta gæti orðið enn einn þátturinn th að styrkja og breikka efnahagslíf íslendinga. Vafahtið mun þá fylgja eldi hér- lendis á fleiri tegundum hryggleys- inga. „Tilraun þessi er skemmtilegt innlegg í fiskeldi á íslandi og niðurstaða henn- ar bendir til að um raunhæfan mögu- leika sé að ræða.“ Enn eitt gæðaslysið hefur átt sér stað í útflutningi lagmetis. Útflutta lagmetið hafði að venju fengið gæðavottorð frá Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins. Þótt erfitt hafi verið að fá nákvæmar upplýsingar um kvartanir á rækjunni th Þýska- lands fer ekki á mhli mála að um alvarlega galla hefur verið að ræða. Viðtal við forstjórann í Ríkisútvarpinu var viðtal við forstjóra Rannsóknastofnunarinn- ar, Grím Valdimarsson, vegna máls þessa og kom þar ýmislegt furðulegt fram. Forstjórinn sagði að það væri að sjálfsögðu mögulegt að það hefði farið út gölluð vara samkvæmt gæðasamningi Sölu- stofnunar lagmetis og Aldis. Hins vegar hefði rækjan staðist lág- marks gæðaskoðun hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins. Það vhl nú bara þannig th að Rannsóknastofnuninni ber að stað- festa á útflutningsvottorðum að ástand vörunnar sé í samræmi við gæðaákvæði sölusamninga. Þetta er skýrt tekið fram í 15. gr. $eglu- gerðar um eftirlit og framleiðslu lagmetis til útflutnings, frá 15. mars 1985. Th þess að geta staðfest þetta verður eftirhtsaðhinn aö vera upplýstur um gæðaákvæðin. Fyrir því er séð í 7. gr. reglugerð- arinnar en þar segir: „Gæðaákvæði sölusamninga skulu liggja fyrir skjahest hjá eftirlitsaðha, áður en útflutningsvottorð eru gefin út.“ Þetta sama atriði er síðan ítrekað Kjallaiiim Pétur H. Ólafsson fyrrv. fiskmatsmaður í 14. gr. reglugerðarinnar. Séu engin gæðaákvæði í sölu- samningi, sem má heita óþekkt, þá verður það samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar einnig að hggja skjalfest fyrir hjá eftirlitsaðila. Liggi þessar upplýsingar ekki fyrir er samkvæmt reglugerðinni óheimilt að gefa út útflutningsvott- orð. Er forstjóranum virkilega ekki kunnugt um þetta? Forsendan Forsenda þess að hægt sé að stað- festa með útflutningsvottorði að ástand og gæði lagmetis séu full- nægjandi er að sjálfsögðu að stað- festar upplýsingar um það liggi fyr- ir. Þessar upplýsingar eiga að fást frá svokölluðum framleiðslustjór- um sem eru í reynd matsmenn í verksmiðjunum. Ennfremur fást upplýsingar af niöurstöðum skoðana á útfluttu lagmeti hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Af þeim niðurstöð- um á einnig að vera auðvelt að ráða hvort framleiðslustjórarnir starfi eins og th er ætlast. Ekki virtist forstjórihu bera mik- ið traust th framleiöslustjóranna. í útvarpsviðtalinu sagði hann að hann teldi aö framleiðendur yrðu að skoða gæðaeftirhtið í verksmiðj- unum mjög alvarlega vegna þess að ýmislegt benti th þess að þar væri ekki næghega vel að verki staðið. Það væri ágætt að framleið- endur skoðuðu gæðaeftirlitið inni í verksmiðjunum. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins ber hins vegar að gera það samkvæmt gild- andi reglugerð. í 10. gr. reglugeröarinnar er gerð grein fyrir skyldum framleiðslu- stjóranna og hvaða skoðanir og at- huganir þeir eigi að framkvæma í verksmiðjunum. Síðan segir: „Þessar athuganir skulu gerðar samkvæmt nánari leiðbeiningum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins.“ Th þess að geta gefið framleiðslu- stjórunum nánari leiðbeiningar um það hvernig þeir eigi að haga störfum sínum verður Rannsókna- stofnunin að fylgjast með störfum þeirra. Nánari leiðbeiningar eru að Ekki fer milli mála að um alvarlega galla hefur verið að ræða, segir greinarhöf. m.a. sjálfsögðu til þess ætlaðar að koma í veg fyrir mistök og vanrækslu. Geri Rannsóknastofnunin þetta ekki starfar hún ekki eins og til er ætlast samkvæmt reglugerð. Þettá ætti forstjórinn að skoða og það mjög alvarlega. Þar fór í verra Þar sem forstjórinn er svo tor- trygginn á störf framleiðslustjór- anna væri rökrétt að álykta að út- flutningsvottorðin byggðust eink- um á athugunum á sýnum af út- fiuttu lagmeti hjá Rannsóknastofn- uninni. Svo er þó alls ekki sam- kvæmt ummælum forstjórans. Hann gerði lítið úr þessum þætti eftirhtsins og sagði m.a. um hann: „Það vita allir lagmetisframleið- endur að það er alls ekki nægjan- legt gæöaeftirlit." Þar fór í verra. Staðgóðar upplýs- ingar th að byggja útflutnings- og gæðavottorðin á virðast ekki vera fyrir hendi. Ég fæ ekki betur séð en að þetta jafnghdi yfirlýsingu um að útflutn- ingsvottorðin fyrir lagmeti séu marklaus. Það væri í góöu sam- ræmi við efni tveggja greina sem ég skrifaði í DV um lagmetiseftirht fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þær báru fyrirsagnirnar: „Marklaus útflutningsvottorð'‘ og „Lögbrot í lagmetiseftirliti". Á seinni árum hafa ítrekað átt sér stað meiri háttpr slys í útflutningi lagmetis. Ég veit ekki betur en ahar þessar sendingar hafi haft útflutn- ingsvottorð frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hlýtur ekki að leika vafi á þvi að Rannsóknastofnunin valdi eftirhtsyerkefninu? Forstjór- inn virðist ahtaf vera stikkfri þegar vandamál koma upp. Hefur það ef til vhl hvarflað að iðnaðarráðuneytinu hvort tíma- bært sé að fela einhverium öðrum aðila eða rannsóknastofnun lag- metiseftirhtið? Er ekki tímabært að taka rösk- lega til hendi og moka flórinn hjá lagmetiseftirhti Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins? Pétur H. Ólafsson „Gæðaslys“ í útflutningi lagmetis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.