Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14, jJÚLÍ 1989. Utlönd Bjartsýnir á árangur Gennady Gerasimov, talsmaöur utanríkisráöuneytls Sovétstjórnarinn- ar, sagði í gær aö yfirvöld þar í landi fögnuðu ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins, Nato, um aö leggja fram tillögur'um afvopnun i hefð- bundnum vigbúnaöi fyrr en til stóð og myndu leggja áherslu á að ná samkomulagi innan sex mánaða. í gær, fimmtudag, kynntu fulltrúar Nato nýjar afvopnunartillögur í Vín en þar fara fram viðræður um fækk- un í heföbundnum herafla í Evrópu. Gerasimov sagði að sovésk yfirvöid teldu tilboðiö jákvætt og lagt fram af alvöru. Tiiboðið var fyrst kynnt af Bush Bandaríkjaforseta á leiötoga- fundi Nato í maí síðastliðnum. í því er m.a. gert ráð fyrir hámarksfjölda hermanna í Evrópu, 275 þúsund, og verulegri fækkun í fjölda skriðdreka og fiugvéla. Á leiötogafúndinum kvaðst forsetinn vonast til að hægt væri aö ná samn- ingum á sex tl ólf ~'ánuðum. Yfiriýsing Gerasimovs firá í gær gefur í skyn, i fyrsta sinn, að Sovétmenn hafi sömu tímaáætlun í huga. Fulltrúamir í Vín segja að vel hafi gengiö í viðræðunum en þær hófust í mars i fyrra. Þó segja þeir aö enn beri margt á milli. Einn vestrænn stjórnarerindreki kveðst teija að erfiöast verði aö ná samkomúlagj um skilgreiningar á vígbúnaði. Aðalsamningamaöur Sovétrikjanna í Vin, Oleg Grinevsky, kvaöst telja mögulegt aö ná samkomulagi á næsta ári en hann hefur þó gagnrýnt tilboð Nato harölega. Kúrdar myrtir í Vín Lik eins Kúrdanna, sem myrtir voru i Vin, fiutt frá morðstaðnum. Simamynd Reuter Þrír menn, sem taldir eru vera íranskir Kúrdar, fundust i gær skotnir til bana í íbúö í Vín í gærkvöldi. Svo virðist sem mennimir hafi verið skotnir i höfuðið af stuttu færi, að þvi er lögreglan í Vín segir. Lögreglan vildi ekki gefa upp hvemig hún heföi frétt af morðunum. Fjórði maður- inn fannst meö sár á hálsi nálægt íbúöarhúsinu. Hinir látnu vom allir með írönsk skjöl á sér. Einn þeirra var aðalritari kúrdíska lýöræöisflokksins í íran. Létust í troðningi Sex Egyptar létust í troðningi þegar þeir reyndu að verða sér úti um kjöt sem boðið haföi veriö ókeypis, að því er sagöi í egypskum dagblöðum í morgun. Um tvö hundmð aldraöar konur þustu inn í hús í Sahel fyrir norðan Kaíró þar sem húseigandinn hafði lofað aö úthluta til fátækra ókeypis sneiöum af kálfi sem hann hafði slátrað. í látunum sem uröu tróðust sex manns undir. Símamynd Reuter Bandarísku forsetahjónin, George og Barbara Bush, og Thatcher, forsætisráðherra Breta, ræðast við. S Leiðtogafundur sjö helstu iðnríkja heims: Skuldir þróunar landa ber hæst Fyrir leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims liggur nú að taka ákvöröun um hvernig sé best að létta á gífur- legri skuldasöfnun þróunarland- anna og hjálpa þeim á braut meiri hagsældar og velmegunar. Talið er að þaö verði eitt helsta umræðuefni fundar leiðtoganna sem hefst í París í dag. Fréttaskýrendur telja að þeir muni bregðast jákvætt við beiðnum leið- toga þróunarlandanna um frekari aðstoð. Talið er að niðurfelling vaxtagreiðslna eða hiuta lánsfjárins komi einna helst til greina. Þá er tal- ið líklegt að leiötogarnir muni lýsa yfir stuöningi sínum við áætlun sem Nicholas Brady, bandaríski fjármál- aráherrann, hefur lagt fram og gerir ráð fyrir nokkrum afskriftum lána bankastofnana og annarra lána- stofnanan til þróuncirlandanna. Þó er taliö að þeir setji það sem skilyrði fyrir stuðningi við Brady-áætlunina að stjórnvöld í þeim löndum sem fá aðstoð samkvæmt henni hleypi af stokkunum víötækum efnahagsum- bótum. Efnahagsástandið í ríkjum A- Evrópu mun án efa koma til umræðu á fundinum um helgina. í kjölfar opinberrar heimsóknar Bush Banda- ríkjaforseta til Póllands og Ungverja- lands í síðustu viku mun hann leggja áherslu á aö ná samþykki leiðtog- anna fyrir aukinni efnahagsaðstoð til þeirra ríkja. Umhverfismál munu einnig koma til umræðu á fundinum um helgina. Umhverfisverndarsinnar segja að iðnríkin þurfi að verja allt að 500 milljónum á ári aukalega til átaks í umhverfisvernd eigi að bjarga regn- Skógunum. Reuter Fæddist með byssukúlu í brjóstinu Það þykir kraftaverk að þessi nýtædda stúlka skuii hafa lifað af í móður- kviði með byssukúlu i brjóstinu. Simamynd Reuter Þessi litla stúlka fæddist á laugardaginn í Memphis í Bandaríkjunum með byssukúlu í brjóstinu. Móðir hennar var skotin í kviöinn af árásar- manni sem reyndi aö þröngva henni inn í bíl sinn. Segja læknar það kraftaverk að bamið skuli hafa lifað af skotárásina en bæði móður og bami liöur vel miðað viö það sem á undan er gengiö. Fimm hundruð hafa látist í fflóðum Taliö er að fimm hundruð tuttugu og einn hafi þegar látist í kjölfar mikilla ílóða í Suchuan héraði í suðvesturhluta Kína í þessum mánuöi. Að sögn embættismanns í Chengdu, höfuðborg héraðsins, berast daglega fregnir af fleiri dauðsföllum. Erfitt er að segja til um hversu margir hafa látjst af völdum flóöa og aurskriða í þessum hluta Kína vegna þess að mörg þorp og bæir em úr alfaraleið og samgöngur þangaö stiröar. í tölum yfirvalda um látna er ekki gert ráð fyrir um 180 manns sem er enn saknað frá því á mánudag þegar þorpiö sem þeir bjuggu í varö undir aur- og grjótskriöu. Flóö í Kína eru árlegur viöburður. í fyrra létust meira en tvö þúsund, flestirfráausturhéruðumlandsins. Reuter Hátíðastemmning í París Fjöldi þjóöarleiðtoga tekur þátt í hátíðahöldunum í París. Hér sjást Gand- hi, forsætisráðherra Indlands, Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, og Thatc- her, forsætisráðherra Breta. Simamynd Reuter víðar en í stórborgum og í þrjátíu og Það var hátíðlegt í París í gær þeg- ar þjóðarleiðtogar fjölda ríkja komu þangað til að taka þátt í hátíöahöld- unum vegna 200 ára afmælis stjórn- arbyltingarinnar. Fulltrúar þrjátíu og tveggja þjóða hvaðanæva að tóku þátt í minningarathöfn um mann- réttindayfirlýsinguna en franska þingið samþykkti yfirlýsinguna árið 1789. í táknrænni athöfn var fimm hundruð hvítum dúfum sleppt til aö bera boðskap yfirlýsingarinnar til allra þjóða heims. Frakkar þyrptust út á götur borga Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu fulltrúa rúmlega þrjátíu þjóða. Hér sjást franskir öryggisverðir við störf. Símamynd Reuter og bæja til að taka þátt í hátíðahöld- unum og gagnrýni vegna hins gífur- lega kostnaðar hátíðarinnar virtist gleymd og grafin, alla vega um hríö. Kampavínið flóði segir í fréttum frá París og alls staðar var fólk að fagna afmælinu. Skemmtanir fóru fram átta þúsund þorpum viðsvegar um landiö voru uppákomur í tilefni dagsins. Hátíðahöldunum er síður en svo lokið því Frakkar munu skemmta sérnæstuþrjádaga. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.