Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 6
6 í:~f . n ii:r.{»4nní(-'i FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Viðskipti Þúsund Reykvíkingar hafa óskað gjaldþrots á árinu - um 200 að verða gjaldþrota þessa dagana Alls hafa 996 einstaklingar og fyr- irtæki óskað gjaldþrots það sem af er árinu hjá borgarfógetaembætinu í Reykjavík, að sögn Grétu Baldurs- dóttur borgarfógeta. Þetta eru um 50 prósent fleiri beiðnir en á sama tíma í fyrra en þá höfðu 646 gjaldþrota- beiðnir borist embættinu. Að sögn Grétu bíða nú um 300 mál gjaldþrotaúrskurðar, þar af er verið að taka um 200 þeirra fyrir þessa dagana. Reynslan sýnir aö alltaf er talsvert um það að mál detti út áður en hamarinn fellur, að þeim sé bjarg- að fyrir hom á elleftu stundu. Ástæða þess að svo mörg gjald- þrotamál bíði úrskurðar þessa dag- ana má meðal annars rekja til verk- falls háskólamenntaðra manna hjá ríkinu í vor. Mál hlóðust þá upp hjá embættinu. Ekki hafa verið teknar saman upp- lýsingar um það hjá borgarfógeta- embættinu hversu marga er búið að úrskurða gjaldþrota á þessu ári. Ljóst er þó að um mikla aukningu á gjaldþrotum í Reykjavík er að ræða. í fyrra voru 112 fyrirtæki úrskurð- uð gjaldþrota hjá borgarfógetaemb- ættinu og um 279 einstaklingar. -JGH Kreppan segir til sín. Um eitt þúsund fyrirtæki og einstaklingar hafa beðið um gjaldþrot það sem af er árinu. Það er um 50 prósent meira en 13. júlí í fyrra. Afkoma tryggingafélaganna árið 1988: Sjóvá græddi mest en Sam- vinnutryggingar töpuðu mest Sjóvá hagnaðist mest allra ís- lenskra tryggingafélaga á síðasta ári og nam hagnaður félagsins 29,8 millj- ónum króna. Samvinnutryggingar töpuðu hins vegar langmest allra tryggingafélaga og voru meö tap upp á um 85,4 milljónir króna. Samvinnu- tryggingar skera sig algerlega úr hvað tap snertir. Af ellefu trygginga- félögum á markaðnum skiluðu átta hagnaði á síöasta ári en þrjú töpuðu. Hið mikla tap Samvinnutrygginga gerir það að verkum að heildaraf- koma tryggingafélaganna var aðeins um 9 milljóna króna hagnaður. Þetta kemur fram í ársritinu íslenski tryggingamarkaðurinn 88 sem fyrir- tækið Talnakönnun hf. gefur út. Annað árið í röö uxu eigin iðgjöld, eigin tjón og fjármunatekjur mjög mikið umfram verðbólgu. Aukning iðgjalda er mest í ökutækjatrygging- um. Meðaliðgjöld bifreiðatrygginga hækkuðu um 60 prósent og auk þess fjölgaði bílum um 10 prósent á síð- asta ári. Aukning tjóna er einnig mest í ökutækjatryggingum. Launakostnaður tryggingafélag- anna hækkaði um 31 prósent á milli áranna 1988 og 1987. Launakostnaður á starfsmann hækkaði hins vegar minna eða um 23 prósent sem er rétt rúmlega verðbólguhækkun. ‘Trygg- ingafélögin bættu því við sig fólki í vinnu á síðasta ári. Almennu tryggingafélögin, öll nema Húsatryggingar Reykjavíkur, íslensk endurtrygging og Samábyrgð fiskiskipa, skiluðu litlum hagnaði árið 1987, en í fyrra töpuðu þau um 6 milljónum. Þetta gerist þrátt fyrir mikla hækkun á iðgjaldataxta í öku- tækjatryggingum. -JGH Markaðshlutfall tryggingafélaganna 1988 Samvinnutr. 22.1% Sjóvá 19,1% Húsatr. Rvíkur 1,4% Ábyrgð 3,2% Rvískar endurtr. 2,1% Trygging 6,0% Alm.tr. 12.2% Tryggingamst. 15,9% Samáb. fiskisk. 2.6% Brunabót 15.2% Markaðshlutfall tryggingafélaganna. Samvinnutryggingar voru með mest viðskipti í fyrra. Á þessu ári er búið að sameina Sjóvá og Almennar trygg- ingar svo og Samvinnutryggingar og Brunabót. Afkoma tryggingafélaganna árið 1988 40 20 0 -20 -40 -60 -80 -100 Afkoma íslensku tryggingafélaganna í fyrra. Sjóvá græddi mest, 29,8 milljón- ir króna. Samvinnutryggingar töpuðu mest, 85,4 milljónum króna. Konur meiðast oftar en karlar í umferðarslysum - lenda þó mun sjaldnar í árekstrum Konum sem lenda í umferðarslys- um er mun hættara við meiðslum en körlum og munar þar mest um háls- áverka sem þær verða oftar fyrir. Þetta kemur fram í ársritinu íslenski tryggingamarkaðurinn 1988. Eingöngu er verið að fjalla um öku- menn. í öllum umferðarslysum hér- lendis eru karlmenn ökumenn í 72 prósenta tilvika en konur í 28 pró- sent. Þetta kemur heim og saman við það sem Umferðarráð hefur ályktað um skiptingu kynjanna á bílum í umferðinni eða að tæplega þriðjung- ur ökumanna í umferðinni séu kon- ur. Rökrétt væri að álykta að hlutfall karla og kvenna, sem á annað borð Þetta er dönsk auglýsing. Þar segir að konur séu öruggari bílstjórar, þær valdi bæði færri og minni tjón- um í umferðinni en karlar og þess vegna bjóðist þeim lægri iðgjöld hjá Kongelig Brand tryggingafélaginu. lenda í slysum sem ökumenn, væri nákvæmlega það sama. Þar bregðast kenningamar. Konur slasast í 47,4 þrósenta tilvika en karlar í 26,7 pró- sent. Meö öðrum orðum; önnur hver kona, sem lendir í árekstri, slasast en einn af hverjum fiórum körlum. Konur og karlar ættu samkvæmt allri rökhugsun að valda jafnoft árekstmm, vera jafnoft í órétti. Þetta skoðar ritið íslenski tryggingamark- aðurinn. Og viti menn, niðurstaðan er sú að konur valda sjaldnar bílslys- um en karlar. Af þeim kvenbílstjómm sem lenda í slysum í umferðinni em um 69 pró- sent í rétti, brutu ekki af sér og ollu því ekki árekstrinum. Þetta hlýtur að vera uggvænleg niðurstaða fyrir konur vegna þess að önnur hver kona sem lendir í umferðarslysi slas- ast en aðeins einn af hverjum fiórum körlum. Sé skipting umferðarbrota eftir aldri kynjanna skoöuð kemur í ljós að bílstjórar 60 ára og eldri brjóta oftast af sér í umferðinni með því að virða ekki umferðarmerki og er þetta mun algengara brot en hjá yngri bíl- stjórum. Það vekur hins vegar at- hygli að eldra fólk lendir mun sjaldn- ar í umferðarbrotum vegna gáleysis en yngra fólk. -JGH Ragnar Birgisson. Ragnar hættír sem forstjóri Ragnar Birgisson, sem verið hefur forstjóri Sanitas hf. frá 1. júli 1979, lætur nú af þeim störfum. Hann verður samt áfram í þjónustu fyrir- tækisins um sinn og mun starfa þar sem ráðgjafi og sinna sérstökum verkefnum. Páll Jónsson, stjórnarformaður Sanitas hf., mun á næstunni, um óákveðinn tíma, gegna stöðu, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 14-20 Úb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 15-20 Vb.Úb 6mán. uppsögn 16-22 Vb 12 mán. uppsögn 18-20 Úb 18mán. uppsögn 30 Ib Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab.Sp Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3 Allir Innlán meðsérkjörum 27-31 nema Sp Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,75 Ab Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,- Vestur-þýsk mörk 5,25-6 lb,Vb,- Sb Sb.Ab Danskarkrónur 7,75-8)25 Lb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR Vb.Sp (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 32,5-34,5 Bb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 34,25- Bb Viðskiptaskuldabréf(1) 37,25 kaupgenqi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 35,5-39 Lb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7-8.25 Lb Útlán til framleiðslu isl. r. 3nur 27,5-37 Úb SDR 10-10,5 Lb Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir nema Úb Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42,8 MEÐALVEXTIR överðtr. júlí 89 34,2 Verötr. júlí 89 7.9 VISITÖLUR Lánskjaravísitala júlí 2540 stig Byggingavísitala júli 461,5stig Byggingavísitalajúlí 144,3stig Húsaleiguvísitala 5% hækkun júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,063 Einingabréf 2 2,237 Einingabréf 3 2,634 Skammtímabréf 1,389 Lifeyrisbréf 2,029 Gengisbréf 1,802 Kjarabréf 4,010 Markbréf 2,134 Tekjubréf 1,732 Skyndibréf 1,218 Fjölþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 1,938 Sjóðsbréf 2 1,552 Sjóðsbréf 3 1,369 Sjóðsbréf 4 1,140 Vaxtasjóösbréf 1,3687 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 360 kr. Flugleiöir 175 kr. Hampiðjan 164 kr. Hlutabréfasjóður 128 kr. Iðnaðarbankinn 157 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Útvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 145 kr. Tollvörugeymslan hf. 108 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.