Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1989, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar. smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Bastilludagurinn Upphaf frönsku stjórnarbyltingarinnar hefur veriö kennt viö árás Parísarbúa á Bastillufangelsiö. Múgurinn réöist til atlögu gegn þessu illræmda fangelsi og frelsaði póhtíska fanga. í dag, íjórtánda júli, eru tvö hundruð ár hðin frá þessum sögulega atburði. Hann átti sér bæði aðdraganda og afleiðingar en hér safnaðist fólkið saman, fann mátt sinn og þrótt og lét reiði sina og lang- varandi áþján í ljós með eftirminnilegum hætti. Frá þessum degi var ekki aftur snúið og á örfáum árum var konungsveldið afnumið, ný stjórnarskrá samin og sam- þykkt, og í allri þessari gerjun og upplausn steig lýðræð- ið sín fyrstu skref í sögu nútímans. Byltingin varð blóðug og hún át börnin sín eins og flestar byltingar gera. Lýðræðið hfði skammt því Napó- leon sölsaði undir sig völdin, gerði sjáhan sig að keisara og raunar ríkti óöld í Frakklandi langt fram á síðustu öld. En eftir lifðu hvatirnar og hugsjónirnar og til þess- ara atburða rekjum við upphaf mannréttindabaráttunn- ar. Völdin voru færð th fólksins, allir voru sagðir jafnir að rétti og lögum og tjáningar-, funda- og prentfrelsi var viðurkennt. Aðalsstéttirnar voru sviptar forréttindum sínum og almennur kosningaréttur tryggði kjör stéttar- fuhtrúa til setu á þjóðþinginu. Lýðræðishugsjónin breiddist út og þykir nú forsenda frelsis og framfara. 0 Sagnfræðingar og heimspekingar keppast um þessar mundir við að útskýra og skilgreina tildrög og áhrif stjórnarbyltingarinnar. Menn leggja siðferðhegt mat á framferði byltingarmanna, skiptast á skoðunum um orsakir og ástæður og velta fyrir sér tilurð þeirra hug- mynda og stjórnmálaviðhorfa sem uxu í þessum jarð- vegi. En hvað sem hver segir, þá stendur eftir sú stað- reynd, að byltingin markaði dýpri spor í mannkynssög- una en flestir aðrir einstakir atburðir. Lýðræðið hefur verið misjafnlega framkvæmt, þjóðir heims eru misjafnlega langt komnar í þróun þess og menn bera misjafnlega mikla virðingu fyrir því. Aðrar allsherjarskoðanir eða lífsstefnur hafa skotið upp kollin- um. Má þar nefna bæði nasisma, kommúnisma og an- arkisma. En eftir stendur og upp úr stendur sú hugsjón lýðræðis og frelsis sem fæddist fyrir tvö hundruð árum á götum Parísar. Lýðræðið hefur haldið velli, því það byggir á frelsi fólksins, valdi fólksins yfir sjálfu sér og örlögum sínum. Þá frelsisþrá hefur engum tekist að slökkva, hversu lengi og hversu fast sem fjötrarnir hafa verið hertir. Lýðræðið var ekki fundið upp í París. Grikkirnir til forna höfðu vísað okkur veginn. En í fáfræði og fátækt hafði mannkynið verið kúgað um aldaraðir. Það var ekki fyrr en með lestri og aukinni fræðslu sem almenn- ingur vaknaði til meðvitundar um vesöld sína og rétt- leysi. Það var í skjóli þekkingarinnar og í krafti hennar sem frelsisþráin braust út. Allt frá því hefur þekkingin og menntunin verið aflið á bak við réttindabaráttu fjöld- ans. Iðnbyltingin er afsprengi stjórnbyltingarinnar. Tæknibyltingin er ávöxtur þekkingarinnar. Frelsis- bylting fjöldans er árangur mannréttindanna. Allt þetta má rekja th Bastilludagsins, dagsins fyrir tvö hundruð árum, þegar hin óbreytti lýður ruddi brautina fyrir mestu umskiptum mannskynssögunnar. Þegar aht kemur th ahs er okkur ekkert verðmætara í lífinu en sá réttur að vera jafnir fyrir lögum og frjáls- ir th orða og verka. Það getur aldrei neitt komið í stað- inn fyrir mannréttindin, hvorki völd né auður. Ehert B. Schram Það getur verið erfitt að sýna ísra- elsmönnum skilning fyrir þá sem annars eru vinveittir þeim þegar þeir hvað eftir annað loka viljandi þeim leiðum sem opnast til að finna flöt á samningum um lausn deil- unnar við Palestínuaraba. Nú hef- ur þetta gerst rétt einu sinni cg í þetta sinn hefur dyrum verið lokað og skellt í lás. Harðlínumenn hafa enn einu sinni hafnað allri skyn- semi og hengt sig fasta í þá kreddu að þeir einir eigi allt landið, Guð hafi gefið þeim það í Biblíunni og þeir hafi húsbóndavaldið. Þeir sem þannig hugsa eru nú komnir í oddaaðstöðu í ísraelskum stjórn- málum og horfur á lausn deilunnar eru nú dekkri en nokkru sinni fyrr. Uppreisn Palestínumanna á hernámssvæðunum hefur nú stað- ið í hálft annað ár og kostað á Ariel Sharon, fyrrum hershöfðingi. - „Sá maður sem utanaðkomandi stendur mestur stuggur af,“ segir greinarhöf. Öfgamenn í oddaaðstödu fimmta hundrað Palestínumanna lífið en alls hafa 17 ísraelsmenn látist. Ekkert lát er á uppreisninni, þótt hún sé ekki eins fyrirferöar- mikil í fréttum og áður, og þeim vex nú fylgi í ísrael sem vilja grípa til örþrifaráða til að berja hana nið- ur með öllu tiltæku hervaldi. Fremstur í ílokki þeirra er vita- skuld sá maður, sem utanaðkom- andi stendur mestur stuggur af, Ariel Sharon, fyrrum hershöfðingi, og það var einmitt Sharon sem tókst að drepa niöur þá hugmynd til lausnar deilunni sem mestar vonir hafa verið bundnar við síð- ustu mánuði. Kqsningar Hugmynd sú sem Shamir forsæt- isráðherra, sem er annars enginn vinur Palestínumanna, haföi sett fram var á þá leið að á öllum her- numdu svæðunum skyldu fara fram kosningar til að kjósa fulltrúa Palestínumanna, sem aftur ættu að semja við ísraelsstjórn um tak- markaða sjálfsstjóm. Tilgangurinn var að binda enda á upreisnina og einangra PLO því að þessir fulltrú- ar áttu að vera óháöir PLO en full- trúar almennings á hernumdu svæðunum. Ætlast var til að árang- ur yrði af viðræðum við þessa full- trúa innan þriggja ára. Upphaflega var það Rabin, land- varnaráðherra verkamanna- flokksins, sem kom með þessa til- lögu en Shamir gerði hana að sinni til þess að friða Bandaríkjamenn sem knúðu mjög á um raunhæfar aðgerðir. Síðan hefur þessi hug- mynd um kosningar verið þunga- miðjan í hugmyndum Bandaríkja- manna um milligöngu í deilunni. Palestínumenn voru jákvæðir og PLO, undir forsæti Arafats, haíði samþykkt hana. En þá kom í ljós að öfgamenn eru nú sterkasta aflið í ísraelskum stjórnmálum. Likudbandalagiö er ekki einn flokkur heldur flokkabandalag smáflokka og þeirra á meðal er flokkur Sharons. Sharon og fleiri vilja engar tilslakanir og settu fram skilyröi á framkvæmdanefndar- fundi Likud sem eyðilögðu hug- myndina um kosningar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að kosningar leiddu aldrei til samn- inga um sjálfsstjórnarríki Palest- ínumanna, í öðru lagi yrði ekkert land sem ísraelsmenn ráða nú yfir, nokkru sinni afhent Palestínu- mönnum, í þriðja lagi fengju arab- ískir íbúar Jerúsalem ekki aö kjósa, þvi aö austur Jerúsalem væri óaðskiljanlegur hluti af ísra- el, enda þótt hundruö þúsunda Pa- lestínumanna búi þar, og í fjórða lagi yrði ekki kosiö fyrr en upp- reisnin, eða intifadan, væri um garð gengin eða hefði verið bæld niður. Stjórnarslit og hermdarverk Þetta gekk af kosningahugmynd- Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður inni dauðri því að verkamanna- flokkurinn getur ekki sætt sig við þessi skilyröi, allra síst það að kosningar fari ekki fram fyrr en uppreisninni sé lokið. í ísrael er samsteypustjóm en Likud fer í raun með öll völd þótt litlu muni á þingstyrk. Því höföu leiðtogar verkamannaflokksins ákveðið að ganga út úr stjórninni í mótmæla- skyni og krefjast nýrra kosninga í ísrael þegar einn palestínskur hermdarverkamaður bjargaði Shamir og styrkti enn stöðu þeirra sem hafna öUum tilslökunum. Þessi Palestínumaður hrifsaði í stýrið á langferðabíl og steypti hon- um niður í gljúfur með þeim afleið- ingum að 14 ísraelsmenn fórust en hann sjálfur komst lífs af. Gífurleg reiði greip um sig í ísrael vegna þessa og verkamannaflokkurinn sá sitt óvænna og hætti við að fella stjórnina viö þessar aðstæður. Almenningsálitið í ísrael virðist vera að hallast á sveif með harð- línumönnum sem meðal annars birtist í vaxandi stuðningi viö Sharon. Hetjan frá Líbanon Sharon er ráðherra iðnaðarmála en var áður landvarnaráðherra í stjórn Begins og stjórnaði innrás- inni í Líbanon 1982. Hann var þar æösti maður þegar fiöldamorðin voru framin á Palestínumönnum í Chatila og Sabra flóttamannabúð- unum í útjaöri Beirút. Sharon er frægur fyrir ofstopa. Á árunum fyrir 1960 stjómaöi hann hefndar- árásum frá ísrael inn í Jórdarúu og Egyptaland og myrti þar hundr- uð manna í hefndarskyni fyrir ár- ásir skæruliða á ísrael. Hann var hetja í stríðinu 1973 þegar herfylki hans komst yfir Sú- esskurðinn og hann var líka hetja í Gaza á næstu árum þegar hann braut þar á bak aftur af fádæma hörku alla mótspyrnu Palestínu- manna. Hann vill nú beita sömu aðferðum á hernumdu svæðunum, meðal annars stórfelldum brott- flutningi Palestínumanna frá svæðum í nágrenni við landnám ísraelsmanna, algem útgöngu- banni og myndun svæða þar sem hver einasti Palestínumaöur yrði skotinn á færi fyrirvaralaust. Þetta dugði í Gaza fyrir hálfum öðrum áratug og hann segir að þetta sé leiðin til að berja niður uppreisnina, ásamt fiöldahand- tökum og brottrekstri úr landinu á öllum þeim sem á einhvern hátt em bendlaðir við PLO. Þessar hug- myndir eiga vaxandi fylgi að fagna þótt stjómmálaleiðtogar séu hik- andi við aö samþykkja þær opin- berlega. En nú hefur Sharon tekist að ganga af hugmyndinni um kosn- ingar á fulltrúum og viðræðum um hugsanlega sjálfsstjóm dauöri og þá blasir við að intifadan heldur áfram af fullum krafti. Öfgamenn meðal landnema á hernumdu svæðunum, sem líta á Sharon sem leiðtoga sinn, eru þegar farnir að stunda morð og aftökur á Palest- ínumönnum án dóms og laga og komast oft upp með það þótt hljótt fari. Miklar vonir voru bundnar viö fyrirhugaðar kosningar á her- numdu svæðunum sem nú em úr sögunni. Þar með bíður ísraels ekk- ert annað en ennþá meiri harka í mótmælum Palestínumanna og samsvarandi harka í viðbrögðum, öllum sáttahugmyndum hefur ver- ið hafnað og engin ný friðartillaga í sjónmáli. Gunnar Eyþórsson „Það getur verið erfitt að sýna Israels- mönnum skilning fyrir þá sem annars eru vinveittir þeim þegar þeir hvað eft- ir annað loka viljandi þeim leiðum sem opnast til að finna flöt á samningum um lausn deilunnar við Palestínu- araba.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.