Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. 11 Utlönd Öryggisveröir við námu í Andesfjöllum í Perú. Símamynd Reuter MUnDU EFTIR FERÐAGETRAUn Við viljum minna á að skilafrestur í Ferðagetraun DV II, sem birtist i Ferðablaði DV 28. júní, er til 15. júlí. Misstu ekki af glæstum vinningi. í tilefni 5 ára afmælis síns gefúr Framköllun sf„ Lækjargötu 2 og Ármúla 30, fimmtán vinningshöfúm í Ferðagetraun DV II Wizensa alsjálfvirka 35 mm myndavél að verðgildi 3.500 kr. Framköllun sf. hefúr einnig í tilefni afmælisins tekið upp nýja þjónustu: Stækkanir á litfilmum í plakatstærð á 6 mínútum. Víggirtar námur Námurnar í Andesfjöllum í Perú eru farnar að líkjast herbúðum. Umhverfis þær eru gaddavírsgirð- ingar, varðturnar og verðir vopnaðir skammbyssum og haglabyssum sem eiga að hindra árásir maóískra skæruliða. Námueigendur segjast ekki fá næga vernd frá lögreglunni og hernum og verði þess vegna að grípa til eigin ráða. Námugröftur er helsta tekjulindin í Perú. í fyrra voru fluttir út málmar fyrir jafnvirði rúmlega milljarðs bandarískra dollara sem samsvarar nær helmingnum af útflutningstekj- unum það árið. Mikilvægi þessa at- vinnuvegar er skæruliðum ljóst og hafa þeir það sem af er þessu ári gert ellefu sprengjuárásir á námur, málmhreinsunarstöðvar og jám- brautir. Hika skæruliðar ekki við að skjóta á þá sem á vegi þeirra verða til að geta komið fyrir sprengiefni. Eru sprengjuárásirnar liður í til- raunum samtaka skæruliða, Hinn lýsandi vegur, til að steypa stjórn Alan Garcias forseta. Ástandið við námurnar hefur vald- ið verkalýðsleiðtogum áhyggjum og saka þeir öryggisverðina um mis- beitingu á valdi. Eru námuverka- menn sagðir verða fyrir árásum ör- yggisvarðanna sem njósni um þá og ræni þá. Að sögn verkalýðsleiðtoga óttast námuverkamenn bæði árásir skæruliðanna og öryggisvarðanna. Það sé samt deginum ljósara að verkamennirnir og námueigendur þarfnist verndar. Skæruliðar hafa myrt að minnsta kosti tvo verkalýðs- leiðtoga síðan í apríl og tvö hundruð og fimmtíu námuverkamönnum hef- ur verið hótað lífláti. Þrátt fyrir ofbeldið segja námueig- endur að takmörk séu fyrir hversu mikið þeir geti vígbúið sína eigiu menn þar sem skæruliðar komi þá ekki einungis til að sprengja nám- urnar heldur einnig til að myrða verðina og taka af þeim vopnin. Reuter Stöðumælaverðir stálu milljónum Stöðumælaverðir í Bergen í Noregi hafa viðurkennt að hafa stolið rúm- lega átta milljónum íslenskra króna á árunum 1987 og 1988 þegar þeir tæmdu gjaldmæla. Fyrir peningana hafa nokkrir stöðumælavarðanna keypt sér lúxusbíla og dýra báta. Ekki er ljóst hversu margir stöðu- mælaverðir eru viðriðnir málið. Upp komst upp þjófnaðinn vegna hversu miklu munaði á þvi sem vakt •umræddra stöðumælavarða skilaði inn og því sem aðrir skiluðu. Við rannsókn málsins hefur komið fram að stöðumælaverðirnir, sem viðurkennt hafa þjófnaðinn, neituðu alltaf að fá afleys'ingafólk þegar ein- hver þeirra var veikur eða í fríi. Einnig hefur lcomið fram að fleirum en þeim sem játað hafa var kunnugt um hvernig í pottinn var búiö. í sambandi við rannsókn málsins eru margir aðrir stöðumælavTðir sagöir hafa viðurkennt að Lafa stungið í vasann nokkrum krónum stöku sinnum. Talið er að samanlagt geti verið um talsverðar upphæðir að ræða. Nýr Briggs & Stratton mótor kostar minna en þú heldur Komdu viö hjá okkur áður en þú hendir verðmætum tækjum. Við eigum Briggs & Stratton mótora í flestar gerðir smærri vinnuvéla. Góð viðgerðaþjónusta. Athugið að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. Iláiiuwéla markaðurinn G.Á. Pétursson hf. Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.