Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 14. JÚLl 1989. 15 Ræða Gorbatsjovs í Strassbourg arhöfundur m.a. - Læknanemar i læknaakademíunni i Alma-Ata hlýða á fyrirlestur. I bytjun júlí flutti Gorbatsjov ræðu í Evrópuráðinu í Strassbo- urg. í ræðunni notaði hann orð- takið „sameiginlegt evrópskt heim- fli“ mikið og ræðan var í senn ákafl og hvatning tfl nýrrar aukinnar samvinnu Evrópuþjóðanna. Enginn vafi er á að Gorbatsjov þarfnast mikillar og aukinnar sam- vinnu vestrænna ríkja eigi þjóð- félagsbreyting/ hans í Sovétríkjun- um fram að ganga. Yfirlýsingar Nikolai Shmelev, hagfræðingsins sem hann hafði með sér í Frakklandsferðina, hafa vakið mikla athygh. Shmelev segir: „Gorbatsjov er í hættu - ekki pólitískt því hann hefur fulla stjórn á hlutunum - heldur efnahagslega. Ef ekki tekst að snúa samdrættin- um við mun neytendamarkaðurinn hrynja á næstu tveim tfl þrem árum. „Við munum verða að setja upp styrjaldarskömmtun á öllum hlut- um, svarti markaðurinn mun blómstra og rúblan verða verð- laus.“ Þetta þýðir afskipti stjómvalda af öllu og mun seinka stjómmála- legum endurbótum. Til þess að hindra þetta telur Shmelev að Sovétríkin þurfi að skrapa saman 30 billjón dollurum sem varið verði tfl að flytja inn ýmsar neytendavörur. Jafnframt þarf að endurskipu- leggja landbúnaðarpóhtíkina. Þar á meðal afhenda öllum sem vflja rækta, búa, land. Markaðurinn verður að taka við, segir Shmelev. Ekkert getur komið í staðinn fyrir hann, við höfum reynt allt. Hlutirnir gerast hratt í Sovétríkj- unum núna. „Fyrir sex mánuðum trúðu leiðtogamir ekki að við stæð- um frammi fyrir efnahagslegri kreppu." Þjóðernishreyfingar geta einnig valdið óróa og erfiðleikum við þjóð- KjaUajinn Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður félagsbreytinguna ef menn fara of hratt og missa stjórn á þróuninni. Ræðan Gorbatsjov gerði mjög að umtals- efni þær miklu og öm breytingar sem heimurinn stæði frammi fyrir. Ræðan var öll í anda opnunar og samvinnu. Hann sagði að vandinn lægi ekki í mismunandi þjóðfélags- formum og lagði áherslu á sjálfs- ákvörðunarrétt allra þjóða tfl að búa við það þjóðfélagsform sem þær kysu. „Þjóðfélagsleg og stjórnmálaleg skipan sumra þjóða breyttist í for- tíðinni og getur eins breyst í fram- tíðinni en það verður að vera ein- vörðungu ákvörðun þjóðanna sjálfra og þeirra val.“ Gorbatsjov hafnar þannig stöð- ugt Breshnev-kenningunni og legg- ur þunga áherslu á það. í ljósi þessara orða hljóta menn að skoða þróunina í Póllandi og Ungverjalandi. Hann sagði: „íhlutun í innri mál- efni, sérhver tilraun tfl að tak- marka sjálfsákvörðunarrétt ríkja - bæði vina, bandamanna og ann- arra - er óleyfileg." Það er perestrojku að þakka að Sovétríkin munu verða í stöðu til að taka þátt í heiðarlegri, upp- byggjandi samkeppni á jafnréttis- gmndvehi, sagði Gorbatsjov. „Þrátt fyrir núverandi vanda okkar og að við höfum dregist aftur úr, þekkjum við styrkleika þjóð- félagskerfis okkar.“ Hann lagði áherslu á menningu Evrópu og þátt hennar í þróun alls mannkyns, „en gleymum ekki að héðan dreifðist nýlenduþrælkunin út. í Evrópu varð fasisminn til og í Evrópu hófust hræðilegustu styrj- aldirnar." Gorbatsjov varði stórum hluta ræðunnar í afvopnunarmál. Þar lagði hann áherslu á samþykkt þings Sovétríkjanna sem lýsir sig fylgjandi: 1) Utrýmingu kjarnavopna úr .heiminum um aldamót. 2) Útrýmingu efnavopna svo fljótt sem auðið er. 3) Verulegri afvopnun hefðbund- inna vopna. 4) Að draga erlendar hersveitir frá landsvæðum annarra ríkja. 5) Lýsa sig andstæða öllum geim- vopnum. 6) Leysa upp hernaðarbandalög. 7) Koma á öflugu raunhæfu eftirliti ,með framkvæmd allra afvopn- unarsamninga. Evrópsk samvinna Gorbatsjov ræddi um framtíðar- þátttöku Sovétríkjanna í Evrópu- ráðinu og hugsanlegt sendiráð þeirra í Strassbourg. Til þess að auka samvinnu Aust- m:- og Vestur-Evrópu nefndi hann: 1) Byggð yrði nú háhraða járn- braut um þvera Evrópu. 2) Sett yrði af stað samvinnuverk- efni um nýtingu sólarorku. 3) Samvinna yrði hafin um vinnslu og geymslu kjarnorkuúrgangs og aukið öryggi kjarnorkuvera. 4) Aukin yrði fjöldi íjósleiða. 5) Evrópugervihnattasjónvarp. Hann stakk upp á miðstöð hjá Sam- einuðu þjóðunum til þess að annast neyðarhjálp vegna umhverfisslysa og benti á rannsóknir Sovétmanna við að spá fyrir um jarðskjálfta, þurrka og hugsanlegar veðurfræði- legar breytingar. Jafnframt lagði Gorbatsjov áherslu á aukna samvinnu á sviði mann- réttindamála og hvatti til þess að nýr Helsinkifundur yrði haldinn innan tveggja ára. Að lokum sagði hann að perestroj- ka væri að breyta Sovétríkjunum. „Við höldum ákveðnir fram þann veg og af honum verður ekki aftur snúið. Ríkisstjórnir ykkar og þjóð- þing munu fljótlega skipta við al- gjörlega breytta sosíalíska þjóð.“ Undirtektir Ræðu Gorbatsjov var tekið með mikilli vinsemd og lófataki. Á und- anförnum mánuðum hafa menn mikið velt fyrir sér hvort honum muni takast að koma þjóðfélags- breytingu fram, eða hvort hann missi stjórn á þróun mála. • Líklega hefur Shmelev rétt fyrir sér. Gorbatsjov á jafnvel meira undir Vesturlöndum komið í þessu efni en sínum eigin landsmönnum. Bandaríkin ræða efnahagsaðstoð við Pólland og Ungverjaland. Þar er þörfin breytt. En mikilvægt er að þróunin geti haldið áfram í Sovétríkjunum. Vesturlönd verða því að rétta fram höndina. Guðmundur G. Þórarinsson „Líklega hefur Shmelev rétt fyrir sér. - Gorbatsjov á jafnvel meira undir Vest- urlöndum komið 1 þessu efni en sínum eigin landsmönnum.“ Fólksflótti „Allt fram til 1968 voru það forréttindi menntafólks að fara utan og starfa þar,“ segir m.a. í greininni. Vegna fréttar DV um landflótta íslendinga um þessar mundir og samanburð við landflóttann sem varð í lok viðreisnarstjórnar árin 1968-69 vil ég upplýsa lesenr ur DV um flóttann þá og það sem mér virðist um flóttann nú. Landflóttinn 1968-69 Meðal ráðherra þjóðarinnar í við- reisnarstjórninni, sem var við völd þessi ár, var hagfræðiprófessorinn Gylfl Þ. Gíslason. Umtalað var þá að skynsamlegt stjórntæki gegn verðbólgu væri það sem nefnt var „hæfilegt atvinnuleysi." Viðreisn- arstjórnin nýtti þetta stjórntæki og verulegt atvinnuleysi blasti við. Árið 1969 var þetta orðið mjög áhrifaríkt í iðngreinum byggingar- og málmiðnaðar. Atvinnuleysi í þessum stéttum varð tfl þess að viðkomandi stéttarfélög gengu í að huga að vinnu fyrir félagsmenn sína erlendis. Á sama tíma voru uppgangstímar í byggingar- og málmiðnaði víða í Evrópu og mikil eftirspum eftir hæfum iðnaðarmönnum í þeim greinum. Þetta varð til þess að við- komandi verkalýðsfélög, félag tré- smiða, rafvirkja og málmiðnaðar- manna, náðu góðum samningum um vinnu fyrir félagsmenn sína erlendis, m.a. í Sviþjóð, Danmörku og Þýskalandi. Þessir samningar fólu í sér tíma- bundna vinnu, tvo tfl sex mánuði, og fríar ferðir heiman og heim. Hundruð iðnaðarmanna og síðar KjaUarinn Kristinn Snæland leigubí Istjóri verkamanna tóku þessu tilboði um störf erlendis fagnandi enda var litið á þetta sem bráðabirgðaráð- stöfun. (Síðar á þessu tímabili var Dagsbrún, félag verkamanna í Reykjavík, einnig með í útflutn- ingnum.) Meðal iðnaðarmanna og verka- mannanna var sá andi ríkjandi að vinna um tíma erlendis og koma svo heim þegar atvinna ykist heima. Margir urðu vissulega tfl þess að taka fjölskyldu sína með en hugurinn var einn, sá að eftir eins til nokkurra ára dvöl skyldi haldið heim. Fjöldi þessa fólks átti íbúðir á íslandi og var þar með skuldum hlaðið. Lánskjör, vextir, voru þá þannig aö með hverju ári sem leið léttust greiðslubyrðamar. Jafnvel þótt atvinnuleysi og brottför af landi yrði til þess að draga greiðslur lána á ’anginn lækkaði greiðslubyrðin, jafnvel þrátt fyrir dráttarvexti. Skuldugur íbúðareigandi gat þannig í atvinnu- leysi sínu haldið af landi brott, fengið góða íbúð til kaups eða leigu erlendis og svo snúið heim og bjargað málunum. í þá daga var hver og einn hólp- inn sem náði því að standa í skflum í svona 3-5 ár. Lán og afborganir lækkuðu svo hraðfara að þungt lán varð léttbært á þessum tíma. Þá var hvorki lánskjaravísitala né raunvextir. Á þessum áram var fjármagn flutt frá þeim sem áttu til þeirra sem ekki áttu. Sumir kölluðu það löglegt en siðlaust. Segja má að landsmenn hafi tekið „hæfilegu atvinnuleysi“ létt og verkalýður- inn fór í skemmtitúr til útlanda með þeim afleiðingum að nú þykir ekki mikið aö flytja utan með fjöl- skyldu. Allt fram tfl 1968 voru það forréttindi menntafólks að fara ut- an og starfa þar. Þetta breyttist með skipulögðum útflutningi verka- fólks á vegum verkalýðsfélaganna. Landflóttinn 1989 Landflóttinn nú er miklu alvar- legri en sá sem fyrr er frá sagt. Nú er atvinnuleysi fremur lítið og veldur ekki fólksflótta. Staðreynd- in er sú að hjón, sem bæði hafa sæmflega vinnu, ráða ekki við vaxtaokrið sem lagt er á þær skuld- bindingar sem nauðsynlegar eru tfl að koma yfir sig þaki. Hvað eftir annað heyrast sögur af fjölskyldum sem hafa sundrast og gefist upp fyrir vaxtaokrinu. Það er shkt fólk sem nú gerist flótta- menn frá íslandi. Fólk sem þrátt fyrir fulla vinnu ræður ekki við græðgi fjármagnseigenda. Flótti fólks frá íslandi nú er alls ekki sambærilegur við flóttann 1968-69. Flóttinn kann að vera sam- bærilegur í tölum en er nú nauð- vörn örvæntingarfulls fólks sem hvergi sér fram úr fjármálum sín- um sakir græðgi fjármagnseigenda í skjóh okurvaxta og lánskjaravísi- tölu. Niðurstaðan verður væntan- lega allsherjar hrun með almennu gjaldþroti skuldara. Og hver verð- ur þá hagnaður fjármagnseigenda? Síðustu 10 árin hefur fjármála- stefnan verið sú að flytja peninga frá þeim sem ekki eiga tfl þeirra sem eiga. Þetta hefur tekist svo vel að nú verða góð og gegn félög gjald- þrota og fjölskyldur landfótta. Þetta er hin nýja stefna í fjármálum þjóðarinnar. Útlit er fyrir versn- andi ástand vegna græðgi fjár- magnsbraskara. Þessu verður að breyta, jafnvel með handafli. Kristinn Snæland „Hvað eftir annað heyrast sögur af f]öl- skyldum sem hafa sundrast og gefist upp fyrir vaxtaokrinu. - Það er slíkt fólk sem nú gerist flóttamenn frá Is- landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.