Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1989, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1989. Fréttir Stykkishólmur: Ferðamönnum fer fjölgandi - segir Svanborg Siggeirsdóttir „Við höfum hug á að bjóða upp á skoðunarferðir meö leiðsögn um bæinn og eins upp á Helgafeil," segir Svanborg Slggeirsdóttir, formaður ferðamálanefndar Stykkishólms. DV-mynd GVA „Þeim ferðamönnum sem sækja Stykkishólm heim fer stöðugt fjölg- andi og ég er bjartsýn á að það verði gott ferðamannasumar hjá okkur í ár. Flugfélög og ferðaskrifstofur eru í vaxandi mæh famar að beina ferðamönnum hingað og það færist í vöxt að hingað komi ráðstefnu- hópar að sunnan og eyði einum degi eða tveimur við að skoða markverða staði í Stykkishólmi og nágrenni," segir Svanborg Sig- geirsdóttir, formaður ferðamála- nefndar Stykkishólms. „Helsta vandamál okkar er að Stykkishólmur og þeir möguleikar sem bærinn býður upp á sem ferða- mannabær hafa ekki verið kynntir nægjanlega erlendis. Þó virðist sem erlendar og innlendar ferðaskrif- stofur og flugfélög séu smátt og smátt að átta sig á því aö Stykkis- hólmur býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn því er- lendum ferðamönnum fer fjölg- andi. Við getum tekið við vaxandi hópi ferðamanna því hér er ágæt gisti- aðstáða. Hér er starfrækt fyrsta flokks hótel, Hótel Stykkishólmur, Gistihúsið Egilshús og hér er tjald- stæði með allri þjónusj:u. Hvað varðar afþré^ingu fyrir ferðamenn er úr mörgu aö velja. Það er til dæmis hægt að eyöa ein- um degi í að keyra kringum Jökul, héðan er hægt að komast í siglingar um Breiðafjörðinn og út í Flatey og svo er fjölmargt að skoða hér í Stykkishólmi. Hér er til að mynda mikið af gömlum húsum sem gam- an er að skoða, minjasafn, góð sundlaug, svo er hægt að fara í gönguferð upp á Súgindisey en það- an er mikiö víðsýni og ýmislegt fleira væri hægt að týna til. Draumur ferðamálanefndar er samt sem áður að gera enn betur. Við höfum til að mynda í huga fyr- ir næsta sumar að bjóða upp á skoðunarferðir með leiðsögn um bæinn og eins upp á Helgafeh. Minn framtíðardraumur er svo að bæta gistiaðstöðu hér enn frekar með byggingu sumarhúsa. Ef það verður hægt gefur það okkur möguleika á að hýsa hér stórar ráðstefnur og flölga ferðamönnum enn frekar," segir Svanborg að lok- um. -J.Mar Grátar Kristjánsson við togarann Gylli niðri á bryggju. DV-mynd Reynir Skipstjórinn gerður að útgerðarstjóra Reynir Traustascm, DV, nateyri; Grétar Kristjánsson hefur veriö ráöinn útgerðarstjóri hjá Útgerðarfé- lagi Flateyrar hf. sem er dótturfyrir- tæki Hjáhns hf. Grétar hefur verið skipstjóri á Gylh ÍS, togara félagsins, frá því Gyllir kom nýr til Flateyrar 1976 og jafnan verið með aflahæstu skipstjórum. Hann sagðist í samtah við DV taka ársfrí frá sjómennskunni til að byrja með. „Sjómennskan er htið spennandi núna miðað við það sem var á meðan fijáls samkeppni ríkti við veiðarn- ar,“ sagði Grétar en hann hefur þeg- ar tekiö við hinu nýja starfi. Afkoma ríkissjóðs: 4 milljarða halli í ár - vegna ákvarðana ríkisstj ómarinnar Það stefnir nú í um 4 milljarða haha á ríkissjóði í ár. Ástæður þess má rekja beint til ákvarðana ríkis- stjómarinnar um aukin útgjöld. Þetta má sjá af uppgjöri fjármála- ráðuneytisins á afkomu ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum þessa árs og nýrri áætiun um afkomuna á árinu í heild. Samkvæmt fjárlögum var gert ráö fyrir um 635 milljón króna tekju- afgangi hjá ríkissjóði í ár. Eftir fyrstu fimm mánuðina höfðu útgjöldin farið 800 milljónir fram úr frjárlögum. Tekjuhhð fjárlaga hefur staðist og örhtið meira en það. Megniö af þeim ákvöröunum ríkis- stjómarinnar, sem hafa aukin út- gjöld í for með sér, vom teknar í maí. Útgjaldaaukningin er því mun meiri en 800 mihjón króna fra- múrakstur á fyrstu fimm mánuðun- um gefur th kynna. Stærstu póstamir í útgjaldaaukn- ingunni em ákvarðanir í tengslum viö samninga og auknar útflutnings- bætur. -gse Viðtalið | Heilsugæsla og hjúkrun s é Nafn: Ingibjörg R. Magnúsdóttir Aldur 66 ár Staða: Skrifstofusljóri i heilbrtgö- is- og tryggingamálaráðuneytinu „Heilsugæsla, málefni sjúkra, menntun og störf hehbrigöis- starfsraanna em í senn vinna mín og áhugamái,“ segir Ingi- björg R. Magnúsdóttir, nýráðinn skrifstofustjóri í hehbrigöis- og tryggingamálaráöuneytinu. „Ég hef átt því láni aö fagna aö kynn- ast góðu fólki í starfi mfnu með hehbrigöisstéttum og yfirmenn hér í ráðuneytinu eru einstakir ágætismenn.“ Ingibjörg tók við starfi skrif- stofúsfjóra 1. júh en svo skemmti- lega vih til að þá vom nákvæm- lega 18 ár frá því hún hóf störf í ráðuneytinu sem dehdarstjóri. Meö starfinu í ráðuneytinu hef- ur hún aha tíð ke'nnt við Háskóla íslands og hefur verið náms- brautarsfjóri í bjúkrunarfræði firá árinu 1976. „Þetta aukastarf hefúr reynst viðameira en mig óraði fyrir í byrjun. Minn frítími hefúr farið í að sinna þessu áhugamáh núnu sem er menntun hjúirunarftjks. Það var gaman að taka þátt í undirbúningi og uppbyggingar- starfi að námsbrautinni en ég fer senn að hætta.“ Ingibjörg hefur starfað í mörg- um ólíkum ráðum og nefndum á 8tarfisferh sínum. Fyrsta verk hennar í ráöuneytinu var að vinna að reglugerð um skóla gæslusystra sem síðar varð Þroskaþjálfaskólinn. Menn! er máttur Ingibjörg er fædd og uppalin á Akureyri og var híúkrunarfor- stjóri Fjórðungssjúkrahússins þar í tíu ár áöur en hún tók til starfa í ráðuneytinu. Á sínum tima tók hún gagnfræðapróf frá MA en hélt ekki áfram mennta- skólanámi þá. „Ég sá ahtaf eflir því að ljúka ekki við menntaskólanám og því dreif ég mig í öldungadeild MH þegar hún var sett á laggirnar. Aht nám gefúr manni aukinn styrk og það eru engar ýKjur aö mennt er máttur. Ræktun manns og náttúru Ingibjörg segist eiga fáar tóm- stundir sem ekki tengist starfinu á einn eða annan hátt. Þó hefúr hún tekið þátt í ýmsum félags- störfúm en þá sem óvirkur styrktarfélagi eða eins og hún segir sjálf, borgar félagsgjöldin en hefur sjaldan tíma til að taka þátt f starfi. „Ég hef lengi verið félagi í Zontasamtökunum, fyrst á Akur- eyri og slöan hér I Reykjavík. Skógræktogönnurræktunarmál * eru mér hugleikin; það má segja að aht sem snerti ræktun manns og náttúru veki áhuga rninn. Sund er eina íþróttagreinin sem ég stunda núoröiö, áður fyrr stundaði ég mikið íþróttir og var íþróttakennari í flögur ár. Ég hef ánægju af handavinnu og lestri, slöast las óg Ragnars-sögu loö- brókar á dönsku. Bókin er skrif- uö fyrlr börn og myndskreytt af Margréti Danadrottningu, sér- staklega skemmtheg aflestrar. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.